Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 15
/ Saga Alþýðuflokksins fram yfir Hannibal effir Þorleif Friðriksson fleftir hulunni af mörgu Ný Ijóðabók Haugrof Um þessar mundir er að koma út Ijóðabókin Haugrof eftir Gyrði Elíasson. Haugrof hefur að geyma endurskoðaða útgáfu á þremur af Ijóðabókum hans: Svarthvít axlabönd, Bakvið Marí- uglerið og Blindfugl/svartflug, en þær komu allar út í litlum upp- lögum og hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið. Á bókarkápu segir m.a.: „Fá ung skáld hafa vakið jafn mikla athygli með verkum sínum og Gyrðir Elíasson. í ljóðum hans er ótrúleg spenna sem verður því óbærilegri sem viðfangsefni hans sýnast hversdagslegri. Frelsi ljóð- formsins verður honum aldrei til- efni vaðals, huglægni þess aldrei skálkaskjól sjálfsaí«kunar”. Kápumynd er ejMr Sigurlaug Eh'sson myndMjgpmann og skáld, bróður GyiWs. Mál og menning gefur Haugrof út. Umsjón Hrafn Jökulsson WachW''e'H . tU islands’- svns kom'ny ^ uT von :„cFutsunn^e"' enn- .tfoksins^o^^yemu. ■ Bókbans Fnt^^áU og tnen ^ bláðalSenWnÞVð'nsUFursú nSu ' Mbertssonat- T$ðan Æt'sa. ='si °8'm sem ■" ---- Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra er ritfær maður eins og lesendur ævisögu Eysteins Jónssonar vita gjörla. Innan tíðar er væntanleg frá hans hendi bókin Sveitalýs- ingar úr Mjóafirði í útgáfu Menn- ingarsjóðs. Indriði G. Þor- steinsson var á sínum tíma ráðinn til að skrifa um þjóðhátíðina 1974. Nú í haust kemur þetta verk út í tveimur hnausþykkum og veg- legum bindum hjá Menningar- sjóði. Ingmar Berg- man hinn kunni, sænski kvikmyndal- eikstjóri sendir nú í september frá sér ævisögu sína. Fjölvaútgáf- an bregst skjótt við og er von á íslenskri þýðingu í október. Saga Ingimars mun væntanlega heita Töfralampinn á íslensku - og er þar sjálfsagt átt við það tól sem Bergman beitir öðrum betur. Einar Kárason kvaddi sér fyrst hljóðs með ljóða- bók og síðan hafa þrjár skáld- sögur fylgt í kjölfarið: Þetta eru asnar, Guðjón; Þar sem djöfla- eyjan rís og Gulleyjan. Nú er hins vegar væntanlegt smásagnasafn frá Einari. Mál og menning gefur bókina út. Auður Haralds sló etirminnilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Hvunn- dagshetjunni, sem út kom fyrir u.þ.b. tíu árum. Síðan hefur Auður haldið áfram að hneyksla og kæta og nú er von á splunku- nýjum eldhúsróman frá henni, sem kvað vera á léttari nótunum. Það er Forlagið sem gefur út. BOKASÐAN Gullna flugan Sú bók sem án efa á eftir að verða hvað mest umtöluð - og kannski umdeild - á komandi jól- avertíð er Gullna flugan eftir Þor- leif Friðriksson sagnfræðing. Þar rekur hann sögu Alþýðuflokksins frá stofnun hans og f ram yfir vald- atíma Hannibal á sjötta áratugn- um. Þorleifur hefur unnið að bók- inni um nokkurra ára skeið og viðað að sér heimildum á söfnum á íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð auk þess að tala við helstu foringja þess tíma sem enn eru á lífi. í Gullnu flugunni segir ekki síst af styrkjum og lánum sem Alþýð- uflokkurinn fékk frá öðrum krataflokkum og mun Þorleifur leiða sterkar líkur að því að einatt hafi styrkir þessir verið háðir ákveðnum skilyrðum og þannig haft bein og óbein áhrif á stefnu flokksins og afstöðu hans í ein- stökum málum. Til dæmis um það, er afstaða Alþýðuflokksins til þess hvort stofna ætti lýðveldi er Danmörk hafði verið hernum- in af Þjóðverjum. Samkvæmt þeim heimildum sem Þorleifur hefur viðað að sér naut Alþýðuflokkurinn styrkja og lána frá fyrstu tíð, einkum frá dönskum jafnaðarmönnum. Það var þannig danskt peningalán sem gerði krötum kleift að hleypa Alþýðublaðinu af stokkunum árið 1919. Eins og flestir vita felldi Hanni- bal Valdimarsson Stefán Jóhann úr formannssæti árið 1952 eftir 14 ára valdatíma. Hannibal sat að- eins tvö ár á formannsstóli og mun formennska hans hafa orðið endaslepp fyrir þær sakir að gamla valdaklíkan í flokknum hafði öll fjárráð hans í hendi sér. Það mun síðan hafa gert útslagið þegar erlendir aðilar lögðust á sveif með andstæðingum Hanni- bals. Að sögn er drjúgur hluti verksins um þessar væringar og dregur Þorleifur sitthvað fram í dagsljósið sem er á fárra vitorði. Síðast en ekki síst segir í Gullnu flugunni frá átökum for- ystu Alþýðuflokksins við pólit- íska andstæðinga innan og utan verkalýðshreyfingarinnar. Gullna flugan er tveggja binda verk og kemur það fyrra út nú en það síðara á næsta ári. Það eru Örn og Örlygur sem gefa bókina út. Hannibal Valdimarsson. Jean M. Auel til kands Flytur fyrirlestur um vinnubrögð við skáldsagnagerð Bandaríski metsöluhöfundur- inn Jean M. Auel kemur í heim- sókn til íslands í næstu viku og mun meðal annars halda fyrir- lestur um vinnubrögð sín við skáldsagnagerð í Norræna hús- inu í Reykjavík. Auel kemur hingað í boði bókaforlagsins Vöku-Helgafells, sem á síðasta ári gaf úr bók henn- ar Þjóð bjarnarins mikla og mun í haust gefa út næsta bindi ritverka hennar Dal hestanna. Skáldsögur þessar eru fyrstu bækur höfund- arins en hafa hlotið heimsathygli og einróma lof gagnrýnenda, ekki síst fyrir óvenjulegt söguefni sem henni hefur tekist að gæða ótrúlegu lífi. Jean M. Auel fjallar í sögum Jean M. Auel sínum um líf forfeðra nútíma- mannsins á jörðinni fyrir 35.000 árum og lagði á sig ómælda undirbúnings- og rannsókna- vinnu í nokkur ár áður en hún hófst handa við ritun fyrstu bók- arinnar. Og gagnrýnendur um heim allan eru á einu máli um að árangurinn sé með ólíkindum og söguefnið trúverðugt og magnað. Má í því sambandi vitna í orð Jó- hönnu Kristjánsdóttur gagnrýnanda Morgunblaðsins sem sagði í dómi sínum um Þjóð bjarnarins mikla í desember síð- astliðnum: „Þessar framandi per- sónur af ætt hellisbjarnarins stíga upp af síðunum og verða margar ógleymanlegar, yndislegar og átakanlegar. Lífsbarátta þeirra, trúarsiðir og hugsunarháttur verður lesanda hugleikin. Þýðing Fríðu Á. Sigurðardóttur er efn- inu samboðin. Hún er listaverk.” Skáldkonan Jean M. Auel er búsett í borginni Portland í Oreg- onríki í Bandankjunum og helgar sig nú alfarið ritstörfum. Hún hefur þegar lokið þremur bindum af þessu viðamikla ritverki sínu er hún nefnir samheitinu „Börn Jarðar”. í fyrirlestri sínum í Nor- ræna húsinu á fimmtudaginn kemur, 10 september kl. 20.30, mun hún lýsa því hvað varð til þess að hún hóf að fást við þetta óvenjulega söguefni og hvernig hún hefur byggt skáldverk sitt á þeirn upplýsingum sem fyrir liggja um forfeður nútímamanns- ins. Fyrirlesturinn verður á ensku og nefnir hún hann: Fact into fict- ion: The world of writing. Sunnudagur 6. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.