Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBANDAIAGK) Alþýðubandalagið Hafnariirði 30 ára afmælishátíð 30 ára afmælishátíö Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði verður haldin í Fé- lagsheimilinu Garðaholti, laugardaginn 5. mars nk. (á afmælisdaginn að sjálfsögðu) og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Dagskráin auglýst síðar, svo og miðasala en félagar eru beðnir að taka frá tíma fyrir hátíðina. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Framhaldsaðalfundur Framhaldsaðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn í Rein, mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30 Á dagskrá: Málefni Reinar. Félagar mætum öll og verum stundvís. Heitt á könnunni. Reinarkaffið svíkur engan. Stjórnin Ólafur Ragnar Steingrímur Margrét Alþýðubandalagiö Selfossi og nágrenni Almennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Hótel Selfossi, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþyðubandalagsins, Steingrímur J. Sigfússon alþm. og Margrét Frímannsdóttir alþm. Fyrir- spurnir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Fundargerðir bæjarstjórnar fyrir bæjarstjórnarfund 1. mars. Önnur mál. Stjórnin. ABK Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Elsa Þorkelsdóttir fulltrúi í fé- lagsmálaráði og áfengisvarnanefnd verða með heitt á könnunni laugardag- inn 27. febrúar kl. 10-12. Allir velkomnir. Skoðunarferð í Smárahvamm Kl. 12.30 sama dag býður bæjarmálaráð til skoðunarferðar í Smárahvamm og Fífuhvamm. Farið verður frá Þinghóli. Félagar eru hvattir til að mæta í ferðina. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi Félagsfundur Félagsfundur ABK í Þinghóli mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Heimir Pálsson kynnir Smárahvammsmál. Skipulagsmál og önnur mál. - Stjórnin. Auglýsið í Þjóðviljanum Guðmundur Jónsson frá Borgarhöfn verður jarðsunginn frá Kálfafellsstaðarkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Peim sem vildu minnast hans er bent á dvalarheimilið Skjól- garð. Sigríður Guðmundsdóttir Ari Jónsson börn, tengdabörn og barnabörn Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar Ragnheiðar Guðjónsdóttur Norðdahl Lífshamingja okkar var starfsemi sjúkrahúsanna að þakka. Grímur S. Norðdahl Úlfarsfelli Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns Gunnars L. Guðmundssonar Steinsstöðum Akranesi F.h. barna okkar, tengdabarna og fjölskyldna þeirra Guðriður Guðmundsdóttir Zsuzsa Polgar nálgast toppinn eftir sigur yfir Guðmundi Gíslasyni í gær. Jón Garðar vann Christiansen Browne í banastuði Jón Garðar Viðarsson hefur staðið sig frábærlega það sem af er Reykjavíkurskákmótinu. I 1. umferð gerði hann jafntefli við sovéska stórmeistarann Gurevich og í 2. umferð, sem tefld var í gær, gerði hann sér lítið fyrir og sigraði bandaríska stórmeistar- ann L. Christianscn. Jón fékk verra tafl út úr byrjuninni og eyddi miklum tíma. Hann lenti þvi í miklu tímahraki en varðist samt sem áður flmlega. I annarri setunni sneri Jón síðan á Christi- ansen og að lokum varð sá síðar- nefndi að játa sig sigraðan. Bandaríkjamaðurinn Walter Browne var, eins og í l.umferð, í sviðsljósinu. Hann tefldi við alþjóð- lega júgóslavneska meistarann Janez Barle. Browne lét ekki tímahrak sitt hafa áhrif á taflmennskuna og af- greiddi Júgóslavann í fallegri sóknar- skák. Mikla athygli vakti einnig skák þeirra Þrastar Þórhallssonar og Lev Polugaévsky. Þröstur, sem hafði hvítt, fékk hcldur verra tafl út úr byrj- uninni en barðist sem Ijón. Báðir keppendur lentu í miklu tímahraki en þegar því lauk var Ijóst að Polugaév- sky hafði haft betur og Þröstur lagði því niður vopnin. Óvænt úrslit þótti sigur Danans Carsten Höi yfir sovéska stórmeistar- anum Sergei Dolmatov. Tafl- mennska Höi þótti mjög góð. Helgi gerði jafntefli við Einar Gausel en Jón L. komst ekkert áleiðis 19/xiiíx88 REYKJAVÍKUR SKÁKMÓTIÐ \| HRAFN LOFTSSON gegn Hanncsi Hlífari og varð sömu- leiðis að sætta sig við skiptan hlut. Margeir vann hinsvegar Magnús Sólmundarson. Elsta Polgar-systirin, Zsuzsa Polg- ar, vann Guðmund Gíslason af ör- yggi, og er hún nú meðal efstu manna. Hvítt: W. Browne (Bandaríkjunum) Svart: J. Barlc (Júgóslavíu) Bogo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 (4. Bd2 a5 5. g3 er líklega öllu al- gengara framhald.) 4. - 0-0 (4. - d5 er viðurkenndur leikur sem kemur í veg fyrir ó.leik hvíts.) 5. a3 Be7 6. e4 d5 7. e5 Rfd7 8. cxd5 exd5 9. Bd3 (Hvítur hefur nú mun meira rými en mótspil svarts felst í árás gegn mið- borðspeðunum.) 9. - c5 10. 0-0 Rc6 11. Hel He8 (11.- dxc5 er ekki gott vegna t.d. 12. Rb3 Db6 13. Rbxd4 Rxd4 14. Rxd4 Dxd4? 15. Bxh7+!) 12. h3 Rf8 13. dxc5 Bxc5 14. Rb3 Bb6 15. Bg5 Dc7 16. Hcl Re6 17. Bbl Rxg5 18. Rxg5 h6 19. RO I)d8 (Browne hefur eflaust verið ánægður með þessa stöðu því svartur er að- þrengdur, peðið á d5 er veikt og hvít- ur hefur sóknarfæri eftir skálínunni bl-h7.) 20. Rc5 Bxc5 21. Hxc5 Be6 22. Dd3 g6 (Veikir kóngsstöðuna en var þvingað vegna hótunarinnar 23. Dh7+) 23. Rtí4 Db6 24. Rxe5 Hxe6 25. Hxd5 Dxb2 (Hvítur hefur nú unnið mikilvægt miðborðspeð í skiptum fyrir vesælt kantpeð.) 26. Hb5 Dal 27. Hd5 I)b2 (Browne endurtók leiki til að vinna tíma en hann var að venju kominn í þó nokkurt tímahrak.) 28. De3 a6 29. f4! (En ekki 29. Dxh6? Dxa3 og síðan 30. - Df8 og svarta drottningin er koinin í vörnina.) 29. - Hae8 30. Kh2 Re7 31. Hd7 Hc6? (Nú nær hvítur miklum þrýstingi. Best var að koma drottningunni aftur í spilið með 31. - Db6.) 32. Hedl Hc3?! 33. Dd4! Dxa3 34. e6! fxe6 (Eða 34. - f5 35. Hd8 Hxd8 36. Dxd8+ Kg7 37. Hd7 og hvítur vinn- ur.) 35. Bxg6! Hf8 36. De5 Hc6 37. Hld6! (Laglegur lokahnykkur. Svartur get- ur ekki valdað e6-peðið með góðu móti). 37. - Hxd6 38. Hxe7 (Og hér gafst svartur upp því hann á enga vörn gegn 39. Dg7+ mát.) HL Staðan Staða efstu manna eftir 2 umferðir er þessi: L. Polugaévsky 2 C. Höi 2 W. Browne 2 V. Kotronias 2 R. Ákesson 2 Karl Þorsteins 2 J. Tisdall 2 Jón L. Árnason 11/2 Helgi Ólafsson 1 1/2 Hannes Hlífar 11/2 E. Gausel 11/2 T. Sörensen 11/2 G. Dizdar 11/2 Jón G. Viðarsson 11/2 M. Gurevich 11/2 Margeir Pétursson 11/2 A. Adorjan 11/2 Zsuzsa Polgar 11/2 J. Lautier 11/2 Sigurður Daði 1 1/2 Biðskákir í gær Jón G. Viðarsson - M. Gurevich: i/2-y2 Þorsteinn Þ. - L. Christiansen: 1/z-y2 Guðmundur G. - Margeir Péturs.: y2-i/2 Magnús Sól. - Zsuzsa Polgar: Vz-y2 V. Kotronias - Bragi Halldórsson: 1-0 R. Ákeson - Þröstur Árnason: 1-0 B. Östendstad - Sigurður Daði: 1/2-1/2 J. Barle - Þráinn Vigtússon: 1-0 Úrslit í gær Þröstur Þórhallsson - L. Poluga- évsky: 0-1 C. Höi - S. Dolmatov: 1-0 W. Browne - J. Barle: 1-0 Jón L. Árnason - Hannes H. Stefáns.: i/2.y2 E. Gausel - Helgi Ólafsson: 1/2-y2 T. Sörensen - G. Dizdar: 1/2-1/2 Zsofia Polgar - V. Kotronias: 0-1 Áskell Örn Kárason - R. Akeson: 0-1 Karl Þorsteins - Arnar Þorsteinsson: 1-0 Tómas Hermannsson - J: Tisdall: 0-1 M. Gurevich - Þorsteinn Þorsteins.: 1-0 L. Christiansen - Jón G. Viðarsson: 0-1 Margeir Péturs. - Magnús Sól.: 1-0 Bogi Pálsson - A. Adorjan: 0-1 Zsuzsa Polgar - Guðmundur Gísla- son: 1-0 J. Lautier - B. Östenstad: 1-0 Sigurður Daði - Sævar Bjarnason: 1-0 W. Schoen - Þröstur Arnason: 1-0 Benedikt Jónason - Stefán Briem: 0-1 Judit Polgar - Halldór G. Einars.: y2-y2 Ásgeir Þ. Arnas. - Arni A. Arnas.: 1-0 Róbert Harðars. - Lárus Jóhannes.: 0-1 Bjarni Hjartars. - Jóhannes Ág.: 1-0 Davíð Ólafsson - Snorri Bergs: 0-1 Ögmundur Kristins. - Dan Hanson: 0-1 Tómas Björnsson - Þráinn Vigfús.: y2.y2 Bragi Halldórsson - A. Luitjen: T-0 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.