Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 15
Bríet Héðinsdóttir gluggar í bréf ömmu sinnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, en bréf þessi skrifaði hún til barna sinna, Laufeyjar og Héðins á árunum 1910-1917, þegar þau voru við háskólanám í Danmörku. Mynd Jim Smart. maðurinn hennar, Valdimar Ás- mundsson, ritstjóri Fjallkonunn- ar, átti líklega úrslitaþátt í því. Að minnsta kosti þakkar hún honum þetta allt á gamals aldri. Seinna kemst hún svo í sam- band við erlendar konur og það verður til þess að hún stofnar Kvenréttindafélagið árið 1907 og hún er formaður þess til 1926, að einu ári undanskildu. Bríet talar mikið um að alþýða kvenna sé hlynnt kvenréttinda- málum en barmar sér undan skorti á forystukonum. Með for- ystukonum á hún við embætti- smannakonur. Pannig var hrey- fingin leidd til sigurs erlendis, þar voru þetta mest yfirstéttakonur sem tóku sig saman um þetta. Al- þýða kvenna á íslandi var for- ystulaus á þessum tíma. Auk þess nefnir hún strjálbýlið sem stóran tálma.“ Bríet fer inn í bæjarstjórn fyrir kvennalistann, „Já það var árið 1908 að Kvennalistinn gamli bauð fram í bæjarstjórnarkosningunum og fékk fjórar konur kjörnar. Þetta var ekki pólitískur flokkur einsog núna heldur konur sem tóku sig saman og buðu fram lista. 1912 buðu konur aftur fram sérstakan lista en þá komst Bríet ekki inn, en árið 1914 fer hún aftur inn og þá er hún kosin til 6 ára en fer svo ekki oftar fram.“ Samband mæðgna Ef við snúum okkur aftur að bréfunum. Eru svarbréf systkin- anna einnig til? „Ja og töluvert úr þeirra bréfum birtist einnig í bókinni, einkum úr bréfum Laufeyjar. Bókin fjallar mjög mikið um samskipti þeirra mæðgna og það var kannski ekki síst þetta sam- band sem vakti áhuga minn. Nú er ég sjálf komin á þann aldur að eiga uppkomnar dætur og hafði því bæði gagn og gaman af því að fræðast um samband Bríetar og Laufeyjar. Þetta samband verður mjög skýrt í bréfunum. Það var feiki- lega náið og þær trúðu hvor ann- arri fyrir sínum hugsunum og eru bréfin oft býsna opinská. Eftir að Laufey kom heim vann hún á skrifstofu í Reykjavík allt sitt líf. Hún vann mikið að kvennréttindamálum og var mjög róttæk, m.a. sat hún í mið- stjórn Sósíalistaflokksins um tíma. Hún lést árið 1945. Laufey var skáldmælt og hafa ljóð henn- ar verið gefin út.“ Hversu langan tíma hefur það tekið þig að ganga frá bókinni? „Það eru 4 ár síðan ég hófst handa við þetta. Vinnan við að koma bókinni saman hefur verið mjög tímafrek. Einsog ég sagði voru bréfin í einum haug og það tók mikinn tíma bara að flokka þau í rétta tímaröð og púsla þessu saman.“ En hvað verður um bréfin núna? „Ég er að bíða eftir svari um það hvort Kvennasögusafnið fær inni í Þjóðarbókhlöðunni. Gerist það mun ég afhenda bréfasafnið Kvennasögusafninu. “ Að lokum Bríet. Mannst þú eftir ömmu þinni? „Nei ég var algjör óviti þegar hún lést. Ég hef einkum fræðst um ömmu í gegnum mömmu, sem var óskaplega hrifin af henni og ýmislegt af því sem kemur fram í bókinni er komið frá möm- mu. Þegar mamma talar um Bríeti hermir hún iðulega eftir henni og ég er ósjálfrátt farin að gera það líka.“ -Sáf ________________________________________I Útþensla sálarinnar Hcr á cftir birtist brot úr bréfi Bríctar Bjarnhéðinsdóttur til Laufeyjar vorið 1911 / fyrrakvöld 19. maí var veisla fyrir Steingrím Thorsteinsson af því þá var hann 80 ára. Hannes Hafstein talaði fyrir minni hans en Ágúst [H.] Bjarnason /heimspekingur, bróðir lngibjargar] fyrir minnifrúarinnar. Sú ræða var perla í sinni röð. Fyrst talaði hann um skáldið og vissi ekki hvað hann œtlaði. Svo um góðu heimilin sem vœru hyrningarsteinar þjóðfélagsins. Um það kvaðst hann nú ekki vilja fara fleiri orðum þótt ástœða vœri til þess einmitt nú þegar verið vœri að eyðileggja heimilin og kon- urnar að taka allt annað fyrir og vasast í öllu sem þeim kæmi ekkert við. Pá litu allir til mín. En þær væru núorðið hvorki mær, kona eða móðir. En þessi kona hefði aldrei haft hátt um sig. Hún hefði gengið hljótt um á heimilinu og látið lítið á sérbera en alið upp börnin sín og haldið heimilinu ( reglu. Konan yrði tvíein þegar hún fœddi fyrsta barnið og þríein þegar hún fæddi annað barnið. Sál mannsins þendist út um þriðjung í hvert sinn sem konan hans fœddi honum barn. - Var þetta ekki fagurlega mælt og djúphugsað? Eftir því verða eiginmennirnir alltaf and- lega vanfœrnir þegar konan verður það líkamlega. En hún á að því leyti betri aðstöðu að hún verður venjulega léttari eftir 9 mánuði en maðurinn þenst alltafmeir og meir út. Það hlýtur að vera óþœgilegt ásigkomulag. Þá fyrst skildi ég þennan ólýsan- lega ánægjubelging sem mér virtist vera yfir Ágústi um kvöldið. Því olli auðvitað útþensla sálarinnar. Konan hans er nú í 3. eða 4. sinn komin á steypirinn og þá má geta nœrri að sálin hans Ágústs er farin að verða nokkur fyrirferðar. Ekkert undarlegt þótt hann verði stöku sinnum súr á svipinn, svona á milli há- tíðanna - og barnanna. Hann kvíðir auðvitað fyrir nœstu út- þenslunni þótt hún sé máske þægileg afspurnará hátíðum. - Mig langaði til að svara á eftir með því að talafyrir karlmönnum og geraþað laglega en þó svo að allirfyndu að það vœri svar. En eg vildi ekki gera það í þessari veislu. En talaði svo fyrir minni íslenskra skálda fyrir hönd kvenna því þœr skildu skáldin best, hjá þeim geymdust Ijóð þeirra mann fram afmanni, þœr kvæðu þau við vöggu barnanna og hjá þeim lœrðu börnin þau ogfengju börniit sinn fyrsta skilning á Ijóðum. Því vœru tungurnar kallað- ar „móðurmál“ að af mœðrum lœrðu börnin fyrst málið. En skáldin hefðu einnig annað œtlunarverk. Þau væru merkisberar þjóðanna. Það væri ekki þýðingarlaust þegar biblían talaði um sjáendurna, spámennina. Það hefðu verið skáldin. Og sjáandi gæti skáldið heitið af því það sœi dýpra niður, hærra upp og lengrafram en aðrir menn. Þau sœju kjarna Itlutanna og hug- sjónanna, þau bæru merkið, vísuðu veginn sem þjóðin fylgdi á eftir o.s.frv. Ýmsir þökkuðu mér síðar, bœði karlar og konur. Sögðu ræðuna góða. - Mátti auðvitað útfæra hana miklu betur en ég vildi hafa hana stutta. Nú er kl. yfir 2Vi um nótt og eg sárkvefuð - enda bréfið á morgun. Góða nótt elsku bariiið mitt! Föstudagur 2. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.