Þjóðviljinn - 04.05.1986, Síða 14
Hann byggir brýr
Hann hefur gert kvikmyndir um
frumbyggja Ástralíu,
Amish fólkið í Bandaríkjunum, blaðamenn
í miðri byltingu í Indónesíu.
Hann
heitir Peter Weir og það er sagt um
myndir hans að þar sé brúað
bil mílli
ólíkra menningarheima
Hættulegir tímar. Mel Gibson og Linda Hunt.
Peter Weir, einn virtasti
leikstjórinn sem komið hefur
frá Ástralíu, segist vera skil-
getið afkvæmi 6. áratugarins.
Hann neitaði að fylgja í fót-
spor föður síns sem fast-
eignasali og fór ungur á flakk
til Evrópu. Eftirflakkiðkom
hann aftur til Ástralíu og fór
svo til strax að vinna að kvik-
myndagerð. Hann hreifstaf
þeim frumkrafti, þeirri sterku
sjálfsvitund og rótleysi sem er
að finna í Ástralíu nútímans.
Og það er auðséð í kvikmynd-
um hans. íslenskir áhorfendur
kannast sjálfsagt við myndir eins
og ,,Hengingarklett“, (Picnic at
Hanging Rock), „Síðustu bylgj-
una“, (The Last Wave), „Gallip-
oli“ og „Vitnið“ (Witness).
Weir varð frægur þegar hann
gerði myndina Gallipoli, enda
voru bandarfsku kvikmyndaverin
komin í spilið með fjármagn.
Gallipoli var stríðsmynd þar sem
„aðeins átti að skjóta einn
mann.“ í nýjustu myndum sín-
um, „Hættulegir tímar“, (In the
Year of Living Dangerously) og
Vitninu, brúar Weir bilið milli
ólíkra menningarheilda og sýnir
um leið þá spennu sem myndast
við það samspil. Um Hættulega
tíma segir Weir í viðtali við
bandaríska tímaritið Amercan
Film, (Hættulegir tímar gerist í
Indónesíu á síðustu valdadögum
Sukarnos forseta, var hins vegar
Hinn nýlátni snillingur, Orson Welles,
var árið 1942 fenginn af Bandaríkja-
stjórn til þess að gera heimildarmynd
semátti aðnefnast Allt er þaðsatt, (It á
all true) og átti að fylgja eftir stefnu
Roosevelts forseta um góða grannann.
Welles kom til Rio með fullar hendur
fjár en í stað þess að gera fallegar
póstkortamyndir fór hann að skoða sig
um í fátækrahverfum borgarinnar. Sex
mánuðum síðar var Welles búinn að
eyða 600.000 dollurum og móðga
bandarísku og brasilísku stjórnina.
Hann var einnig búinn að gera
heimildarmynd en sú heimild þótti
ekki sannleikanum samkvæm á vissum
stöðum...
kvikmynduð í Manila á Filipps-
eyjum):„í Manila er lítið fátækr-
ahverfi Múhameðstrúarmanna,
við fengum leyfi til að kvikmynda
þar. Kvöld eitt þegar við vorum
við upptökur fór ég yfir ána, yfir í
hverfi kaþólskra til að skoða um-
hverfi fyrir annað atriði."
„Auga vestursins"
„Mér varð litið til baka og sá þá
myndatökuhópinn, hlæjandi, í
bolum sem á stóð „Ég elska New
York“. Og allt um kring stóð
þögull hópur innfæddra og fylgd-
ist með. Parna stóð þessi rándýra
Panavision tökuvél, eins og vest-
rænt skordýr, auga vestursins að
gægjastínníÞriðjaheiminn. Guð
minn góður, hugsaði ég með mér.
Tveimur dögum síðar var ég að
kvöldi til á kænu úti á ánni. Ég
heyrði greinilega skothríð í vél-
byssu, leit á kunningja minn sem
var með mér og sagði:„Getur
þetta verið?“ Hann hafði einnig
heyrt þetta.
Þegar maður er á ferð um þess-
ar slóðir verður maður að gera
sér grein fyrir þeim flóknu
ímyndum sem maður skapar í
huga fólksins; fötin skjalataskan
þt'n. Þetta eru allt yfirlýsingar, á-
rekstrar, hótanir."
Weir er spurður um tákn og
myndmál mannfræðilegs eðlis í
myndum hans. „Ástæðuna fyrir
því held ég að sé einfaldlega að
finna í því að ég er Ástralíumað-
ur. Ástralía hvíta mannsins hefur
svo stutta sögu. Þjóðin er enn að
ganga í gegnum einhvers konar
eldskírn, að fjarlægja sig Evrópu,
skera á ræturnar. Maður hefur
ekki neina vitund um uppruna
sinn. Þetta er nokkuð athyglis-
verð tilraun, að taka fólk, kippa
undan þvt rótunum og koma því
fyrir í Asíu. Og ekki aðeins það,
fólkinu er komið fyrir í landi sem
byggt var fyrir. Hjá ykkur voru
það indíánarnir, hjá okkur voru
það frumbyggjarnir (Aborigin-
es). Það er ekki fyrr en nýlega
sem mannfræðingar tilkynna að
frumbyggjarnir hafi alveg ein-
staka lífssýn, á vissan hátt mjög
þróaða lífssýn. Ég geri ráð fyrir
að þessir hlutir hafi einhverja
þýðingu fyrir mig og það sjáist í
myndum mínum.
Þetta má sjá greinilega í Síð-
ustu bylgjunni sem einmitt fjallar
um árekstra frumbyggja og hvítra
manna. f myndinni má finna
djúpa virðingu fyrir lífssýn frum-
byggjanna og ráðleysi og skiln-
ingsleysi hvíta mannsins gagnvart
þessari lífssýn. Weir er spurður
hvernig hann hefði tekist á við
hinn sérstaka menningarheim
frumbyggjanna.
Hin einstaka lífssýn
„Það er nú eitt af því skemmti-
lega við kvikmyndir. Þér er fleygt
inn í heim sem þú annars myndir
ekki nálgast. Og við þessar að-
stæður opnar fólk manni oft dyr
sem maður kæmist annars ekki
að. Þetta gerðist við tökur mynd-
ar minnar „Síðustu bylgjunnar“, í
tengslum við frumbyggjana.
Stórkostlegasta reynslan við gerð
þeirrar myndar var að sitja á
tökustað og ræða við aðalpersón-
una af frumbyggjakyni í mynd-
inni, Gulpilil. Hár mitt stóð satt
að segja á stilkum. Hann sagði
mér ótrúlega hluti, ég held að það
sé aðeins í einskismannslandi
kvikmyndarinnar sem hægt er að
ræða þannig saman. Ég spurði
Gulpilil hvort hann hefði sagt
einhverjum þessa hluti. „Nei“.
„Af hverju ekki?“ „Það hefur
enginn spurt mig,“ sagði hann.
Sem kvikmyndagerðarmaður
kom ég og spurði. fáránlegustu
spurninga, til dæmis:„Getur þú
breytt þér í fugl?“ „Ja, það fer
eftir ýmsu,“ sagði hann. „Ég get
það ekki sjálfur en frændi minn
getur það.“
Hengingarkletti, mynd um ást-
ralskar skólastúlkur á 19. öldinni
sem fara í skemmtiferð að sérk-
ennilegum klettum, hefur verið
lýst sem dularfullri mynd. And-
rúmsloftið er töfrum blandið,
nokkrar stúlknanna hverfa án
skýringa, dularfull tákn sjást á
steinum. „Ég gerði mér grein
fyrir því að ég var að brjóta
ákveðnar reglur þegar ég leysti
ekki úr öllum gátum sögunnar,"
segir Weir um myndina. „En það
var einmitt það sem heillaði mig.
Og það er athyglisvert að mynd-
inni var mjög vel tekið í Evrópu
en illa í Bandaríkjunum. Þar var
spurt, hvernig í ósköpunum er
hægt að komast hjá því að setja
ekki endi á myndina? í landi þar
sem fólk er sent til tunglsins er
þessi þessi aðferð mín óskiljan-
leg. Það verður að vera rökréttur
endir á myndum, finnst Banda-
ríkjamönnum. En ég vildi koma
fólki yfir það stig. Ég notaði svo
til hvert einasta bragð sem fyrir-
finnst og önnur sem ég fann upp á
sjálfur. Ég setti jarðskjálftahljóð
inn á hljóðrásina, hægði á mynd-
inni þannig að hljóðin mætti
greina á myndfletinum í dálitlum
titringi hans. Ég bað leikarana að
blikka ekki augnalokunum með-
an þeir hlustuðu. Alls kyns smá-
atriði. Og ég náði fram þeim við-
brögðum hjá áhorfanda sem ég
var að leita eftir. Fólk sagði að í
myndinni væru atriði sem -
hvernig á ég að orða það - væru
torkennileg."
„Þetta er vestri, —
fleirl haglabyssur“
Vitnið er nýjasta mynd Peter
Weir og sú mynda hans sem ís-
lenskir áhorfendur kannast sjálf-
sagt best við. Þar er komin
spennumynd í bandarísku um-
hverfi um löggur og Amish fólkið
svonefnda. Hún er einnig ólík
mörgum fyrri myndum hans. Hið
dularfulla er horfið. Slíkum
vangaveltum svarar Weir þannig
að manni beri að nota hæfileika
sína til að þjóna hugmyndinni
fremur en forminu. „Ögrunin í
þessu verkefni fólst að vissu leyti í
að fást við melódrama með sem
mestri tign og stíl, án þess að mis-
sa sjónar af hugmyndinni sjálfri.
Hvað þetta varðar vorum við
góðir saman ég og framleiðand-
inn, Ed Feldman. Hann er af
gamla Hollywoodskólanum.
Þegar honum fannst sem ég væri
að verða Amish sinnaður um of,
minnti hann mig að að við værum
að gera vestra og þyrftum fleiri
haglabyssur.
Annars er áferð myndarinnar
sótt til flæmsskra og þýskra mál-
verka. Það kom mikil hollensk
sýning sem nefndist „Hollenskir
meistarar“ til Fíladelfíu þegar við
vorum við tökur á myndinni. Við
fórum með alla fjármálastjórana
á sýninguna. Þetta hlýtur að hafa
verið dálítið skrýtinn hópur æð-
andi þarna um salina, en við nu-
tum myndanna."
Weir er nú að gera kvikmynd
eftir skáldsögu bandaríska rit-
höfundarins Paul Theroux, „Mo-
skító ströndinni", The Mosquito
Beach. Það er saga um tilraun
manns til þess að skapa fyrir-
myndarsamfélag í frumskógin-
um. Kannski rökrétt framhald af
því sem Weir hefur verið að fást
við á ferli sínum!
IH/Byggt á American Film
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. maí 1986