Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 16
Matar- horn Maríu Rabarbarí og ber Nú þegar haustið er gengið í garð eru allmargir að taka upp úr matjurtagörðum sínum uppskeru sumarsins og svo aðrir sem fara í berjamó að tína ber. Ég hef tínt saman nokkrar uppskriftir sem hjálpa vonandi einhverjum að nýta afurðir sínar og geyma þær til næstu uppskeruhátíðar eða jafnvel lengur. Rabarbaramauk í bifum 1. kg. vínrabarbari. 800-1000 gr sykur. Best er að nota ekki of gilda leggi í þetta mauk. Rabarbarinn er hreinsaður og vigtaður. Þveginn og brytjaður í smátt. Bitarnir og sykurinn eru lagðir í ílát, sitt lagið af hvoru, sykri og bitum til skiptis. Leggið í bleyti yfir nótt. Síðan er innihaldið sigtað og bitarnir geymdir en sykurinn soðinn við hægan hita þar til hann er orðinn dökkur og nokkuð þykkur. Þá eru bitarnir settir út í og soðnir þar þeir eru meyrir, en þó heilir. Látið í krukkur og lokið kyrfilega. Krœkiber í rabar- baramauki 1. kg krækiber 2 kg rabarbari 21/2 kg sykur. Krækiberin eru þvegin úr köldu vatni og vatnið láta síga vel af berjunum. Rabarbarinn er skorinn smátt, blandað saman við sykurinn í potti og berin látin þar ofan á. Maukið er soðið við hægan hita í 3-4 stundarfjórðunga. Hrært í við og við eða þar til maukið er orðið þykkt. Maukið er látið sjóðandi í nýþvegnar krukkur. Bláberja- og rabar- baramauk 1/2 kg bláber V2 kg. rabarbari 800 gr sykur. Bláberin eru hreinsuð, rabarbarinn þveginn og brytjaður. Sykur og rabarbari set í pottinn og soðið í Va klst. Þá eru berin sett út í og allt soðið í 5-10 mín. Sett í heitar krukkur og bundið yfir það eins og rabarbaramauk. Rurrkaður rabarbarí Heppileg aðferð við að geyma rabarbara er að þurrka hann. Leggurinn er þveginn, skorinn í 10 cm langa bita og hver biti skorinn í 4-6 ræmur eftir því hve hann er gildur. Dregið með nál upp á soðinn seglgarnsspotta, sem gjarnan má vera 3-5 metra langur. Þá er spottinn hengdur út eins og þvottasnúra. Gæta skal þess að ekki rigni á kippurnar. Þurrkaðar úti í 4-5 daga og teknar inn á nóttunni. Einnig má þurrka rabarbarann hangandi yfir ofnum. Eftir þennan tíma er rabarbarinn orðinn skroppinn saman og er hann nú látinn inn í skáp á þurran stað í nokkra daga og sé hann jafnþurr eftir þann tíma er hann góður. Er þá best að láta hann í blikkkassa eða léreftspoka og hengja pokann upp á þurrum stað. Þegar rabarbarinn er notaöur er hann lagður í bleyti kvöldið áður eins og aðrir þurrkaðir ávextir. Þannig þurrkaður rabarbari er ágætur í súpur, grauta o.fl., en betra er að sía hann. Minna þarf af sykri í þurrkaðan rabarbara heldur en nýjan. Bláberja- og ríbs- berjamauk % kg bláber 1 kg sykur Va kg ribsber 1 Va dl vatn Bláberin, sem eru nýtínd, eru hreinsuð og þvegin. Ribsberin eru tekin af hríslunum með gaffli, þvegin. Vatnið sígi vel af berjunum; á meðan er sykur og vatn soðið saman; froðan veidd ofan af. Berin eru sett út í sykurlöginn og soðin við hægan eld í 15 mín. Berin tekin upp úr með gataspaða og lögurinn soðinn í 15 mín. Berinn sett aftur út í og suðan látin koma upp. Maukið er látið sjóðandi heitt í krukkur. Ribsberjamauk 1. kg ribsber 1 kg sykur. Berin eru þrifin vel og vatnið látið síga af þeim. Leggina þarf ekki að taka í burtu. Látið berin í pott með sykrinum. Hitið við skarpan eld og sjóðið í 2 mín. Hellið maukinu í línsíu og látið síga niður í krukku. Bundið er yfir krukkurnar. Sigurður Karlsson og Guðrún Þ. Stephensen í hlutverkum sínum. Tekið á æfingu á Föðurnum, eftir August Strindberg. Mynd- Sig. Leikfélag Reykjavíkur: Hefð og óhœtta ráða ferð - fimm íslensk verk á fjölunum Leikfélag Reykjavíkur hefur starfsemi sína á haustdögum, eftir sérlega vel heppnaö leikár síðasta vetrar, þar sem aðsókn sló öll met. í vetur verður starfsemin með allra mesta móti og leikið á tveim sviðum allt leikárið. Þá þykir tíðindum sæta að nýr leikhús- stjóri, HallmarSigurðsson tekur við, sem mun fyigja Leikféiaginu síðasta spölinn úr gamla Iðnó og upp í nýtt Borgarleikhús. Faðirinn eftir Srindberg er fyrsta verkefni LR, sýnd verða tvö ný verk eftirhöfunda, sem ekki hafa komið áður við sögu í íslensku leikhúsi. Þá verðafimm ís- lensk verk á fjölunum í vetur, sem hlýtur að teljast góð sæng fyrir íslenska leikritun. 100 ára Faðir Faðirinn. eftir sænska skáld- jöfurinn Agúst Strindberg er fyrsta frumsýning leikársins. Faðirinn er harmleikur í klass- ískri merkingu þess orðs, magn- þrungið örlagaspil sem fjallar öðrum þræði um samskipti kynj- anna og heiftarlegt tilfinning- auppgjör fjölskyldu og einstak- linga við sig og sína nánustu. Fað- irinn var fyrst frumsýndur í Dan- mörku árið 1887 og telst ásamt Fröken Júlíu til aðgengilegustu og vinsælustu verka höfundar. Faðirinn hefur á 100 ára ferli sín- um verið settur upp oftar en tölu verður komið á, vítt og breitt um veröld og stendur áhorfendum hvar og hvenær sem er ætíð jafn nærri. Verkið á að eiga sér sam- svaranir í lífi og list höfundar. Þórarinn Edljárn þýddi Föðu- rinn. Leikstjóri er Sveinn Einars- son en leikmynd og búninga gerir Steinunn Þórarinsdóttir. Sigurð- ur Karlsson er í titilhlutverki og með önnur hlutverk fara: Ragn- heiður Arnardóttir, Jón Hjartar- son, Jakob Þór Einarsson, Guð- rún Stephensen, Guðrún Marin- ósdóttir, Valdimar Örn Flygen- ring og Hjálmar Hjálmarsson, nýútskrifaður úr Leiklistarskól- anum. Frumsýning er 22. sept- ember. Hremming Hremming eftir Barris Keefe, lýsir því er ungur ráðvilltur skóla- piltur sem á hvergi höfði sínu að halla í tilfinningalausu og sjálfs- ánægðu velferðarþjóðfélagi nú- tímans (hinna fullorðnu), heldur tveim kennurum og skólastjóra í gíslingu og hótar þeim lífláti ef ekki verður farið að kröfum hans, sem hann sjálfur veit síst hverjar eru. Hremming er sterkt verk, kryddað kröftugri tónlist, öflugt innlegg í tímalausa um- ræðu um unglingavandamál og réttinn til að ráða sér sjálfur. Þetta er fyrsta verk þessa unga breska leikskálds, sem sýnt er hérlendis en Keefe er mjög vel metinn í heimalandi sínu, og mörg verka hans hafa verið sett upp þar og víðar á liðnum árum. Vakið mikla og verðskuldaða at- hygli og unnið til verðlauna. Karl Agúst Úlfsson er leikstjóri og höfundur söngtexta og hann er jafnframt leikstjóri. Vignir Jó- hannesson gerir leikmynd og búninga, Kjartan Ólafsson semur tónlistina en með hlutverk fara Helgi Bjömsson, Harald G. Har- alds, Inga Hildur Haraldsdóttir og Guðmundur Ólafsson. Fmm- sýning er í október. íslenskur söngleikur Síldin kemur, sfldin fer eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur verður sett upp í Leikskemmu LR. Þessi bráðfjörugi söngleikur systranna var frumsýndur hjá Leikfélagi Húsavíkur á liðnum vetri og gerði rífandi lukku þar nyrðra og sömuleiðis á Seyðis- firði. Hér er um ósvikna fjöl- skylduskemmtun að ræða, þar sem allir sannir íslendingar, eiga að geta séð sjálfa sig og sína. Leikurinn gerist í sjávarplássi á sfldarárunum og lýsir því með einkar gamansömum hætti öllum þeim öfgum, gleði og sorg sem fólk verður fyrir, þegar allar tunnur fyllast af silfri. Menn tryll- ast af gleði, tapa áttum og læra e.t.v þá lexíu að það sem einu sinni var kemur aldrei aftur. Þórunn Sigurðardóttir verður leikstjóri. Valgeir Guðjónsson semur nýja tónlist við verkið, sem áður var fléttað slögumm frá þessum tíma. Leikmynd og bún- ingar eru í höndum Sigurjóns Jó- hannssonar. Á fjórða tug leikara og hljómlistarmanna tekur þátt í sýningunni, þeirra á meðal marg- ir þekktustu leikarar LR. Frum- sýning er í byrjun janúar. Kolsvört komedía Algjört rugl (Beyond Ther- apy) eftir Christofer Durang. LR lætur ekkert uppi um þetta verk í bili, en það er sagt sérstakt og óborganlega fyndið og höfundur getið sér orð fyrir að vera vel frumlegur. Durang er ungur Bandaríkjamaður, sem er í hópi allra athyglisverðustu höfunda þar vestra á síðari ámm og verk hans vakið mikla athygli. Öll verk hans em flokkuð sem gam- anleikir, nánar tiltekið „svartar kómedíur". Dularfulli höfundurlnn Nýtt íslenskt verk fer á fjalirn- ar í vor, það verður kynnt nánar síðar og haldið í hulduböndum þangað til. Dagur vonar og Djöflaeyjan, verk frá síðasta vetri verða tekin upp, en ekkert lát var á aðsókn þegar leikárinu lauk, en þá hafði hvort þeirra um sig verið sýnt um 60 sinnum. Dagur vonar er sem kunnugt er eftir Birgi Sigurðsson, leikstjóri er Stefán Baldursson og með aðalhlutverk fara Sigurður Karlsson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson og Valdimar Örn Flygen- ring. Djöflaeyjan er leikgerð Kjartans Ragnarssonar á „bragga-skáldsögum" Einars Kárasonar en Kjartan er jafn- framt leikstjóri. Karl Guðmunds- son tekur við hlutverki Tomma af Guðmundi heitnum Pálssyni, en með önnur hlutverk fara Margrét Ólafsdóttir, Margrét Ákadóttir, Hanna María Karlsdóttir, Þór H. Tulinius, Helgi Bjömsson, Edda Heiðrún Backman, Guðmundur Ólafsson og Harald G. Haralds. Leikfélagi Reykjavíkur er ósk- að til hamingju með nýtt leikár. -ekj 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.