Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 18
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABR Aðalfundur Aðalfundur ABR verður haldinn 26. apríl n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Venjuleg aðalfundarstðrf. Lagabreytingatillögur þurfa að hafa borist stjórn félagsins fyrir 11. apríl. Nánar auglýst síðar. Stjórnin AB Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins verður haldinn í Mið- garði, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 17. apríl og hefst hann kl. 10 árdegis. Dagskrá: Setning, Svanfríður Jónasdóttir formaður miðstjórnar. Skýrsla fráfarandi stjórnar. Nýjar leiðir í baráttu launafólks. Frummælendur: Björn Grétar Sveinsson, Valgerður Eiríksdóttir, Arna Jónsdóttir, Kristín Hjálmars- dóttir, Halldór Grönvold. Kosning stjórnar verkalýðsmálaráðs og önnur mál. Alþýðubandalagiö ABR Aðalfundur Aðalfundur ABR verður haldinn 26. apríl n.k. að Hverfisgötu 105 og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Síðasta spilakvöldið Síðasta spilakvöldið að sinni verður haldið í Þinghóli mánudaginn 25. apríl. Spilamennskan hefst kl. 20.30. Veitt verða kvöldverðlaun, sem eru helgarferð til Akureyrar. Gisting í tvær nætur og morgunverður á KEA. Allir velkomnir. Stjórn ABK ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Skrifstofan opin á miðvikudögum Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. Allar upplýsingar um starfsemina og stefnumál. Hringdu, eða það sem betra er, kíktu inn. Kaffi á könnunni. Æskuiýðsfylking Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem gerður var 8. apríl sl., verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 11., 12. og 13. apríl. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 21:00, alla dagana, nema miðvikudag 13. apríl frá kl. 9.00-18.00 í Húsi verslunarinnar, 9. hæð. Félagsmenn V.R. eru hvattir til að taka þátt í atkvæða- greiðslunni. Kjörskrá liggurframmi á skrifstofu V.R., Húsi verslun- arinnar, sími: 687100. Jafnframt hefur yfirkjörstjórn ákveðið að hafa kjörfundi í neðantöldum fyrirtækjum, vegna starfsfólks þessara fyrirtækja: Þriðjudaginn 12. apríl. Kl. 10:00- 13:00: Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, Tryggingamiðstöðin hf., Árvakur hf., Aðalstræti 6 Flugleiðir hf., Reykjavíkurflugvelli Osta- og smjörsalan, Bitruhálsi 2 Mjólkursamsalan Samband ísl. Samvinnufélaga, Sölvhólsgötu 4 Kl. 14:00- 17:00: Hagkaup, Skeifunni JL - Húsið, JL - völundur, Hringbraut 121 Kaupstaður, Mjódd Mikligarður sf., Holtagarðar, Holtavegi. Miðvikudaginn, 13. apríl. Kl. 10:00- 13:00: Eimskipafélag íslands hf., Pósthússtræti 2 O. Johnson og Kaaber hf., Sætúni 8 Sjóvá hf., Skeljungur, Nói/Hreinn/Siríus, BB. Bygging- avörur, Suðurlandsbraut 4 Kl. 14:00-17:00 Húsasmiðjan hf., Súðarvogi 3-5 Nýibær hf., Eiðistorgi Almennar Tryggingar hf., Síðumúla 39 Kjörstjórn. Arnarflug Tölvuskráning í Leifsstöð Iðnskólinn í Reykjavík fékk nýlega Lada Samara bifreiö aö gjöf frá innflutningsaðilanum, Bifreiðum og landbúnaðarvélum hf. Bifreiðin verður notuð sem kennslutæki í bifvélavirkjun. Þýskir dagar verða í Þórskaffi á föstudags- og laugardagskvöld, en það er ferðamálaráð Hamborgar og Arnarflug sem gangast fyrir þessari kynningu í samvinnu við Þórskaffi. Þýskir matreiðslu- meistarar sjá um matseldina, sýndur verður þýskur tískufatn- aður og margvíslegar aðrar vörur sem fluttar eru inn f rá Þýskalandi. Þá verða dregnir út glæsilegir ferðavinningar. Kynnirverður Jú- líus Brjánsson. Hvernig getur almenningur treyst skólunum? er yfirskrift fyrirlestrar sem breski prófessor- inn dr. Michael Eraut frá menntadeild Sussex-háskólans í Suður-Englandi heldur í boði Námsgagnastofnunar. Fyrirlest- urinn verður haldinn í stofu 201 í Kennaraháskólanum við Stakka- hlíð í dag miðvikudag og hefst kl. I6.00. Hann er öllum opinn. Dr. Eraut mun dvelja hérlendis næstu daga og eiga m.a. við- ræður við íslenska skólamenn. Saurfjárbændur í Árnessýslu halda aðalfund félags síns í kvöld kl. 20.30 að Brautarholti á Skeiðum. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verður m.a. fjallað um störf Landssamtaka sauðfjár- bænda, greiðslur fyrir sauðfjáraf- urðir og nýtingu á þeim fullvirðisrétti sauðfjár sem fyrir hendi er í Árnessýslu. Frummæl- endur um þessi mál verða gestir fundarins, þeir Jóhannes Krist- jánsson, formaður Landssamt- akanna, og Sveinn Sigurmunds- son, framkvstj. Búnaðarsamb- ands Suðurlands. Heilsulínan hefur fest kaup á fyrirtækinu Hárræktin og jafnframt flutt starf- semi sína að Laugavegi 92. Fyrir- tækið býður upp á sársauka- lausa hárrækt með leyser og raf- magnsnuddi. Meöferðartíminn tekur 45-55 mín hverju sinni og kostar hver tími 890 kr. Sumarnám í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda við félagsvís- indadeild HÍ er opið jafnt fyrir reynda kennara sem stúdenta. í sumar verður boðið upp á kennslu í hagnýtri kennslufræði og mati og skólastarfi. Einnig uppá hluta af námskeiðsi sem nefnist kennsla. Skráning á þessi námskeið stendur yfir í nemenda- skrá HÍ fram til 15. apríl en nán- ari upplýsingar veitir Gerður G. Óskarsdóttir kennslustjóri. Arnarflug hefur hafið tölvu- skráningu farþega frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Innskráning- arkerfið nefnist CODECO og er tengt CORDA farbókunarkerfi félagsins. Þetta er einn áfanginn í bættri þjónustu Arnarflugs við farþega sína, þar sem tölvuinnskráningin veitir mun öruggari umsjón með farþegum og farangri en áður. Nú verður hægt að fá afhent brottfar- arspjald ásamt sætisnúmeri fyrir í því moldviðri og fjölmiðlafári er nú geisar með þjóðinni eru margar og geigvænlegar hættur er ber að varast. Veldi blaða, sjón- varps og útvarpsstöðva er orðið það mikið að það er engu líkara en að þessir fjölmiðlar séu farnir að stjórna þjóðinni í bak og fyrir. Ómerkileg kjaftablöð vaða elg- inn og loga endanna á milli af allskonar slúðri og flími sem venjulegast er enginn fótur fyrir. Gorgeirinn í þessum fjölmiðla- snápum, þegar þeir eru að yfir- heyra fólk í sjónvarpi, er orðinn óþolandi, og mál að linni. Eitthvert mesta glappaskot er hér hefur gerst var þegar útvarps- lögunum var breytt í þá veru að gefa reksturinn frjálsan, láta pen- ingalýðinn vaða inn í menningar- helgi þjóðarinnar og vinna þar skemmdarverk. Ríkisútvarpið hefur staðið sig vel í gegnum tíð- ina, að mennta, fræða og skemmta þjóðinni í meira en hálfa öld, og á annað og betra skilið en að það sé ofsótt af stjórnvöldum, og reynt sé að koma því fyrir kattarnef. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum beðið færis á að koma höggi á þennan fjölmiðil, og reynir nú að selja rás 2, þrátt fyrir að stuttbuxnadeild flokksins virðist vera því andvíg, hvernig sem á því stendur. Svavar Gests- son skrifar í Þjóðviljann nú í dymbilviku ágæta og þarfa grein um Ríkisútvarpið, og telur upp íhaldshjörðina sem búin er að hreiðra þar um sig og kemur þá í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að sölsa undir sig öll æðstu embætti útvarpsmála er ríkið rek- ur. Nú hefur sá draumur ræst að koma kommunum burt úr þess- um hættulega fjölmiðli sem hefur „spillt“ þjóðinni í gegnum tíðina, og það er sorglegt að prúður og kurteis íhaldsmaður eins og Markús Örn, sem virðist ekki taka þátt í þessum hamagangi, skuli þurfa að verja sig gagnvart flokksbræðrum sínum í þessu máli. Það er ekki nema af því góða að rifja upp í örstuttu máli yrir ungu kynslóðinni sögu útvarps- ins, er kom eins og ljósgeisli inn í myrkur þjóðarinnar á kreppu- tímum. Þegar Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 urðu þáttaskil í menningarsögu þjóðarinnar. Þau tímamót er þá urðu hafa orðið áframflug þegar við brottför frá Keflavíkurflugvelli, sem er til mikilla þæginda fyrir þá sem hafa lítinn tíma til stefnu fyrir áfram- haldandi ferð. Farbókunarkerfi Arnarflugs, CORDA, mun um mitt þetta ár tengjast GALILEO bókunar- kerfinu ásamt mörgum af stærstu' flugfélögum heims eins og UNIT- ED, BRITISH AIRWAYS, SWISSAIR, K.L.M., ALITAL- IA og um það bil 30 öðrum flugfélögum. afdrifaríkari en nokkurn óraði fyrir. Hugsið þið ykkur lesendur góðir, hvernig ástandið var í landi voru á því herrans ári 1930. Þjóð- in í heljargreipum heimskrepp- unnar miklu og ekkert framund- an annað en svartnætti og erfið- leikar. En þá gerðist það að íhaldið beið ósigur í alþingisk- osningum um þetta leyti og við tók stjórn verkamanna og bænda og stóð að þeirri þróun í efnahags- og menningarmálum er hafa orðið hornsteinar að ýms- um þjóðþrifamálum fram á þenn- an dag. Þessi stjórn tók ekki ein- ungis við í vondu árferði heldur líka af slæmri stjórn, en samt tókst henni að verða einhver merkasta framfarastjórn í landi voru, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Ég ætla ekki að tíunda allt er þessi stjórn kom til leiðar, en eitt ætla ég að drepa á í þessu sam- bandi, að það var Jónas Jónsson er var menntamálaráðherra í þessari frægu bolsastjórn eins og Ihaldið kallaði hana. Það var hann er átti mestan þáttinn í að gera útvarpsrekstur á íslandi að veruléika. Jónas frá Hriflu var mjög umdeildur maður á sínum tíma og sennilegt er að enginn stjórnmálamaður hafi verið eins hataður af andstæðingum sínum og hann, en hann var víðsýnn um- bótamaður og stórtækur er vildi koma landi sínu úr þeirri lægð er það var í á þessum tíma, og fólkið í byggð og borg fagnaði útvarp- inu, það fór ekki á milli mála. En hverfum nú aftur til nútíðar, 1988. Eins og áður getur í þessum pistli er sótt að ríkisfjölmiðlunum af fullum krafti, einnig af síbylju- rásunum og stöð 2. Þetta virðist vera einhverskonar framvarðar- sveit íhaldsins í menningarmál- um. Auðvitað má margt finna að ríkisfjölmiðlunum, og gæti það verið efni í aðra grein, en ég fæ ekki betur séð en að okkar ágæta útvarpsfólk hafi staðið sig vel í gegnum tíðina. Þá vil ég fagna tengingunni við landsbyggðina, en þar á ég við þau Ernu og Gísla á Akureyri, Ingu Rósu á Egils- stöðum og Finnboga á ísafirði, og fæ ég ekki betur séð en að þetta ágæta fólk sé góðir snertipunktar við þjóðlífið. Og að endingu þetta: Ríkisfjölmiðlarnir eru menningartæki, öryggistæki og þjóðarstolt okkar íslendinga. Með kveðju Páll Hildiþórs 18 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. apríl 1988 LESENDABRÉF Fjölmiðlamir og þjóðlífið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.