Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 7
Held undir þrýstingi Þráttfyrirvinsældirog út- breiðslu knattspyrnunnar um- fram aðrar íþróttir hérlendis er það staðreynd að sigrar okkar í landsleikjum eru heldur fátfð- ir. Gildir þá einu í hvaða ald- ursflokki er þótt yngri landslið- in hafi löngum verið ívið sigur- sællien þaueldri. Það teljast því stórtíðindi þeg- ar tveir eftirtektarverðir sigrar vinnast með viku millibili - og báðir óvænt. í fyrri viku vann 21- árs landsliðið frækinn sigur í Evr- ópuleik í Danmörku, 3-1, og á miðvikudagskvöldið vann ólympíuliðið, með einn atvinnu- mann innanborðs, Austur- Þýskaland á sannfærandi hátt á Laugardalsvellinum, 2-0. Þessi úrslit hafa verið kærkomin fyrir alla áhugamenn um knattspyrnu sem hafa margir hverjir verið langt niðri eftir ófarirnar gegn Austur-Þjóðverjum í Evrópuk- eppninni fyrr í sumar. Sigurinn á miðvikudaginn er einhver sá glæsilegasti sem ég hef orðið vitni að. íslensku strákarnir báru enga virðingu fyrir eldri og reyndari mótherjum sínum, mættu til leiks með réttu hugar- fari og höfðu getuna til að fylgja því eftir. Barátta og hæfileikar sameinuðust, t.d. hjá Ólafi Þórð- arsyni og Pétri Arnþórssyni sem á köflum sýndu ótrúlega blöndu af þessu tvennu. Allt liðið vann saman sem ein heild og leikurinn lofar góðu fyrir framtíð íslenskrar knattspyrnu. Kjarninn úr þessu liði er aðeins 22-23 ára gamall og hefur leikið saman í yngri lands- liðunum. Þetta sýnir vel hve mikilvæg þátttaka Islands í þess- ari ólympíukeppni er, með henni er brúað bilið á milli 21-árs lands- liðs og A-landsliðs og leikmenn sem annars myndu lenda þar á milli skipa öðlast dýrmæta reynslu. An hennar kæmust þeir kannski aldrei alla leið í sterkasta landslið íslands eða væru ekki undir það búnir þegar kallið kæmi. Evrópuleikur við Noreg er framundan og þá er stillt upp öðru landsliði. Sigfried Held landsliðsþjálfari mun verða fast- heldinn á kjarnann sem lék hina Evrópuleikina en nú er hann undir meiri þrýstingi en nokkru sinni fyrr eftir frammistöðu ólym- píuliðsins. Hann veit nú að úr breiðari hópi er að velja en áður og hefur sjálfur sagt (í enn óbirtu viðtali!) að í þessum lokaleikjum Evrópukeppninnar sé rétt að hefja undirbúning fyrir heims- meistarakeppnina sem byrjar á næsta ári. Talsverð óvissa er um nokkra af okkar bestu leikmönnum. Ómar Torfason hefur þegar boð- að forföll og tvísýnt er um Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohn- sen. Ágúst Már Jónsson hefur einnig átt við langvarandi meiðsli að stríða og kemur tæplega til greina. Ein til fjórar breytingar verða því á óskaliði Helds. Staða aftasta tengiliðs er opin. Ómar Torfason hefur leikið þar og verið ankeri miðjunnar. Sá sem þar stendur þarf að leika af yfirvegun og skynsemi - Janus Guðlaugsson var löngum ómetanlegur á þessum stað. Á miðvikudaginn stóð Valsmaður- inn ungi Ingvar Guðmundsson sig frábærlega í þessari stöðu gegn Austur-Þjóðverjum. Hann er reynsluminnstur af þeim 20 leikmönnum sem valdir voru fyrir helgi en einhvers staðar verða menn að byrja. Gunnar Gíslason kann líka vel við sig þarna. Baráttujaxl sem kann því illa að svitna lítið í stöðu „sweepers". Guðni Bergsson virðist enda okkar framtíðarmaður í „sweeper“-stöðunni og tímabært að honum sé treyst í „alvöruverk- efni“. Viðar Þorkelsson virðist síðan sjálfsagður við hlið Sævars Jónssonar í vörninni, í stað Ág- ústs Más sem hefur sjálfur sagt að hann sé varla boðlegur í landsleik vegna langvarandi meiðsla. Komi Asgeir ekki ætti að vera sjálfgefið að stilla Pétri Ormslev upp í hans stöðu. Pétur er í mun betri æfingu en þegar hann tók stöðu Ásgeirs í útileiknum gegn Austur-Þjóðverjum í fyrrahaust. Verði Ásgeir með hlýtur Pétur samt sem áður að þjarma talsvert að félaga sínum úr Fram, Ragnari Margeirssyni, um sæti á miðj- unni. Leiki Arnór ekki með er varla annað verjandi fyrir Held en að gefa Guðmundi Torfasyni tæki- færi í byrjunarliðinu. Guðmund- ur átti stórbrotinn leik gegn Austur-Þjóðverjum á miðviku- daginn og sýndi að hann hefur miklu bætt við sig á skömmum tíma sem atvinnumaður. Síðan er Lárus Guðmundsson í hópnum, og auðvitað Pétur Pétursson, og því eru í raun margir kostir fyrir hendi með sóknarmenn. Það er dálítið kitlandi tilhugsun að sjá hvernig markakóngarnir Guð- mundur og Pétur myndu spjara sig saman. Ef litið er á ólympíuliðið mætti segja að þeir sem úr því hafa ver- ið valdir í A-hópinn geti hver og einn komið inní byrjunarliðið og staðið fyrir sínu. Við höfum sennilega aldrei átt úr fleiri góð- um leikmönnum að velja og því er eiginlega synd að hámark þrettán geti tekið þátt í leiknum! Svo mikið er víst að engin ein uppstilling á liðinu getur gert alla ánægða. Áhorfendur á landsleikjum ís- lands eru sérstakur kapítuli. Að- eins tæp 1400 sáu leikinn við Austur-Þýskaland á miðvikudag- inn og þeir eru örugglega margir sem naga sig í handarbökin fyrir að hafa setið heima. íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru með eindæmum vandlátir og virðast ýmsir ekki mæta á völlinn til að sjá íslenska landsliðið og styðja það - þeir koma til að sjá einstak- linga. Leiki Ásgeir eða Arnór ekki með munar það þúsundum í aðsókn. Leiki þeir með og sýni ekki sínar bestu hliðar eru allir fúlir. Það var merkilegt að sjá til sumra þeirra sem þó komu á ólympíuleikinn á miðvikudaginn. Þegar enn lifðu nokkrar mínútur af leiktímanum hvarf allnokkur hópur á braut, beið ekki í eina til tvær mínútur til að gefa íslenska liðinu verðskuldað lófatak og hylli þegar leiknum lyki. Fannst mönnum virkilega ekkert sérlega merkilegt vera að gerast? Gleymum því ekki að þegar flautað verður til leiks gegn Nor- egi á miðvikudagskvöldið hefja flestir íslensku leikmannanna baráttuna með 0-6 martröðina á bakinu. Þeir verða æstir í að sanna getu sína á ný, en jafnframt taugaóstyrkir og hættara við mis- tökum en ella ef byrjunin á leiknum verður ekki nógu góð. Þeir þurfa að fá góðan stuðning frá fyrstu mínútu til að fleyta sér yfir erfiðasta hjallann. Þá verða vonandi allar deilur og vangavelt- ur um liðsuppstillingu lagðar til hliðar og íslenska liðinu veittur allur sá liðsstyrkur sem það þarf á að halda. Þegar allt er yfirstaðið er svo hægt að rífast og skammast ef ástæða verður til. IÞROTTASPEGILL VIÐIR SIGURÐSSONj, Skóladagheimili Fóstrur - kennarar Nú stendur ykkur til boða skemmtilegt starf með góðu fólki á Hagakoti við Fornhaga. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Steinunn, sími 29270 eða 27683. Laus staða Staða bókafulltrúa í menntamálaráðuneytinu, sbr. 10. gr. laga nr. 50/1986 um almenningsbókasöfn, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. september næstkomandi. Menntamálará&uneytið 31. ágúst 1987 Verslunarstjóri Óskum eftir að ráða verslunarstjóra í matvöru- verslun sem selur heilsuvörur. Þarf að geta sinnt öllum verslunarstörfum, svo sem að færa í sjóðs- bók og fylla út tollskýrslur. Þarf að hafa gott vald á ensku. Skaðar ekki að hafa áhuga á heilsufæði. Upplýsingar um menntun og starfsreynslu skilist á auglýsingadeild Þjóðviljans merkt „verslunar- stjóri”. Encyclopædia Britannica Ný sending af 1987 útgáfunni er komin. 32 bindi + 1987 árbókin. Útborgun aðeins kr. 7.600,- og kr. 3.950,- á mánuði í 12 mánuði. Fjárfesting sem vit er L Bókabúð Steinars, Bergstaöastræti 7, sími 12030.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.