Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kátamaskína Auglýsingar frá stjórnarráöinu hafa verið allfyrirferðarmiklar í dagblöðum að undanfömu. Það er annars vegar Jón Baldvin Hanníbalsson fjármálaráðherra og hins vegar Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sem hafa staðið fyrir áberandi auglýsingaher- ferð. Þar sem um ráðherra Alþýðuflokksins er að ræða hefur það vakið mikia athygli að auglýsingastofan Kátamaskína hefur séð um gerð auglýsinganna og stjórnað herferðinni. Þetta er einmitt sú auglýsingastofa sem sá um áróður fyrir Alþýðuflokkinn fyrir síðustu kosningar og má ugglaust deila um hvort uppskeran var þá eins og til var sáð. Það eru einkum tveir aðilar sem gagnrýnt hafa þessar auglýs- ingar krataráðherranna, Verslunarráðið og Alþýðubandalagið. Hér ber nokkuð nýrra við því að það er ekki oft að þessir aðilar eru sammála. Það eru auglýsingar Jóns Baldvins Hanníbalssonar fjármálaráðherra um skattastefnuna sem einkum þykja fara yfir strikið og vera keimlíkari pólitískum áróðri en upplýsingum fyrir almenning. Um miðjan síðasta mánuð spurði Verslunarráðið hvar draga ætti mörkin í slíkum málum en taldi jafnframt Ijóst að fjármálaráð- herrann væri kominn yfir þau. Ætti kannski landbúnaðarráðherra að auglýsa ágæti búvörulaganna sem vakið hafa gífurlegar deilur meðal þjóðarinnar og væri eðlilegt að sjávarútvegsráðherra eyddi tugum miljóna í að auglýsa kosti kvótakerfisins vegna þess að um það eru deildar meiningar og andstæðingar þess hafa verið dug- legir við að skrifa í blöð? Rétt fyrir síðustu mánaðamót vakti þingflokkur Alþýðubanda- lagsins athygli á að verið væri að birta auglýsingar frá fjármála- ráðuneytinu þar sem fluttur væri áróður fyrir skattastefnu ríkis- stjórnarinnar og Alþýðuflokksins, einkum matarskattinum. Taldi þingflokkurinn einsýnt að um væri að ræða áróður fyrir umdeildri pólitískri stefnu. Skattar væru lagðir á landsmenn til að standa undir margsvíslegri þjónustu en ekki til að kosta áróður ríkisstjórn- ar eða einstakra pólitískra flokka. Eðlilegast væri því að Alþýðu- flokkurinn greiddi úr eigin sjóðum kostnað vegna þessara auglýs- inga. I síðasta sunnudagsblaði Þjóðviljans birtist grein um þessi mál eftir formann Alþýðubandalagsins, Ólaf Ragnar Grímsson. Benti hann m.a. á tengsl auglýsingastofunnar Kátumaskínu við Alþýð- uflokkinn. Sú auglýsingastofa, sem nú annast auglýsingagerð fyrir krataráðherra, hefði séð um að auglýsa Alþýðuflokkinn fyrir síðustu kosningar. Kátamaskína hefur fundið sig tilknúna til að upplýsa hér í blað- inu að Alþýðuflokkurinn sé búinn að greiða reikninginn fyrir kosn- ingaauglýsingarnar. Og fjármálaráðherra hefur komið fram í sjón- varpi og sagt að það sé skylda hans að upplýsa almenning um hvað sé að gerast. Þess vegna sé eðlilegt að hann haldi áfram að auglýsa. Virðist mega skilja orð hans sem svo, að ekkert sé því til fyrirstöðu að Kátamaskína sjái um framkvæmdina. Fyrir kosningar lét Alþýðuflokkurinn stundum hátt og krafðist þess að ýmiss konar spilling væri upprætt. Meðan Bandalag Jafnaðarmanna, sem sameinaðist Alþýðuflokknum fyrir síðustu kosningar, var og hét, bar oft mest á því vegna háværrar en ekki alltaf markvissrar kröfugerðar um að grafist yrði fyrri rætur hvers konar spillingar og komið í veg fyrir að pólitíkusar gætu leikið sér með almanna fé. Nú er öldin önnur og það er rífandi gangur á kátu maskínunni. Hún snýst samt Það kemur ekki svo mjög á óvart að borgaryfirvöld í Reykjavík ætla að halda því til streitu að byggja umdeilt ráðhús á umdeildum stað. Með gífuryrðum hefur borgarstjórinn sett pólitíska framtíð sína að veði í því máli. Hitt vekur meiri furðu að ekki virðist heldur eiga að draga í land með þá fáránlegu hugmynd að leggja á þenslutímum stórfé í veitingahús sem snarsnýst uppi á heitavatnsgeymunum í öskju- hlíð. Samkvæmt fyrstu áætlunum á það að kosta meira en hálfan miljarð króna. Eru Reykvíkingar í vandræðum með að koma peningum í lóg? OP KLIPPT QG SKORIÐ Sósíalisma og ekkert múður Hér í blaðinu var í gær skrifað um Arthur Scargill, formann breskra kolanámu- manna,semáttufyrirþrem árum í einh verj u harðasta og lengsta verkfalli sem sögur fara af í Evrópu á síðari árum. Scargill er langþreyttur á íhaldsstjórn- inni sem vonlegt er og hann hefur sín svör við henni á reiðum höndum. Hann segir m.a.: „Það verður ekki nein lausn fundin á kreppunni meðan kapítalisminn er enn við lýði. Markmið okkar getur ekki verið annað en að kollvarpa spilltu og úrsér- gengnu efnahagskerfi og byggja upp sósíalísk t samfé- lag sem er byggt á sameign framleiðslufyrirtækjanna og jafnri og réttlátri dreifingu lífsgæða." Þetta er klárt og kvitt. Og óneitanlega er það hressileg tilbreyting að heyra eftir langa mæði í manni sem er ekki banginn við að hvetja til þess að menn velti í rústir og byggi á ný - eitthvað allt annað. Eins þótt menn séu minntir á það úr öllum átt- um, að það er ekki einfalt mál að „byggja upp sósíal- ískt samfélag" - þú slátrar nokkrum vandkvæðum kap- ítalismans og uppskerð önnur í staðinn. Eða eins og Bertolt Brecht sagði um kommúnismann í frægu kvæði: Hann er hið einfalda sem erfitt er að f ram- kvæma Efvið reynum sjálf... Og eitt af því sem ej ein- falt og um leið flókið er það sem Arthur Scargill kailar „sameign framleiðslutækj- anna". Ýmsir nývinstri- menn haf a á liðnum árum og áratugum reynt að blása lífi í þá hugsjón með því að leggja áherslu á að þeir meini þá ekki þjóðnýtingu í formi ríkisfyrirtækja (sem sumir góðir menn hafa kall- að„pósthússósíalisma"). Né heldur sovéska allsherjar- miðstýringu, sem reynist afar svifasein í að bregðast við þörfum fólks. Þess í stað hafa verið á kreiki með ýms- um hætti hugmyndir um framleiðslusamvinnufélög eða eitthvað í þá veru: fyrir- tækin eru eigna þeirra sem við þau starf a og hver og einn nýtur þá góðs af vel- gengni þeirra - og tekur á sig nokkurn skell þegarí móti blæs. Slík fyrirtæki hafa til orð- ið hér og þar - í Bretlandi, ítalíu, Frakklandi og víðar. Bæði að frumkvæði manna sem svipað hugsuðu og vildu prófa eitthvað nýtt. Eða sem nauðvörn fólks, t.d. í litlum plássum, sem sá fram á það að eina fyrirtækið sem um munaði í bænum var að leggja upp laupana: þá var ekki um annað að ræða en starfsfólkið reyndi að reka það áfram á eigin ábyrgð. Margt fróðlegt og jákvætt hefur til orðið í þessari reynslu, en það verður því miður að segjast eins og er, að of mörg slíkra fyrirtækja hafa orðið skammlíf. Sum- part er þar um að kenna fjandsamlegum stjórnvöldum, sem ekki vildu að slík fordæmi breiddu úr sér, og neituðu sameignarfyrirtækj unum um lánafyrirgreiðslu og fleira. En í öðrum dæmum sigldu tilraunirnar í strand vegna þess að f ólkinu fannst einhvernveginn svo flókið og erfitt og tímafrekt að „vera sjáifs sinn herra". Og enn fleira hangir á þeirri spýtu. Þörfin fyrir sameiginlegan óvin í grein eftir Ejvind Lar- sen, sem starfar við danska blaðið Information, sem í vinstrisveiflu komst 1 eigu starfsmanna þess og var rek- ið undir merkjum jafnlaunastefnu og sjálfs- stjórnar, segir frá aðalfundi starfsmanna svosem tveim árum eftir að sameignarlýð- ræðið var upp tekið. Þar gekk mikið á. Eigendur blaðsins, sem um leið voru launþegarþess, deildu hart um j afnlaunastefnuna og jafnrétti milli faglærðra og ófaglærðra, kvennaog karla. Ogþá, segir Ejvind Larsen „stakk einn af með- eigendum mínum upp á því að við seldum Verslunar- bankanum heila draslið aft- ur, til að við fengjum aftur kapítalista sem við gætum haft samstöðu um að berjast við". Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, sögðu þeir sem settu andskotann inn í íslensku Sálmabókina, eftir að hann hafði verið rit- skoðaður út úr einni útgáfu hennar. En í fullri alvöru; Ejvind Larsen minnir á merkilegan hlut sem ekki er hægt að hoppa yfir í kæruleysi. Það er í rauninni mikil freisting að eiga sér sameiginlegan óvin í kjaramálum, mönnum óar ein- hvernveginn við því að eiga sj álfir að taka þátt í því að raga og meta störf sín og fé- laga sinna - að maður ekki tali nú um ósköp eins og þau að vera í starfsmannanefnd sem á að velja þá sem segja verður upp. Þetta er reynsla sem þekkist vel t.d. í starfs- mannaráðum verksmiðja í Júgóslavíu og reyndar víðar. Og gleymum því ekki heldur, að vitanlega situr það mjög fast í vitund verka- fólks að sumum sé eins og ætlað að stjórna en öðrum að hlýða skipunum - það er ekki ánægjulegt, síður en svo, en það getur verið þægi- legt og það er að minnsta kosti ekkert háskalega óvenjulegt við það. Það er nú svo. En allt um það: það var ánægjulegt að heyra aftur í Arthur karlin- um Scargill, maður var að halda að hin beisku eftirmál kolanámuverkfallsins mikla hefðu lagt hann endanlega að velli. En hann lifir sem- sagt enn og það er til hins betra. Meðal annars vegna þess, að þótt það sé erfiður róður til „sameignar á fyrir- tækjum", þá er það víst, að sósíalistar hvar í landi sem þeirerukomastekki hjáþví að eiga sín svör í því máli, sína forvitni og lifandi til- raunavil j a - ef þeir vilj a á annað borð raska hinni sjálf- umglöðu ró kapítalista á okkardögum. ÁB þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritst|órar: Árni Bergmann, Mórður Árnason, Óttar Proppé. Fréttast|órl:LúðvíkGeirsson. Blaðamonn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævat Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ömarsson (íþr.). Handrita- og prbfarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltstelknarar: Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. FramkvæmdastjórLHallurPállJónsson. Skrlfstolustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýslngastjórl:SigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Slmavarsla: Hanna Ólatsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bllst)órl:JónaSigurdðrsdóttir. Útbreiðslu-ogafgrel»slust|6ri:BjörnlngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÖlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavik, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:60kr. Helgarblö»:70kr. Áskrlftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. ðpríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.