Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Borgaraflokkurinn Kratar og íhald bjóða í dans Þreifingar hófust áður en miðstjórnarfundurinn var ákveðinn. Beðnir um að skrifa bréfmeð boði um stjórnarþátttöku. Eru þetta skilaboð til Steingríms? Tveir af þingmönnum Borgara- flokksins hafa staðfest að menn úr röðum stjórnarliða hafi rætt við þá óformlega um hugsan- lega aðild að stjórnarsamstarfi ef til þess kæmi að Framsóknar- fiokkurinn myndi kúpla sig úr því. Svo virðist sem miðstjórnarf- undarboð framsóknarmanna hafi ekki verið ástæða þess að þessar þreifingar hófust því Ingi Bjðrn Albertson segir að rætt hafi verið við hann áður en til þess kom og hann segir jafnframt að hér sé bæði um sjálfstæðismenn og al- þýðuflokksmenn að ræða. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans mun framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna riafa stungið upp á því að borgara- flokksmenn rituðu þingflokknum bréf þar sem þeir byðust til þess að ganga inn í stjórnarsamstarfið en tregt var tekið í þá hugmynd. „Þessar þreifingar sýna aðeins hvernig ástandið er orðið á stjórnarheimilinu og að menn eigi þar allt eins von á að sam- starfið spryngi í loft upp," segir Ingi Björn Albertsson í samtalí við Þjóðviljann. f máli hans kemur ennfremur fram að þessi mál hafi hingað til ekkert verið rædd innan þing- flokks Borgaraflokksins, það er formlega, en auðvitað hafi menn rætt þetta sín á milli yfir kaffi- bolla. Ein hugsanleg ástæða þessara þreifinga, hefur Þjóðvilinn heyrt, getur verið sú að hér sé verið að senda Steingrími Hermannssyni þau skilaboð að útganga Fram- sóknar myndi ekki sjálfvirkt þýða nýjar kosningar, heldur að allt verði reynt til þess að mynda nýja stjórn og þá fyrst og fremst með hinum tveimur flokkunum auk Borgaraflokksins. -FRI Útvegsbankinn Hlutabréf ríkisins verði seld í áföngum Jón Sigurðsson: Söluverð bréfanna í fyrra lœgra en raunvirði þeirra Eg hef í hyggju að haga nýju útboði á hlutabréfum ríkisins í Útvegsbanka íslands með öðrum hætti en gert var í fyrrasumar meðal annars þannig að bréfin verði seld í áföngum. Með þessu móti tel ég að sala hlutabréfa í Útvegsbanka íslands þjóni best stefnu ríkisstjórnarinnar varð- andi endurskipulagningu bank- akerfísins, sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra m.a. í ávarpi sínu á aðalfundi Útvegsbankans sem haldinn var á Hótel Sögu. Veikindi Flens hjáSnót Slœm launakjör valda veikindum Verkakonur í Snót í Vestmannaeyjum mættu almennt ekki til vinnu í gær. Ekki er um neinar skipulagðar aðgerðir að ræða heldur virðist hægur gangur í samningamálum við at- vinnurekendur hafa valdið al- inenmi in veikindum hjá Snótar- konum. Vilborg Þorsteinsdóttir for- maður Snótar sagði í samtali við Þjóðviljann að ekki væri um skipulegar aðgerðir að ræða á vegum Snótar. „Ég veit að mikill- ar óánægju gætir hjá mínum fé- lagskonum með gang samninga- viðræðna, svo mikil óánægja get- ur valdið veikindum hjá hvaða manneskju sem er." Snót og atvinnurekendur hitt- ust síðast á fundi hjá Ríkissátta- semjara í Reykjavík sl. föstudag. „Þar endurtóku atvinnurekendur tilboð sitt í anda Akureyrarsamn- ingsins og við höfum ekki heyrt frá þeim síðan," sagði Vilborg. í dag kl 17 verður sameigin- legur félagsfundur Snótar og Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í Alþýðuhúsinu í eyjum. Að sögn Vilborgar verður þar gengið til atkvæða um tilboð atvinnurek- enda. -hmp í máli Jóns kom fram að nú væru kaflaskil í málefnum bank- ans og allt aðrar forsendur en hingað til að leggja drög að fram- tíð hans. Útboð á hlutabréfum ríkisins í fyrrasumar hafi varla verið tímabært þar sem þá var enn illmögulegt að leggja hlut- lægt mat á afkomuhorfur og þar með raunvirði hlutabréfanna. Jón vildi ekki rifja upp sögu hlutabréfaviðskiptanna enda hún öllum í fersku minni en hann sagði: „Ég get þó ekki látið hjá líða að nefna að sá áhugi sem þá kom glöggt í ljós á kaupum á hlut- abréfunum bendir til þess að söluverð þeirra hafi verið talsvert lægra en raunvirði." -FRI Jón Sigurðsson hyggst efnatil enn eins útboðs á hlut ríkisins í Utvegs- bankanum. Nú verða hlutabréfin boðin út í áföngum. wmtvsmm . ¦*-———-—i Útvegsbankinn Ówænt "oma l ¦ 1 ¦< Deilt um arðgreiðslur Ein óvænt uppákoma varð á aðalfundi Útvegsbankans, sú að bankaráðið vildi ekki greiða hlut- höfum arð en þá kom tillaga frá Jóni Sigurðssyni viðskiptaráð- herra um að hluthöfum skyldi greiddur 3.5% arður fyrir tíma- bilið I. maí til 31. desember á síð- asta ári eða sem samsvarar 5% á ársgrundvelli. Var tillaga Jóns samþykkt enda hann með umboð fyrir meirihluta atkvæða en þó ekki án mótatkvæða. Þar sem hlutafé bankans er einn milljarður þýðir þetta arð- greiðslur upp á 35 milljónir og fær ríkið í sinn hlut ríflega 20 milljónir af þeirri upphæð. Einn fundarmanna gerðí at- hugasemd við þessa afgreiðslu málsins þar sem hann taldi til- löguna ekki samrýmast fundar- sköpum þar sem hún hefði ekki verið lögð fram með réttum fyrir- vara fyrir fundinn. Jón svaraði þessu í ávarpi sínu og sagði að bankastjórn hefði fengið tillöguna í hendur 28. mars og því væri hún ekki brot á fundarsköpum. -FRI Alverið Ragnar fúll út í starfsmenn Ásbjörn Vigfússon trúnaðarmaður: Slæmt rekstarástand ekkifólkinu að kenna Isíðasta hefti ISAL tíðinda gefur Ragnar Halldórsson forstjóri í skyn að slæmt rekstarástand sé starfsmönnum að kenna. Mikil mengun hefur verið sl. tæpt ár í kerskála álversins í Straumsvík, með smá hléum, vegna gallaðra rafskauta sem fyr- irtækið hefur fengið frá dóttur- fyrirtæki Alusvisse í Hollandi. í grein sinni segir Ragnar að það sé hart að búa við það ofan á slakan rekstur vegna óviðunandi hráefna að einstakir starfsmann- ahópar grípi til skæruaðgerða. Þegar þetta var borið undir Ás- björn Vigfússon trúnaðarmann í kerskála sagði hann að það væri auðvitað slæmt fyrir Ragnar að búa við slæman rekstur á meðan álverð væri eins hátt og forstjór- inn segði það vera. En hann gæti hins vegar ekki kennt starfs- mönnum um þetta. Starfsmenn í kerskála fengu eftir nokkurt þóf kaupauka vegna mengunarinnar. „Þeir voru svo barnalegir að halda að þeir þyrftu ekki að borga öðrum starfsmönnum sem þurfa að fara um skálann sama kaupauka," sagði Ásbjörn. Þeir sem eru í sk. þjónustudeild vildu fá þennan kaupauka líka. Það sem Ragnar kallar skæruaðgerðir er að þessir starfsmenn ákváðu að vinna ekki yfirvinnu á meðan ekki væri látið jafnt yfir alla ganga. Þeir hafa nú fengið kaupaukann. Asbjörn sagði ný rafskaut vera komin og byrjað væri að staðsetja þau. Það væri ekkert hægt að segja um hvernig þau reyndust vegna þess að það tæki amk. tutt- ugu daga að koma í Ijós. -hmp Loðnuafurðir Mjöl og lýsi fyrir 4 milljarða Endanlegar niðurstöðutölur um útflutninsverðmæti af loðnumjöli og lýsi liggja ekki fyrir en fljolt á litið gæti ég trúað að það væri nálægt 4 milljörðum króna, sagði Jón Ólafsson, for- maður Félags íslenskra flski- mjölsframleiðenda við Þjóðvilj- ann. Að sögn Jóns benda bráða- birgðatölur til þess að fiskimjöls- verksmiðjurnar hafi framleitt um 150 þúsund tonn af loðnumjöli og 85 þúsund tonn af lýsi á vertíðinni sem er nýlokið. Helstu kaupend- ur loðnumjöls eru Bretar, Finn- ar, Svíar og Frakkar en lýsið er mest keypt af Norðmönnum og Bretum. Jón sagði að verðið hefði verið á uppleið og á meðan á vertíðinni stóð verið all þokka- legt. Um afkomu fiskimjölsverk- smiðjanna vildi Jón lítið tjá sig, að öðru leyti en því að fyrirsjáan- legt væri tap á rekstri þeirra á árinu. Hann sagði að samkeppn- in á milli verksmiðjanna um hrá- efnið hefði leitt til þess að margar þeirra hefðu teygt sig mun lengra en geta þeirra hefði leyft og kæmi það niður á rekstrarafkomu þeirra. Þá hefði það komið illa við verksmiðjurnar hvað lítið veiddist af loðnu fyrir áramótin en mikið á eftir. Hann sagði að fyrir verksmiðjurnar hefði verið langbest ef 2/3 hlutar kvótans hefðu veiðst fyrir áramót og rest- in á eftir, en margar verksmiðjur höfðu lítið umleikis í upphafi vertíðarinnar vegna þess hve hún fór rólega af stað. -grh Miðvikudagur 13. apríl 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.