Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐUBINN Barnapía - Vesturbær Barnapía óskast fyrir 21 mánaða yndislega telpu annað slagið seinni partinn eða á kvöldin. Upplýsingar I sima 28257. Atvlnna óskast Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu. ýmislegt kemur til greina. Er vön afgreiðslustörfum. Góð laun saka akki. Tilboð óskast send auglýs- ngadeild Þjóðviljans merkt: „Dug- leg 19". Þverflauta Óska eftir að kaupa þverflautu. Upplýsingar í síma 680006 e. kl. 19. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Upplýsing- ar í slma 19239. Myndlistarmaður vill taka á leigu einhvers konar húsnæði til að vinna í. Má vera hvað sem er, kjallari eða háaloft. Þarf ekki að vera innréttað. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Er ekkl elnhver góðhjörtuð manneskja sem vill leigja pari með eitt barn 3ja her- bergja íbúð? Reglusemi og skilvís- um greiðslum heitið. Upplýsingar i síma 622829 hjá Guðrúnu. Barnagull Dreymir þig um gamaldags leikföng úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúðuvagna og leikfangabíla. Póst- sendingarþjónusta. Auður Odd- geirsdóttir, húsgagnasmiður, sími 99-4424. Til sölu reiknivél með strimli, ritvél (ekki rafm.) og ferðakassettutæki. Upp- lýsingar í síma 33721. Til sölu gömul eldhúsinnrétting ásamt tvö- földum stálvaski, eldavél og viftu. Verð niðurrif og kr. 10.000. Upplýs- ingar í síma 34055. Húsnæði óskast Samvinnuferðir-Landsýn óska eftir 3 herbergja íbúð fyrir starfsmann fyrirtækisins og fjölskyldu. Reyk- laust heimili. Oruggum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 691005 eða í hs. 79319. Á 350 krónur Rafha eldavél, eldri gerð, ( goðu lagi, fæst fyrir verð þessarar auglý- singar. Upplýsingar í síma 35796. Au palr Islensk hjón búsett i Svíþjóð óska eftir stúlku til heimilishjálpar og barnagæslu. Börnin eru tveir drengir 4 og 8 ára. Þeir tala bæði íslensku og sænsku. Auk fæðis, húsnæðis og vasapenings verða greiddar ferðir ef um ársdvöl er að ræða. Upplýsingar veittar i síma 36871. Óskast keypt Skápasamstæða í stofu óskast til kaups. Uppiýsingar í síma 31282 eftir kl. 18.00. Til sölu sambyggt rúm, skrifborð og skápur (Club 8 frá Vörumarkaðinum) á kr. 10.000. Vel með farið. Upplýsingar í síma 20145. Föt óskast Átt þú jakkaföt á 11-12 ára dreng fyrir lágt verð eða gefins? Vinsam- legast hafðu þá samband í síma 681663 til kl. 16.00. Tll sölu gangstéttarhellur, ca. 60 m hafa að- ains verið notaðar inni. 50% afslátt- ur. Einnig Autobianche árg. 79 sem fer alltaf í gang en er með las- inn hjörulið hægra megin. Eyðir engu og fæst á góðu verði. Til sýnis að Hafnarbraut 2, Kópavogi, simi 44919. Gftar 12 strengja Yamaha gítar til sölu. Verð kr. 9.500. Upplýsingar f sfma 34868. íbúö! Hjón sem eru fullkomlega reglusöm og eiga 2 börn vantar 3-4ra her- bergja íbúð í vesturbænum strax. Þau geta lagt fram 100.000 fyrir- fram ef nauðsyn krefur. Vinsam- legast hringið í sfma 21799 eða 14793. Góður Skódi ’77 til sölu. Ekinn 65.000 km. Nýleg sumar- og vetrardekk á felgum. Verð kr. 25.000. Skipti koma til greina. Upplýsingar í sfma 14238. Tll sölu ódýr tveggja sæta sófi. Verð kr. 3.000. Upplýsingar í síma 79319 eftir kl. 18.00. Til sölu stór, tvöfaldur eldhússtálvaskur með blöndunartækjum og fleira úr eldhúsinnréttingu. Upplýsingar í síma 44465. Tveir bílar til sölu Mazda 616 77 og Lada 1600 78. Á sama stað óskast þvottavél gefins. Upplýsingar f síma 16502. Barmmerki Tökum að okkur að búa til barm- merki með stuttum fyrirvara. Upp- lýsingar í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Húsnæði Óskum eftir að taka á leigu ódýrt húsnæði nálægt miðbænum fyrir skrifstofuhúsnæði. Þarf helst að snúa út að götu. Má þarfnast lag- færinga. Upplýsingar f síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Kormákur Nú vantar mig saxófóninn. Sofffa sími 17394. Tölva Óska eftir að kaupa PC-tölvu lág- marksminni 512k. Ekki eldri en 2ja ára. Upplýsingar í síma 97-21449, Seyðisfirði. Tilboð óskast í Ford Sierra árg. ’84,2ia dyra 1600, skemmdan eftir umferoaróhapp. Til sýnis að Hrauntungu 12, Hafnar- firði. Sófasett óskast verður að vera nýtískulegt og vel með farið. Upplýsingar f sfma 28257. Tll sölu Islenskt ullarteppi á spottprfs. Næg- ir á litla íbúð. Upplýsingar f síma 29105. íbúð óskast Einstæð móðir með eitt barn óskar eftir 2-3ja herbergja íbúð, helst f miðbænum, þó ekki skilyrði. Upp- lýsingar í síma 92-14090. íbúð óskast Upplýsingar I síma 43686 eftir kl. 19.00. íbúð óskast 2ja-3ja herbergja íbúð óskast til leigu fyrir hjón með eitt barn sem bráðvantar íbúð í endaðan mars. Viljum helst leigja til lengri tíma, 1 -3 ár. Upplýsingar í síma 25791. Til sölu Ignis ísskápur og Philco þvottavél til sölu á sanngjörnu verði. Upplýsing- ar á kvöldin í síma 680449. Til sölu sófaborð með reyklitaöri glerplötu. Upplýsingar í síma 78618. Tll sölu nýr baðskápur úr furu, 72x42, tvö- faldur stálvaskur 150x50. Upplýs- ingar f síma 16328. íbúð óskast Ungt par óskar eftir að taka á leigu 2ja herbergja íbúð eða gott her- bergi með eldhúsi og baði. öruggar mánaöargreiöslur. Húshjálp kemur vel til greina. Upplýsingar veittar í sfma 82723 eftir kl. 13. Barnastóll Óska eftir háum barnastól úr tré. Má þarfnast lagfæringa. Upplýsing- ar í sfma 14064, Gígja. Þvottavél óskast Vill ekki einhver góðhjörtuð mann- eskja gefa mér eða selja mér þvottavól ódýrt. Upplýsingar í síma 28523. Tll sölu svefnstóll, skrifborðsstóll og skrif- borð. Mjög vel með farið. Upplýs- ingar f síma 18648. Til sölu Ford Taunus 1600, árg. '81. Mjög gðður staðgreiðsluafsláttur eða skipti á ódýrari. Upplýs. í sfma 689531 milli kl. 12-13 og e.kl. 17. Tll sölu Sófasett 3+2. Verð ca. 7000 kr. Upplýs. í sfma 37608. í heyskap með heimafólki. Ferðaþjónusta Vaxandi atvinnugrein í sveitum Ráðunautur tekinn til starfa Stöðugt fjölgar þeim bændum, sem leggja stund á ferðaþjónustu. Eru horfur á því að á þessu ári verði þeir orðnir um 100. Ekki liggur aiveg Ijóst fyrir hve margar gistinætur voru seldar á s.l. ári en talið er að þær hafí verið nálægt 35 þúsundum. Undanfarin 6 ár hefur sérstök skrifstofa starfað í Bændahöllinni og hefur hún veitt margháttaðar upplýsingar og fyrirgreiðslu í sambandi við ferðaþjónustuna. Búnaðarfélag íslands hefur nú ráðið sérstakan ráðunaut til að sinna þessum málum í samvinnu við stjórn Félags ferðabænda. Hefur hann aðsetur í skrifstofu Ferðaþjónustunnar. Félag ferðabænda hefur nú, til hægðarauka, skipt landinu í sex svæði og á hverju þeirra fyrir sig starfar sérstakur upplýsingafull- trúi. Hlutverk þeirra er að fylgj- ast með því að aðstaða býlanna og sá aðbúnaður, sem upp á er boðið, standist eðlilegar kröfur og miðla, ásamt skrifstofunni, leiðbeiningum til þeirra, sem hug hafa á því að leggja fyrir sig ferða- þjónustu. Þessi starfsemi er allrar athygli verð og ástæða til að fagna hverju því, sem eykur á fjölbreytni atvinnulífs í sveitum. Rétt er þó að hafa í huga, að hér gildir það sem endranær að flýta sér hægt og gæta þess, að framboð á ferða- þjónustubýlum fari ekki fram úr eftirspurn. Hún hefur hinsvegar farið vaxandi með ári hverju, og sé rétt á málum haldið er vart að efa, að hér er umtalsverð atvinnugrein að festa rætur. - mhg ÞINGFLOKKUR OG FRAMKVÆMDASTJÓRN ALÞÝÐUBANDAIAGSINS HEIMSÓKN Á SUÐUR- LAND Þingflokkur og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins efna til heimsóknar og funda á Suðurlandi fimmtudaginn 25. febrúar til laugardagsins 27. febrúar. Dagskrá: FIMMTUDAGINN 25. FEB. FOSTUDAGINN 26. FEB. LAUGARDAGINN 27. FEB 20.30, Almennur stjórnmálafundur á Hótel Selfosil Framsögumenn: Olafur Ragnar Grímsson Margrét Frfmannsdóttir Steingrfmur J. Sigfússon 9.00-16.30, VinnustaSahelmsóknlr á Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyr- arbakka og Stokkseyri 17.00-19.00, VlSræSufundur meS sveitarstjórnar- mönnum Alþýðubandalagsins á Suður- landi 9.00- 15.30, Samelginlegur fundur þlngflokks og fram- kvæmdastjórnar á Hótel Selfossi Umræðuefni: 1. Byggðamál 2. Launamál - kjarabarátta 3. Þróun þjóðmálanna 20.00 - 23.00, KvöIdverSarfundur meS Alþýðubanda lagsfólkl á Suðurlandi. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN, Flmmtudagur 25. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.