Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 24
Vörpulegir amerískír dátar með franskar ungmeyjar í fanginu: Innrás enskunnar á lendur franskrar tungu valda mörgum þungum áhyggjum. En gaerunum á myndinni stendur líklega á sama.... FRAKKAR í stríði við erlend tökuorð Menn þó ekki ó einu máli um hœttuna Dóttir JacquesChiracsfor- sætisráðherra Frakklands hefur áhyggjur af því að faðir hennar hafi ekki rétt „look“ og sé ekki nógu „cool“, þegar hann er að halda ræðu um framtíð franskrar tungu á leiðtogafundi frönskumæl- andi landa í Quebec. Sagði hún blaðamönnum fransks vikurits, að vegna íhaldssemi hans í klæðaburði kynni hann að fárangt„look“, þannigað það skaðaði það, sem að- stoðarmenn hans kynnu að kalla „le marketing" forsætis- ráðherra. Það að stúlkukindin skuli tjá áhyggjurnar af útliti föður síns á hálfgildings ensku er ekkert ein- stakt fyrirbæri. Þessi innrás en- skra tökuorða inn í franska tungu, sem hefur skapað þann frönskustíl, sem Frakkar sjálfir kalla „franglais" eða „frensku", hefur mjög farið í taugarnar á frönskum stjórnvöldum og hrein- tungumönnum, sem hafa einnig áhyggjur af því að tungu Moliéres sé að hnigna sem alþjóðamáli. Hvað sem fulltrúar Frakklands segja á leiðtogafundi 41 frön- skumælandi þjóðar sem hófst í Quebec um miðja vikuna, eru all- ar horfur á að þessi þróun haldi áfram. Ensk tökuorð smeygja sér lymskulega inn í fjölmörg svið fransks þjóðlífs, auglýsingar, út- varp, viðskipti og stjórnmál. Nýjasta sjónvarpsstöð Frakk- lands, sem kölluð er „La cinq“ eða „fimmta stöðin“ hóf nýlega auglýsingaherferð með vígorðinu „Cinq you la 5“, en það er merk- ingarlaust að öðru leyti en því að verið er að leika sér með franska framburðinn á ensku þakkarorð- unum „thank you“. Þegar yfir- menn fyrirtækisins koma saman til að ræða nýjar hugmyndir um viðskipti, halda þeir „brain trust“ til að ræða „business". Jafnvel sjálfskipaðir verðir franskrar menningarhefðar eins og Jean- Marie Le Pen, leiðtogi hægri öfgaflokksins „þjóðarfylkingar- innar“ sleppur ekki. Nýlega bjó hann til orðið „melting-potisme" yfir skoðanir þeirra, sem eru and- vígir þeirri stefnu hans að tak- marka beri aðflutning útlendjnga til Frakklands. Er það leikur með enska hugtakið „melting-pot“, eða „bræðslupottur“, sem einu sinni var notað um Bandaríkin, vegna þess að talið var -að þar rynnu öll þjóðabrot saman. Micheline Faure, formaður samtaka sem berjast gegn þessari innrás enskunnar í franska tungu, sagði: „Við erum að glata auð- legð tungunnar. Fjölmiðlar og auglýsendur hella yfir menn út- lendum orðum sem þeir hafa enga þörf fyrir.“ Samtök hennar „Neytendasamtök franskrar tungu“ hafa dregið fyrirtæki fyrir rétt fyrir að brjóta lög frá 1975, sem mæla svo fyrir að nota beri franska tungu opinberlega í Frakklandi. Þannig var skyndi- bitastaður einn sektaður fyrir að selja ostaborgara undir nafninu „big Cheese" og kaffi undir nafn- inu „coffee drink“. Flugfélagið Trans World Airlines var ákært fyrir að nota brottfararspjöld, þar sem textinn var eingöngu á ensku. Stjórnvöld Frakklands grípa stundum inn í, minnug fyrri dýrð- ar frönskunnar, sem var sam- eiginlegt tungumál fyrir rússneska aðalsmenn og kom- múnista í Asíu, en árangurinn er ekki alltaf í samræmi við erfiðið. í fyrra lét menningarmálaráðu- neytið þau boð út ganga, að sjón- varpsstöðvar skyldu ekki sýna er- lend popptónlistarmyndbönd nema með frönskum texta, og í opinberum útvarpsstöðvum skyldi yfir helmingur dægurlaga- tónlistar vera á frönsku. Yfir- menn hljómplötufyrirtækja sögðu að flestir popptextar væru rugl og merkingarleysa á hvaða máli sem þeir væru, og hefur þessum boðum lítið verið hlýtt. En margir sérfræðingar halda því fram að frönsk tunga sé ekki í neinni hættu. „Erlend áhrif ógna frönsku ekki á neinn hátt,“ segir hinn kunni málvísindamaður Claude Hagege. „Grundvallar- orðaforðinn hefur ekki spillst á neinn hátt, og framburðurinn hefur ekki látið undan. Við ber- um „parking“ fram með alger- lega frönskum hætti. Það er þó enn mikilvægara að málfræði, setningafræði og orðaröð hafa alls ekki breyst á neinn hátt.“ Frakkar láta sér ekki nægja að bera ensk orð fram upp á fransk- an máta, heldur nota þeir þau oft á þann hátt að það er enskumæl- andi mönnum alveg framandi. í fremstu víglínu í baráttunm fyrir velferð franskrar tungu er franska akademían, sem Richeli- eu kardínáli setti á stofn árið 1635 og fjörutíu menn eiga sæti í. Hlut- verk hennar er að semja orðabók fyrir frönsku og reka burt óþörf tökuorð með því að finna frönsk orð í staðinn. En ýmsir félagar hennar vísa á bug óttanum við að erlend áhrif spilli tungunni. „Orð verða að ferðast eins og fólk“ segir Jean d’Ormesson, skáld- sagnahöfundur og akademíufé- lagi. „Menn eiga ekki að vera hræddir við að segja „week-end“ og „parking“. Það sem skiptir máli er að orð fari milii manna. Það er ævintýra-andi sem mun bjarga franskri tungu en ekki íhalds-andi.“ OPIÐ mánudaga til föstudaga kl. 10-18=30 Laugaidaga kl. 10-16 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.