Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 17
Ljóð eftir Kristinu Ómarsdóttur Kristín Ómarsdóttir sendi í vor f rá sér Ijóðabókina „Það er þoka í húsinu okkar“ og síðasta vetur var sýndur í Þjóðleikhúsinu ein- þáttungur hennar sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni sem efnt var til í tilefni loka kvennaáratugarins. Ljóðin sem birtast hér hafa hvergi verið prentuð áður. Maður í bifreið Ogþegar orðin þín koma loks til mín, -svefnenglar á stjái, um krókótta stíga, yfirholtið og hingað, segi ég löturhœgt, með olnboga útum glugga, hönd á stýri: - Það er ofseint. í skýjahnoðrum skil ég við klettana og keyri framúr gulum vegarskiltum, örnefnum í speglaskrift og þér þér... þú hlustar ekki lengur á þytinn, spyrð ekki oftar baldursbrána, - svo hefégheyrt, spurt ogfrétt. (Vertu sæl María.) Frosin dögg á hvarmi og andlitið er himinsins. Enninu atað í vindinn. - Þrusk - Kíkir ofurhœgt um öxl á skugglaust, mannlaust fótartak: Áhorfendur í vindi. Fjaðralaust risa vœngjahafþyrlast ófleygt í fölu myrkrinu og hvítu mávarnir fjúka. Alfred Otto Scwede er lotinn Skrifaði sögulega skáldsögu um Hallgrím Pétursson Nýlega spurðist sú fregn að látinn sé í DDR, Austur- Þýskalandi, Alfred Otto Scwede, lúterskur kennimaður og rithöf- undúr. Schwede lagði ungur stundá norræn mál og hafði allar götur síðan þrautgóðan áhuga á þjóðum þeim sem málanámið færðinærhonum. Hannvaraf- kastamikillrithöfundur, skrifaði tugiítsÍÉÉ fyrirýmsa aldursflokka og.s'éift&' efni sitt einatt norður á bógte. Og íslendingum ætti sá mæti austurþýski klerkur að vera minnisstæðurfyrirsögulega skáldsögu um Hallgrím Péturs- son sem hann gaf út fyrirtveim árum. Bókin heitir „Sein Lied war IslandsTrost," Kveðskapur hans var (slendingum huggun" og kom út hjá Evangelische Verlagsan- stalt. Sá sem þessar línur skrifar fékk þessa bók í hendur fyrir nokkrum mánuðum og hefur það dregist lengur en skyldi að fjalla um hana hér í blaðinu. Pví vissulega er hún þess virði. Alfred Otto Scwede hefur bersýnilega lagt sig sem best fram um að kynna sér lands- hætti og aðstæður allar á sautjándu öld, og skrifar bók sína innan þeirrar hefðar að blanda saman heimildum og „senni- legum“ skáldskap. Að sönnu verður honum fótaskortur á ýms- um atriðum, ekki ýkja veigamikl- um kannská - má þar til nefna frásögn af göngu Haitgríms og sakamannsins Jóns Ólafssonar suður, þegar Hallgrímur hefur hrökklast frá Hólum (bókin hefst á því að sveinninn Hallgrímur stendur nakinn í á og klófestir laxa með berum höndum). En þær yfirsjónir eru smáar og gleymast fljótt þegar séra Schwa- be fer að verma okkar þjóðern- isshjarta með samúðarfullri lýs- ingu á hlutskipti íslendinga á öld Tyrkjaráns, drepsótta, eldgosa og einokunar og svo á því hve mikilvægur skáldskapurinn hefur verið í mannlífinu. Stórskáld var Alfred Otto Schede ekki. Honum er ekki lagið að skapa dramatíska spennu í átökum persóna né heldur að gefa nærgöngula lýs- ingu á því sem býr hjarta nær. Til dæmis verður honum ekki mikið úr kynnum Hallgríms og Guddu í Kaupmannahöfn. Né heldur úr sárri sorg Hallgríms þegar hann missir hjartfólgna dóttur sína Steinunni. Þá gerist það sem oft- ar, að fróðleikurinn, umsögnin, endursögnin eins og dragi úr blóðsins þunga nið - Hallgrímur þagði og fór einförum eftir þetta, segir Schwede og flýtir sér að bæta við að hann hafi ort um harm sinn - „það gerðu skáld vík- inganna þegar elskaður sonur þeirra féll og Rómverjinn Cicero kvað hafa hugsað um það eftir lát dóttur sinnar hve fagurt kvæði hann gæti helgað minningu henn- ar“. En hvað um það - Hallgríms- saga hins þýska kennimanns er lipurlega saman skrifuð og nýtur um margt góðs af mannúð og ein- lægri trúmennsku höfundar við viðfangsefni sitt. ÁB. Sp! Álfred OttoSchwede Sunnudagur 6. september 1987 ÞJÓÐVILJINN lA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.