Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 3
...á árí drekans Jónas Ingimundarsonfrumflytur verk eftir Snorra Sigfús Birgisson á Siglufirði Siglfirðingar munu á sunnu- dagskvöld fyrstir manna fá að hlýða á nýtt tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson, sem samið var fyrir Jónas Ingimundarson í til- efni af tónleikum hans á Siglu- firði nú á sunnudagskvöld. Tón- leikarnir eru liður í hátíðahöldum Siglfirðinga í tilefni 70 ára afmæl- is kaupstaðarins, en hátíðarhöld- in hefjast um helgina og standa út næstu viku. Jónas sagðist hafa verið beðinn um að halda þessa tónleika í vor og þá hefði hann strax haft sam- band við Snorra Sigfús og spurt hvort hann gæti samið verk fyrir þessa tónleika. „Mér fannst fara vel á því að gera eitthvað sé> stakt, því einn að stöplunum í tónlistarsögu íslands er séra Bjarni Þorsteinsson, sem var frá Siglufirði. Hann safnaði saman og gaf út nærri þúsund síðna verk með íslenskum þjóðlögum, en þau þjóðlög lifa með okkur enn þann dag í dag. Petta var mikið menningarafrek." Snorri tók vel í þessa mála- leitan Jónasar og fyrir þrem vik- Snorrí Sigfús Birgisson, tónskáld Hættir við Karl Steinar Jón Baldvin Hannibalsson er nú orðinn afhuga því að Al- þýðuflokkurinn reyni að tryggja sér embætti forseta ASI á þingi sambandsins í haust. Jón telur ekki heppilegt að kandidat flokksins, Karl Steinar Guðnason, sé í for- svari fyrir ASÍ á sama tíma og kreppir að í efnahagsmálum og Alþýðuflokkurinn þarf að skrifa upp á óvinsælar efna- hagsráðstafanir, gengisfell- ingu og kjararán. Jóhanna Sigurðardóttir mun sam- mála Jóni Baldvin í þessum efnum. Jón Sigurðsson vill hins yegar fyrir alla muni losna við Ásmund og koma Karli Steinari að. Segir sagan að Jón þoli illa að þurfa að deila við Ásmund um hagfræði- legar stærðir og málefni þar sem hann hafi ekki roð við forsetanum.B Lifir í gömlum glæðum Það fór heldur betur fyrir brjóstið á stjórn Dagsbrúnar þegar heimamenn í Skorradal í Borgarfirði komu ( veg fyrir að félagið gæti keypt Hvammsland undir orlofshús. Hitt hefur farið hljóðlegra að seljendur jarðarinnar eru af- komendur úr innsta hring Kveldúlfs sem Dagsbrún eldaði grátt silfur við hér á árum áður; afkomendur Hauks Thors sem var einn af sonum Thor Jensens og bróðir Ólafs Thors fyrrum for- sætisráðherra og formanns Sjálf stæðisf lokksins. ¦ um lauk hann við að semja verkið ...ár jarðardrekans. „Þetta er úr kínversku daga- tali, en ár jarðardrekans er árið í ár. Þetta er stutt og mjög skemmtilegt verk, meira get ég ekki sagt um það, því það er ómögulegt að lýsa tónverki í orð- um, það verður að hlýða á það. Auk .. .árs jarðardrekans flytur Jónas tvær Polonesur, sex Marz- urka, tvær Etyður og Ballata nr. 2 eftir Chopin. Fjórar Prelúdíur eftir Debussy og Tungl- skinssónötu Beethovens. Á laugardag verður Jónas með tónleika í Borgarneskirkju og verður þar með sömu dagskrá, utan að í stað árs jarðardrekans flytur hann smáverkið Tónleika- ferð, eftir ÞorkelSigurbjörnsson, sem hann samdi fyrir fyrstu tón- leika Jónasar. ^Sáf Jónas Ingimundarson, píanóleikari Video-8 videomyndavéla- keríið frá Sony fer nú siguríór um heiminn og fjölgar þeim stöðugt framleiðendunum sem veðja á video-8 sem framtíðarmyndavélakeríið, enda skiptir ekki máli hvaða myndbandstæki eða sjón- varpstæki þú átt, video-8 passar PASSAR VIÐ ÖLL TÆKI. j-j Þar sem^myndavélin er líka afspilunartæki er haégt að tengja hana við\öll sjónvarps- tæki og sýna beint af vélinni eða tengja við heimilismynd- bandið og ,,klippa", þ.e.a.s. færa á milli þau atríði sem þið viljið varðveita af upptökunni eða búa til eintök til að senda vinum og vandamönnum. INNBYGGÐUR SKJAR. Allt sem ef tekið upp sést jafnóðum I innbyggðum skjá þannig að þaö fer aldrei á milli mála hvað er veríð aö gera. Þá er skjárinn líka notaður í afspilun og skiptir þá ekki máli hvort þú ert uppi á Vatnajökli, í miðri Sahara eða bara niðrí við Tjörn. Þú getur hvenær sem er skoðað upptökurnar á staðnum. Einnig gefur innbyggði skjárínn upplýsingar um allar gjörðir vélarínnar ásamt upplýsingum um birtu, rakastig, ástand rafhlöðu og svo framvegis. TÍMA- 0G TITLAINNSETNING. Hægt er á einfaldan hátt að setja inn á upptöku daginn, mánuðinn, árið, klukkutímann og mínúturnar (t.d. 21.08.88/19:30:00). Eftir að einu sinni er búið að stilla inn dagsetningu og tíma er hvenær sem er hægt að kalla upplýsingarnar fram aftur því klukkan gengur þótt slökkt sé á vélinni. Einnig er hægt að setja titil inn á mynd, t.d. Sigga 5 ára eða Jólin 1988 og velja umátta liti f letrið. SJÁLFVIRKUR FðKUS. Er myndin í fókus eða ekki? Á Sony CCD-V50 þuríum við ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis hlutum eða þá birtu-og hvítustillingu því hægt er að hafa allar stillingar sjálfvirkar og sér þá vélin um að allt sé rétt, þú þarít bara að fylgjast með því sem þú erí að taka upp. Vélin sér um afganginn. Ótrúlega litlar spólur 9,4 cm á breidd og 6 sm á hæö. Fáanlegar 30 min., 60 min., 120 min. og 180 mín. Sex sinnum Zoom linsa. Sjálfvirkur og handvirkur fókus. CCD myndrásir. Þriggja tíma upptökuspólur. Innbyggður hljóðnemi. Tengi fyrir aukahljóðnema. Ljósnæmi 12 lux. Heyrnartólstengi. Sjálfvirk og handvirk hvítu- viðmiðun. Stafrænt (digital) minni til texta og myndinnsetninga. Hreinar myndklippingar. Hrein myndinnsetning. VERÐ 76.860 STGR. JAPISS BRAUTARHOLT 2 ¦ KRINGLAN • ¦ SlMI 27133 ¦ ¦ AKUREYRI ¦ SKIPAGATA 1 ¦ ¦ SÍMI 96-25611 ¦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.