Þjóðviljinn - 20.09.1987, Qupperneq 20
Hann
fann
upp
skut-
togarann
í stríðslok setti íslenskur vél-
stjóri Andrés Gunnarsson
fram hugmynd að skuttogara,
fyrstur manna í heiminum svo
vitað sé. Andrés kynnti hug-
mynd sína fyrir ýmsum togar-
askipstjórum við góðar undir-
tektir, en talaði fyrir daufum
eyrum ráðamanna á þessum
tíma. Þegarörvæntvarum
framgang málsins hér á landi
lagði Andrés leið sína til Eng-
lands og reyndi að fá einka-
leyfi að hugmyndinni, en það
tókst ekki.
Líkan að skipinu var gert og
var það fyrst til sýnis á sjávarút-
vegssýningu í Reykjavík árið
1946. Því hefur nú verið fundinn
staður á Sjóminjasafni íslands í
Hafnarfirði, og er athygli áhuga-
fólks hér með vakin á því. Skut-
togaralíkanið þénar í leiðinni sem
dæmi upp á skammsýni mör-
landans, en skömmu eftir að
Andrés kom hugmynd sinni á
framfæri stímdi fyrsti skuttogari
Englendinga á miðin, en honum
svipaði að mörgu leyti til hug-
myndar Andrésar.
Blaðamaður Þjóðviljans tók
Andrés tali í Sjóminjasafninu í
síðustu viku. Hann er nú orðinn
83ja ára gamall maður, en ber
aldurinn lygilega vel.
Hugmyndin
kviknaði
á sjónum
Ég er Rangæingur að uppruna,
segir Andrés, en fór að heiman 18
ára. Leiðin lá fyrst til Vest-
mannaeyja þar sem ég byrjaði í
smiðju. Svo fór ég í Héðin og þar
næst Vélsmiðju Hafnarfjarðar,
en þar tók ég sveinspróf. Vélst-
jóraskólann kláraði ég svo 1929
og fór þá á sjóinn. Ég var mest á
togurum og fragtskipum og þá
sem vélstjóri.
Kviknaði skuttogarahugmyndin
hjá þér á sjónum?
Já, strax og ég sá hvernig
veiðarfæri voru notuð á togurun-
um. Mér fannst strax augljóst að
þeir væru í rauninni ekki smíðað-
ir fyrir þetta veiðarfæri sem þeir
fiskuðu með. Trollið var tekið
inn á síðunni, og allir kallarnir
stóðu í röð að hala það inn á
höndunum. Þetta var mikið
streð, ég tala ekki um í vondum
veðrum að vetrinum. En það vita
sennilega þeir einir sem stóðu í
því.
Hvað varstu lengi til sjós?
í áratug. Ég hætti um áramótin
1939, og þá tók ég við verkstæði á
Patreksfirði þar sem ég var sjö
næstu árin. En skuttogarahug-
myndinni velti ég fyrir mér alveg
síðan ég var til sjós.
Þegar nýsköpunarstjórnin tók
við var farið að huga að uppbygg-
ingu veiðiskipastólsins. Togara-
nefndin sem átti að sjá um smíði
nýsköpunartogaranna svoköll-
uðu augýsti eftir tillögum að skip-
unum, og þá tók ég mig til og fékk
viðtal við formann nefndarinnar
Andrés Gunnarsson vélstjóri, á
Sjóminjasafninu í Hafnarfirði í
fyrri viku: Skuttogarahugmyndin
féll strax í góðan jarðveg, en síð-
an kom bakslag. Mynd: Sig.
Sigurður Jónsson módelsmiður
gerði skrokkinn, en annað gerði
ég, og þá fyrst og fremst það sem
snýr að trollinu: Andrés Gunnars-
son greiðir úr boggingaflækju á
módelinu. Mynd: Sig.
um mína hugmynd. Það var nú
það fyrsta sem kom fram hjá mér.
Góðar undirtekrir
en síðan bakslag
Áttirðu þá tilbúið módel að
skipinu?
Nei, ekki var það nú, en ég
fékk Sigurð Jónsson módelsmið
til að gera módel, og það sýndi ég
síðan togaraskipstjórum sem ætl-
uðu að dæma um þetta. Ég ætlaði
að fá krítík frá þeim ef einhver
væri sem engin var. Þeir töldu
þetta til mikilla bóta, og afsök-
uðu sig fyrir að hafa ekki komið
fram með eitthvað svipað fyrir
löngu. Það vildu allir gleypa við
hugmyndinni í fyrstu, og tii dæm-
is voru haldnir tveir eða þrír
fundir um málið í Sjómannafé-
laginu Bárunni í Reykjavík. En
allt í einu kom svo mikið bakslag
að enginn vildi á þetta líta.
Hvaðan kom það?
Það virðist hafa komið úr
undirheimunum.
Hvers konar undirheimum?
Ja, því máttu skipstjórarnir
ekki ráða þessu? En það strand-
aði á ráðamönnum. Togara-
nefndinni þótti þetta heldur
stórt, og Báran skipaði nefnd
þriggja skipstjóra til að fjalla um
hugmyndina. En það kom aldrei
stafur frá henni.
Þótti hugmyndin of nýstárleg og
byltingarkennd?
Mér var sagt að þetta kæmi
ekki til mála. Það var eins og ein-
hver öfl hefðu skrúfað fyrir,
þannig að menn fengust ekki til
að ræða þetta frekar. Ég geri ráð
fyrir að formaður togaranefndar-
innar hafi kveðið uppúr með það
áður en hann sá útfærsluna. Að
minnsta kosti sagði hann við mig:
„Af hverju komstu ekki til mín
fyrst?“ þegar ég ræddi við hann.
Það er einkennileg saga þetta.
m »
Já og ekki nóg með það, heldur
fengu menn síðan ekki að flytja
inn skuttogara í aldarfjórðung.
Það var ekki fyrr en í kringum
1970 sem þeir fara fyrst að koma.
Að aðlaga veiðar-
fœrið skipinu
Sannleikurinn er sá að hug-
mynd mín er í raun og veru fjöru-
tíu árum of seint á ferðinni; þegar
skipt var úr seglunum yfir í vél-
arnar hefði þá þegar legið beint
við að aðlaga veiðarfærin nýrri
gerð af skipum. En það er sjálf-
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnuóagur 20. september 1987