Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 2
Samningar felldir í Firðinum Félagar í Verslunarmannafé- lagi Hafnarfjarðar felldu nýgerð- an kjarasamning í fyrrakvöld. 81 var á móti en 21 með. 5 skiluðu auðu. Sæmileg þátttaka var í at- kvæðagreiðslu VR í gær en um 250 greiddu atkvæði um nýju samninga á mánudag. Atkvæða- greiðslunni lýkur kl. 18 í dag. Um 10 þúsund manns eru á kjörskrá hjá VR. íslendingar langlífastir allra Eyjabúarnir íslendingar og Japanir eru langlífastir allra manna á jórðunnisamkvæmt niðurstöðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Meðalaldur íslenskra og japanskra kvenna er nú rétt 80 ár og kven- menn í Sviss fylgja fast á eftir. Japanskir karlmenn eru líka langlífir. Þeirra lífaldur er nú samkvæmt meðaltali um 74,8 ár og íslenskir karlmenn fylgja fast á eftir með 74 ára meðalaldur. Næstir í röðinni eru karlmenn í Svíþjóð og Hongkong sem lifa rétt 70 ár að meðaltali. Annað eðlutréð fallið 500 þúsund króna fjárfesting í nýju Flugstöðinni á Keflavíkurflug- velli er ónýt og hefur verið hent á haugana. Hér er um að ræða annað af tveimur fíkjutrjám eða eðlutrjánum sem sett var upp í stóðinni í fyrrahaust. Hvort tré um sig kostaði um hálfa miljón króna. Annað tréð er búið að vera hálflasið í allan vetur og reyndist vera steindautt þegar að var gáð fyrir skömmu. Það varð því ákveðið að fella tréð og keyra á haugana. Hálf miljón þar. Kópavogur styrkir konur til Noregs Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að verja 50 þús. krónum í fargjaldastyrki til kvenna í bænum sem ætla að sækja kvennaþingið í Osló nú í sumar. Umsóknir um fargjaldastyrk þurfa að berast til Skólaskrifstofu Kópavogs, merkt Jafnréttisnefnd fyrir næstu mánaða- mót. Þegar hefur verið gengið frá hópfargjaldi héðan til Noregs í sumar og kostar farmiðinn 11.500, að sjálfsögðu báðar leiðir. Fiskeldið skilar hálfum miljarði Áætlað er að útflutningstekjur af fiskeldi hérlendis á þessu ári verði um 500 miljónir sem er helmingi hærri upphæð en á sl. Fiskeldismenn gera ráð fyrir að útflutningsverðmætið verði komið í 1 miljarð ekki síðar en árið 1990. Fjögur skip verða í seiðaflutningum frá landinu í sumar en að minnsta kosti þrír aðilar munu selja seiði til Noregs, írlands og hugsanlega fleiri landa. Uppeldi og menntun forskólabarna Fóstrufélagið gengst fyrir ráðstefnu um uppeldi og menntun forskól- abarna á Hótel Holliday Inn á fimmtudag og stendur ráðstefnan fram á laugardag. Fluttir verða 11 fyrirlestrar og pallborðsumræður með fulltrúum fagfólks og stjórnmálamanna verður í dagskrárlok. Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir verður viðstödd setningu ráðstefnunnar en þá verður jafnframt opnuð sýning í anddyri hóteisins á myndlist barna sem stendur fram á laugardag. 8. þing Landsambands iðnverkafólks Landssamband iðnverkafólks heldur sitt 8. landsþing á Selfossi á föstudag og laugardag. Að sögn Guðmundur P. Jónssonar formanns sambandsins verða helstu umræðuefnin á þinginu auk kjaramála, atvinnumál iðnverkafólks og atvinnuöryggi. Einnig verður rætt um verkmenntunarmál, en verkmenntun ýmiss konar hefur farið stórvax- andi hjá iðnverkafólki á síðustu misserum. 4 metrar eða 40 cm? Samtökin Tjörnin lifi hafa gert athugasemd við ummæli borgar- stjóra sem féllu á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag þar sem hann hafði á orði að andstæðingar ráðhússins væru komnir í slíkt þrot að engu væri tjaldað lengur nema falsrökum. Hann fullyrti að ráðhúsið væri 3 hæða og að það vissu flestir borgarbúar. Á fjórðu hæðinni kæmist eingöngu fyrir fólk sem væri undir 40 til 60 cm á hæð. Þessum ummælum vilja samtökin vísa til föðurhúsanna og benda á að vissulega sé um 4 hæðir að ræða og að lofthæð þeirrar fjórðu nemi um 4 metrum. Á teikningum sem lagðar voru fyrir byggingarnefnd sést glöggt að lofthæðin er um 4 metrar. „Þótt hátt sé risið á sumum borgarbúum, þekkjum við engan sem mun rekast upp í rjáfur þarna", segir í athugas- emdinni frá samtökunum. FRETTIR F -____. . JJ"™" *^l ^^Bi m .¦¦¦ '¦-¦'. -.:;.í:;;í V'% í .. ¦".....1 íf %m^EZ^i. ^~-~E i~ Sf/f i 1 fi b% l %ÉfM **¦ - r*rn -t ssríssSfiís © @ 1® h'- i -^tm' ' }* W' É^j&^w-^^^^R WÍ iy& —. k% MUfe-V. 5» ,., • • • (;ft • Sjj tgji J y"*' '# f^K ¦ '#4 %0$ ....,.- . ..., fÁ ^ rv?- i> 1 pifci^ ****»¦ ^ *^ ^^..^f/ • vstSm i _A» 1 11 % 1 — 1 Blinda borgaryfirvalda á óskir Reykvíkinga veldur meðlimum samtakanna Tjörnin lifi þungum áhyggjum. Mynd Sig. Ráðhúsið Almenningur lætur álit sitt í Ijós Undirskriftalistar löþúsund Reykvíkinga afhentir í upphafi fundar borgarráðs. Davíð í veikindafríi Guðrún Pétursdóttir afhenti í gaer, í upphafi borgarráðsfundar, undirskriftir 10 þúsund Reykvík- inga sem mótmæla með sinni undirskrift byggingu ráðhússins við Tjörnina. Davíð Oddsson hefði átt að taka við listunum úr hendi Guðrúnar en hann hafði um morguninn tilkynnt veikindi og tók Magnús L. Sveinsson for- seti borgarstjórnar því við listun- um í hans stað. Um leið og Guðrún afhenti Magnúsi L. listana sagðist hún fagna því að fleiri en Davíð kæmu nú fram fyrir skjöldu svo Reykvíkingar mættu sjá að það væru einstaklingar á bak við þau atkvæði sem samþykktu teikn- ingarnar að ráðhúsinu og stað- setningu þess. Hún beindi þeim tilmælum til borgaryfirvalda að sjá að sér og láta fara fram at- kvæðagreiðslu um ráðhúsið með- Kvótamálið Ráðherrum stefht Jökull hefur stefnt sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra vegna kvótamálsins. Þess er krafist að úrskurður sjávarútvegsráðuneytis um að tœp 100 tonn verði gerð upptœk hjá Jökli verði felldur úr gildi Jökull hf hefur stefnt sjávarút- vegsráðherra og fjármálaráð- herra fyrir bæjarþingi Reykja- víkur og gerir þá kröfu að úr- skurður sjávarútvegsráðuneytis- ins frá 7. ágúst í fyrra um Jökull hafi landað ólöglegum um 96 tonnum af þorski verði felldur úr gildi. Jafnframt að úrskurður ráðuneytisins um að aflinn sé gerður upptækur og að andvirði hans, rúmar 1,5 miljónir króna renni til fiskveiðirannsókna og vísindalegs eftirlits með fisk- veiðum. Stefnandi byggir málssókn sína á því að lögin sem úrskurður sjáv- arútvegsráðuneytisins byggir á brjóti í bága við stjórnarskrána um þrískiptingu valdsins. Með lögunum er sjávarútvegsráðu- neytinu fengið í hendur rannsóknarvald, saksóknaravald og dómsvald. f öðru lagi telur stefnandi úr- skurðinn gallaðan að formi til, þar sem hann sé með öllu órök- studdur og að kaupendum og seljendum meints ólöglegs sjáv- arafla hafí ekki verið gefínn kost- ur á að gera grein fyrir máli sínu, þar sem ráðuneytið hafði ekki samband við útgerðaraðila þeirra skipa sem lögðu upp afla hjá stefnanda árið 1986. í þriðja lagi telur stefnandi úr- skurð ráðuneytisins rangan efnis- lega, þar sem ráðuneytið gefi sér forsendur sem ekki standist í raunveruleikanum varðandi magn fullunninnar vöru úr upp- lögðum sjávarafla hjá stefnanda. Um sé að ræða ágiskanir um nýt- ingarprósentu úr upplögðum sjávarafia, sem ráðuneytið gefi sér og er hún að mati stefnanda alltof lág. Málið verður tekið fyrir á morgun, fímmtudaginn 14. apríl, og hefur þeim Halldóri As- grímssyni og Jóni Baldvini Hann- ibalssyni verið stefnt til þess að mæta í bæjarþingi Reykjavíkur þá. -Sáf al borgarbúa. Ekki væri verjandi að hundsa undirskriftir um 15% borgarbúa og væri bað þó ekki allur sá fjöldi sem vitað er að er andvígur byggingunni. Pó eru borgarbúar ekki einir um andstöðu við byggingu ráð- hússins því undanfarna daga hafa símalínur verið rauðglóandi vegna hringinga fólks utan af landsbyggðinni. Hvaðanæva að af landinu hringir fólk og lýsir yfir að það vilji fá að segja eitthvað um byggingu ráðhússins í þeirra eigin höfuðborg. Magnús L. notaði tækifærið þegar Guðrún dró andann og kom að þeirri athugasemd sinni að ekki væru þessi 15% borgar- búa sem skrifuðu undir nærri jafn mikillar athygli verð og hin 85% sem ekki skrifuðu undir og brosti við. Lokaorð Guðrúnar Péturs- dóttur voru þau þegar listarnir höfðu komist í hendur Magnúsar að sér þættu þau skoðanaskipti sem orðíð hafa vegna ráðhússins átt það til að verða leiðinleg og oft óheppileg og þvf væri þörf á hreinskiptnum umræðum. Hún lagði til að Davíð Oddsson og fleiri frá borgaryfírvöldum tækju þátt í opnum borgarafundi og vildi hún að hann gæti átt sér stað hið fyrsta, eða „eins fljótt og heilsa Davíðs og kjarkur leyfa". ______________________-tt Boy George Falsaðir miðar Rannsóknarlögreglu rfkisins hefur nú borist kæra vegna þess að talið er að falsaðir miðar hafi verið seldir inn á tónleika með Boy George. Er talið að miðarnir séu á bilinu 3-400 talsins og er því um umtalsvert tjón að ræða fyrir aðstandendur tónleikanna. Hver miði var seldur á 2000 krónur og tjónið því á bilinu 6-800.000 krónur. Fundist hafa miðar með sömu númerum og miðar sem seldir voru af réttum aðilum og eru þeir prentaðir á samskonar pappír og ófölsuðu miðarnir. Prentsmiðjan sem framleiddi ófölsuðu mið- anna hefur gefið upp fjölda þeirra og að allir umframmiðar hafí verið eyðilagðir. -FRI 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 13. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.