Þjóðviljinn - 11.10.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Side 8
GLÆTAN 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. október 1985 morguninn þegar hann var búinn að rústa allt herbergið hennar og hana. Hún var stokkbólgin. Mamma hennar leitaði fyrst að henni, svo var henni bara alveg sama. Ég var þarna í svona 2Vi mánuð. Þá fór ég í sveit. Fljótlega á eftir tvístraðist þetta. Ég var með strák í hálft annað ár. Eg vissi að ég var ekkert voða- lega hrifin af honum en hann tók utan um mig og huggaði mig og svona. Mér finnst ég vera miklu eldri en 15 ára. Ég er búin að lifa svo lengi. Fullorðna fólkið getur ekki breytt okkur. Það verður bara að breyta sjálfu sér. Ég sé enga á- stæðu til að gera því til geðs. Mömmu finnst svo leiðinlegt að ég sé að eldast, að ég sé að verða sjálfráða, að hún sé að mis- sa litlu stelpuna sína. Hún segir: „Pú varst svo góð þegar þú varst lítil - nú ertu alveg ferleg". t>au vilja alltaf hafa okkur lítil, alltaf skipa okkur fyrir verkum. Mam- ma sagðist ætla að láta svipta mig sjálfræðinu þegar ég væri orðin 16 ára - að ég væri ekki fær um að lifa lífinu sjálfstætt. Krakkarnir eru bara mótaðir af fullorðnum. Ég ætla sko ekki að vera eins og mamma við mig! Það þýðir ekk- ert að setja mann í straff. Ég þekkti þrjá stráka sem frömdu sjálfsmorð. Pabbi eins var menntamaður og honum þótti allt ómögulegt. Hann var hræddur um að pabbi sinn yrði vondur ef hann fengi ekki pott- þétt á prófunum. Hann langaði ekkert til að verða það sem pabbi hans vildi að hann yrði og hann gafst bara upp. Hann vígði Hall- grímskirkju. Ég var með strák í hálft annaö ár. Ég vissi að ég var ekkert voðalega hrifin af honum en hann tók utan um mig og huggaði mig svona. Ljósm. Sig. Stelpur núna - allavega ég - ég gæti ekki hugsað mér, ekki einu sinni orðið hrifin af strák sem hefði verið með öllum bænum. Okkur finnst það ekkert flott, ekki stelpunum. Pað hafa flestallir unglingar prófað eitthvað, en mér finnst það vera að minnka. Brennivín? Það liggur við að það sé alltaf í tísku. Það verður það alltaf. Ég var einu sinni að labba um gamla kirkjugarðinn í Vesturbæ þegar ég var nýorðin ellefu ára. Ég var með vinkonu minni. Þá sátu þarna strákar sem sátu í hringog voru að reykjahass. Þeir kölluðu: „Hæ, stelpur. Komiðog fáið ykkur hass“. Við löbbuðum bara áfram. - Já, það er ekkert þá hélt hún að ég væri í einhverj- um samtökum, væri lesbía eða eitthvað svoleiðis. Það var hópur af krökkum sem bjó í Breiðholtinu. Við vorum átta sem gátum hvergi verið nema í íbúð hjá pabba eins stráksins sem var alkóhólisti og dópisti og hommi. Fyrst þegar ég kom þar var ekkert til nema kart- öflur og við suðum þær. Seinna fórum við niður í bæ, skiptum liði, betluðum og redduðum okk- ur einhverju drasli, keyptum í frystihúsunum og fleira. Svo hitt- umst við á ákveðnum tíma og fór- um heim. Við hjálpuðumst öll að. Elsti var 17 ára ogsú yngsta 11 ára. Stjúpi hennar þoldi hana ekki. Hún kom til okkar einn Mér fannst allt svo ömurlegt - það var búið að reka mig að heiman, það var vetur, mér fannst allt svo tilgangslaust. Ég fór upp í hæstu blokkina í Gaukshólum og sat þar efst uppi og hugsaði og hugsaði. Ég þorði ekki að stökkva og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég vissi ekki að vinkonur mínar höfðu séð mig fara þetta og voru hræddar. Þær sóttu húsvörðinn og hann kom og talaði við mig og ég hélt að hann væri bara að reyna að vera góður af því að ég svaf oft í þessum stigagangi. En hann var að bíða eftir að löggan sækti mig. Hann sagði að ég væri snarrugluð. Við reyndum þrjár að fremja sjálfsmorð þegar ég var 12 ára. Mamma einnar var sjúklingur og var á spítala eða heilsuhæli og stelpan var ein heima. Mamma hennar átti fullan kassa af þessu tilgangslaust og hélt fyrst að það myndi ganga yfir en það gerði það ekki. Pabbi og mamma voru að skilja, svo var mamma einnar stelpunnar að flytja og hún vildi ekki missa félagsskapinn og sú þriðja vildi bara vera með. - Ég man voðalega lítið eftir þessu. Ég var að éta pillurnar í skólanum eftir að ég skildi við stelpurnar og svo fundu mig krakkar inni í ein- hverjum garði þar sem ég var al- veg stjörf og starandi og þau reyndu að láta mig jafna mig. Þá fór ég heim og fór að sofa. Þegar ég var vakin í matinn ældi ég og pabbi hélt að ég væri veik. Svo sofnaði ég aftur. Mamma einnar stelpunnar hringdi í þau og sagði að hún væri komin á gjörgæslu og að ég hefði verið með henni. Þá var farið með mig þangað líka. Það var dælt uppúr okkur og við vorum þama í sólarhring. - Á Mór fannst allt svo ömulegt - það var búið að reka mig að heiman, það var vetur, mér fannst allt svo tilgangslaust. Ljósm. Sig. dóti og við tókum þær allar. Við eftir var ég alveg tekin fyrir tókum 27 pillur og 10 díasepan hver. Ég var alveg ákveðin í að drepa mig, ég var búin að hugsa mikið um það. Mér fannst allt svo skólanum útaf þessu, sérstaklegal af bróður einnar stelpunnar. ÞaðI sveið mest, því ég var svolítið| hrifin af honum. Rob Geldof Blankur en safnaráframfyrir hungraða Afríkubúa að allt væri útatað í glerbrotum og ekki hægt að sofna á kvöldin, en það breyttist þegar Safarí kom. Og Traffic - nú er kominn vínveitingastaður þar og allt í þessu fína. mál að ná í þetta. Það er allstaðar. Krakkar sem reykja og drekka eru stimplaðir afbrigðilegir af fullorðnum. Þeir þykja ekki eins og fólk er flest. Ég var einu sinni að rífast um þetta við mömmu og Líklega er óhaett að trúa því sem sagt hefur verið um Bob Geldof - að hann hafi hæfileikann til að segja hið rétta á rangan hátt á óþægilegustu andar- tökum... en jafnframt að hann taki orðið nei ekki í mál sem svar við spurningu eða beiðni... a.m.k. ekki í sambandi við Live Aid. Kannski kall- ast þetta hroki og þrjóska, en í Ijósi árangurs hans í Afríkusöfnuninni eru þessir oftast neikvæðu eiginleikar hin mesta guðsgjöf! er ráð fyrir að hálf milljón ein- taka seljist í Bandaríkjunum. Verið er að íhuga að setja saman kvikmynd frá Live Aid hljóm- leikunum, en að sögn Bobs er það allt á frumstigi. Ekki vildi hann gefa vonir um aðra slíka hljómleika en benti á ýmisskonar framtak til styrktar Afríkusöfn- uninni á vegum tískuteiknara, íþróttamanna og allskonar lista- manna á næstu mánuðum. Hann sagði Live Aid og minni,skylda viðburði hafa nú (í september) skilað inn 90 milljónum dollara (rúml. 3.600 milljónum íslenskra króna!). Þett fé hefur verið notað til að kaupa mat og lyf og til lang- tímaverkefna, en einnig til að kaupa skip og vörubfla til að flytja vörurnar á áfangastaði í Afríku. Live Aid er með skrif- stofur í London og stendur til að opna aðrar í Washington. Hins vegar fer hjálparstarfið í Afríku fram í gegnum alþjóðlegar hjálp- arstofnanir sem þegar eru þar starfandi. Já, góðir hálsar, Bob Geldof hefur lagt nótt við dag og margir segja (hvíta) lygi við aðra (hvíta) lygi til að koma hugsjón sinni í framkvæmd - að rokkarar hjálpi sveltandi Afríkumönnum - og „Uppgangsbæjarrottan” Bob Geldof er svo blankur orðinn, vegna stöðugrar vínnu sinnar síðan hugmyndum við jóla- plötuna „Do they know it’s Christmas?” var hrint í fram- kvæmd í fyrra, að vinir og kunningjar þurftu að skjóta saman í farareyri undir hann til Ameríku til að kynna Ijós- myndabókfrá Live Aid hljóm- leikunum í sumar. Bob sveltur þó ekki eins og skjólstæðingar hans: „Konan mín vinnur nefnilega úti”, sagði hann skelmislega við fréttamenn á f undi þar sem hann var að kynna umrædda hljómleika- bók. Bob Geldof hefur engin laun tekið sér fyrir brjálæðislega vinnu sína við Afríkusöfnunina og jafn- framt hefur hans eigin ferill sem söngvari írsku hljómsveitarinnar Boomtown Rats algerlega setið á hakanum. „Hver eyrir sem fólk gefur til Live Aid og Band Aid er notaður til að berjast gegn hungr- inu í Afríku”, segir hann, og ...,,ég gæti líka bætt því við að bókin er góð jólagjöf, enda þótt það þyki kannski ótímabær at- hugasemd...”. Flestar bókaverslanir gefa hagnað sinn af sölu bókarinnar til söfnunarinnar og blöð auglýsa hana frítt. Þegar hafa selst um 200.000 eintök í Bretlandi og gert svei mér þá að ég skrifi ekki undir í hans tilviki að tilgangurinn helgi meðalið. A/Reuter Bob og konan útivinnandi, fyrirsætan og blaðakonan Paula, dóttir séra Yat- es. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (-) 1. Stronger together - Shannon (3) 2. Secret — OND (-) 3. Animal instinct - Commodores (-) 4. You can win if you want -Modern Talking (5) 5. i’m a lover (-) 6. We don’t need another hero -Tina Turner (10) 7. Into the groove - Madonna (8) 8. Tarzan Boy - Baltimora (7) 9. You are my heart you are my soul -Modern Talking (2) 10. All fall down - Five star Grammið (1) 1. Low life - New Order (2) 2. Kona - Bubbi Morthens (3) 3. Skemmtun - Með nöktum (7) 4. Theames 2 - Psychic TV 2 (-) 5. True sides of the beast - Gun Club (-) 6. How will the wolf survive - Los Lobos 7. A seacret wish - Propaganda (9) 8. First circle - Pat Metheny (-) 9. Don’t forget that beat - Fats comet (-) 10. The dream of the blue turtles - Sting Rás 2 1. (1) Maria Magdalena - Sandra 2. (6) Cherish - Cool & the Gang 3. (2) Part time lover - Stevie Wonder 4. (9) This is the night - Mezzoforte 5. (3) Dancing in the street - Bowie/Jagger 6. (4) Unkiss that kiss - Stephen A.J. Duffy 7. (10) Take on me - A-ha 8. (15) Dress you up - Madonna 9. (12) You’re my heart you’re my soul - Modern Talking 10. (7) Pop life - Prince

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.