Þjóðviljinn - 21.10.1988, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Qupperneq 13
Hann setur þau í vélasamstæðu frá 1950 sem malar tóbakið. Fáar nautnir hafa verið lífseigari með þjóðinni en að taka í nefið, enda segja þeir sem hafa vanið sig á það að ekkert jafnist á við það. Reyndar hefur neftóbakið verið eitthvað á undanhaldi en þó mun minna en ætla mætti. í dag taka íslendingar um 12 tonn í nefið á ári en þegar mest var mun heildar- neyslan hafa verið um 13 tonn á ári. Neftóbaksmenn eru íhalds- samir menn og þó máltækið segi að þetta sé allt sama tóbakið, þá er það nú svo að íslenska neftó- bakið er alveg sér á parti. ís- lenska neftóbakið er svo sérstakt að neftóbakskarlar geta vart hugsað sér önnur korn í nösina en þau sem framleidd hafa verið hjá ÁTVR síðan 1948. Áður var neftóbakið flutt inn frá Danmörku en svo kom stríðið og öll viðskipti við fyrrverandi nýlenduherrann lögðust af. Þá voru góð ráð dýr og lögðu menn í Háskólanum hausinn í blautt og bjuggu til þá neftóbaksblöndu sem enn þann dag í dag er lageruð í kjallara ÁTVR í Borgartúni 7. Það er ekki bara sjálf blandan sem hefur haldist óbreytt í ára- Slðan er tóbakið klárt I pökkun á dósir hjá Helgu Sigurdardóttur. Ut um hinn endann á vélasamstæðunni kemur fínn brúnleitur salli. ar hann saug það upp í nefið, enda lítt vanur neftóbaksneyslu. T óbaksverksmiöjjan Það eru tvær manneskjur sem sjá um að framleiða neftóbakið og setja það á umbúðir. Það eru þau Bjarni Helgason, sem sér um framleiðsluna og Helga Sigurðar- dóttir, sem sér um pökkunina. Hvorugt þeirra tekur í nefið. Bjarni sagðist fá þetta úr loftinu, en neftóbaksilmur liggur yfir öllu í herbergjunum þar sem fram- herberginu þar sem pökkunin fer fram að hún fyndi ekki fyrir lykt- inni. Tóbakslaufin koma frá Banda- ríkjunum og þau eru síðan mulin í vélasamstæðu sem keypt var til landsins um 1950. Þegar búið er að mala tóbakið er það blandað pottösku og vökva. Sú blanda er svo sett á trétunnur og lageruð í sjö mánuði í kjallara hússins. Síð- an er tóbakið sigtað og sett á dós- ir og þaðan í nefið. -Sáf Það jafnast fátt á við íslenska neftóbakið og því erfitt að kunna sér hóf í því. Myndir Jim Smart raðir, heldur hafa umbúðirnar tekið litlum breytingum öðrum en þeim að plastið hefur leyst af málminn. Kringlótta tóbaksdósin er vörumerki neftóbaksins, reyndar kom nýverið miði frá landlækni á dósina þar sem varað er við neftóbaksnotkun vegna þess að það geti valdið slímhúð- arbólgum að taka í nefið eða í vörina. Neftóbakskarlarnir hrista hausinn yfir slíkum viðvörunum og benda heilbrigðisyfirvöldum á að heimsækja elliheimilin og sjá hverjir eru ernastir þar, en það eru þeir sem hafa tekið óslitið í nefið frá unga aldri. Nú er verið að gera tilraunir með nýjar umbúðir fyrir neftó- bakið. Þær eiga að vera einsog horn í laginu. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að breyta til er sú að yfirborð dósanna er svo mikið að tóbakið þornar fljótt. Ein vandkvæði eru þó á horninu, en það er að fá tóbakið ofan í um- búðirnar. Því hefur Iðntækni- stofnun verið fengin til þess að finna lausn á því. En það eru fleiri tilraunir í gangi með neftóbakið, þvf verið _______________,_______________________________ er að reyna neftóbaksblöndur, __________________________________________ Bjami Helgason losar um samþjöppuð tóbakslaufin áður en... að tóbakið hefur verið geymt á trétunnum ísjö mánuðimokar BjamiþvíI sigti. 12 tonn í nefið þar sem mismiklu viskýi er leiðslan fer fram. Hann sagði að blandað út í gamla tóbakið. Eng- lyktin yrði aldrei leiðinleg, það in niðurstaða hefur fengist af Væri frekar að hann saknaði þeim tilraunum, en undirritaður hennar þegar hann væri burtu frá fékk að prófa viskítóbakið og var vinnu í langan tíma. Helga sagði ekki laust við að svifi á hann þeg- að loftræstingin væri það góð í Föstudagur 21. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.