Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 5
Höll Gekvadans af Baroda var þrisvar sinnum stærri en Buckinhamhöll. Indland hlaut sjálfstœði fyrir 40árum-Þá réðu 565 furstar um þriðjungi landsins- Síðustu höfðingjarnir úr 1001 nótt.- Allra manna ríkastirog sér- vitrastir kvennafari. Bhupinder Singh af Patiala átti 350 konur og trúði enskri frú sem hann sótti heim fyrir því að hann þyrfti að fá hreina mey með sér í bólið á hverju kvöldi. Forfeður hans höfðu reyndar haft þann sið að hlaupa naktir um götur höfu- ðborgar sinnar einu sinni á ári með liminn stífan, til að þegnarn- ir mættu sannfærast um að allt væri í lagi með karlmennsku höfðingjans. Furstinn af Bharatpur valdi sér rekkjunaut á þann hátt, að hann lét konurnar 40 úr kvennabúrinu dansa naktar með logandi kerti milli fóta. Sú sem lét ljós sitt brenna lengst gekk til sængur með eiganda sínum. Skrautlegt safn manngerða Sumir furstar voru bersýnilega ekki með öllum mjalla. Navabinn af Dsjúnagadh átti 800 hunda sem bjuggu í jafnmörgum her- bergjum í höll hans. í hverju her- bergi var sími, hverjum hundi sinnti sérstakur þjónn. Þegar Na- vabinn gifti eftirlætistík sína, Rosjanara, bauð hann hundruð- um göfugra gesta - en að vísu neitaði varakonugurinn, stað- gengill Bretakonungs, að mæta til þess brullaups. Til voru furstar sem reyndust dugandi umbótamenn eins og maharadsjan í Mysore, sem tók upp ókeypis skólakerfi, heilsu- gæslukerfi og veitti konum kosn- ingarétt. Aðrir voru skelfilegir harðstjórar, eins og mahara- dsjann af Alwar, sem notaði börn fyrir agn á tígrisdýraveiðum sín- um. Hann var ekki settur af fyrr en hann braut breskan sport- og dýaravinaanda með því að hella bensíni yfir lifandi hest sem hafði brugðist honum í póló og kveikja í honum. Eyðslusemi þeirra var víðfræg. Þegar maharadsjanum af Bharat- pur fannst sem bílasalar í London sýndu sér ekki nægan sóma þegar hann spurði eftir verði á Rolls Roycemódeli einu, þá keypti hann alla Rollsrosjana á bflasýn- ingunni - með því skilyrði að hinn ókurteisi sölumaður kæmi sjálfur með þá alla til Indlands. Hann kom með bflana, gljáfægði þá og raðaði þeim upp fyrir framan höll furstans. Furstinn leit á blikkbelj- ur þessar með fyrirlitningu og bað aðstoðarmenn sína að af- henda þá öskuköllunum í bæn- um. Endalokin Árið 1947 sátu um hundrað furstar sem mest áttu undir sér á svonefndri furstadeild í Dehli, og 127 smnærri furstar áttu sér þar 12 fulltrúa. Þessir menn höfðu verið ein helsta tryggingin fyrir því að Indland héldist innan breska heimsveldisins. Þeir litu á sig sem dygga bandamenn bresku krúnunnar og viðurkenndu ekki annað vald yfir sér. Og þegar Ind- land yrði frjálst ríki ætluðu þeir að lýsa sig sjálfstæða líka. En þeir stjórnmálamenn sem börðust fyrir sjálfstæði Indlands litu mál- ið vitanlega allt öðrum augum. Mahatma Gandhi leit svo á, að furstarnir hefðu verið Bretum þægir þjónar og gegnt því hlut- verki að veikja mótspyrnu Ind- verja gegn erlendu valdi. Þess vegna yrðu þeir að hverfa um leið og sjálfstæði fengist. Auk þess yrði það Indland illa starfhæft ríki sem fullt væri af „götum“ sjálfs- tæðra ríkja. Mountbatten varakóngur, sem stjórna átti síðasta skeiði breskr- ar stjórnar, skildi og að furstun- um yrði að fórna. Hann gerði einskonar hrossakaup við leið- toga Kongressflokksins ind- verska. Hann tók að sér að „sannfæra" furstana um að þeir yrðu að ganga með lönd sín undir vald sjálfstæðs Indlands. Með því að lofa þeim því, að indverskir stjórnmálamenn leyfðu þeim að halda titlum sínum, höllum, einkaauði og einskonar friðhelgi stjórnarerindreka. Furstarnir áttu ekki margra kosta völ, þótt sumir þybbuðust við eins og Nisaminn af Hajdera- bad sem gafst ekki endanlega upp fyrr en ári síðar - og hafði ind- verskur her þá haldið inn í land hans. Kongressflokkurinn sam- þykkti þessi kaup fyrir sitt leyti - í bili. Nokkrum árum síðar misstu furstarnir forréttindi sín, og fannst þá að þeir hefðu verið illa sviknir í tvígang - fyrst af Bretum og síðan af löndum sínum. En það er önnur saga. ÁB byggði á greinaflokki í Spiegel Skóladagheimilið Völvukot Vantar fóstrur og/eða starfsfólk með sambæri- lega menntun ásamt ófaglærðu fólki. í boði eru heilsdags- og hlutastörf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir ykkur að takast á við nýtt og skemmtilegt verkefni í notalegu umhverfi. Völvukot tók til starfa sumarið 1979 og í dag eru börnin 16. Kom- ið eða hringið í síma 77270 og fáið nánari upplýs- ingar. Starfsfólk Námsstyrkir fyrir starfandi félagsráðgjafa og æskulýðsleiðtoga Alþjóða fræðsluráðið (CIP) býður styrki til þátt- töku í námskeiðum og vinnu í Bandaríkjunum frá apríl til ágúst 1988. Umsóknareyðublöð og upplýsingar liggja frammi hjá Fulbrightstofnuninni, sími 20830. Umsóknarfrestur er til 10. september 1987. Fulbrightstofnunin, Garðastræti 16 box 752. Taktu eftir Spennandi uppeldisstarf í boði. Hringdu í síma 33280 milli kl. 8 og 16 eða í síma 671543 og 675395 á kvöldin. Atvinna erlendis Hér er upplýsingabókin fyrir þig sem ert að leita aö vinnu erlendis til lengri eöa skemmri tíma. Hún inniheldur upplýsingar um störf í málm- og olíuiðnaði, við kennslu, garðvinnu, akstur, á hótelum og veitingastöð- um, au-pair, fararstjórn, ávaxtatínslu í Frakklandi og Banda- ríkjunum, tískusýninga- og Ijósmyndafyrirsætustörf og störf á búgörðum, samyrkjubúum eða skemmtiferðaskipum. Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bókin fyrir þá sem hafa hug á að fá sér starf erlendis. Þú færð upplýsingar um loftslag, aðbúnað í húsnæði, vinnutíma o.fl. Þar að auki færðu heimilisföng u.þ.b. 1000 staða og atvinnumiðlana. Bókin kostar aðeins 98,- s.kr. (póstburðargjald innifalið). 10 daga skilafrestur. Skrifaðu til CENTRALHUS Box 48, 142 00 Stockholm Sími: 08 744 10 50 P.S. Við útvegum ekki vinnu! Skóladagheimili Fóstrur - kennarar Á horni Dyngjuvegar og Langholtsvegar er stórt 2ja hæða hús. Þar eru 22 hressir krakkar á skóla- aldri (6-10 ára) sem skora á þig að fá þér vinnu hér frá 7.30-12.30 eða í fullt starf frá kl. 7.30- 15.00. Upplýsingar gefur Ragnar, Langholti, sími 31105. St. Jósefsspítali Landakoti Deildarritarar Óskum eftir að ráða deildarritara í fullt starf, nú þegar, á handlækningadeild 3B og gjörgæslu. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarstjórnar alla virka daga frá kl. 10-16. Reykjavík 3. september 1987 Sunnudagur 6. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.