Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 6
Lennon dró sig út úr sviðsljósinu í 5 ár og gerðist húsfaðir. Hann helgaði sig uppeldi sonarins Sean Taro, sem hann er meö í fanginu á Varhann geðsjúklingur, heróínneytandi og morðingi eða leiðarljós fjöldans? John Lennon er ein af helstu kúltúrhetjum nútímans, varð það þegar í lifanda líf i en jafnvel enn frekar þegar honum hlotnaðist sá dauðdagi sem öðrum fremur hef- ur dugað til að lyfta frægum mönnum hvers tíma inn á spjöld sögunnar. Reyndarerþaðenn opin spurning hvort Lennon kem- urtil með að lifa áfram eftir dauðann í slagtogi með mönnum eins og John Kennedy, Lenin og Lao Tse en í öllu falli hef ur f rægð hans lítið dalað eftir dauðann og sjaldan hefur Lennon heitinn ver- ið jafn mikið auglýstur og þessa dagana. John Lennon var myrtur af Mark David Chapman fyrir rétt- um átta árum, 8. desember 1980. Síðan þá hafa menn með mis- jöfn sjónarmið að leiðarljósi keppst við að halda minningu hans á lofti. í Bandaríkjunum hafa tvær bækur um Lennon dregið að sér athygiina og þær ólíkar. Önnur er eftir Albert nokkurn Goldman og heitir Líf Lennons eða The Lives of John Lennon. Sú bók hefur farið mjög fyrir brjóst sannra Lennon- aðdáenda enda veltir Goldman bítlinum upp úr alls kyns miður skemmtilegum hlutum. Gold- man heldur því fram að Lennon hafi verið heroínneytandi, hommi, geðsjúklingur, anorexi- usjúklingur og hugsanlega morð- ingi. Hvítþvottur? Hin bókin, Imagine: John Lennon eða ímyndaðu þér: John Lennon sem reyndar er gefin út samtímis því sem kvikmynd með sama nafni kom út ásamt tveggja platna albúmi sýnir aðra hlið á Jóni. Yoko Ono, sem hefur reynt hvað hún hefur getað til að vern- da ímynd hins fallna maka síns síðan hann var myrtur, lánaði framleiðanda myndarinnar Da- vid Wolper video-upptökur úr einkasafni sínu, Ijósmyndir og upptökur. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í október síð- astliðnum. Wolper féllst reyndar á að gera kvikmyndina að því skilyrði uppfylltu að Yoko hefði ekki puttana í gerð hennar, en kunnugir segja að það hafi ekki skipt höfuðmáli: Bæði líti þau bítilinn svipuðum augum. Á meðan Goldman dregur upp sem dekksta mynd af Lennon segist Wolper draga fram trúverðuga mynd af Lennon sem „listamanni og manneskju“. Myndirnar hér til hliðar eru fengnar úr hinni ný- útkomnu bók. Skítkast? Bók Goldmans var ekki fyrir þessari mynd. löngu númer tvö á lista yfir mest seldu bækur Bandaríkjanna. Goldman hafði áður skrifað bók um Elvis Presley þar sem ófögur mynd af „kónginum“ er dregin upp þar sem hann lýsir Presley á síðustu árum ævi sinnar m.a. sem „stórri feitri kellingu sem er að ná sér eftir einhvers konar skurðað- gerð á kynfærunum" og bjuggust því fæstir við fínum dráttum nú. Goldman viðurkennir að hann hafi ekki rætt við nánustu að- standendur Lennons, hvorki fyrri konu hans Cynthiu eða son þeirra, Julian, ekki við Yoko né Sean, né nokkurn af hinum bítl- unum Georg, Paul eða Ringo. En hann ræddi við fyrrum ástkonu Lennons, May Pang og móður leikfélaga Sean, konu að nafni Marnie Hair auk annarra. í einu októberhefta tímaritsins Newsweek er að því látið liggja að vinnubrögð Goldmans hafi ékki verið allt of vönduð. Bæði John og Yoko neyttu á tímabili heróíns og viðurkenndu það og lag Lennons „Cold Turkey“ fjall- aði um fráhvarfseinkenni sem hann upplifði sem heróín- neytandi. Homminn Lennon Staðhæfing Goldmans um að Lennon hafi verið hommi þykir ótrúleg, jafnvel þó Lennon hafi einhvern tíma sagt að eitthvað hafi „næstum því gerst“ milli hans og Brian Epstein umboðsmanns Bítlanna á Spáni 1963. Epstein var hommi og dró litla dul á það. Goldman heldur því jafnframt fram að Lennon hafi notfært sér mellur af báðum kynjum þegar hann heimsótti Bankok eitt sinn. Pví til sönnunar bendir hann á að vændishús í Bankok bjóði upp á þjónustu beggja kynja! Morðinginn Lennon Goldman býður jafnframt upp á sögu um að John Lennon hafi í Hamborg 1960 misþyrmt sjó- manni svo illilega að hann kunni seinna hafa látist af áverkunum og að Lennon hafi alla tíð síðan „þjáðst af sektarkennd sem morðingi“. Goldman færir hins vegar engin rök eða sannanir fyrir þessari sögu. Pá hefur Gold- man eftir áðurnefndri Marnie Hair að Lennon hafi 1962 spark- að í höfuð Stu Sutcliffe - fimmta Bítlinum - og að hann hafi látist nokkrum mánuðum seinna af völdum heilaæxlis. Seinna hafi Lennon haft áhyggjur af því að dauði Sutcliffe væri sín sök. Marnie Hair segist hafa þessa sögu frá Yoko sjálfri, sem segir aftur á móti að hún sé að heyra hana í fyrsta sinn nú. Þá gerir Goldman lítið úr Lennon sem ástkærum heimilis- föður sem lét mynda sig við brauðbakstur og vanrækti son sinn Sean, sem fyrir vikið hafi alist upp án þess að læra nokkra „sjálfsstjórn". Kunnugir telja að rétt að Lennon hafi kannski gert nokkuð mikið úr „brauðbakst- urstímabilinu" en benda á að Sean sé í dag heilbrigður ung- lingur sem elski hinn fallna föður sinn. Ýmsir vilja líta á þessar tvær bækur sem tvær mismunandi leiðir til að líta á heilt tímabil, tímabil bítlanna frá 1962 til 1974. Goldman lítur sjálfur þannig á: „Pað er búið að gera þetta tímabil að aldingarðinum Eden, - eina sem ég er að segja er að það var syndafall, það var höggormur og það var synd.“ phh/byggt á Newsweek 6 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.