Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 4
I t Skrúðfylking fíla til heiðurs Maharananum af Udaipur: ríkir menn og sérvitrir. Þegar indversku furstarnir undir lok CHINA Indiens Maharadscha- Staaten C1 Maftaradscha-Staaten fvor 1947) ri Britisch Indien AFGHAmSTAN KASCHMIft. / lahore KAPURTHAU^ BHUTAN q-'Níu-Oehít Wfe&-DSCHÁIPURS -^P^DHOtPUH OSCHOOHPUH Karatschii BEHGALENI Kaikulta «■ BHORAL Dschunat HAJOEBABAÖ Golf t'ún Bcngalcn Fyrir fjörtíu árum var mikið um að vera á Indlandi. Bretar höfðu gert það upp við sig að „gimsteinninn í kórónunni", Indland, heil heimsálfa raunar að stærð, yrði ekki lengi ham- ið undir breskri yfirstjórn. Það varsamþykkt að veita landinu sjálfstæði og af því varð svo árið 1947. Erfið fœðing En tvennt var það sem gerði þetta upphaf að endalokum breska heimsveldisins mjög erf- itt. í fyrsta lagi neituðu forystu- menn Múhameðstrúarmanna og þá sérstaklega Mohammed Ali Dsjinna, að fallast á hugmyndir Gandhis og annarra forystu- manna Hindúa um eitt og óskipt Indland - þeir vildu sitt sérstaka ríki, Pakistan. Og vegna þess að mörg voru þau svæði og fjölmenn þar sem Hindúar og múhameðsk- ir bjuggu hver innan um annan, þá var lífsins ómögulegt að skipta landinu svo vel færi. Vikurnar og mánuðina fyrir og eftir sjálfstæð- istökuna urðu tímar skelfilegra bræðravíga og vita menn enn þann dag í dag ekki hvort hálf miljón manna eða tvær miljónir féllu fyrir hnífum og öxum of- stopamanna. Um tólf miljónir manna neyddust til að flýja heim- ili sín og leita skjóls í því ríki sem trúbræður þeirra réðu. í annan stað höfðu Bretar á öldum sinnar nýlendustjórnar komið sér upp blönduðu stjórnkerfi ef svo mætti segja. Um þriðjungur landsins og fjórð- ungur íbúanna lutu stjórn mahar- adjanna, 565 fursta, sem að nafn- inu til voru sjálfstæðir - en um leið undir ægishjálmi Breta- kóngs. Dyggir bandamenn og þurftafrekir Ríki þeirra voru mjög misstór. Nísaminn af Hajderabad réði yfir Dökku svæðin sýna ríki furstanna á Indlandi 1947, hvítu svæðin lutu beint stjórn Breta. landi sem var á stærð við Frakk- land og íbúarnir um 16 miljónir. En sumir voru kóngar yfir fá- einum smáþorpum. Þeir voru skrýtnir fuglar og sér- stæðir og ótrúlega ríkir - Ni- saminn fyrrnefndi var til dæmis talinn ríkasti maður heims á sín- um tíma. Og þeir voru þurfta- frekir mjög á öllum sviðum - til dæmis geymdi Mado Singh í Dsjajpúr 7000 frillur í kvenna- búri sínu. Þeir voru sumpart eins og ætt- aðir úr Þúsund og einni nótt, en í annan stað fullir með nýtísku- legan breskan íþróttaanda. Furs- tar Indlands voru bestu póló- og krikketleikarar sem völ var á. Auk þess voru þeir taldir trygg- ustu bandamenn Breta. Þeir lögðu til og kostuðu rekstur á heilum hersveitum sem börðust í styrjöldum Englands hér og þar um heiminn. Nísaminn af Haj- derabad gaf Bretum til dæmis Nisaminn af Hajderabad (á miðri mynd) gafst ekki upp fyrr en indversk- ur her réðist inn í land hans. heila sveit Hurricaneorustuflug- véla til að styrkja þá í loftbar- dögum yfir Lundúnum. Bílaeign, kvennafar Furstarnir báru marga titla (að meðaltali tólf stykki hver) og þeir áttu rétt á 21 fallbyssukosti þegar þeir komu í heimsókn t.d. til var- akonungsins í Dehli. Þeir reistu sér hallir sem kannski voru ná- kvæm eftirlíking af Versölum (Mahardadsjinn í Karpútala) eða þrisvar sinnum stærri en sjálf Buckinghamhöll í London (Gek- vadinn í Baroda). Meðalfurstinn átti 6 konur, 12 börn, 9 ffla, rösklega þrjá Rolls- rojsbfla og hafði skotið 23 tí- grisdýr. En þetta eru bara með- altölin og segja ekki hálfa sögu. Furstinn af Patiala átti 27 Rolls Royce bfla. Maharadsjan af Gva- lior skaut 1400 tígrisdýr aleinn. Furstarnir kunnu sér lítið hóf í 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.