Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 13
Helle Ryslinge: Fjöldi fólks gerir endalausar vitleysur vegna þess að það þekkir ekki sínar eigin þarfir. sínar eigin þarfir. í rauninni er hún manneskja sem hvorki kann að segja já né nei, kannski vegna þess að hún veit ekki hvað hún vill. - Eiginlega er myndin um það að vera svo ruglaður og svo van- sæll í lífinu að maður sendir frá sér röng skilaboð. Bróðir Henrí- ettu spyr hana líka hvers vegna í ósköpunum hún komi sér enda- laust í allskonar vitleysu og hún svarar sem satt er að það hafi hún ekki hugmynd um. Þeir eru svona Hvað með L0we, lœkninn sem alltaf þarf rétt að skreppa niður og skera upp. Ferðu ekki svolítið illa með hann? Eða eru þessir náungar svona í raun og veru? - Þessi manngerð er alls ekki mín uppfinning. Ég hef þekkt menn sem eru svona í raun og veru, svo ég ýki ekkert þar sem hann á í hlut. Ég rakst meira að segja á týpuna þegar ég var við undirbúningsvinnuna á spítölun- um. Þar að auki er ákveðin fyrir- mynd að Lpwe sem ég fylgi nokk- uð nákvæmlega, nema að því leyti að hann er ekki læknir. En myndin af honum er það sönn að hjúkrunarkonur hafa komið til mín unnvörpum eftir að hafa séð kvikmyndina og talað um að þetta sé alldeilis rétt lýsing á týp- unni. Er Henríetta kannski eins konar antihetja? - Það eru hvorki hetjur né ill- menni í myndinni. Að mínu mati er Henríetta kjáni og alls engin hetja af neinu tagi, og Löwe er ekki illmenni. Ef maður setur sig í hans spor getur maður vel skilið hann, og hún biður hann sem sagt að fara illa með sig. Þau eru í raun og veru bæði fórnarlömb draumsins. í byrjun eru þau í skýjunum og ímynda sér að þetta sé Stóra Ástin, en það kemur fljótt í ljós að svo er ekki, og það vita þau bæði. í raun og veru vill hann alls ekki konu eins og hana - það er svosem enginn vandi að ímynda sér konuna hans - og hann er alls ekki sú manngerð sem Henríetta vill. En vegna þess að hún getur hvorki sagt til né frá, endar hún með að sætta sig við hluti sem hún er á móti, eins og til dæmis að hafa við hann helgar- samband. Og kann svo ekki að Iosa sig úr vandræðunum. En er það ekki einmitt það sem hún gerir á áhrifaríkan hátt? Við skiptumst á hlutverkunum Hvað með endinn?Eigum við að líta svo á að nú sé hún frjáls og sjálfstœð manneskja sem geti byrj- að nýtt líf? - Þetta er opinn endir og öllum frjálst að ímynda sér framhaldið samkvæmt sínum skoðunum eða löngunum. Þeir sem vilja ímynda sér hana á hraðri leið í hjóna- bandið með hinum eina sanna geta gert það; þeir sem vilja sjá hana sem frjálsa og sjálfstæða manneskju geta það líka. Sjálfri „ finnst mér hún alls ekki vera frjálsari í lok myndarinnar. Kannski einmitt þá, þennan dag þegar hún getur allt í einu fengið það sem hún vill. En eftir þrjá MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir - Jú, en hún verður að gera það þannig. Hún verður að gera uppreisn, gera eitthvað svo brjál- æðislegt að það er engin leið til baka. Hún getur ekki leyst vand- ann með því að ræða um hlutina, tekið skynsamlega ákvörðun sem hún svo fylgir, heldur gerir hún eitthvað svona þegar hún getur ekki meira. Ég er sjálf svona, mér tekst aldrei að leysa málin með því að ræða um þau heldur verð ég að gera eitthvað í þessa áttina þegar ég veit að ég verð að losa mig út úr einhverju. daga situr hún örugglega heima hjá sér og hefur ekki hugmynd um hvað hún á að gera. Hvað með eftirmálann þegar við sjáum aðra konu hirða pokann sem hún fleygir frá sér? Er hann táknrœnn? Eigum við að skilja það sem svo að nú komi einhver önnur og fari í fótin hennar og lendi í sama veseninu? - Þetta er kannski svolítið táknrænn endir þannig séð. Það er oft eins og við skiptumst á hlut- verkum, einn er óhamingjusam- ur á meðan annar er hamingju- Danska leik- konan og kvik- myndaleik- stjórinn Helle Ryslinge í spjalli um brennd eða flamberuð hjörtu samur og svo snýst þetta kannski allt í einu við. En annars er þetta bara svona rós í endann. Fólk getur skilið hana eins og það vill. Sama sagan á annan hátt Hvernig stóð á því að þú gerðist kvikmyndaleikstjóri? - Hugmyndin varð eiginlega til þegar við Anne Marie Helger gerðum Koks i kulissen. Við skrifuðum handritið og lékum aðalhlutverkin en fengum Christ- ian B. Thomsen til að vera leik- stjóri. Sú mynd varð alls ekki eins og við höfðum hugsað okkur, þótt við hefðum skrifað handrit- ið, og þá hugsaði ég með mér að ég vildi sjálf gera mynd. Ég hélt samt ekki að ég gæti gert það, eða fengið nokkurn til að fjármagna mynd sem ég leikstýrði, ég ætlaði mér að leika aðalhlutverkið og finna svo leikstjóra sem ég gæti ráðið yfir, og skrifaði handrit að myndinni með það í huga. - Ég fór með hugmyndina ti! Per Holst,sem fjármagnar mynd- ina, og það var honum sem fannst að ég gæti eins vel leikstýrt henni sjálf. Og það varð úr að ég ákvað að gera það eftir að hafa hugsað mig um í eina viku. Eru einhver tengsl á milli Koks i kulissen og Flamberede hjerter? - Það er eiginlega sama sagan, bara sögð á allt annan hátt. Koks i kulissen er um tvær konur sem ferðast um með „show“, og á leiksviðinu gengur allt glimmrandi, en í prívatlífinu geta þær ekki ráðið við nokkurn skap- aðan hlut. í þetta sinn vildi ég að myndin væri um konu sem ynni venjulegt borgaralegt starf, svo ég ákvað að hafa hana hjúkrunar- konu, sem sagt það venjulegasta af öllu venjulegu. Á vinnustaðn- um gengur henni allt í haginn, en prívat brennur allt saman, svo á þann hátt eru þessar tvær myndir líkar. Hvað er nœst á dagskrá? Ger- irðu aðra mynd? - Ég er núna að undirbúa mynd sem ég geri þegar mér finnst ég vera tilbúin. Það verður aftur mynd sem fjallar um mannleg samskipti, þótt það sé nokkuð á annan hátt en í Flamb- erede hjerter. En ég held mig við það sama á þann hátt að það sem ég geri er alltaf tekið úr minni reynslu, ég gæti aldrei gert þriller eða science fiction mynd. Lassi síróp Verður aðalpersónan aftur kona? - Nei, í þetta sinn er það karl- maður. Sagan gerist í kringum gallerí sem fimm manns reka, og einn þeirra, sá sem allt snýst um, er maður sem lýgur endalaust. Hann lýgur svona vegna þess að hann er ekki ánægður með sjálf- an sig; allar þessar lygar eru í rauninni tákn um endalaust óör- yggi hans, og hann lýgur til þess að öllum líki við hann. Það eina sem hann fær útúr því er að eng- inn þolir hann, það er ekki hægt að reikna með honum, hann missir alla vini sína og konan fer frá honum. Það merkilega er samt að fólk snýr bara baki við honum og talar um hann á bak, en enginn segir honum hvefs vegna þeim líkar ekki við hann. En það gerir honum kannski ekki svo mikið að allir snúi við honum baki, maður sem lýgur svona mikið þarf stöðugt nýja áheyrendur. - Það er auðvitað fleira fólk sem kemur við sögu, til dæmis kærastan sem hann eignast, hún er bæði rík og fræg, og það ræður hann auðvitað ekki við. Hann þarf stöðugt að vera að gera sig til fyrir henni. En hann er svo ósköp sætur og góður og heitir Lasse Seerup, svo gömlu skólafélagarn- ir kalla hann náttúrlega síróp. Ætlarðu sjálf að leika í mynd- inni? - Kannski lítið aukahlutverk, eins og í Flamberuðum hjörtum, þar spila ég á fiðlu í undirgangin- um. Eitthvað sem þú vilt bœta við? - Já, ég held ég verði að segja að mér finnst óskaplega leiðin- legt hvað myndin er illa þýdd, og hvað textarnir koma oft á vit- lausum stöðum. Það er ekki bara , að nafnið sé alveg kolómögulegt í íslensku þýðingunni, heldur eru textarnir stundum beinlínis vill- andi. Þetta er svo illa gerþ að meira að segja ég tók eftir því þótt ég kunni ekki íslensku. LG Miðvikudagur 13. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.