Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 18
Gúllasið Keith Richards með sólóplötu Gamli seppinn Keith Richards (gítarleikari Stones ef einhver skyldi ekki vita það) er nú að hefja upptökur á fyrstu sólóplötu sinni. Hann hefur lengi þráast við að gera eitthvað annað en að spila með Stones, en nú er svo komið að hann þolir ekki aðgerð- arleysið lengur og er rokinn í stú- díó. Þetta verður varla eina sólóplata hans, því hann hefur skrifað undir langtímasamning við Virgin-útgáfuna. Þetta ku vera smá hvíld frá París og hinum Steinunum, en Richards neitar því alfarið að Stones séu búnir að vera, þrátt fyrir allar vangaveltur poppskríbenta þar að lútandi. Jagger líka Nú er nýkomin út fyrsta smá- skífan með lagi af væntanlegri sólóplötu Mick Jaggers, Primiti- ve Cool. Lagið á smáskífunni nefnist Let’s work, og skilji það hver sem vill hvernig sem hann/ hún vill._ Made in Japan Ryujichi Sakamoto (sem m.a. er þekktur fyrir tónlistina í kvik- myndinni Merry Christmas mr. Lawrence) er um þessar mundir að senda frá sér fyrstu smáskífu sína á CBS-merkinu, og nefnist hún Risky. Iggy Pop er honum til halds og trausts í lagi þessu og er forvitnilegt að vita hvað útúr því kemur. Bruce nískur? Tveir fyrrum samstarfsmenn Bruce Springsteen, þeir Mike Batlan og Doug Sutphin hafa höfðað mál á hendur honum. Ástæðan er sú, að þeir telja sig ekki hafa fengið nóg fyrir sinn snúð í þjónustu meistarans. Og þar fyrir utan vilja þeir meina að gjafir Springsteens til góðgerðar- og verkalýðsstarfsemi ýmiss kon- ar sé aðeins brot af öllum þeim ósköpum sem hann þénar, og sé aðeins útspekúlerað fifferí til að blekkja fjölmiðla. Það er einmitt það.... Steve Miller Band: Nú í ár kom út safnplata með lögum The Steve Miller Band. Þetta er önnur platan þeirra af þessu tagi, og spannar árin ’76 til ’84. Steve Miller hefur lengi verið í fremstu röð bandarískra rokk- ara og það virtist því ákaflega ánægjulegt að fá slíkan grip upp í hendurnar. En ég varð óneitan- lega fyrir nokkrum vonbrigðum. Þarna eru reyndar fjögur lög af „fly like an eagle“, en aðeins tvö af „Book of dreams, sem út kom ári seinna, eða '77. Það eru Jet Airliner og Swingtown, en hér finnst mér sárlega vanta frum- Hœ! Hér er ég ...! Hör í UPPHAFI Jæjajæjajæja. Það verður ekki af þeim skafið, þeir kunna að gera ost þarna í Frans. En á þessum Drottins degi er ekki annað að gera fyrir suma en að leggjast aftur með hausinn til fóta og upplifa ilm næturtáanna í hálf- rökkrinu. Það fer ekki fram hjá neinum, sem stendur fyrir, en það kemur þessu máli ekkert við. Nú er fólkið að flykkjast í skólana sína blessaða, með gular, rauðar og stundum svartar skólatöskur á bak- inu, öxlinni, eða bara læsta í greip sér. Kennararnir stynja er skutlurnar fljúga um loftlausarstofurnar, og hálf- gerð ístra myndast við heila nem- enda af öllum þessum fróðleik er þeir gleypa í sig af offorsi um leið og þeir tyggja bubblugúm og senda hvíta miða á milli borða. Kókómjólk og snúður, vort daglega brauð. Á meðan tómötunum fer fækkandi í gróðurhúsum landsins, fjölgar þeim stöðugt sem vilja eiga Útvegsbank- ann, því hann er traustur banki. Það kemur því ekki að sök hversu langt hann Jónas var leiddur þegar hann þuklaði mysingsdósina í leit að hring- ormi '72. Hver err sinnar gæfu smið- ur? Ég hef ekki einu sinni verið hand- langari. Nú fara menn bráðum að taka upp allt og ekkert úr görðum sín- um og þá verður nú kátt í höllinni, vítamínin og steinefnin hreinlega frussast út um allan líkamann - innvortis þó, vonandi. Að westan ber- ast þær fréttir helstar að Reagan er við góða heilsu og ætlar að fara að setja upp sumarbúðir fyrir skáta í Nic- aragua, af því þar er svo margt við að vera, sem teljast má hollt hverjum ungum manni. Svanir synda á tjörn og enn eru lagðar gangstéttir út um allan heim fyrir hunda að skíta á. Gosdrykkjaframleiðsla í heiminum eykst stöðugt en við erum ekkert að hafa neinar stórar áhyggjur af því - eða hvað? Ég er ekki viss um að lóan sé á förum í haust, en ef hún ímyndar sér að hún fái dvalarleyfi sínu fram- lengt þá má hún hugsa sinn gang. Hér fá engir útlendingar að dvelja umfram það sem stimplað er í pas- sann - nema að sækja um það fyrir- fram. Bless lóa litla á brúnni brúnni brúnni. Hörður Torfason er kominn heim, með breiðskífu í fartesk- inu, eins og stundum áður. En nú bregður svo við að Ieit hans að útgefanda hefur borið árangur. Heygarðshornið náði að króa Hörð af eina kvöldstund og pumpa hann duggulítið í tilefni þessara ánægjulega tíðinda. „Jú,jú, víst fann ég útgefanda, Steinar ætla að gefa gripinn út þann 15. þessa mánaðar. Ég átti reyndar allteins von á því að þurfa að standa af mér norðan- garrann í Austurstrætinu og selja hana vegfarendum eins og ég hef gert með bæði Tabú og Dægra- dvöl, en nú get ég hætt að kvíða því. Ekki það, að það var að vissu leyti gaman að standa svona einn og sér og virða fyrir sér mann- lífið, rétt eins og það var gaman að halda í reisur um landið, spila þar og ganga í hús með plöturnar í þeirri von að einhver keypti ein- tak. En það er auðvitað mjög svo ánægjulegt að þurfa ekki að hafa fyrir þessu lengur. Þetta er orðið svo stórkostlegt apparat þetta fjöimiðlabatterí allt saman að það er alveg ótrúlegt. Hér áður var nóg að hringja í blöðin og láta vita að plata væri komin út, senda eitt, tvö eintök á útvarpið og allir voru ánægðir, það var skrifað um plötuna og hún spiluð og búið mál. Núna þarf að gefa öðrum hverjum þáttagerðarmanni á hverri stöð eintak, auk allra blaðanna, skipuleggja viðtöl og konserta út um allar trissur ef ein- hver von á að vera til þess að selja landsmönnum músík af ein- hverju tagi. En nú get ég sem sagt leyft mér þann munað að sitja heima í stofu og æfa á meðan hlutirnir gerast í stað þess að gera þá sjálfur - í fyrsta sinn síðan ég byrjaði í þessum bransa fyrir guð má vita hvað mörgum árum. En þetta stafar nú líka af því að ég er með alveg toppvöru á boðstól- um, líklega það besta sem ég hef gert.“ I hverju liggur það? „Það liggur í ýmsu - en þó fyrst og fremst í upptökunni og þeim vinnubrögðum sem þar tíðkuð- ust. Þegar ég var að vinna að Tabú, heyrði til mín maður að nafni P.H. Juul, sem er einn fremsti upptökumaður Dana núna - og hefur verið það lengi. Hér í eina tíð vann hann hjá Pósti og síma en komst að þeirri niður- stöðu að hann hefði annað og betra að gera við tíma sinn og hæfileika og fór að taka upp klassíska tónlist í staðinn. Hann er reyndar hættur slíku að mestu, fæst aðallega við að hanna hátal- ara, en grípur í þetta öðru hvoru, svona þegar hann rekst á eitthvað sem höfðar til hans. Og mín tón- list gerði það sem sagt, hann bauð mér að taka upp plötu og vinna betur úr efninu en gert var á Tabú. Það þarf varla að taka það fram að ég tók'hann á orðinu. Það er ákaflega gaman að vinna með honum, og jafnframt lær- dómsríkt. Ekki endilega tækni- lega, heldur er ég búinn að læra margt nýtt um sjálfan mig líka, þennan tíma sem við höfum unn- ið saman. Hér er ekkert hálfkák, engin miskunn, hingað til hef ég setið í mínu horni með gítarinn minn, samið lög og texta, farið í stúdíó og tekið upp, og fengið svo bara klapp á bakið fyrir vikið og kommenta eins og „þetta er ágætt hjá þér vinur“. En það er liðin tíð. Juul er harður húsbóndi, sem ekki hikar við að skamma mann fýrir það sem honum finnst miður fara. Það er nokkuð sem mig hef- ur sárlega vantað í gegnum tíð- ina. Hann getur tekið eitt stef, einn tón jafnvel og hakkað hann í sig - ónýtt, ónýtt! Og hann tók af mér gítarinn... Ég hef aldrei hugsað um sjálfan mig sem söngvara, eða sem gítarleikara, aðeins sem trúbador, ég og gítar- inn vorum eitt og sama hljóðfær- ið. En nú þurfti ég allt í einu að 18 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 6. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.