Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 3
Gestur og Rúna - Rúna og Gestur. (Mynd: E.ÓI.) Fugl kona fjall. Og grjót. Gestur og Rúna sýna í Gallerí Borg Gestur og Rúna hafa opnað sýningu í Gallerí Borg við Austurvöll. Þau eru löngu kunn fyrir list sína, og nú eru fjörutíu árfrá því þau komu heim frá listnámi í Kaup- mannahöfn. Þá settu þau upp leirmunaverkstæðið Laugarnesleir, sem var starf- rækttil ársins 1954, og þau endurvöktu árið 1968. A síð- ustu árum hafa þau einbeitt sér meira að stærri verkefn- um, m.a. veggskreytingum innandyraog utan. Rúna sýnir leirmyndir og teikningar sem unnar eru á tveim síðustu árum. En síðustu þrjú ár hefur Gestur lagt höfuðáherslu á að höggva í stein og sýnir af- rakstur þeirrar vinnu í Galerí Borg. Elstagranítverkiðvann Gestur 1949 sem er stillt upp á Austurvelli, gegntgalleríinu, ásamtófullgerðum hesta- steini, upphafi að staupasteini og óunnum gabbrósteini. „Gestur og Rúna; í hugum margra eru þessi nöfn órjúfanleg heild, vart hægt að hugsa sér ann- að þeirra án þess að minnast hins. En jafnframt eru þau tveir sjálf- stæðir, skapandi einstaklingar, sem hafa auðgað hvort annað og íslenskt listalíf í rúma fjóra ára- tugi. Með kennslu sinni hafa þau örvað yngri kynslóðir listamanna , og enn eru þau síung í list sinni,“ . en þannig segir Hrafnhildur Schram, listfræðingur, m.a. í sýn- ingarskrá. Að sökkva sér í grjót Gestur og Rúna voru að leggja síðustu hönd á sýningu sína, þeg- ar blm. hitti þau að máli. „Eg hætti að vinna fyrir þremur árum, og hef verið að fást við þetta grjót síðan," sagði Gestur, „ég reyni að finna aðferðir til að ná fram karakter grjótsins, þetta er mikil vinna og krefst bæði þolinmæði og undirgefni við efnið. Grjótið þarf að slípa og höggva og vinna við einn stein getur tekið marga mánuði eða lengur, maður málar ekki yfir neitt. En þetta eru hug- myndir, „presesjón" í formi, sem allur skúlptúr byggist raunar á. t*að sem ég er m.a. að fást við eru tilraunir með jafnvægi, eðlis- fræðilegt jafnvægi, þó að hug- takið sé líka heimspekilegt. En grjótið er lifandi á sinn hátt, það gefur andsvar og efnið krefst mikillar þekkingar, grjótið gefur frá sér aðskiljanleg áreiti um leið og það segir frá sér sjálft. Grjót, umfram önnur efni, býður upp á samvinnu við fleiri skynfæri. Maður verður að snerta steininn, fínna form og áferð. En það er týpískt við íslendinga, hvað við notum fá skynfæri til að upplifa umhverfi okkar. Ég hef fengið þetta grjót frá Finnlandi og ítal- íu, þetta er granít, marmari og reyndar íslenskt gabbró. íslenskt grjót er annars ekki hentugt til þessarar listar.“ Japanskur pappír og kínverskt blek „Ég hef verið ansi lengi að þróa þá tækni sem flísamyndir byggj- ast á, þær hafa eiginlega vaxið út úr keramikinu," sagði Rúna, „en í augnablikinu teikna ég mjög mikið og nota pensilinn. Það er gott að geta hvílt sig á einni að- ferð og farið yfir í aðra, einsog þau myndverk á pappír, sem eru á sýningunni, þar sem ég fæst við blandaða tækni. Ég nota jap- anskan pappír, en hann er ekkert nema lifandi. Bæði gaman og erf- itt að fást við hann. I leiðinni nota ég brons, þrykkaðferðir, kín- verskt blek og akrýl. Þetta er afar nákvæm tækni, sem krefst mikill- ar einbeitni og ögunar, sem mér finnst heillandi vinnubrögð og eiga vel við mig. Það er heldur ekki hægt að breyta neinu og ekk- ert má útaf bera. Japönsk mynd- list kemur líka upp í hugann þeg- ar ég vinn við þennan pappír, þar sem öll áhersla er á hið smáa og fíngerða." Landslag í hœttu Fugl, kona og fjall eru áieitin mótív í myndum Rúnu og á einni mynd er rauður ávöxtur uppi á gráu og háu fjalli. „Þetta eru nátt- úrlega tákn frelsis og frjósemi," sagði Rúna, „ég er að reyna að setja hlýjuna og vonina inn í landslagið, kannski vegna þess að landslagið er í hættu. Og'fjöllin eru alls staðar og við komumst ekki hjá því að finna fyrir áhrifum þeirra. Hin nakta fegurð landsins er sterk, t.d. bara svartur sandur. Konurnar í myndunum mínum eru mjög þungaðar og jarð- bundnar og fulginn hjá þeim hlýtur að vera þrá eftir frelsi. Konur vantar meira frelsi. - Svo hef ég líka verið að fást við það form sem ormurinn er. Það er skemmtilegt tákn, nátengt trúar- brögðum og hugmyndafræði. Ormurinn er mjúkur og sveigjan- legur og gefur möguleika ands- pænis beinum, hörðum form- um.“ Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Og lýkur 15. september. -«kj. Járniðnaðarmenn Rennismiðir, plötusmiðirog rafsuðumenn svo og nemar í þessum greinum óskast nú þegar Stálsmiðjan Sími 24400 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 ; Ástin þekkir éngin sýslumörk Hvað gera menn ekki þegar ástin er annars vegar? Þeir víla til dæmis ekki fyrir sér að taka leigubíl frá Reykjavík og vestur á firði! Þannig var a.m.k. um einn góðan og góðglaðan dreng sem við höfðum spurnir af. Eftir selskap og ball í höfuð- borginni fór hann að langa til að hitta kærustuna sína. Hann er maður framkvæmda, þessi vinur okkar, skellti sér upp í næsta leigubíl: Vestfirði takk! Leigubílstjórinn tók okkar mann ekki nema í meðallagi trúanlegan - en eftir að hann hafði snarað fram digrum sjóði og heitstrenginum lét bílstjórinn undan! Ferðin vestur kostaði víst einar 20.000 krónur - en af viðbrögðum kærustunnar fara engar sögur. Og fyrir móralska menn er rétt að benda á að vinurinn sá nú ekki meira eftir peningun- um og ferðalaginu en svo að næst þegar hann datt ( það í bænum, tók hann líka leigubíl vestur! ■ Vilhjálmur skotspónn Árna Kosningabaráttan innan SUS er ein sú allra harðasta sem farið hefur fram innan stjórn- amálaflokks um langa hríð. Einsog verða vill blandast persónulegar árásir og deilur ( baráttuna, og,oft með furðu- legum hætti. Árni Sigfússon borgarfulltrúi fer þannig í Morgunblaðinu í gær mjög gagnrýnum orðum um störf fráfarandi formanns, VII- hjálms Egílssonar. Árni staðhæfir, að undir stjóm Vil- hjálms hafi forysta SUS „ein- angrast talsvert frá ungu fólki“. Það telur hann hins vegar ekki vera vegna skipu- lags, heldur þurfi að „sýna þessum málum meiri áhuga". Með því er borgarfulltrúinn vitaskuld að halda því fram að starf SUS hafi goldið áhuga- leysis Vilhjálms Egilssonar, sem auk heldur hafi ekki sinnt félögunum úti á landi nógu vel. Undir stjóm Vilhjálms hafi málefnastarfið verið of þröngt, of hefðbundið og þarfnist útvíkkunar. En gang- virki rökvísinnar virðist ekki lipurt í höfði hins unga form- annsefnis. Eftir að hafa með ísmeygilegum hætti sneitt aft- ur og aftur að hinum fráfar- andi formanni kemur svo þessi kostulega yfirlýsing frá Árna: „Ég held að SUS hafi góða málefnalega stöðu og má sérstaklega þakka það fráfarandi formanni...“!I Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorrL.B Skákmeistarabók lllugi Jökulsson blaða- maður, sem til skamms tíma var ritstjórnarfulltri Herdísar Þorgeirsdóttur á Heims- mynd, situr nú við að Ijúka bók um íslensku stórmeistarana sex: Friðrik, Guðmund, Helga, Jóhann, Jón og Margeir. Það er Almenna bókafélagið sem gefur bókina út, væntanlega fyrir jólin. Illugi er löngu landsfrægur fyrir skákskrif, sem og aðrar ritsmíðar. Þó er einn munur á honum og þessum venjulegu skákskríbentum: Sumsé sá að hann verður varla stór- meistari sjálfur. Hann hefur í blaðaviðtölum lýst bernsku- draumi sínum um að verða heimsmeistari og hvernig hann mátti sjá á bak þeim draumi! ■ . Sambýli á Selfossi Tilboð óskast í að fullgera 254 m2 timburhús fyrir sambýli fyrir fatlaða að Vallholti 9 á Selfossi. Húsið er fullfrágengið að utan, en verktaki skal einangra það, reisamilliveggi, leggjavatns-, hita- og raflagnir og ganga að öðru leyti að fullu frá húsinu að innan. Auk þess skal reisa garðskála við húsið og ganga frá lóð. Verkinu skal lokið fyrir 15. apríl 1988, nema túnþökum á lóð, sem skal skila frágengnum 15. maí 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík og á skrifstofu svæðisstjórnar Suðurlands, Eyrarvegi 37, Selfossi, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofn- unar ríkisins, Borgartúni 7, þriðjudaginn 22. sept. 1987. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Bórgartúni 7, simi 2^844

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.