Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 8
Tjarnarstálþil Þurrum fótum eftir botninum? Ásta Porleifsdóttir, GuðniJóhannessonogGuðrún Pétursdóttir skrifa Náttúruverndarráði: Verklýsing miðast við að skapa sem hestar aðstœður til vinnu í grunninum, án tillits til lífríkis Tjarnarinnar „Vatnsmagn Tjarnarinnar er svo lítið að vatnstap sem ekki nemur miklu í rúmmetrum getur haft afgerandi afleiðingar fyrir lífríkið,“ segja þau Ásta Þorleifs- dóttir jarðvatnsfræðingur, Guðni Jóhannesson verkfræðing- ur og Guðrún Pétursdóttir líf- eðlisfræðingur í nýlegu bréfi til Náttúruverndarráðs, þar sem þau árétta hvflíkur voði steðjar að Tjörninni vegna yfírvofandi ráðhússtiltekta. Texti bréfsins fer hér á eftir, því sem næst óstyttur, en fyrir- og millifyrirsagnir eru Þjóðviljans. Við förum þess á leit við yður, að Náttúruverndarráð hlutist til um að borgaryfirvöld geri nauðsynlegar og ákveðnar varúðarráðstafanir til að forða því, að lífríki Tjarnarinnar bíði verulegan skaða við fyrirhugaðar framkvæmdir vegna ráðhússins. Við teljum að vissir fram- kvæmdaþættir, sem lýst er í verk- efnislýsingu fyrir ráðhúsið, geti valdið það miklum breytingum á vatnsbúskap Tjarnarinnar að líf- ríkinu sé veruleg hætta búin. Okkur er kunnugt um, að fyrir næsta fundi bygginganefndar Reykjavíkur, sem haldinn verður á morgun, 30.9. 1988, liggur beiðni verkefnisstjórnar ráðhúss um byggingarleyfi eða a,m.k. leyfi til að hefja framkvæmdir við að byggja garð, grafa grunn og reka niður stálþil íTjörninni. Við teljum óhjákvæmilegt að ákveðnar varúðarráðstafanir verði gerðar áður en slíkt leyfi er veitt. Áður en við færum rök fyrir máli okkar, viljum við taka fram, að við efumst ekki um verkfræði- lega reynslu og getu verktaka. Hann hefur m.a. unnið að stórum virkjunarframkvæmdum og hef- ur því góða reynslu af vinnu í vatni, þar sem byggja þarf garða og reka niður stálþil. Hins vegar bendum við á það, að aðstæður við slíkar virkjunarframkvæmdir eru í mjög veigamiklum atriðum ólíkar þeim sem verða við fram- kvæmdirnar í Tjörninni. Við virkjanir hefur verktaki ekki þurft að hafa teljandi áhyggjur af lífríki vatnsins sem unnið var í. Dæla hefur mátt vatni umsvifa- Iaust út fyrir stálþil, breytingar á vatnsborði utan þils hafa ekki verið taldar skipta máli frá líff- ræðilegu sjónarmiði og hætta á að þurrka upp vatnið sem unnið var í hefur áreiðanlega aldrei verið fyrir hendi. Lítið innstreymi vatns í Tjörnina Þessi atriði eru hins vegar öll mikilvæg við framkvæmdirnar í Tjörninni. Yfirborð norður- og suður Tjarnanna beggja er um 90.000 m2. Meðaldýpt er 40-60 cm. Heildarvatnsmagn Tjarn- anna beggja er því aðeins um 50.000 m2. Samkvæmt skýrslu sem verkfræðistofan Vatnaskil skilaði í desember 1987 um grunnvatnsástand í miðborg Reykjavíkur, er innstreymi vatns í Tjörnina lítið, eða um 39 lítrar á sekúndu. Við núverandi aðstæð- ur er jafnvægi milli inn- og út- streymis vatns í Tjörninni. Öll aukning á útstreymi, t.d. með dælingu, mun því stuðla að lækk- un yfirborðs. Sama máli gegnir um allt sem dregur úr innstreymi vatns í Tjörnina. Áður en við rökstyðjum hvers vegna við teljum að vatnsbúskap Tjarnarinnar sé hætta búin, vilj- xk ■ J ~ Tjsrnsrosts um við gera nokkra grein fyrir aðstæðum á byggingarsvæðinu. Ráðgert er að leggja 10 til 20 metra breiðan grjót- og malar- garð út í Tjörnina sem afmarkar byggingarsvæði ráðhússins til austurs og suður. Byggingar- svæðið mun nema u.þ.b. 8000 m2, þar af er lóðin við norðvestur horn Tjarnarinnar um 12002, skerðing Tjarnarinnar á bygging- artímanum er því u.þ.b. 6800 nr, eða um 10% af Norður- Tjörninni. Stálþil verður rekið niður meðfram Tjarnargötu og Vonarstræti og innan garðsins í Tjörninni, ef hann reynist lekur. Grunnurinn verður 7,2 m undir sjávarmáli þar sem hann er dýp- stur, en vatnsstaða Tjarnarinnar er +2 yfir viðmiðunarpunkti. Gert er ráð fyrir að dæla vatni upp úr grunninum ýmist beint út í Tjörnina, í setþró, eða út í Læk- inn. í þvf sambandi vekjum við athygli á því, að byggingarstjóra verður falið að meta hvenær dæla á vatninu á hvern þessara staða, og verða litabrigði á vatni Tjarn- arinnar höfð sem viðmiðun! í svari borgarverkfræðings varðandi spurningar íbúa við Tjarnargötu dags. 3. 3. 1988, kemur fram að reiknað er með að dæla 50-100 lítrum á sekúndu úr grunni ráðhússins. Á svarinu verður ekki annað skilið en að reiknað sé með að þetta sé grunnvatn. Það er því óhjá- kvæmilega hluti af innstreymi til Tjarnarinnar, og verði þessu vatni dælt burt mun það rýra vatnsflæði til Tjarnarinnar, og stuðla þar með að lækkun yfir- borðsins. 300 samskeyti á stálþilinu Hvað varðar leka á Tjarnar- Við byggjum ráðhús: ráðgert er að leggja 10 til 20 metra breiðan grjót- og malargarð út í Tjörnina og afmarkar hann byggingarsvæði ráð- hússins til austurs og suðurs. Skerðing Tjarnarinnar á byggingartím anum er um 10% af norðurtjörninni. vatni niður í grunninn, kemur fram í svari borgarverkfræðings að ekki er gert ráð fyrir að garður eða stálþil umhverfis grunninn leki, og því ekki gerðar neinar ráðstafanir til að mæta slíkum leka. Okkur er ekki kunnugt um að nein gerð stálþilja sé til, sem ekki lekur í vikur eða mánuði, þar til setkorn úr vatninu hafa þétt mótin milli platanna. Auka má hraðann á svona þéttingu með því að stuðla að vægu flæði að utan með dælingu. Lekinn eykst í hlutfalli vð fjölda sam- skeyta, en skv. upplýsingum frá Almennu verkfræðistofunni hf. virðist vera um nálægt 300 sam- skeyti að ræða umhverfis grunn- inn, þar af u.þ.b. 130 Tjarnar- megin. Hvergi kemur fram í lýs- ingu á stálþili því sem nota á, að það sé örugglega vatnsþétt frá upphafi. Sé hins vegar svo, væri fróðlegt að vita í hverju sá eigin- leiki þess er fólginn. Vatnsmagn Tjarnarinnar er svo lítið, að vatnstap sem ekki nemur miklu í rúmmetrum, getur haft afgerandi afleiðingar fyrir lífríkið. Dæling á Tjarnarvatni sem næmi 50 sekúndulítrum myndi tæma Tjörnina á 20 dögum, þó svo innflæði í hana héldist stöðugt. í ofannefndu svari borgarverkfræðings eru töl- urnar 50 til 100 sekúndulítra nefndar í tengslum við dælingu úr grunninum. Vegna aðstæðna í grunninum er augljóst að vatn sem lekur nið- ur í hann verður of aurmengað til að dæla megi því til baka í Tjörn- ina. Þetta á að minnsta kosti við í upphafi framkvæmdanna, þ.e.a.s. fyrstu vikurnar, en ein- mitt þá má gera ráð fyrir að leki verði mestur. Ætla má að þessu vatni verði dælt í Lækinn. Tjarn- Hjörleifur Sveinbjörnsson arvatn sem tapast á þenna hátt verður ekki bætt með hverju sem er. Við eðlilegar aðstæður er að- flæði til Tjarnarinnar mjög hægt. Miðað við rúmtak Tjarnarinnar og hraða aðstreymis, má búast við að vatnið í henni endurnýist á u.þ.b. ári. Lífríki hennar er að- lagað slíkum aðstæðum, og aukið innflæði á fersku vatni getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. í verklýsingu kemur hins vegar fram að öllu vatni úr dúpbrunn- um skuli dælt beint í Tjörnina. Þetta kann að vera varhugavert í ljósi þess sem að ofan segir. Ef fullt tillit ætti að taka til lífríkis Tjarnarinnar yrði að halda því jafnvægi sem er eðlilegt í vatnsbúskap hennar og breyta hvorki innflæði né útflæði. Aóstæöur til virtnu ganga ffyrir Samkvæmt verklýsingu verður það ekki gert, heldur virðist öll verklýsingin miðast við að skapa sem bestar aðstæður til vinnu t grunninum, án tillits til Tjarnar- innar. Það er e.t.v. ekki við öðru að búast í ljósi þeirra aðstæðna við virkjunarframkvæmdir sem verktaki er vanur að vinna við. Við viljum hins vegar ítreka, að verkefnið í Tjörninni er allt ann- ars eðlis og krefst mikillar aðgát- ar sem verður að undirbúa. Ef verkbjóðandi og verktaki gera sér ekki grein fyrir því f hverju hættur fyrir lífríkið kunna að vera fólgnar, verða þeir sem vit hafa á þessu að leiðbeina þeim. Almenningur treystir því að Náttúruverndarráð verndi þessa perlu í hjarta höfuðborgarinnar og komi í veg fyrir að lífríki Tjarnarinnar verði skaðað við byggingu ráðhússins. Það væri að bregðast trausti manna að sjá fyrir skaða en vara ekki við hon- um. í þessu sambandi viljum við benda á eftirfarandi atriði: 1. Hvergi kemur fram í verklýs- ingu að fylgjast skuli með vatnshæð Tjarnarinnar. Ekki er heldur nefnt hvaða ráðstaf- anir skuli gerðar ef vatnsborð hennar lækkar. Úr þessu verð- ur að bæta með nákvæmri áætlun. 2. Brýnt er að tryggja að garður og stálþil leki ekki. Þetta verð- ur að sannprófa með mæl- ingum áður en dælt verður úr grunninum. Reynist þilið lekt, verður að fresta framkvæmd- um þar til það er orðið vatns- helt. 3. Samráð skal haft við vatnalíf- fræðinga áður en vatni úr grunni eða djúpholum er dælt í Tjörnina. 4. í ljósi þess hvað vatnsmagn Tjarnarinnar er lítið og endur- nýjun vatns í henni hæg skal tekið fram að ekki má nota nein eitruð efni við fram- kvæmdirnar, t.d við þéttingu garða. Við vonum að Náttúruvernd- arráð sé okkur sammála um nauðsyn þess að framkvæmdaað- ilum verði skylt að gera ákveðnar varúðarráðstafanir til að hindra að bygging ráðhúss í Tjörninni valdi meiri skaða á lífríki Tjarn- arinnar en óhjákvæmilegt er. Við treystum því, að ráðið beiti sér fyrir að það verði gert. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.