Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 13
Gullin nótt, 1987. Helgi Þorgils Friðjónsson heimsóttur ó vinnustofu sína í tilefni sýninga hans ó Kjarvalsstöðum og í Gallerí Svart ó hvítu STEFNUMOT V® KENTARINN Vorvindar, 1987. Það er undarlegur heimur sem birtist okkur í myndum Helga Þorgils Friðjónssonar: kynjaver- ur hvers konar, kentárar og finngálkn, naktar konur með hundshaus og karlar með rísandi tippi og bæklaða útlimi, tvíhöfða menn og tvítóla, menn með hestshaus og dýr með manns- haus: hugmyndafluginu eru fáar skorður settar og þetta undar- lega persónugallerí á sér hin stórfurðulegustu stefnumót sem gjarnan eru sviðsett úti í guðs- grænni náttúrinni eins og hún birtist okkur í íslenskum heiðar- dal með fallandi vötnum og freyðandi fossum. Inn í þessi sér- kennilegu mannamót stefnir hann síðan ýmsum eftirsóttum guðsgjöfum náttúrunnarsvo sem vínberjum, gúrkum og ban- önum og síðan ýmsum sérkenni- legum ávöxtum siðmenningar- innar, keröldum og bikurum sem mynda sérstæða andstæðu við villt og ósnortið landslagið. Er von að spu rt sé: hvert er maðurinn eiginlega að fara? Það var meðal annars erindi þess stefnumóts sem ég átti við Helga á vinnustofu hans fyrir skömmu að fá svar við þeirri spurningu. Sem í raun- inni er fávísleg tilætlun, því til þess er ekki ætlast að listamaður pensilsins túlki fyrir okkur yfir á mælt mál það sem hann hefur lagt sál sína í að segja í mynd. En eftir að hafa setið drykk- langa stund á vinnustofunni við Hagamel með þessar kynjamyndir í kringum sig fór ég smám saman að sjá í þeim dýrlegar sögur úr heimi hversdagsleiks mannlegra sam- skipta: ýkjumar og afbrigðílegt vaxt- arlag á persónum leiksins verða til þess að undirstrika óbætanlega ein- semd sálarinnar andspænis þrá mannsins eftir samkennd og sam- runa. Sú kynferðislega ófullnægja sem birtist okkur í reistum lim kent- ársins andspænis spyrjandi augna- ráði finngálknsins með bamshöfuðið eða andspænis öndinni með manns- höfuðið undirstrikar ekki bara von- leysi þessa ástarfundar heldur einnig vonina sem staðfest er í þessu stefnu- móti: örlögin hafa leitt þessar verur saman og þrátt fyrir allt eiga þær ým- islegt sameiginlegt fyrir utan stað og stund. Þar sem hið dýrlega og hið dýrslega mætist skapast vettvangur þess goðsögulega drama sem maður- inn hefur endurspeglað líf sitt í frá upphafi vega. Og guðsgjafarávextir náttúmnnar og tilbúin keröld sið- menningarinnar verða til þess að undirstrika þetta mannlega drama í faðmi íslenskra fjalla og freyðandi fossa þar sem maðurinn stendur einn og nakinn með hold sitt og keröld andspænis þrotlausri uppsprettulind náttúrunnar. Ilmur af málverki Það lagði sætan olíuilm af óþom- uðu málverki um vinnustofuna, þar sem málverk vom á rúi og stúi og fylltu alla rekka. óþomaða málverk- ið sem hékk á veggnum fyrir framan okkur var sjálfsmynd af málaranum þar sem hann liggur nakinn á upp- búnu fleti á vatnsbakka, sem gæti verið á Arnarvatnsheiði. í spegil- sléttum vatnsfletinum við hlið hans fljóta vínþrúgur og niðursneidd gúrka, sem speglast í vatnsfletinum. Handan vatnsins speglast heiða- landslagið í tæmm fletinum og yfir allri senunni ríkir sú tæra birta sem við þekkjum frá heiðbjörtum og lyngum vormorgni við íslenskt fjalla- vatn. Stellingar málarans minna óneitanlega á Venus frá Urbino eftir Tizian, en birtan og umgjörðin öll vekur með okkur allt annan fögnuð en þann sem finna má í iðandi kven- holdinu í Venusarmynd Tizians: hér er leikið á þá sömu ljúfsám tilfinn- ingastrengi framandleika og fögnuð- ar sem finna má í öðmm myndum Helga, þar sem einsemdin er undir- strikuð með aðfluttum föngum sið- menningarinnar í sannkallaðan un- aðsreit ósnortinnar náttúru. Landslag og málverk Landslagið hefur orðið æ meira áberandi ísíðustu myndum Helga, og eitt af því fyrsta sem ég spurði hann þar sem við sátum andspœnis þessari splunkunýju mynd var, hvaða þýð- ingu landslagið hefði í myndum hans: £g vil að landslagið undirstriki ákveðið sálarástand í myndinni, til dæmis ákveðna trúarlega eða guð- dómlega reynslu, sem maður getur upplifað upp til heiða. Ég leitast í þessum myndum við að nota lands- lagið til þess að magna upp ákveðna spennu á milli mannsins og náttúr- unnar sem á að undirstrika það sál- arástand sem manneskjan er i. Fyrir mér er myndin í sjálfri sér ekki það mikilvægasta, heldur það ástand sem hún nær að miðla og magna upp innra með manni. Hér áður fyrr hafði ég ekkert landslag, heldur bara fígúrur í mynd- um mínum. En smám saman hef ég uppgötvað möguleika landslagsins um leið og ég hef leitast við að gera myndirnar fyllri og hreinsa þær af „malerískum“ stælum og grodda- skap. Það er í rauninni löng þróun sem liggur á bak við þetta, sem hófst fyrir um það bil 10 árum. Þá fór ég vísvitandi að einfalda myndir mínar, vegna þess að mér fannst það ískyggilegt hvað myndlistin var farin að snúast mikið um hagleik og tækni í ímynduðu málverki. I stað þess að hafa ákveðið viðfangsefni var mál- verkið farið í æ ríkara mæli að fjalla um sjálft sig- aðferðina við að mála, áferðina, pensilstrikin o.s.frv. Égfór smám saman að má út úr myndum mínum allt sem minnti á svokallað „gott málverk“ og byggðist oft á ein- hverjum brellum, sem hægt er að læra á mislöngum tíma hj á misvitrum prófessorum. Þetta eru brellur sem kannski hafa gengið í arf frá manni til manns og menn eru hættir að skilja hvers vegna þeir nota þær. Ég vildi hreinsa myndimar mínar til þess að fólk færi ekki að binda sig við ákveðna punkta í myndinni, ákveðn- ar pensilstrokur eða áferð. Ég vildi að myndin yrði ein órofa heild, þannig að hún gæti magnað upp ákveðið andrúmsloft, sem við finn- um ekki í klisj ukenndu málverki. Að myndin verði svipuð náttúruupp- lifun á hálendinu, þar sem heildar- áhrifin skipta máli en ekki hin tækni- legu atriði. Það má segja að í þessum efnum sé að finna vissa hliðstæðu í myndum mínum við klassíska mynd- list, ekki hvað síst frá endurreisnart- ímanum, þar sem heildaráhrifin skipta meginmáli og allir hlutar myndflatarins eru jafn mikilvægir fyrir heildina. Ég geng óspart í listas- öguna og notfæri mér það sem ég get úr henni eins og þú kannski sérð. Nýtt málverk og gamalt Pú varst á timabili orðaður við nýja grófa málverkið sem einkennst hefur af endurvakningu expressíonismans. Pú virðist nú vera að fjarlœgjast þá hreyfingu œ meir? Ég var aldrei grófur „malerískur“ málari á tímabili nýja málverksins svokallaða. Það sem tengdi mig „nýja málverkinu“ var kannski fyrst og fremst dálítið groddaleg og ein- föld teikning. Pú segist leita mikið til listasögunn- ar, hvaða málara getur þú nefnt mér sem hafa haft áhrifá þigfráfyrri tíð? Það er ekki auðvelt að nefna nöfn í því sambandi, það eru víða hápunkt- ar í listasögunni sem hafa verkað á mann. En frá eldri tíma get ég nefnt Tizian og Giorgione af ítalska skól- anum, Holbein og Brughel af hol- lenska skólanum, impressíonistana og svo líka ýmsa af nýklassísku mál- urunum á síðustu öld, sem kannski hafa ekki verið svo mikið í tísku fram til þessa. Kynjaverur þjóðsögunnar Pað er mikið af kynjaverum ogfrá- sögn í myndum þínum. Geturþú sagt. mér hvað þessar kynjaverur eiga að tákna. Eru tilvísanir í þekktar goð- sögur í myndum þínum? Ég beiti oft ýkjum í myndum mín- um, og ég geri það til þess að gefa annað í skyn. Ég held að þetta sé það sama og við getum fundið í íslenskri fyndni. Ýkjumar eru mér tæki til þess að skapa ákveðið sálarástand og um leið og þær skapa vissa óvissu og spennu. Kynjaverurnar í myndum mínum nálgast það að vera guðdóm-; legar eða dýrslegar og spanna biliði þar á milli. Menn gera sér kannski ekki grein fyrir því hvort þetta er algjör yfirhafning eða hrein vitleysa, en þetta er í raun og veru hliðstæða við það sem við finnum í trúar- brögðum og goðsögnum. En þessar kynjavemr eiga sér ekki ákveðnar fyrirmyndir nema að þessu leyti. Ég er ekki að myndskreyta einhverja goðafræði, heldur frekar að endur- segja hana eða þá tilfinningu sem við getum fundið í henni. Frásögnin skiptir þig máli í mál- verkinu? Já, og mér finnst það fullkomlega eðlilegt. Það er búið að ala svo marga upp í því að það megi ekki vera frásögn í málverki, og þeir eiga því erfitt með að sætta sig við þessar myndir mínar. En frásögnin hefur lengst af verið megniviðfangsefni myndlistarinnar og þetta sýnir bara hvernig uppeldið getur farið með fólk. Stundum finnst mér myndir þínar bera keim af íslenskum þjóðsögum, kynjasögum af nykrum, tilberum og öðrum furðuverum úr íslenskum sagnaheimi. Hafa slíkar sögur haft mótandi áhrif á þig sem málara? Ég er alinn upp í Dölunum og kynntist þar í bernsku fólki sem tal- aði um dulræn fyrirbæri og kynjaver- ur á hversdagslegan hátt sem eðli- legan hluta af daglega lífinu. Ég lifði mig inn í þetta sjálfur sem barn og þóttist jafnvel sjá ýmislegt sjálfur. Ég lít auðvitað á þessa hluti með gagnrýnum augum nú, en ég leitast hins vegar við að myndir mínar virki á sama hátt og furðusögurnar voru fyrir fólkinu í Dölunum. Ég mynd- skreyti hins vegar ekki slíkar sögur, en ég hef stundum skrifað smásögur í þjóðsagnastíl, og þá reyni ég líka að hafa þær sem trúverðugastar. Þegar konseptlistin var vinsælust var í tísku að leita til þjóðsagnanna. Margir tóku þjóðsögur og stílfærðu þær yfir í nútímann. Ég er kannski meira að vinna í anda þeirra. En þótt það megi finna skyldleika við þjóð- sögur í myndum mínum, þá tel ég sjálfan mig engu að síður vera raun- sæismann - realista. Raunsæi er fyrir mér það að ná ákveðinni tilfinningu sem er í tíðarandanum en ekki það að líkja eftir ytra útliti samtímans. Tilfinningamar nálgast raunveru- leikann betur en vísindi eða heimspekin. Sagan sýnir okkur hvemig heimspekikerfin hafa falli um sjálf sig þannig að ekkert stendur eftir nema fyrirlitningin. Uppgjörið við modernismann / myndum þínum og margra ann- arra yngri listamanna í dag má sjá visst uppgjör við modernismann, sem kom hingað til íslands með ab- straktmálverkinu eftir stríð. Hvaða augum líturþú modernismann í dag? Brautryðjendur modernismans vom í botnlausri rannsókn og höfðu gífurlega þýðingu. Þeirra verk eru jafn spennandi enn í dag. En eftir nokkrar kynslóðir hefur módernism- inn þynnst út í það að verða útþynnt form og innantómar pensilstrokur. Modemisminn hefur hins vegar kennt okkur margt og veitt o'kkur Veröld vlð fossinn, 1987. Helgi Þorglls á vinnustað sínum. ‘Mslm ■Æf mikið frelsi, sem væri óhugsandi án hans, þannig að nú má nánast gera hvað sem er. Modernisminn á það þannig sammerkt með mörgum bestu skeiðunum í myndlistarsög- unni að hann hefur opnað myndlist- inni nýjar leiðir. En tími hans er nú liðinn, sýnist mér. Hvað tekur við? Ég á kannski erfitt með að segja til um það fyrir aðra, en í mínum huga hefur það verið að gerjast að ég hef leitað aftur til aldamótanna um leið og ég færi mig fram sem nemur mod- ernismanum. Og ég tel þetta mál- verk mitt vera algjört nútímamál- verk, einmitt vegna þessa samruna. Endurmat postmodernismans Postmodernisminn, sem svo er kallaður, felur þá í sér endurmat á fortíðinni, ekki satt? Jú, það held ég að hljóti að vera. Sagan kennir okkur einfaldlega að straumar og stefnur verða gamaldags um stund en koma svo til endurmats. Hins vegar er okkar myndlistarhefð það fábreytileg að slíkt endurmat tekur kannski frekar til erlendra strauma en innlendra. Þó má segja að menn eins og Þórarinn B. Þor- láksson og Einar Jónsson hafi komið fram í nokkuð nýju ljósi á síðari árum, en þá ber að hafa það í huga að þeir hafa alltaf verið mikils metnir meðal almennings hér á landi þótt myndlistarmenn líti þá kannski nokkuð öðru auga nú en áður. En erlendis getum við fundið marga listamenn sem áður hlutu litla eða enga athygli vegna þess að þeir unnu í öðru en tískan bauð. Af málurum þessarar aldar, sem þannig hafa ver- ið endurmetnir má til dæmis nefna ítalska málarann De Chirico, sem ekki naut tilskilinnar athygli og allra síst á síðasta skeiði sínu sem málari. Nú hefur það allt verið tekið til end- urmats. Sama má segja um málarann Picabia, sem var ekki sérlega áber- andi hér áður fyrr en er er nú allt í einu orðin stjama. Og þá held ég að menn fari nú að dusta rykið af ýms- um málurum rómantíska skeiðsins og nýklassíkurinnar á síðustu öld, - sem ekki voru í hávegum hafðir af módernistunum. Það er manninum nauðsynlegt að taka sögu sína til endurskoðunar, jafnt í myndlistinni sem öðru, og í rauninni er ekkert eðlilegra. Samtal okkar á vinnustofunni við Hagamel varð ekki miklu lengra. Vonandi hefur það orðið til þess að vekja einhverja til forvitni um þá óvæntu mynd sem Helgi vill sýna okkur af samtímanum og sjálfum sér. Því myndlist hans á sér fáar hlið- stæður og sýningar hans sem nú eru á Kjarvalsstöðum og í Gallerí Svart á hvítu ættu að vera listunnendum og öðrum kærkomið tækifæri til óvænts stefnumóts við kentárinn. -ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.