Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 19
^reatest Hits 1975-1986 skógarómansinn góða, Jungle Love. Þá vantar alveg lag af plötu sem út kom ’81, „Circle of love“, og er það miður, þar sem það var hin ágætasta plata. Af Abracada- bra er aðeins titillagið sett á safnplötu þessa og er svo sem ekkert við það að athuga í sjálfu sér. Hins vegar kemur það nokk- uð undarlega fyrir sjónir að 6 lög skuli tekin af plötunni Italian X- Rays, sem að vísu var sæmilega vinsæl, ensexlög-það er ... ja ... skrítið. Og ekki fær svo mikið sem eitt laga að fljóta með af plötunni Living in the 20th Cent- Vtt og brertt ury, sem út kom ’86, þrátt fyrir að undirtitill plötunnar, (A Decade of American Music) gefi það ■óneitanlega til kynna. Hér eru sem sagt aðeins lög frá ’76 til ’84 eins og áður sagði, en ekki til ’86. En þrátt fyrir allt þetta er þetta hinn ágætasti gripur að kaupa, fyrir þá sem ekki þekkja Steve Miller fyrir. Púnktur. Látúnsbarkar... Átta látúnsbarkar komu fram í keppni Stuðmanna og Ríkisút- varpsins í sumar. Þeim hefur svo verið skellt á plötu fyrir þær sak- ir, ásamt Adda þeim er kenndur er við rokk. Það er skemmst frá því að segja, að þetta er hin eigu- legasta plata fyrir partíglatt fólk, en kannski ekki með því besta sem gerist í íslenskri tónlist - og þó, miðað við það sem út hefur komið í sumar, má kannski segja að hér sé um kjörgrip að ræða. Þetta fer sumsé allt eftir því við hvað miðað er.... Flestir gera lát- únsbarkarnir lögum sínum þokkaleg skil, en það er víst eng- inn vafi á því, að sigurinn lenti á réttum stað. Bjarni Arason klikkar hvergi, hvort sem hann stælir Egil, Elvis eða engan mann svo semíBara ég og þú. Það er að vísu ósköp leiðinlegt lag, en flutningurinn er klassi. Útsend- ingar allar á plötunni eru ferskar og nokkuð skemmtilegar, ásamt því að hljóðfæraleikur er með miklum ágætum svo sem við var að búast. En umslagið er hrein hörmung, bæði hvað varðar útlit og upplýsingar. Little Steven Little Steven, fyrrum gítar- leikari hjá Brúsa sjálfum, er nú lagður af stað í hljómleikaför upp á eigin spýtur. Það er ekki langt síðan hin stórgóða sólóplata hans „Freedom - no compromise” kom á markaðinn rokkunnend- um til óblandinnar ánægju og mun þessi ferð ætluð til að ýta undir söluna á henni ásamt því að koma enn betur til skila þeim boðskap sem platan flytur, en platan er ákaflega pólitísk, textar hennar fjalla allir á einn eða ann- an hátt um kynþáttakúgun í Bandaríkjunum, S-Ameríku og Afríku eða annað það heimsins óréttlæti sem Stebba finnst taka því að syngja um. Fyrstu tónleik- arnir voru í Svíþjóð á föstudaginn var, en hann mun halda áfram spileríi víðs vegar um Evrópu allt fram til 13. september, þá leikur hann væntanlega fyrir fullu húsi í Offenbach í V-Þýskalandi. Af hvítum snákum Aðrir sem hyggjast leggja land undir fót og berja á hlustum áheyrenda eru þéttrokkararnir í Whitesnake. Þeirra tónleika- ferðalag hefst í Þýskalandi með léttri geggjun í Núrnberg þann 13. desember. Þeir munu síðan halda sem leið liggur um megin- landið og Bretland og halda alls 25 tónleika áður en þeir hætta þessu flakki þann 18. janúar ’88. Áður var búið að segja að þetta rall þeirra ætti að hefjast í sept- ember en þar sem David Cover- dale er nú á ferð um Ameríku með hina endurnýjuðu sveit sína (og gengur bara vel) varð að fresta því ... Listapopp Breiðskífa Bon Jovi, „Slippery when wet” datt í síðustu viku út af topp-tíu á lista bandaríska viku- blaðsins Billboard. Þá hafði hún dvalið þar í upphæðum í 46 vikur eða jafnlengi og Whitney Houst- on, en þetta mun vera það lengsta sem plötur hafa hangið svo hátt síðan „Born in the USA” með Springsteen dokaði þar í svo mikið sem 84 vikur á árunum ’84- ’85. „Dark side of the moon” með Pink Floyd hefur hins vegar þraukað allra platna lengst á topp 200 breiðskífulista sama rits, í 690 vikur - alveg síðan hún komst fyrst á listann skömmu eftir að hún kom út í Bandaríkjunum st'ðla árs 1973! í dag verður ekkert fjallað um Whitney Houston. ður Torfa sendir frá sér Hugflœði leggja frá mér gítarinn og syngja -bara syngja. Þetta vareinsogað taka stafinn frá blindum manni, ég þurfti að þreifa mig áfram í myrkrinu á meðan ég vandist þessu. Og gítarinn var tekinn upp sérstaklega. Við byrjuðum reyndar á honum. Ég sat sveittur og æfði eitt eða tvö lög í tvær og þrjár vikur. Þetta var nokkuð sem ég hafði ekki gert áður. En hjá Juul er ekki nóg að æfa sig - það þarf meira til. Ég var búinn að æfa eitt laganna alveg í topp og þóttist nokkuð góður þegar ég mætti í stúdíóið. En þegar ég hafði spilað lagið, horfði hann á mig - og gekk út. Þá vissi ég hvað klukkan sló, ég var að monta mig! Ég var að sýna fram á að ég kynni að spila á gítar. Öll stemmningin í laginu drukknaði í útúrdúrum og krúsidúllum. Juul kom aftur eftir háiftíma og spyr: „Jæja, ertu búinn að hugsa mál- ið?“ Ég jánkaði því og hann sagði mér að spila nú lagið aftur, sem ég og gerði á nýjan hátt. Hann horfði á mig þegjandi og sagði: „Hörður, var ég búinn að segja þér að ég vinn ekki með hverjum sem er?“ Jú, hann var búinn að því... og þá: „Þetta er með því besta, sem ég hef heyrt þig gera - tökum það inn...“ Ég var hálf hræddur við að vinna með svona manni fyrst, var ekki viss um að ég gæti tekið svona afdráttarlausri gagnrýni, en núna veit ég að þetta var það besta sem gat komið fyrir mig sem listamann. Þegar við kláruðum gítarinn bættist þriðji maðurinn í hópinn, Jörgen nokkur Johnbeck, út- lærður klassfskur gítarleikari, en þekktastur fyrir kontrabassaleik með helstu jassgeggjurum Dana. Hann stjórnaði útsetningum á öllum aukahljóðfærum af mikilli snilld." Aukahljóðfærum? Er þetta þá ekki trúbadorplata? „Auðvitað er þetta trúbador- plata. Gítarinn og röddin liggja oftast fremst, og sum lögin eru ekki annað en gítar, rödd og bassi. En það er alltaf gaman að skreyta svolítið. Við ákváðum strax í upphafi að nota bara átta rásir. Þetta átti að verða einföld og einlæg plata, og það er alltaf hætta á að menn fái víðáttubrjál- æði þegar of margar rásir eru í boði, allt fer að snúast um að fylla þessar blessaðar rásir og melodí- urnar kafna. En svolítið skraut skaðar ekki, og það er það sem þessi aukahljóðfæri eru - örlítið skraut til að magna upp stemmninguna.“ Hún var nú fremur drungaleg, stemmningin á Tabú. Hvað ræður nú ríkjum? „Jú, það má kannski segja að Tabú hafi verið svolítið svört. Hún fjallaði um skuggahliðar mannlífsins, nóttina, ýmislegt sem betri borgararnir vilja ekki kannast við að sé til, svona yfir- leitt. Ég hef lengi fengið að heyra það, að ég sé að tala um eitthvað, sem ekki er til. Menn hafa sagt við mig á síðustu árum, undrandi mjög, að ég sé bara ágætt texta- skáld - að ég sé farinn að semja góða texta. Málið er bara að þess- ir textar eru allir hundgamlir - það hefur bara enginn viljað þá á plast, því innihaldið var þeim ekki þóknanlegt. „Láttu ekki svona Hörður, þú ert myndar- legur strákur, fáðu þér konu og hættu þessu rugli.“ Ég meina, hommar og lesbíur voru t.d. ekki til, en ég vissi auðvitað betur. Fólk vildi bara ekki heyra á það minnst. Ég þótti býsna góður pappír í músíkinni til að byrja með, á meðan ég hélt mig við annarra manna texta, en eftir að ég rabbaði við Samúel ’74, skipti allt í einu ekkert máli lengur ann- að en hvað var í klofinu á mér. Það er eins og dópið, ég skrifaði Ieikrit, sem m.a. fjallaði um eiturlyfjavandamálið og nefndist Nálargöt. Þá var mér sagt að þetta vandamál væri bara ekki fyrir hendi hér - „Þú býrð í Kö- ben er það ekki - jájá, þetta er kannski vandamál þar...“ Og þetta er ennþá svona - þeir eru víst alltaf að leita að hassi bless- aðir, á meðan allt er fljótandi í öðru og hættulegra efni. Og al- menningur er ánægður með það, því það vill enginn til þess vita að um annað geti verið að ræða. fs- lendingar virtust helst hafa strút- inn að fyrirmynd, þegar átti að taka á vandamálum. Eg reyni yf- irleitt að forðast að gagnrýna annað fólk í textum mínum, ég segi bara hlutina eins og þeir koma mér fyrir sjónir, og læt öðr- um eftir að túlka þá. Þannig er Tabú og hinar plöturnar, ég er bara að segja frá hlutum sem eru til, hér á landi sem annars staðar, hvað sem hver segir. Þetta er starfssvið listamannsins, að túlka eigin tilfinningar og viðhorf til heimsins, og áreitni umhverfis- ins. Tabú er um tabú hluti, hún er dimm og drungaleg eins og ís- lenska vetrarnóttin. En hafi hún verið nóttin, þá má segja að nýja platan, Hugflæði, sé dagurinn. Því ég er í rauninni afskaplega lífsglaður maður, og það svo mjög að sumum stendur varla á sama. Fólk er hálf undrandi að ég skuli vera svona ánægður með lífið og tilveruna, af hverju fólk er undrandi veit ég ekki, en svona er það nú samt. Og á þessari plötu kemur þessi lífsgleði svo sannarlega vel fram. Það er kann- ski líka þess vegna sem mér gekk svona vel að fá útgefanda. Sólin skín á þessari plötu, gleðin og hamingjan stjórna ferðinni. Ég þýddi alla texta fyrir þá Juul og Johnbeck, svo þeir gætu upplifað réttu stemmninguna, og sam- eiginlega unnum við svo að því að draga hana sem best fram í hverj- um tón. Eitt lag, sem Juul vildi endilega fá með á plötuna meló- díunnar vegna, var með ákaflega dramatískum texta, um glataða ást og annað þvíumlíkt. Þetta er mjög falleg melódía, og Juul sagði mér einfaldlega að gera nýj- an texta. Það taldi ég alveg úti- lokað. Ég hef aldrei unnið þann- ig. Þessi texti var búinn að fylgja þessu lagi svo lengi, að ég gat ekki hugsað mér að breyta því. En eftir að hafa eytt viku í að segja sjálfum mér að ég gæti það ekki, settist ég niður og skrifaði nýjan og ósköp glaðan texta um eitthvað sem allir eiga sameigin- legt, afmæli. Og í heildina séð er þetta mjög- glöð plata, tæknilega mjög vel unnin og ég vona bara að hún nái eyrum einhverra, þrátt fyrir að ýmsir hafi sagt mér að hún gangi þvert á allt það sem hefur verið að gerast í tónlistinni hér heirna.” Hér heima segirðu, þú ert ekk- ert að flytja hingað aftur? „Til hvers? Mér líður vel þarna úti. Ég kem heim með reglulegu millibili, til að sýna mig og sjá aðra, aðallega það fyrrnefnda. Það togast á tveir kraftar í mér. Annarsvegar vil ég að allir þekki mig, að ég sé frægur og rí|cur, þá fer ég í svona hálfgerðar mont- reisur - Hæ! hér er ég!... Spila á tónleikum og því um líkt. Þess á milli held ég mig í útlandinu og vinn, þar þekkir mig enginn, ég get gert hvað sem er og umfram allt einbeitt mér að því að semja. Það er oft næsta erfitt hér heima, þó ég hafi reyndar ekki mætt öðru en vinsemd og velvilja und- anfarin ár. En það er spurning hvað það endist lengi. En ég er svona klofinn, vil vera í sviðsljós- inu, en jafnframt í felum. Stund- um þegar ég er að fara upp á svið er eins og það sé lítill púki að hvísla að mér - „Haha - þú getur, þetta ekki - þú ert búinn að gleyma textanum - þú kannt ekki lagið - hahaha aumingi...“ en eitthvað annað segir mér að drífa mig þarna upp og sigra lýðinn. Og ég er sem sagt á svona mont- tímabili núna...“ Nú er allt te á bænum upp urið t L og nóttin á næstu grösum. Það er samt ekki með neinni gleði í hjarta sem ég rek endahnútinn á spjailið vio_þennan glaða söngva- - svein, sem er búinn að hlæja og fá mig til að hlæja allt kvöldið, með ýmsu sem ekki kemur málinu beint við, eða þannig. Lífsgleðin, sem hann talaði um fyrr í þessu spjalli hefur þó néð alð smita út frá sér, þannig að ég horfi fram á betri tíð með blónrt haga, þrátt fyrir árstímann og þá staðreynd að hann er að fara. Ég vona bara að allt gangi honum og Hugflæði hans í haginn, og læt þessum lífs- glaða lífskúnstner bara eftir síð- ustu orð þessa spjalls... „Maður verður að vera maður sjálfur. Öðru vísi gengur ekkert upp. Eftir að hafa barist í þessum bransa jafn lengi og ég, veit mað- ur að það þýðir ekkert annað. Ég hef aidrei reynt að skapa mér ein- hverja aðra týpu, til að sýna opin- berlega. Ég er fyllilega ánægður með sjálfan mig og það sem ég hef gert í gegnum tíðina, auðvit- að hefði ýmislegt mátt betur fara, en það sem gerst hefur, hefur gerst af því að ég hef verið sjálf- um mér samkvæmur og, umfram allt, einlægur. Maður verður að vera maður sjálfur...“ Sunnudagur 6. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.