Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 19
Kvennamótið Þriöji skellur stúlknanna Holland vann með ellefu mörkum Kvennalandsliðið í handknatt- leik fékk sinn þriðja skell i jafnmörgum leikjum er það iék við gestgjafana, Hollendinga, á alþjóðlega mótinu í Slagharen í gærkvöldi. Hollensku stúlkurnar höfðu nokkra yfirburði í sveiflu- kenndum ieik og sigruðu 26-15. Fyrstu 10 mínúturnar voru jafnar en síðan stungu þær hol- lensku af og leiddu 15-7 í hálfleik. Fyrri hluti seinni hálfleiks var slæmur hjá íslenska liðinu, Hol- land komst þá í 22-9. Þá kom Guðrún Kristjánsdóttir inná og breytt var yfir í „6-0“ vörn. Þetta hafði góð áhrif og íslenska liðið lék ágætlega síðustu 15 mínúturn- ar og gerði þá 6 mörk gegn 4. Að sögn Davíðs Sigurðssonar fararstjóra er hollenska liðið svipað því ungverska og því norska að styrkleika. Ungverjar unnu Norðmenn með tveimur mörkum í gærkvöldi og í dag er úrslitaleikur mótsins milli Ung- verja og Hollendinga. ísland leikur við Frakkland í kvöld. „Þar eigum við raunhæfa mögu- leika, sem og gegn b-liði Hol- lands á laugardag, og stúlkurnar Konráft Jónsson er markahæstur f 1. deild ásamt Valdimari Grímssyni úr Val. Þróttarar eiga fri um helgina svo hann heldur tæplega efsta sæt- inu. Staöan I 1. deild karla I handknattleik eftir sigur Vals á KR í fyrrakvöld: Víkingur....5 5 0 0 121-91 10 Valur........4 4 0 0 92-82 8 Stjarnan...5 2 1 2 113-104 5 FH.........5 2 0 3 121-122 4 KA...........4 2 0 2 82-82 4 Fram.......5 2 0 3 109-114 4 KR.........5 1 1 3 110-114 3 Þróttur....5 0 0 5 110-146 0 Markahæstir: Konráð Jónsson, Þrótti..............35 ValdimarGrimsson, Val...............35 ÞorgilsÓttarMathiesen, FH...........33 BirgirSigurðsson, Þrótti............29 Egill Jóhannesson, Fram.............29 GylfiBirgisson.Stjörnunni...........29 Valur-Víkingur! Heil umferð verður leikin um helgina og stórleikurinn er viður- eign toppliðanna, Vals og Vík- ings, í Laugardalshöllinni kl. 15.15 á sunnudaginn. Á undan, kl. 14, leika KR og KA. Á morg- un, Iaugardag mætast kl. 14 FH og Stjarnan í Hafnarfirði og Fram-KA í Höllinni. stefna að sigrum í þessum \ leikjum“, sagði Davíð. , v Erla Rafnsdóttir, Erna Lúð- • / víksdóttir og Sigrún Blomster- berg voru besta í íslenska liðinu í gærkvöldi. Ema gerði 6 mörk, Sigrún 2, Guðrún 2, Kristín Arn- þórsdóttir 2, Rut Baldursdóttir 1 Soffía Hreinsdóttir 1 og Margrét Theodórsdóttir 1. _VS Spánn Barcelona tapar enn Bikarmeistararnir Atletico Madrid sigruðu Spánarmeista- rana Barcelona 3-1 í fyrrakvöld í fyrri leik liðanna um Stórbikar Spánar í knattspyrnu. Clos kom Barcelona yfir en Cabrera, Ruiz og Da Silva tryggðu Atletico sætan sigur. Síðari leikur liðanna fer fram í Barcelona eftir þrjár vikur. -VS/Reuter England 'K,. Bryan Robson og felagar Wlan Utd fa erfiða motherja i.3. umferð - Wesl Ham. Körfubolti Ein karfa í hálf- leik - samt sigur! Keflavíkurstúlkurnar, Sem leika í fyrsta skipti í 1. deild kvenna í körfuknattleik í vetur, komu mjög á óvart um síðustu helgi. Þær sigruðu þá íslands- meistara KR í Hagaskólanum, 31-30. En í hálfleik var staðan 29- 13, Keflavík í hag, þannig að liðið skoraði aðeins eina einustu körfu allan seinni hálfleikinn, en vann samt! Haukar unnu yfirburðasigur á ÍA, 59-11, í fyrsta leik deildarinn- ar sem fram fór í Hafnarfirði. Loks léku ÍS og UMFN’og þann leik vann ÍS 38-27. ÍR sat hjá í fyrstu umferð. _VS Juventus- Verona Utsending leyfð Ágóði til aðstandenda þeirra sem létust í Briissel í vor Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið leyfi fyrir því að sjón- varpað verði beint frá síðari leik ítölsku félaganna Juventus og Verona í 2. umferð Evrópu- keppni meistaraliða. Juventus þarf að leika heima- leikinn án áhorfenda en það er refsing fyrir óeirðirnar hörmu- legu í Brussel sl. vor þegar 39 áhorfendur biðu bana. í tilkynningu frá UEFA segir Badminton Kína vann England Kínvcrjar sigruðu Englend- inga 4-2 í landskeppni í badmint- on sem fram fór í Portsmouth í fyrrakvöld. Þar með sigruðu Kín- verjar í tveimur landsleikjum í Englandsferð sinni en Englend- ingar í einum. England sigraði 4- 3 á þriðjudagskvöldið - Kína 4-3 í fyrsta leiknum á sunnudag. -VS/Reuter Man. Utd dróst gegn West Ham Sjöleikirl. deildarliða í3. umferð Stórleikurinn í 3. umferð ensku mjólkurbikarkeppninnar í knatt- spyrnu er án efa viðureign Manc- hester United og West Ham. Þessi tvö félög hafa átt velgengni að fagna undanfarið, Man.Utd vann fyrstu 10 leiki sína í 1. deildinni og West Ham er ósigrað í síðustu 9 leikjunum og er á stöðugri upp- leið. Þá er athyglisvert að nágranna- liðin Derby County og Notting- ham Forest drógust saman. Der- by, sem nú leikur í 3. deild, sló Forest útúr FA-bikarnum fyrir tveimur árum en stjóri Forest er Brian Clough, maðurinn sem gerði Derby að stórveldi fyrir 10- 15 árum. Þessi lið drógust saman í 3. um- ferðina í gær: Watford-Q.P.R. Derby-Nottm. Forest Shrewsbury-Everton Luton-Norwich Birmingham-Southampton Manch. City-Arsenal Portsmouth-Stoke Liverpool-Brighton Manch.Utd-West Ham Swindon-Brentford/Sheff.Wed. Leeds-Aston Villa Coventry-W.B.A. Oxford-Newcastle Chelsea-Fulham Grimsby-lpswich Orient/Tottenham-Wimbledon Þarna er því um að ræða sjö innbyrðis viðureignir 1. deildar- liða og auk þess leika mjólkur- bikarmeistararnir, Norwich, sem nú eru í 2. deild, á útivelli gegn Luton úr 1. dield. Leikirnir fara fram dagana 28.-30. október og nú er aðeins leikinn einn leikur, nema jafntefli verði, ekki heima og heiman eins og í fyrstu um- ferðunum. _ -VS/Reuter Knattspyrna íslenskt tríó dæmir í Leningrad íslenskt dómaratríó fer til Leningrad í Sovétríkjunum síðar í þessum mánuði til að dæma leik í 2. umferð Evrópukeppni mcistaraliða, milli Zenit Leningrad frá Sovétríkjunum og Kuusysi Lathi frá Finnlandi. Þorvarður Björnsson dæmir leikinn en línudómarar verða þeir Ey- steinn Guðmundsson og Baldur Scheving. Leikurinn fer fram þann 23. október og er fyrri viðureign liðanna. -VS Körfubolti Fimm komin í 2. umferðina Haukar mœta Táby á morgun ytra að þessi ákvörðun hafi verið tekin vegna hinna sérkennilegu kringumstæðna - að ítölsku fé- lögin skyldu dragast saman í keppninni. Hagnaður af útsend- ingunni mun renna beint til að- standenda þeirra sem létust í Brussel. -VS/Reuter Scavolini Basket Pesaro frá Ítalíu, Chemosvit frá Tékkoslóv- akíu, Panathinaikos frá Grikk- landi, Kotkan Tyoevaeen frá Finnlandi, Jugoplastika Split frá Júgóslavíu og Manchester United frá Englandi eru komin í 2. um- ferð Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik. ítalimir sigruðu Merksem frá Belgíu 84-83 og 87-84, Tékkarnir komust áfram gegn Fenerbache frá Tyrklandi 71-94 og 104-76, Finnarnir gegn Csepel frá Ung- verjalandi 72-75 og 81-75, Grikk- irnir gegn Sparta Bertrange frá Luxemburg 89-72 og 101-73, Júgóslavarnir gegn CSKA frá Búlgaríu 99-87 og 84-85, og Manchester United gegn Permal- ens frá Hollandi 84-85 og 95-58. Haukar eiga möguleika á að komast í hóp þessarra sterku liða. Þeir leika á morgun síðari leik sinn við Táby Basket í Stokk- hólmi en Haukar unnu fyrri leik liðanna í Hafnarfirði um síðustu helgi 88-83. -VS/Reuter ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Handbolti Olís styrkir HSI Miljón til karlalandsliðsins fyrir HM Olís, Olíuverslun íslands, hef- ur veitt Handknattleikssambandi Islands góðan stuðning vegna þátttöku landsliðsins í heimsmeistarakeppninni síðar í vetur. Landsliðið fær 5 aura af hverj- um seldum bensínlítra hjá Olís frá 1. október til 15. mars og lík- legt er að þessi upphæð nemi ná- lægt einni miljón króna. Þá munu allir sem kaupa bens- ín hjá Olís fyrir 500 krónur eða meira fá í kaupbæti ljósmynd af einhverjum landsliðsmannanna. Sá sem nær að safna myndum af sjö leikmönnum, þar af einum markverði, hefur fengið landslið og fær fyrir vikið góðan hand- bolta úr leðri, og auk þess stóra ljósmynd af landsliðinu og að- göngumiða að einum lands- leikjanna sem fram fara hér á landi í vetur. Olís hefur gefið 400 vandaða handbolta sem verður útbýtt á þennan hátt. „Þetta er einn öflugasti styrkur sem fyrirtæki hér á landi hefur veitt til íþróttamála og er geysi- lega þýðingarmikill fyrir hinn viðamikla og kostnaðarsama undirbúning landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon for- maður HSÍ þegar tilkynnt var um styrkinn í gær. _vS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.