Þjóðviljinn - 21.10.1988, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Qupperneq 3
YDDA F5.28/SIA Til heiðurs Sigurjóni Listasafn Sigurjóns Ól- afssonar opnað í dag. Birgitta Spur: Mikilvægt að almenningur hafi að- gang að verkum lista- mannsins. í dag verður opnað nýtt lista- safn I Reykjavík. Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar á Lauganesi. Sigurjón hefði orðið áttræður í dag hefði honum enst aldur. Hann var einn af okkar fremstu myndhöggvurum og lét eftir sig fjölda listaverka sem hann skapaði í vinnustofu sinni í Laugarnesi. Það var ekkja Sig- urjóns, Birgitta Spur sem stofn- aði safnið árið 1984 tveimur árum eftir andlát listamannsins Birgitta Spur ekkja Sigurjóns Ólafssonar hefur unnið þrekvirki við að breyta vinnustofu hans í myndarlegt safn sem hefur að geyma stóran hluta verka Sigurjón. Mynd Jim Smart. - Ég ákvað að stofna þetta safn til að tryggja að hið mikla safn listaverka, sem Sigurjón lét eftir sig yrði varðveitt og gert almenn- ingi aðgengilegt á þeim stað sem þau voru sköpuð, sagði Birgitta Spur þegar hún stolt sýndi út- sendurum blaðsins hið nýja safn. Tveir sýningasalir eru í húsinu, sá stærri er þar sem vinnustofa lista- mannsins var. En minni salurinn er á efri hæð hússins. Einnig hef- ur verið komið fyrir lítilli kaffi- stofu í húsinu þar sem má njóta útsýnis út á Faxaflóann. Það er mikið þrekvirki sem liggur á bak við svona uppbyggingu. - Þetta tókst með hjálp góðra manna, þessi uppbygging hér hefur kostað 23 miljónir króna. Framkvæmdir lágu niðri um tíma í fyrra en þá bárust safninu 3 milj- ónir króna að gjöf frá ónafn- greindum aðila erlendis, og þar með var hægt að setja í gang aft- ur, sagði Birgitta og bætti við að fjármagn til uppbyggingar safnsins hefði verið fengið með framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum; einnig hefði ríkið, Reykjavíkurborg og Þjóðhátíð- arsjóður styrkt það. Brigitta sagði að enn vantaði um 3 miljón- ir kr. til að endar næðu saman. Á sýningunni sem opnuð verð- ur í dag eru 40 verka Sigurjóns til sýnis. Safnið hefur fengið lánað höggmyndi na „Kona“ sem hann gerið árið 1939, frá Danska listas- afninu, en það verk hefur aldrei verið sýnt hér áður. Nokkur önnur verka hans verða nú sýnd í fyrsta sinn. - Þegar við völdum verk til sýn- ingar við opnun safnsins langaði okkur til reyna að sýna smá yfirlit yfir verk Sigurjóns, og sýna and- stæðurnar í hans myndum, það er ákveðið tema í þessari sýningu, sagði Brigitta um leið og hún leiddi okkur milli myndverka sem sýninguna prýða. Safnið verður fyrst um sinn opið á laugardögum og sunnu- dögum. í tilefni vígslu safnsins verður boðið upp á ljóðalestur og tónleika nk. sunndag, og einnig verða tónleikar í safninu á mið- vikudag og föstudag í næstu viku. -sg royal crowlTcola NY STÆRÐ 1 LÍTRI ROYAL CROWN 'COLA 1/2 LITRI í r meö leyfi Royal Crown Coia Co.; _ . -o n Egin Skallagrímsson, Grjóthálsi 7- ■ j Best fyrir: Sjá dagsstningu á botnínU1 KYNNINGARTILBOÐ: 20% AFSLÁTTUR! Til samanburðar: Coke Pepsi 33 cl dós: 27,- 37,- 37,- V2 lítri: 37,- 48,- 37,- llítri: 65,- ekki til ekki til (Verð í Hagkaupum þann 12. okt. '88) FYRIR ÞÁ SEM VELJA SJÁLFIR HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.