Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 9
Einar örn Einarsson ( Manni) í góðum félagsskap: ég mundi vilja leika góðan töffara.. Ágúst Guðmundsson og kvikmyndatökumaður hans líta yfir sviðið og sjá að það er harla gott. Þessi bryggja var smíðuð til að sýna útskipun á hestum, en svo fjaraði undan henni og þar fór það. Texti og myndir Árni Bergmann laust. Myndatökum var að ljúka í Flatey sem fyrr segir, síðan átti að mynda við foss þann sem útilegu- mannahellir Haraldar er á bak við falinn. Og um áramót verður kvikmyndatökum lokið úti í Nor- egi - þá verður m.a. breitt brell- um til að koma á filmu ísjbarnars- lagnum sem er eins og margir muna helsta hrollvekja Nonna- bókarinnar „Á Skipalóni“. Nonni og Manni Garðar Þór Cortes og Einar Örn Einarsson leika Nonna og Manna og það bar ekkert á því að þetta umstang hefði gengið nærri þeim með einum hætti eða öðr- um. Helst að þeim leddist að bíða og hangsa, eins og vonlegt var. Garðar neitaði því með öllu að hann væri kominn með leikara- dellu og vildi halda áfram eftir þessa mynd. En Einar hló við spurningum í þessa veru og var til í að leika í mörgum myndum í viðbót. Og þá helst góðan töff- ara. Snemma morguns er Luc Mer- enda, ítalski leikarinn sem fer með hlutverk Haraldar útilegu- manns, á stjákli í eldhúsinu í húsi sem þessa daga hét Gjestgiveri. Honum þótti ágætt að vinna með drengjunum, þeir eru, sagði hann, mjög eðlilegir í sinni fram- göngu, standa sig vel, okkur kemur vel saman, enda er ég ekki alltof fullorðinn í mér heldur,. Ég hefi yfirleitt átt gott að vinna með bömum, þau eru ágæt og ef þau eru það ekki, þá lemur maður þau og allt verður eins og það á að vera... En þess þarf ekki hér.. Luc, sem Flateyingar þessara daga kölluðu Lukku-Láka, lék sér að því að hafa allt á hornum sér: ekkert brauð til með kaffinu, nei það er ekki von - við eram í þriðju heimsstyrjöldinni miðri, við erum að búa til kvikmynd.. Undarlegt land þetta, sagði hann. Hvernig þá? Veðrið er svo sterkt, og fólk ver sig gegn því með því að loka sig inni í sjálfu sér.... Og allt er sem var Bráðum yrði Flatey söm og hún var. Kvikmyndaævintýrinu lokið og sumareyjarskeggjar, sem hafa verið að endurreisa hús- in í plássinu af miklum dugnaði farnir heim. Haustið var að byrja að breyta litum í kirkjugarðinum þar sem gestur horfir lengi á leg- steininn hvíta á gröf tveggja ára drengs, Boga Benedictsens, sem var “foreldra fagur gimsteinn“ og hvílir þar með sex systkinum sín- um sem öll létust á fyrsta aldurs- ári. Guðsríkið sem kemur til fiskimanna í Flatey og Baltasar málaði á kirkjuloftið er farið að flagna af. Á turninum sátu tvær kríur og görguðu illilega... ÁB. Allt kvikt í Flatey lék með - að meðtöldum nýfæddum kettlingi sem drengurinn heldur á. Þeir settu inn ýmislegt sem mér hefði aldrei dottið í hug, til dæmis lenda strákarnir og Haraldur í nokkrum háska í eldgosi. Jón Sveinsson hefur vissulega auga fyrir ýmsum spennuþáttum, hann lætur allt koma fyrir Nonna sem strákar gáta lent í - sjávarháska, slag við ísbirni, kynni af útilegu- manni og fleiru, en eldgosi sleppti hann enda var hann ekki á eldfjallasvæði. En ég held að eld- gosið hafi tekist mjög vel - við fóram út í Berserkjahraun með heyblásara og blésum gráu sagi í erg og gríð með tilheyrandi eldg- læringum og þetta kemur vel út. Ég hafði heyrt það hefði verið nokkur ágreiningur milli Þjóð- verja sem vildu búa til kaþólska barnamynd og Breta sem vildu fjölskyldumynd. Ég held, sagði Ágúst, að menn hafi frá upphafi stillt sig inn á fjöl- skyldumynd. Þjóðverjar ætla að sýna myndina sex kvöld í rykk um næstnæstu jól. Handritið frá Hammann var þannig að góðir menn voru þar firnagóðir og vondir menn alillir, en Cooper hefur eins og dregið úr þeim mun, komist nær veruleikanum. Ágúst sagði að fólk sem vinnur að myndinni hefði hrist furðan- lega vel saman og samstarfið við leikarana hafi gengið snuðru- Sunnudagur 6. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.