Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 11
Ferjuflug Villtist r I blíðunni Fjögurra sœta Cessna með tvo Svía nauðlenti ísjónum 370 sjómílum suður aflandinu. Mannbjörg varð Undir morgunsárið í gærmorg- un nauðlenti 4ja sæta Cessna 172 Skyhawk með tvo Svía innan- borðs á sjónum um 370 sjómílur suður af Iandinu og var mönnun- um tveim bjargað um borð í veðurathugunarskipið Lima, en fiugvél Flugmálastjórnar hafði leiðbeint vélinni að skipinu þar sem sýnt var að hún hefði ekki eldsneyti til að ná landi. Vélin var á leið frá Narssassuaq á Græn- Iandi yfir hafið og ætlaði að hafa viðkomu á Rcykjavíkurflugvelli. Flugvélin var í sjónflugi undir 5500 fetum og því ekki veitt flug- umferðarþjónusta. Komutími til Reykjavíkurflugvallar var áætl- aður um 01 í fyrrinótt en þegar hún skilaði sér ekki á tilskyldum tíma var farið að svipast um eftir henni. Fyrir utan vél Flugmála- stjórnar tóku þátt í leitinni Fokk- er Landhelgisgæslunnar, þyrla og Herkulesvél frá Keflavíkurflug- velli auk Nimrod þotu frá Skot- landi. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn virðist sem áhöfn vélarinnar hafi villst á leiðinni frá Grænlandi til íslands og flogið framhjá landinu langt suðaustur við það. Vélin var útbúin öllum nauðsynlegum flugleiðsögutækj- um og því óskiljanlegt hvernig hún gat villst í því blíðskapar- veðri sem verið hefur. -grh FOSTUDAGSFRETTIR Húsnœðisstofnun Unisvifamikil fasteignasala Tugir íbúða tilsölu hjá Húsnœðisstofnun. Keyptar á uppboðum afgjaldþrota eigendum. Veð duga ekkifyrir skuldum. Flestar íbúðanna aflandsbyggðinni Hjá Húsnæðisstofnun ríkisins eru nú 39 íbúðir til sölumeð- ferðar. Aðrar 32 íbúðir hafa ver- ið seldar hjá stofnuninni undan- farna mánuði. Um er að ræða íbúðir sem Húsnæðisstofnun hef- ur keypt á uppboðum eftir að eigendur þeirra hafa komist í greiðsluþrot og koma þær nær allar af landsbyggðinni. Helgi V. Guðmundsson lögfræðingur hjá Húsnæðisstofnun segir nauðsyn- legt að breyta veðreglum. Helgi sagði Þjóðviljanum að þær 39 íbúðir sem nú væru til sölumeðferðar hefði stofnunin keypt á uppboðum á þessu ári og fyrr. Alls hefði stofnunin um 70 íbúðir á skrá. Helgi telur að það þurfi að endurskoða reglur þær sem giltu um veðsetningu. Við- miðun við brunabótamat tryggi ekki að veðhafar fái sitt bætt lendi íbúðareigandi í greiðsluerf- iðleikum. Söluverðmæti eða markaðsverð íbúðar væri raun- hæfasti mælikvarðinn. Að sögn Helga eru flestar íbúðirnar sem Húsnæðisstofnun hefur leyst til sín af landsbyggð- inni. Einungis ein til tvær íbúðir kæmu til stofnunarinnar með þessum hætti á ári. Það kæmi iðu- lega í ljós að markaðsverð íbúð- anna væri langt undir brunabóta- mati á landsbyggðinni en í Reykjavfk væri markaðsverð og brunabótamat yfirleitt svipað. Helgi telur Húsnæðisstofnun eiga rétt á raunhæfu veði. Lán stofnunarinnar væru með lág- marksvöxtum eða 3,5% á meðan bankavextir væru 9,5% og láns- tími væri langur sem yki á áhættu Húsnæðisstofnunar. Eins og veð- um væri háttað nú kæmi þetta minna að sök með nýbyggingar þar sem Húsnæðisstofnun ætti þá yfirleitt fyrsta veðrétt. En ýmis önnur lán hefðu þá reglu að veð færu ekki yfir 70% brunabóta- mats. Aðspurður sagðist Helgi ekki vel geta lagt mat á það hvort það hefði færst í vöxt að Húsnæðis- stofnun þyrfti að leysa til sín íbúðir með þessum hætti, þar sem hann hefði einungis verið rúmt ár í starfi. Hann héldi þó að þetta hefði heldur færst í vöxt. Miðað við útlánamagn biði Húsnæðis- stofnun ekki mikið fjárhagslegt tjón vegna þessa. Húsnæðisstofnun sér um sölu íbúðanna sjálf þó hún hafi heim- ild til að láta fasteignasölur sjá um það fyrir sig. Helgi sagðist vera að taka saman lista yfir íbúð- irnar og hann myndi liggja frammi hjá stofnuninniog hjá sveitarfélögum um allt land. Þá væri hann að vinna að ýtarlegri skýrslu um málið fyrir formann Húsnæðismálastjórnar og inn- heimtunefnd og væri hennar að vænta á næstunni. -hmp Kjarnorkubann Óskað stuðnings fra íslandi Ólafur Ragnar áfundum með utanríkisráðherrra. Ríkisstjórnin lýsi yfirstuðningi við samningaráðstefnu um tilraunabann á kjarnorku Afundi sem Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins og forseti alþjóð- legu þingmannasamtakanna átti með Steingrími Hermannssyni utanríkisráðherra í vikunni fór hann fram á það að ríkisstjórnin ritaði ríkisstjórnum Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna og Bretlands formlcgt bréf til að styðja þá til- lögu sem 5 ríki hafa sent til kjarn- orkuveldanna um að haldin verði sérstök samningaráðstefha um samning sem banni allar tilraunir með kjarnorkuvopn. Ólafur Ragnar kynnti utan- ríkisráðherra þá tillögu sem ríkin 5 hafa sent til kjarnorkuveld- anna, en tillaga er sett fram á grundvelli samnings um tak- Hvalveiðar Vertíðinni lokið Síðustu dýrin á land ígœr. Tvær langreiðarfylltu mœlinn Hvalvertíðinni lauk í gær þegar lauk ekki fyrr en langt var áliðið á hvalbátarnir komu með tvær langreyðar að landi í bítið í gær- morgun og mun hvalskurði ljúka í dag. Vertíðinni lauk núna mun fyrr en venjulega, en vertíðinni í fyrra september. Kemur þar bæði til að sandreyðin gekk mun fyrr á hefð- bundna veiðislóð en í fyrra og fjöldi dýra sem heimilt var að veiða var nokkru minni í ár en áður. _rk markaðar tilraunir með kjarna- vopn sem gerður var árið 1963 og er ísland meðal 116 rikja sem hafa undirritað samninginn. Samkvæmt samningum er það réttur sérhvers aðildarrikis að styðja tillögu um breytingar og ber að kalla ráðstefnu saman ef þriðjungur aðildarríkjanna send- ir formlegt bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við slíka ráðstefnu. Lýsti Ólafur Ragnar þeirri skoðun við utanríkisráðherra að mikilvægt væri að ríkisstjórn ís- lands yrði í hópi þeirra sem þann- ig lýstu formlegum stuðningi við gerð samnings sem bannaði allar tilraunir með kjarorkuvopn. Utanríkisráðherra hefur óskað eftir frekari upplýsingum úm gang málsins og stuðning frá öðf- um ríkjum og munu þeir Ólafur Ragnar eiga frekari fundi um þetta efni á næstunni. -«g. Fótbolti Eitt-núll fyrir norðan og sunnan Valsmenn ekki ívandrœðum með slaka Víkinga. Bikardraumur Ólafsfirðinga úrsögunni Valur og ÍBK keppa til úrslita um mjólkurbikarinn í ár og verður úrslitaleikurinn laugardaginn 27. ágúst. Valsmenn tryggðu sér úrslita- sætið með því að leggja Víkinga að velli á heimavelli þeirra síðarnefndu við Stjörnugróf, en Kcllvíkingar glímdu við Leiftur, inölina og áhorf- endur á Ólafsfirði og fóru með sigur af lióhni. Markaskorun var í algeru lágmarki á báðum vígstöðum þ.e. aðeins eitt mark á Iivoruni leikvelli. Jón Grétar Jónsson enn á fleygi ferð eftir að hafa skallað boltann í netið og tryggt Valsmönnum sigurinn. Mynd:E. Ól. Víkingur-Valur Valsmenn áttu þennan sigur á Víkingum fyllilega skilið því þeir höfðu tögl og hagldir mest allan leikinn. Engu að síður fengu þeir ekki ýkja mörg marktækifæri í fyrri hálfleik nema þá helst á 23. mínútu er Atli Eðvaldsson komst inn í vítateig Víkinga og skaut þrumuskoti sem Guðmundur Hreiðarsson varði meistaralega. Boltinn hrökk til Jóns Grétars Jónssonar en Guðmundur yarði einnig skot hahs. Skömmu síðar áttu Víkingar ágæta skyndisókn sem hófst með langri sendingu Andra Marteihs- sonar á Atla Einarsson. Hann lagði boltann út á Trausta Óm- arsson sem skaut að marki en boltinn fór yfir Valsmarkið. Á markamínútunni, 43. mínútu, skoruðu Valsarar en markið var dæmt af. Guðmundur Baldurs- son var þá dæmdur rangstæður en hann átti hjólhestarspyrnu í sam- skeytin á markinu og Jón Grétar fylgdi á eftir en línuvörðurinn hafði þegar veifað flaggi sínu. í síðari hálfleik voru Valsmenn enn betri og áttu ótal marktæki- færa sem fóru forgörðum. Vík- ingar, á hinn bóginn, áttu enn erf- iðara um vik og tókst ekki að beita skyndisóknum sínum svo að hætta stafaði af. Á 61. mínútu skoruðu Valsmenn síðan sigur- markið og var vel af því staðið. Guðmundur fékk þá góða serid- ingu upp í hægra fornið, lagði boltann vel fyrir sig og sendi glæsilega sendingu fyrir markið hvar Jón Grétar kom á siglingu og skoraði með góðum skalla. Þetta var sumsé sigurmarkið en mörk Vals hefðu getað orðið enn fleiri. Leiftur-IBK Bikardraumur Ólafsfirðinga náði ekki langra en í undanúr- slitin því Keflvíkingar sigruðu sanngjarnt enda þótt aðstæður væru þeim ekki í hag. Grétar Ein- arsson skoraði eina mark leiksins strax á 9. mínútu með skoti utan úr vítateig: Þrátt fyrir mikið basl tókst heimamönnum ekki að jafna og Keflvíkingar fara því í úrslit í fimmta skipti. -þóm NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓDVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.