Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 21
Nafn vikunnar SÍM, Samband íslenskra myndlistarfélaga, var stofnað 1981 ogtelurinnanvébanda sinnafagfélög myndlistar- manna. SÍM varstofnað 1981, uppúr myndlistarþingi og átti sér langan aðdrag- anda. SÍM, stendur nú fyrir sölusýningu í FÍM-salnum, en ágóðinn á að renna til upp- byggingarfélagsins Höfundarréttarmál mynd- listarmanna eru nú í brennidepli, en þau eru miklu skemur á veg komin hjá myndlistarmönnum en öðrum listamönnum. Það er ekki gott að segja hvað veldur, hvort það er slægari vitund myndlistar- manna gagnvart rétti sínum á bættri stöðu eða takmarkaður skilningur yfirvalda, eða hvort myndlistarmenn eru meira ein- angraðir en aðrir listamenn. SÍM hefur nú ráðið lögfræðing til að vinna að þessu málefni. Þó náðist mikið fram þegar ný lög um listmunauppboð voru samþykkt á Alþingi sl. vor. Þar var gert ráð fyrir að 10% af söluverði lista- verks renni til listamannsins eða annarra höfundarrétthafa. Það getur komið sér mjög vel fyrir eldri listamenn, e.k. eftirlaun. Ef enginn höf.rétthafi finnst, munu þessi 10% renna í sjóð, sem við gerum okkur vonir um að verði vísir að starfslaunasjóði. SÍM hefur náið samstarf við NKF (Nordisk Kunst Förbund) en NKF hefur komið á fót gesta- vinnustofum á öllum Norður- löndum og ein er í Róm. íslenskir listamenn hafa mikið notfært sér þessar stofur. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið þátt í að reka gestavinnustofu, en hinsvegar rekur Hafnarfjarðarbær eina slíka, sem er mjög eftirsótt af norrænum kollegum okkar, og er bókuð til 1989. Það var mikil framför þegar SÍM opnaði skrif- stofu fyrir ári síðan og þar er starfsmaður í hálfu starfi. Fyrst var þar bara stóll og skólaborð, en nú eigum við tölvu. Eitt metn- aðarfyllsta mál SÍM, er lit- skyggnisafn, með öllum mynd- listarmönnum, m.a. ætlað til út- lána fyrir Listskreytingasjóð o.fl., til að veljaúr. Safniðerþeg- ar komið vel á veg og réð SÍM bókasafnsfræðing til að vinna verkið, sem er mjög kostnaðar- samt og tímafrekt. Þá hefur frétt- abréfið okkar verið eflt á síðustu árum, þróast úr smásnepli og uppí myndarlegt og myndrænt tímarit. Þar fást nauðsynlegar upplýsingar um menn og málefni og við höfum reynt að dreifa því víða. Það eru nær eingöngu myndlistarmenn sem skrifa í blaðið. En bæði Litskyggnusafn- ið og fréttabréfið er nauðsynlegt til að kynna SÍM og sameina myndlistarmenn. SÍM hefur eng- ar opinberar tekjur sem er mjög slæmt, við þyrftum að hafa opna skrifstofu allan daginn og fólk getur ekki endalaust unnið í sjálf- boðavinnu, margvísleg útgjöld sem þarf að sinna. Félagsgjöld hrökkva ekki til, en félagsmenn eru 240. Áhugi á myndlist á ís- landi er gífurlega mikill, senni- lega meiri hér en annars staðar, þannig að þetta fjársvelti stingur óneitanlega í stúf. En við erum mjög bjartsýn. Það hefur átt sér stað öflugt starf á skömmum tíma. Framundan eru mörg verkefni. Eftir helgina verður haldin námsstefna sem heitir: „Myndlist í fjölmiðlum", og við vonumst til að fjölmiðla- fólk sjái sér fært að taka þátt í. Eftir áramót verður haldið þriðja myndlistarþingið, sem tekur fyrir höfundarétt í myndlist. Myndlistarsýning SÍM er nýj- ung að því leyti að hingað til hafa myndlistarfélögin, sem fá sínar fjárveitingar, séð um að sinna listrænu og faglegu starfi. Yfir fimmtíu listamenn gáfu verk á sýninguna, og reynt er að hafa verð í lágmarki. En það skiptir öllu máli fyrir hagsmunamál myndlistarmanna að SÍM geti haldið áfram starfi sínu. „ekj Guðný Magnúsdóttir. safn og gestastofur Guðný Magnúsdóttir, leirlistamaður, f.h. SÍM LEIÐARI Honecker heimsœkir Kohl Nú á mánudag gerast þau merku tíðindi að leiðtogi DDR, Þýska alþýðuveldisins, Erich Honecker, kemur í opinbera heimsókn tií höfuð- borgar Sambandslýðveldisins Þýskalands. Sú heimsókn hefur alllengi verið á dagskrá eða allt frá því að Helmut Schmidt, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, heimsótti Honecker árið 1981. En af heimsókninni gat ekki orðið fyrr, m.a. vegna þess að ágreiningur um framvindu vígbúnaðarkapphlaupsins, óánægja Sovét- manna með Pershingeldflaugar í Vestur- Þýskalandi, þrengdi mjög að því pólitíska svig- rúmi sem Honecker hefur reynt að skapa sér og hefti ferðafrelsi hans. Heimsóknin segir sína sögu bæði af betri sambúð Stóru bræðranna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og svo örri þróun innbyrðis tengsla hinna tveggja þýsku ríkja. Liðin er sú tíð að Vesturþjóðverjar slitu stjórnmálasambandi við hvert það ríki sem viðurkenndi DDR - reyndar var að svo árum saman að sambúð Austur- og Vestur-Þýskalands var einatt verri en sambúð austurs og vesturs yfirhöfuð. Á seinni árum hafa viðskipti ríkjanna stóraukist, DDR hefur fengið mikil lán hjá frændum sínum fyrir vestan, með í kaupunum hefur fylgt stór- aukið ferðafrelsi - m.a. er gert ráð fyrir því að um miljón Austurþjóðverja yngri en 65 ára fái að heimsækja frændur og kunningja fyrir vestan á þessu ári, en ekki er langt síðan slík leyfi fengust aðeins fyrir ellilaunafólk. Eins og að líkum lætur vekur heimsókn Hon- eckers til Kohls upp gamlar og nýjar spurningar um endursameiningu Þýskalands, sem enn er stjórnarskrárbundin sem pólitískt markmið í stjórnarskrá Sambandslýðveldisins. Ekki er þó talið líklegt að heimsóknin breyti neinu um tví- skiptingu landsins-öllu heldur muni hún auka álit Honeckers um heiminn og stuðla að viður- kenningu á því að DDR, Austur-Þýskaland, sé ríki til frambúðar með fullum rétti á alþjóðavett- vangi. Sannleikurinn er sá, að næsta fáir utan Þýskalands hafa haft áhuga eða hag af því að ýta undir sameiningarhugmyndir. Sameinað Þýskaland yrði væntanlega mótað af stjórnarf- ari vesturhlutans, en utan hernaðarbandalaga. Bandaríkjamenn mundu ekki vilja missa þann spón úr aski Nató sem vesturþýski herinn er. Og Sovétmenn vilja vafalaust ekki skapa það fordæmi að heilt land gangi út úr þeirra kerfi. Fleiri koma hér við sögu. Nágrannar Vestur- Þýskalands í Efnahagsbandalaginu mega ekki til þess hugsa að Þýskaland verði enn öflugra iðnaðar- og útflutningsveldi en Vestur- Þýskaland nú þegar er. Þýsk sameining er mikil hrollvekja Frökkum - og utanríkisráðherra ítal- íu, Andreotti, hefur fyrir skemmstu látið svo um mælt, að „það eru til tvö þýsk ríki og tvö verða þau áfram að vera“. Heimsókn Honeckers er vonandi góðs viti fyrir umheiminn, tákn um batnandi horfur á samningagerð um vígbúnað í hjarta Evrópu. Og vonandi bætir hún og hag margra Þjóðverja og gerir þeim auðveldara að vera ein þjóð í tveim pólitískum kerfum. Reyndar er oft til þess vitnað þessa dagana hve margskipt Þýskaland hafi lengst af verið pólitískt, saga sameinaðs þýsks ríkis er skömm og tengd tveim mestu styrjöldum sem yfir mannkyn hafa gengið. Þegar þeir Hel- mut Schmidt og Erich Honecker hittust í Austur- Berlín fyrir sex árum undirrituðu þeir m.a. sam- eiginlega yfirlýsingu um að „aldrei mun styrjöld framar hefjast af þýskri grund". Þetta er ágætt fyrirheit og nauðsynlegt: pólitískur ágreiningur er óhjákvæmilegur milli hinna þýsku ríkja eins og allt er í pottinn búið, og getur verið mjög harður- en hann þarf ekki að koma í veg fyrir að þau komi sér saman um eitt og annað sem eflir frið í álfunni. ÁB Sunnudagur 6. september 1987, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.