Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 3
Kaupleigufrumvarpið
Alexander
stöðvar
umræðu
Fyrstu umræðu um
kaupleigufrumvarpið var
frestað íneðri deild
Alþingis ígær að ósk
Alexanders Stefánssonar
Kaupleigufrumvarpið var
fyrsta mál á dagskrá neðri
deildar Alþingis í gær en umræðu
um það var frestað að ósk Alex-
anders Stefánssonar, þar sem
stjórnarflokkarnir hafa ekki enn
samþykkt frumvarpið.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra lagði frumvarpið
fram á Alþingi á þriðjudag og
forseti neðri deildar hafði sett
það fyrst á dagskrá fundarins í
gær, en frestaði fundi þegar ljóst
var að Alexander væri andvígur
því að frumvarpið kæmi strax til
umræðu.
Alexander hefur lýst því yfir að
það hafi verið slys hjá Jóhönnu
að leggja frumvarpið fram áður
en þingflokkar stjórnarinnar
höfðu lagt blessun sína yfir það.
-Sáf
Vaka á Siglufirði
Allt situr
enn fast
Einn samningafundur
haldinn. Arndís
Kristjánsdóttir: Bið á
frekari viðræðum
Engin hreyfing er í þreifingum
Verkalýðsfélagsins Vöku á
Siglufirði við atvinnurekendur
um gerð nýrra kjarasamninga.
Að sögn Arndísar Kristjánsdótt-
ur, starfsmanns Vöku, hafa
samningsaðilar ekkert ræðst við í
nokkurn tíma.
- Það var haldinn einn fundur
fyrir nokkru og síðan ekki söguna
meir. Eins og er verður bið á
frekari viðræðum, sagði Arndís.
Meðal þess sem Vaka hefur
gert kröfu um er að í stað eftir-
vinnu gildi næturvinnutaxti þegar
dagvinnu lýkur. Verkafólk fái
aukin réttindi til fjarveru frá
vinnu vegna veikinda barna.
Áunninn uppsagnarfrestur verði
bundinn sömu atvinnugrein en
ekki störfum á sama vinnustað og
farið er fram á álagsgreiðslu í
söltun.
FRETTIR
Breiðdalsvík
55 manns sagt upp
Heimir Hávarðsson: Neyðarúrrœði. Hefðum ekki átt
að hefja starfsemi að nýju eftir áramót
Með réttu hefðum við þurft að
grípa til uppsagnanna fyrr
og hefja ekki starfsemi eftir ára-
mót og það sama gildir um önnur
hús, sagði Heimir Hávarðsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
húss Breiðdælinga á Breiðdals-
vík. Öllum starfsmönnum fyrir-
tækisins, sem eru um 55 talsins,
hefur verið sagt upp störfum og
munar um minna í ekki fjölmenn-
ara byggðarlagi.
- Það er alltaf neyðarúrræði að
segja fólki upp og við getum allt
eins átt á hættu að missa vant fólk
frá okkur úr byggðarlaginu, þar
sem það á ekki í önnur hús að
venda hér á staðnum, sagði
Heimir, en uppsagnirnar koma til
framkvæmda á næstu þremur
mánuðum.
Afundi stjórnar Byggðastofn-
unar í gær var ákveðið að
veita frystihúsinu Hjálmi á Flat-
eyri 10 miljón kr. lán og Hrað-
frystihúsinu á Hofsósi 18 miljón
kr. lán en bæði þessi lán eru ætluð
til fjárhagslegrar endurskipu-
lagningar fyrirtækjanna.
Alls voru afgreiddar lán-
veitingar uppá 107,6 miljónir á
fundinum, þar af tæpar 70 milj-
ónir vegna fjárfestingar í fisk-
vinnslu. Fjölmargar beiðnir
liggja fyrir Byggðastofnun frá
Listasafnið
Hver skipar hverjum hvað?
Pað var ekki byggingarnefnd heldur samstarfsnefnd um opinberar framkvœmdir
semfól húsameistara og Innkaupastofnun að kanna Listasafnsdœmið
Það er ekki rétt sem haft er eftir
Guðmundi G. Þórarinssyni í
Þjóðviljanum, að byggingar-
nefnd Listasafnsins hafi beðið
húsameistara ríkisins og
Innkaupastofnun ríkisins um að
kanna hversvegna áætlanir um
byggingarkostnað Listasafnsins
og endanlegur kostnaður stóðst
ekki,“ sagði Skúli Guðmundsson,
forstöðumaður Innkaupastofn-
unar ríkisins, við Þjóðviljann í
gær.
Hið rétta er, að sögn Skúla, að
samstarfsnefnd um opinberar
framkvæmdir fól Innkaupastofn-
un og embætti húsameistara
ríkisins að fara sameiginlega yfir
allt fjárhagsdæmi byggingar List-
asafnsins og finna á því skýringar
hvað valdi því að framkvæmdir
fóru fram úr kostnaðaráætlun.
Skúli vildi að öðru leyti ekki tjá
sig um málið fyrr en niðurstöður
þeirrar athugunar lægju fyrir.
Garðar Halldórsson, húsa-
meistari ríkisins, benti á í Þjóð-
viljanum í gær að hann ætti ekki
sæti í byggingarnefnd einsog
Þjóðviljinn hafði sagt. Mistök
Þjóðviljans voru þau að taka
trúanlega grein í Morgunblaðinu
frá 28. janúar, um ágrip af sögu
Listasafnsins, byggða á heimild-
um Selmu Jónsdóttur. Þar sagði
orðrétt: „Byggingarnefnd var
skipuð í árslok 1975, formaður
hennar Guðmundur G. Þórarins-
son. Auk hans áttu sæti Runólfur
Þórarinsson, fulltrúi mennta-
málaráðuneytisins, Garðar Hall-
dórsson, arkitekt hússins, Karla
Kristjánsdóttir, ritari, og þau
sem áttu sæti í undirbúnings-
nefndinni."
Þar sem Garðar Halldórsson
hafði ekki séð ástæðu til að birta
athugasemd við þessa grein tók
Þjóðviljinn hana trúanlega.
Garðar segist ekki hafa unnið
þær kostnaðaráætlanir sem Guð-
mundur G. fór fram á að gerðar
yrðu á árunum 1986 og 1987.
- Horfurnar eru verri nú en oft
áður. Við getum ekki bætt okkur
upp þrengingarnar með hærra
fiskverði erlendis. Verð á fisk-
mörkuðum hefur verið í hámarki
og það er frekar útlit fyrir að það
fari lækkandi á næstunni, sagði
Heimir.
Að mati Heimis verður vandi
fiskvinnslunnar ekki leystur
nema með samhentu átaki allra
landsmanna. - Það er ekki nóg
að ætla sér að redda málunum á
þriggja ára fresti eða þar um bil
þegar allt er komið í óefni. Stöð-
ugleikann vantar og réttan hugs-
unarhátt.
Heirnir nefndi að auk gengis-
fellingar þyrfti að lækka vexti um
helming, skuldbreyta lánum fisk-
vinnslunnar, endurgreiða upps-
afnaðan söluskatt og hætta við
áform um launaskatt á fiskvinns-
luna, til þess að von væri til að
atvinnugreinin rétti úr kútnum.
- Að auki verður að setja þak á
útþensluna í þjónustugreinunum
og albest væri ef þjóðarsátt næð-
ist um kaup og kjör manna, sagði
Heimir og nefndi sem hugsan-
legan möguleika að verkafólk í
fiskvinnslu fengi skattaívilnanir,
sem t.d. næmu um 200-400 krón-
um á dag, gegn því að kaupið
stæði í stað.
-rk
Skálavík heitir nýr 70 tonna stálbátur sem smíðaður var í Póllandi og er nýkominn til landsins. Báturinn verður gerður
út frá Ólafsvík á neta- og togveiðar. Hann reyndist mjög vel á siglingunni heim í hinum verstu veðrum. Það var
Guðmundur Þorgrímsson vélavörður sem stillti sér upp fyrir framan nýja bátinn sem m.a. hefur vakið athygli fyrir
vandaða smíði. Mynd E.ÓI.
Byggðastofnun
70 miljónir í fiskvinnsluna
Stjórn Byggðastofnunar hefur áhyggjur af afkomufiskvinnslunnar
fiskvinnslufyrirtækjum um að-
stoð en stjórn stofnunarinnar tel-
ur að skapa þurfi fiskvinnslunni
rekstargrundvöll og engin leið sé
að leysa vanda einstakra frysti-
húsa með lánveitingum einvörð-
ungu. -lg.
Húsameistari vann hinsvegar
aðrar kostnaðaráætlanir sem
stóðust heldur engan veginn.
Má sem dæmi nefna kostnað-
aráætlun sem Helgarpósturinn
greindi frá 21. janúar. Þar segir
að árið 1983 hafi húsameistari
áætlað að það kostaði á núgild-
andi verðlagi 860 þúsund krónur
að ganga frá lóð, leggja hellur,
koma fyrir útilýsingu og öðrum
þáttum í frágangi utanhúss.
Kostnaður vegna þessa þáttar
mun hinsvegar nema 7,5 miljón-
um króna á síðasta ári og því sem
nú er nýlega hafið, og er þó frá-
gangi utanhúss ekki lokið.
-Sáf
Sprengjufaraldur
„Búið
í bili“
Yfirvöld í Hafnarfirði
segja að sprengjuslysið
um helgina hafi sett
nœgilegan skrekk ífólk
til að faraldrinum linni
Eg vona að við sjáum nú fyrir
endann á þessum sprengjufar-
aldri. Ég býst við að slysið á
sunnudaginn var hafi orðið til að
gera fólki Ijóst hve hættulegar
þessar heimatilbúnu sprengjur
eru, sagði Ólafur Guðmundsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn í
Hafnarfirði í gær, en sprengju-
eyðingardcild Landhelgisgæsl-
unnar og lögreglan hafa varað al-
varlega við þessum sprengjum.
Að sögn Árna Guðmundsson-
ar, æskulýðsfulltrúa í Hafnar-
firði, eru engar sérstakar ráðstaf-
anir fyrirhugaðar á næstunni
vegna þessa, en líkt og Ólafur
taldi hann að slysið hefði valdið
mikilli hræðslu meðal fólks, og
fyrir vikið mætti eiga von á að
ekki yrði meira um uppákomur af
þessu tagi í bráð.
Ólafur sagði að alltaf hefði
mátt búast við slysi, og slysið á
sunnudaginn hefði orðið til að
undirstrika réttmæti aðgerða lög-
reglunnar í Hafnarfirði á þrett-
ándanum, en ýmsum bæjarbúum
þótti hún ganga of hart fram. Þá
um kvöldið var lögreglan fjöl-
menn að sögn Ólafs, og handtók
þá sem sinntu ekki tilmælum um
að tefja ekki í miðbænum. f þess-
um aðgerðum lagði lögreglan
hald á fjöldann allan af heimatil-
búnum sprengjum.
HS
Fimmtudagur 25. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3