Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 14
SKÁK Stalín var slyngur skákmaður Skáksagangreinirfrá nokkr- um stórmennum sem fengust viðtafliðkanir. Kunnurer skákáhugi Napóleons. Hann tefldi eingöngu við konur og hafa varðveist nokkrar skákir þeirra, einna þekktust við ma- dam nokkra de Rémusat en Napóleon hóf skákina á þeim leik sem við hann hefur verið kenndur, 1. Rc3 og síðan bættist kóngsriddarinn í leikinn. Viktoría drottning var haldinn skákáhuga og yfir te- bolla tefldi hún á síðkvöldum við eiginmann sinn Prins Al- bert. Lenin var geysimikill skáká- hugamaður og annað veifið rekst maður alltaf á ljósmyndir af hon- um að tafli. í útlegð sinni fyrir byltingu tefldi hann heilmikið og annar áhugamaður, Maxim Gorkí fylgdist grannt með. Vegur skáklistarnnar jókst gífurlega eftir byltingu og er það án efa fyrir tilvekrnað Lenins sem sá í skákinni tæki til að efla mennt þjóðarinnar og menningu. En tefldi Stalín? Ekki hefur farið miklum sögum af því en þegar mér barst í hendur uppsláttarbók um skák má merkja að Stalín hef- ur verið grjótharður skákmaður. Hann virðist hafa lesið sig vel til og sú strategía sem hann fylgdi var alls ekki ógáfuleg. Mótstöðu- maðurinn? Kemur þá til sögunn- ar Nikolai Yezhov, af sumum kallaður blóðþyrsti dvergurinn. Hann var yfirmaður leynilögregl- unnar á einum myrkasta kafla veraldarsögunnar þegar hreinsanirnar stóðu sem hæst og frækornum ótta og tortryggni var- sáð í jörð bolsévismans þannig að menn þorðu vart að tala við kon- ur sínar nema undir sæng á kvöld- in, eins og komist var að orði. Yezsov var náinn samverkamað- ur Stalíns og hreinsanirnar og réttarhöldin miklu oft skrifuð á hans reikning. Á einhverjum punkti snarsnerist gengi hans og við tók Beria sem að Stalín látn- um var látinn svara til saka. Um Yezsov spurðist ekki meira eftir það. Hann gufaði eiginlega upp. Það kvisaðist út að hann hefði verið settur á geðveikrahæli. Önnur sagan hermdi að hann sæti í fangelsi fyrir utan Moskvu og nyti þar allra þæginda. Kannski var hann hengdur eða dæmdur til dauða sem njósnari Breta þegar Stalín undirritaði griðasáttmál- ann við Hitler. Allt um það hér kemur skákin. Það er vissara að ritskoða ekki þessa viðureign en af hanni má ráða að Stalín var kóngspeðsmaður og Yezsov fylg- ismaður Sikileyjarvarnar: Stalín - Yezsov Moskva 1926 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rbd7 6. Be2 a6 7. 0-0 e6 8. f4 b5 9. a3 Bb7 10. Bf3 Db6 11. Be3 Dc7 12. De2 Be7 13. g4 Rc5 14. Dg2 0-0 15. Had1 Hfe8 16. g5 Rfd7 17. Hd2 e5 18. Rf5 Re6 19. Rxe7+ Hxe7 20. f5 Rd4 21. f6 H7e8 22. Bh5 g6 23. Bxg6 hxg6 24. Dh3 Re6 25. Dh6 Dd8 26. Hf3 Rxf6 27. gxf6 Hac8 28. Hdf2 Dxf6 29. Hxf6 Hc7 30. Rd5 Bxd5 31. exd5 Rf8 32. Bg5 Rh7 33. Hxd6 e4 34. Be3 Hce7 35. Bd4 f6 36. Bxf6 Rxf6 37. Hfxf6 - svartur gafst upp. f síðustu viku féllu niður nokkrir leikir við vinnslu greinar. Leikirnireru þessir: 19. bxc5 Ba8 20. c6 Rf6 21. Bxb6 Rxb6 22. Bxa6. öðlingurinn Stalín með nokkrar medalíur fyrir afrek sín. En viska hans einskorðaðist ekki við stjórnsýslu. Jósep var líka góöur í skák. INNRITUN í kvöldnám prófadeilda Námsfiokka Reykja- víkur Grunnskólastig: a) Aðfaranám hliðstætt 7. og 8. bekk. b) fornám hliðstætt 9. bekk. kennslugreinar: íslenska, danska, enska, stærð- fræði. Framhaldsskóiastig: a) heilsugæslubraut = forskóli sjúkraliða b) viðskiptabraut, hagnýt verslunar- og skrif- stofustarfadeild. Einnig er hægt að velja kjarnanám án sér- brauta. Sænska og norska til prófs. Sjá auglýsingar í dagblöðum s.l. föstudag. Innritun fer fram mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. september í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, klukkan 17-21. Upplýsingar í símum 12992 og 14106 síðdegis. Námsflokkar Reykjavíkur Hafnarfjörður - Húsnæði óskast Kennari óskar að taka á leigu íbúð. Mjög góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 52349 vi« KJARAKAUP Frystiskápur 258 lítra Þurrkari 4.0 kg. borgun kr. 5000,- il: 85x59,5x57 ir: Hvítur og brúnn. iiavA Lv OA OAA Utborgun kr. 6000,- Mál: 189x59,5x60 Litir: Gulur og grænn. Rétt — verð kr. 47.600,- Útborgun 2.000,- E 601 gufugleypir Mál: 16x60x49 Litir: Brúnn, rauður og grár Rétt — verð kr. 8.900,- Láttu ekki þessi einstöku kaup fram hjá þér fara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.