Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 1
UM HELGINA GLÆTAN LANPIÐ HEIMURINN Þá er bara að hætla Hörð átök á þingflokksfundi Sjálfstœðisflokksins. Albert harkalega gagnrýndurfyrir BSRB- samninginn. Egill Jónsson: Úti er œvintýri. Friðrik Sophusson: Ogþá er bara að hœtta þessu. Matthías og Ragnhildur studdu Albert á ríkisstjórnarfundi. Steingrímurþrœtirfyrir samþykki sitt. Kristján Thorlacius: Ég var vitni að samþykkt Steingríms Uti er ævintýri, sagði Egill Jónsson er hann stikaði útúr þingflokksherbergi Sjálf- stæðisflokksins ásamt flokks- bræðrum sínum sem allir voru hinir reiðustu í fasi eftir mikinn átakafund sem stóð í tæpar tvær klukkustundir í stað 15 mínútna eins og áætlað hafði verið. Haft var eftir Þorsteini og Steitígrími Hermannssyni forsæt- isráðherra í gær að þeir hefðu aldrei samþykkt samninginn. En í samtali við Þjóðviljann kvaðst Kristján Thorlacius hafa orðið vitni að samþykki forsætisráð- herra. „Ég fullyrði að Steingrím- ur Hermannsson gaf samþykki sitt“, segir formaður BSRB í við- talinu við Þjóðviljann. Ál/óg Sjá baksíðu. Við samþykktum ekki. Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson á alþingi í gær. Formaður BSRB varð vitni að samþykki Steingríms. Þingmynd- Sig. Verkalýðshreyfingin Við heimtum leiðréttingu GuðmundurJ. Guðmundssonformaður VMSÍ: Munum leita eftirsömu leiðréttingu og BSRBfékk. Björn Þórhallsson varaforseti ASÍ: Samningurinn við BSRB viðurkenning ríkisstjórnarinnar á kjararýrnun Albert gekk fyrstur útúr þing- flokksherberginu og kallaði upp fyrir sig: „Nei, ekki orð, ég segi ekki orð“, en blaðamenn biðu utan herbergis og ætluðu að spyrja ráðherrann. Síðan gengu þingmennirnir út hver af öðrum. „Og þá er bara að hætta þessu!“, sagði Friðrik Sophusson og ygldi brún. Fleira heyrðist ekki frá þingmönnunum og fóru þeir sam- an í hópum af flokksfundinum. Gífurleg spenna var í loftinu og greinilegt að á fundinum hafði heldur betur kastast í kekki, - og drógu menn þá ályktun að BSRB-kauphækkunin hefði komið til tals sem og hugsanleg stjórnarslit. Þorsteinn Pálsson sat eftir ásamt öðrum ráðherrum flokks- ins (utan Alberts) og formanni og varaformanni þingflokksins. Eftir drykklanga stund, tíndust þeir hver af öðrum útúr flokks- herberginu. „Samningarnir voru skýrðir, en þeir gátu ekki verið til neinnar efnislegrar afgreiðslu á þessum fundi, - þeir eru gerðir, það er búið að skrifa undir“, sagði Þorsteinn Pálsson og varð- ist allra fregna af átökunum á fundinum. Á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun mun einnig hafa slegið í brýnu vegna samningsins, en samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans munu þau Matthías Bjarna- son og Ragnhiidur Helgadóttir hafa stutt Albert Guðmundsson og samninginn á fundinum. Flugfreyjur Sáttafund- ur í dag Stjórnin komin með verkfallsheimild Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar með flugfreyjum hjá Flugleiðum og viðsemjcndum þeirra kl. 10 árdegis. Kjarasamningur flugfreyja er búinn að vera laus frá því 1. sept- ember sl. og lítið miðað í sam- komulagsátt ennþá þrátt fyrir töluverð fundahöld. Félagsfund- ur hjá flugfreyjum veitti stjórn fé- lagsins í síðustu viku heimild til verkfallsboðunar. Sú heimild hefur ekki verið nýtt ennþá. -Ig- Ljóst er að verkalýðshreyfingin mun fara af stað á næstu dögum og krefjast samskonar leiðréttingar á gildandi kjara- samningi og BSRB fékk á sínum samningi við ríkið í fyrradag. Eins er Ijóst að BHM mun einnig leita eftir leiðréttingu á sínum samningi. Það er alveg ljóst að við mun- um fara þess á leit við okkar við- semjendur að við fáum sömu leiðréttingar á okkar samningum og BSRB fékk á sínum. Ég á von á því að málið verði tekið upp á fundi stjórnar ASÍ öðru hvoru megin við helgina og því síðan fylgt fram við VSÍ, sagði Guð- mundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambandsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Björn Þórhallsson varaforseti ASI sagði að hann liti svo á að með þessum samningi við BSRB hefði ríkisstjórnin viðurkennt að sú verðlagsspá sem var undir- staða kjarasamninganna sl. vor hefði ekki staðist og að ríkis- stjórnin sé að mæta því með þess- um samningi. Og ég trúi því ekki að ríkisstjómin beiti sér ekki fyrir því að fleiri en félagar í BSRB fái þessa leiðréttingu og þess mun- um við krefjast, sagði Bjöm að lokum. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.