Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 17
HEIMURINN Sjórán Ræningjar týndir Kaíró og víðar - Enn er óljóst hvað orðið hefur um sjóræn- ingjana fjóra sem héldu ítalska farþegaskipinu Achille Lauro með yfir 400 manns innan- borðs í rúma tvo sólarhringa þar til þeir gáfust upp í fyrra- dag. Egyptar segjast hafa látið þá lausa og sé ekkert vitað hvert þeir fóru. Hvarf bandarísks farþega hef- ur vakið áköf viðbrögð og kröfur um að ræningjarnir verði eltir uppi og dæmdir í þyngstu refs- ingu. Ekki er ljóst hvað um hann varð en bandarísk stjórnvöld og fleiri hafa fullyrt að ræningjarnir væru sekir um hvarf hans. PLF, samtökin sem ræningjarnir sögðust tilheyra, hafa neitað því að farþeginn hafi verið myrtur og talsmaður PLO hjá öryggisráði SÞ lýsti eftir sönnunum um afdrif hans. í fyrstu var talið að egyptar hefðu afhent PLO ræningjana fjóra en Yassir Arafat ber á móti því. Hosni Mubarak, forsætisráð- herra Egyptalands, sagði að það hefði verið liður í lausn málsins að leyfa ræningjunum að fara frjálsum ferða sinna. Egyptar hefðu gert það í þeirri trú að full- yrðing skipstjóra Achille Lauro um að ekkert hefði amað að far- þegunum meðan á ráninu stóð hafi verið sönn. Ef þeir hefðu vit- að um hvarf bandaríska farþeg- ans hefði verið tekið allt öðruvísi á málinu. Norðurlönd Refs'iaðgerðir til umræðu Helsinki - Leiðtogar samtaka flutningaverkamanna í Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi komu saman til fundar í Helsinki í gær þar sem eitt helsta umræðuefnið verður af- greiðslubann á inn- og útflutn- ing til Suður-Afríku. Norskir og finnskir flutninga- verkamenn hafa þegar ákveðið Afríka Dregur úr hungri Nairobi - Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, FAO, segir í nýútkom- inni skýrslu að heldur hafi dregið úr hungrinu í Afríku en að enn séu fimm lönd á lista yfir þau sem þurfa á neyðarað- stoð og matvælasendingum að halda. Löndin fimm eru Eþíópía, Angóla, Mósambik, Súdan og Botswana. Lélegar hafnir og skortur á flutningatækjum kallar á flutninga í lofti og að matar- sendingum verði varpað úr lofti. í Eþíópíu og Súdan gerir innan- landsófriður illt verra og Angóla og Mósambik liggja undir árásum stjórnvalda í Suður-Afríku og handbenda þeirra. Dregið hefur úr þurrkum en í 21 af 50 ríkjum álfunnar eru mat- væli. enn af skornum skammti þótt ástandið hafi skánað síðan í fyrra en þá ríkti neyðarástand meðal 150 miljóna íbúa. að neita að vinna við uppskipun á vörum frá Suður-Afríku og þeir finnsku hafa einnig hætt að skipa út vörum sem þangað eiga að fara. Ætla þeir að leggja að starfsbræðrum sínum í Dan- mörku og Svíþjóð að fara að fordæmi sínu. Dönsku og sænsku fulltrúarnir tóku vel í málaleitan norðmanna og finna en sögðust af skipulagsástæðum ekki geta tekið ákvörðun fyrr en á næstu vikum. Viðskipti þessara fjögurra landa við Suður-Afríku námu tæplega 30 miljörðum íslenskra króna á síðasta ári og á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda sem haldinn verður í Osló í næstu viku verða ræddar leiðir til að setja á efnahagslegar refsiað- gerðir gegn stjórn hvíta minni- hlutans. Finnski utanríkisráðherrann, Paavo Váyrynen, hefur lagt fyrir stjórn sína lista yfir aðgerðir sem hann vill að stjórnin grípi til. Aðalsmerki Yul Brynner var skortur á hárprýði en hann hélt þeim sið að vera nauðrakaður frá því hann sló fyrst í gegn og fram á banadægur. Yul Brynner látinn New York - Kvikmynda- og sviðsleikarinn Yul Brynner lést í gærmorgun á sjúkrahúsi í New York. Brynner varð 65 ára gamall en banamein hans var krabbamein. Yul Brynner fæddist á Sakhalin-eyju norður af Japan. Faðir hans var hálfur svisslend- ingur og hálfur mongóli en móðir hans sígauni. Hann hóf feril sinn sem akróbat í sirkus en datt illa þegar hann var 17 ára og varð að hætta. Þá sneri hann sér að leik- stjórn fyrir sjónvarp og sfðan fór hann að leika á sviði. Hann sló í gegn árið 1951 í söngleiknum Konungurinn og ég eftir Rodgers og Hammerstein og það varð honum mikið heillahlut- verk. Þegar söngleikurinn var kvikmyndaður árið 1956 fékk Brynner Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn. Alls lék Brynner Síams- kóng í 4.625 skipti, nú síðast í júnímánuði í sumar. Meðal kvik- mynda sem Brynner lék í má nefna Anastasia, Bræðurnir Kar- amazof og Solomon og Sheba. Spánn Kommúnistar klofnir Madrid - Santiago Carrillo sem um áratuga skeið var formaður Pólkmd Stjómin pantar andlitslyftingu Varsjá - Það er víðar kosið en í Belgíu um næstu helgi. Á sunnudaginn ætlar stjórn Jar- uzeiski í Póllandi að lokka kjósendur að kjörborðinu þótt kostirnir sem þeim bjóðast séu færri en tíðkast í Vestur- Evrópu. Ólöglegu verkalýðs- samtökin Eining hafa hvatt fólk til að sitja heima á kjördag en talsmenn stjórnarinnar eru þó bjartsýnir á að allt að 80% af 25 miljónum sem eru á kjör- skrá neyti atkvæðisréttar síns. Fréttaskýrendur telja að ætlun pólsku stjórnarinnar sé tvíþætt. Hún vilji sýna umheiminum að ummæli Jaruzelski í nýafstaðinni heimsókn hans á Allsherjarþing SÞ séu rétt en þau voru á þá leið að „það versta væri að baki“ í Póllandi. Kosningarnar eiga að sýna að eining ríki í Póllandi og að þar stefni allt framávið. Inn á við eiga kosningamar að sýna pólskum almenningi að hlutverki Einingar í pólskum stjórnmálum sé endanlega lokið með sigri Kommúnistaflokksins. Enda hefur það sýnt sig í kosn- > ingabaráttunni að stjórnin leggur allt kapp á að halda fjölmiðlum á hinni einu réttu línu og nokkuð hefur verið um handtökur á fylg- ismönnum Einingar síðustu vik- urnar. Síðan herlögum var aflétt í landinu fyrir rúmum tveimur árum hafa ýmis lög verið sett sem auka vald dómstóla og veita stjórninni betra svigrúm til að beita stjórnarandstæðinga hörku. Á kosningafundum und- anfamar vikur hefur ekki farið Jaruzelski í veislu sem haldln var í tilefni af 40 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna í New York nú fyrir skemmstu. Það var til þess tekið að hann hafði tekið ofan sólgleraugun og töldu margir að það væri liður í að koma sér upp mildara yfirbragði. mikið fyrir umræðum um lýð- frelsi í landinu en gagnrýnin hef- ur einkum beinst að mengun, mistökum í efnahagslífinu og skriffinnsku. Á pólska þinginu, Sejm, eiga sæti 460 þingmenn. í 410 kjör- dæmum em tveir frambjóðendur í kjöri og em þeir valdir af ein- hvers konar samfylkingu, Pron, sem lýtur forystu Kommúnista- flokksins. Það hefur vakið athygli fréttamanna að þess hefur verið vandlega gætt að þeir þingmenn sem haft hafa uppi tilburði til að gagnrýna stjórnvöld eru ekki aft- ur í kjöri. Þau 50 sæti sem em ótalin em tryggð Jaruzelski og öðrum helstu framámönnum flokksins á þann hátt að þeir eru einir í framboði. Að sögn fréttamanna hefur stjórnin greinilega varið miklu fé í kosningabaráttuna, einkum í fjölmiðla sem staðið hafa í her- ferð til að fegra útlit stjórnarinn- ar. Stjórnin hefur neitað að til- greina hve mikið kosningabarátt- an kostar en þó er vitað að pólska sjónvarpið fékk sem svarar 300 miljónum króna til þess að hanna áróðursherferð á vestræna vísu. Ámi Bergmann segir að þetta fyrirbæri heiti á rússnesku „að búa til konfekt úr skít“. Vestrænir fréttamenn hafa fengið að kenna á því að það er staðföst ætlun pólskra stjórnvalda að gefa umheiminum þá mynd af ástandinu í Póllandi að þar standi einhuga þjóð að baki valdhöfum burtséð frá ör- fáum ofstækismönnum. Fyrir stuttu var erlendur fréttaritari handtekinn og yfirheyrður í bæn- um Wroclaw og var þá ma. sagt við hann: „Jamzelski var nýlega í heimsókn hjá SÞ þar sem menn gerðu góðan róm að máli hans. Við viljum ekki sjá neinar fréttir sem varpa skugga á málflutning hans“. Að kosningum afstöðnum er búist við því að stokkað verði upp í ráðherraliðinu og ýmsar flokks- stofnanir endurskipulagðar, þám. áróðursdeildin og skipulag fjölmiðlunar í landinu. Mun það vera ætlun Jamzelski að ljúka þessum breytingum fyrir flokks- þing Kommúnistaflokksins sem haldið verður á næsta ári. spænska kommúnistaflokks- ins, PCE, hefur gengið úr flokknum eftir 49 ára veru í honum. Er þetta í annað sinn á tveimur árum sem alvarlegur klofningur kemur upp í flokkn- um. í fyrra yfirgáfu uþb. 100 framá- menn flokkinn og stofnuðu nýjan moskvuhollan flokk. Carillo lét af formennsku í flokknum eftir að flokkurinn beið afhroð í kosn- ingum árið 1982 og tapaði 19 af 23 þingsætum. í apríl á þessu ári var hann rekinn úr miðstjórn vegna andstöðu við arftaka sinn á for- mannsstóli, Gerardo Iglesias, en hann hefur að undanförnu reynt að biðla til umhverfisverndar- sinna og friðarsinna í því skyni að efla flokkinn. í vor var haldinn skyndifundur til að miðla málum milli Carillo og Iglesias en sá fyrr- nefndi lét ekki sjá sig á fundinum. Carrillo sem stendur á sjötugu virðist þó ekki ætla að h ætta af- skiptum af spænskum stjórnmál- um. Eftir úrsögnina lét hann skrá nýjan flokk sem hann kennir við byítingarsinnaðan marxisma. Að eigin sögn segir hann þetta ein- ungis vera varnagla ef tilraunir sem enn eru í gangi til að útkljá ágreininginn í PCE fara út um þúfur. Þetta hka... ... Enska kirkjan er klofnari en nokkru sinni fyrr í afstöðu sinni til þess hvort tilhlýðilegt sé að konur gegni prestsembættum. í kjöri til kirkjuþings unnu bæði andstæð- ingar og fylgísmenn kvenpresta á en miðjumenn töpuðu ... REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.