Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Ambáttin blakka og blaðakonan róttæka Um skáldsögurnar Astkær eftir Toni Morrison og Ast og skuggar eftir Isabel Allende Viö höfum heyrt þaö í frétt- um að færri bækur koma út á þessu ári en í fyrra eða hitteð- fyrra. Þetta þarf þó ekki að merkja að kreppa sé gengin í garð í bókaútgáfu. í sjálfu sér gerir það t.d. lítið til þótt þýdd- um skemmtisögum fækki stórlega. Hitt væri lakara ef bókaútgefendur treystu sér ekki til þess lengur að gefa út metnaðarmeiri bækur þýdd- ar. Sem betur fer þurfum viö ekki að kvarta yfir því. Öðru nær: undanfarin ár hefur sú breyting reyndar orðið merki- legust á hlutföllum í bókaút- gáfu að fjölgað hefur þýðing- um á sígildum og nýjum bók- menntaverkum. Það er verið bæta fyrir syndir liðins tíma með þýðingum á Cervantes og Dostojevskí og Kafka og þau Marquez og Jersild og Umberto Eco og Isabel Al- lende rata til okkar tiltölulega fljótt. Markaðslögmálin hafa ekki risið undir þessari þróun. Hér munar miklu um þá sjóði sem til eru og greiða fyrir þýðingum á Norðurlandabókmenntum og svo íslenski þýðingasjóðurinn - án þeirra væru hlutföllin önnur og verri. Og sem fyrr segir: þessi hlutföll eru með besta móti á þessari ver- tíð. Hér verður samt ekki reynt að gefa yfirlit yfir uppskeruna en numið staðar við tvær skáld- sögur, báðar eftir konur, báðar nýlegar, báðar frægar. „Ástrík" eftir bandarísku blökkukonuna Toni Morrison sem Úlfur Hjörv- ar þýðir og Forlagið gefur út og „Ást og skuggar" eftir Isabel Al- lende frá Chile, Berglind Gunn- arsdóttir þýddi og Mál og menn- ing gefur út. Draugagangur í sálinni Ástkær eftir Morrison segir frá Sethe, svertingjakonu sem býr með dóttur sinni ein í húsi. Þetta er nokkru eftir þrælastríð, þrælahald hefur verið afnumið í Bandaríkjunum, en það lifir sterku lífi í öllu gangvirki samfé- lagsins. Hvítir menn fara sínu fram sem fyrr, dagar þrælahalds- ins (sem aldrei hverfa úr hringrás sögunnar) lifa áfram jafnt í of- beldisverkum hvunndagsins sem í heiftarlegum draugagangi í sál- inni. í þeim minningum sem Sethe vill hrinda frá sér en kemst aldrei undan. Sethe var ambátt sem flúði með börn sín úr óbærilegri vist og þegar hún óttaðist að þau yrðu af henni tekin drap hún eitt þeirra, litla stúlku sem kölluð var Ást- kær. Og því er Sethe ein: þótt ótalmargt í neyð hennar geti orð- ið henni til málsbóta hefur hún stigið yfir siðaboð sem ekki verð- ur fellt úr gildi og það mun henn- ar fólk ekki fyrirgefa henni og hún ekki sjálfri sér heldur. Henni fer serrt Raskolnikov í allt annarri sögu - refsing hennar er útskúf- unin úr mannlegu félagi. Og þeg- ar einn af gömlum samþrælum hennar, Paul D, gerir sig liklegan til að hrekja burt draugaganginn í húsi og sál Sethe birtist Astkær sú sem myrt var barnung. Hún er nú ung stúlka og vitjar sfns réttar, freistar ástmanns móður sinnar og hrekur hann á burt og sýgur úr henni kraft og vit. Nauðung fortíðarinnar Þaö er ekki síst meðferð höf- undar á draugasögunni sem hvet- ur lesandann til að lofa þessa skáldsögu. Hið „yfirnáttúrlega“ verður ekki að áhrifabragði, það- an af síður að leikaraskap. Draugasagan vex eins og kyn- legur gróður út úr óttanum og skelfingum hins liðna, upp af þeirri togstreitu í huga Sethe að það er margt sem hún vill ekki þurfa að muna, en samt heldur fortíðin henni í gislingu og hana þyrstir í meira um hana og því getur hún ekki eignast framtíð. Og um leið verður drauga- sagan eins og táknræn í samfé- iagslegum skilningi:-það sem var er ekki liðið. Það gengur aftur í ýmsum myndum. Lesandinn get- ur búist við því, að sagan geymi ýmislegan fróðleik um samskipti hvítra herra og svartra þræla á Suðurríkjum Bandaríkjanna á öldinni sem leið. Sá fróðleikur er til staðar, en ekki sem heimilda- efni, heldur sem lýsing „innan frá“ á því, hve grátt ánauðin leikur í rauninni bæði valdstétt og valdslausa öreiga og um leið áminning um að það mynstur mun langlíft verða þótt það taki ýmsum myndbreytingum. Um þetta segir m.a. á þessa leið í sögu Toni Morrison: „Hvítt fólk trúði því, að hvað sem öllu fasi svartra liði, skýldi húð þeirra frumskógi. Straum- hörðum, ófærum fljótum, ró- landi og vælandi bavíönum, sof- andi snákum með rauð gin, sem þyrsti í þeirra sæta, hvíta blóð. Að vissu leyti hafði það rétt fyrir sér, hugsaði hann. Því harðar sem svertingjarnir lögðu að sér til að sannfæra það um hve vin- gjarnlegir þeir væru, hve gáfaðir og alúðlegir, hve mannlegir, því nær sem þeir gengu sjálfum sér við að fullvissa hvíta um það sem svertingjum fannst að ekki væri hægt að bera brigður á, því dýpra varð myrkviðið sem óx inni í þeim. En það var ekki frumskóg- urinn sem svartir færðu með sér hingað úr öðrum (lífvænlegum) stað. Það var frumskógurinn sem hvítir menn gróðursettu í þeim. Og hann óx. Hann breiddist út. í lífinu og eftir það breiddi hann úr sér þar til hann óx yfir þá hvítu sem höfðu gert hann. Snerti þá. Breytti þeim. Gerði þá heimska, blóðþyrsta, verri en þeir vildu vera, vegna þess hve hræddir þeir voru við frumskóginn sem þeir höfðu plantað..." Úlfur Hjörvar gerir margt vel í þýðingu sinni, sem vafalaust hef- ur verið mjög erfitt verk: hitt er svo miður að lesandinn verður of oft var við erfiðleikana. Ástin og pólitíkin Skáldsaga Isabel Allende, Ást og skuggar, lumar á mörgum freistingum fyrir lesandann. Þetta er pólitísk ástarsaga og um leið spennusaga um það hvernig ung blaðakona og ástmaður hennar finna fjöldagröf með lík- um pólitískra fanga og um háska- lega baráttu þeirra fyrir því að fregnir af þeim fundi berist út um landið og heiminn og verði til áfellis Hershöfðingjanum sem hefur steypt vinstristjórn og af- numið lýðræðið í nafni Föður- landsins. Og þessi flétta er ekki úr sandi saman tvinnuð: við vit- um að tíðindi af þessu tagi gerast í heimalandi skáldkonunnar, Chile, og mörgum löndum öðr- um. Við erum líka að lesa höfund sem kann vel að færa sér í nyt hinar sterkustu andstæður (nefn- um til dæmis fagnaðarríkan ásta- fund þeirra Irenu blaðakonu og vinar hennar Francisco í ömur- legri návist rotnandi leifa hinna myrtu, sem þau hafa fundið í yfir- gefinni námu). Við lesum höfund sem hefur gott auga fyrir litríkum og sjaldgæfum persónum og fyrir grátbroslegum furðum. Þetta er og mjög aðgengileg bók bæði í allri sinni byggingu og því lipra málfari sem Berglind Gunnars- dóttir hefur komið á þýðingu sína. Ég veit ekki neitt Doris Lessing hefur stundum verið að minna okkur á það sem hún kallar fróðleiksgildi skáld- sögu og margir vanmeta. Fróð- leiksgildi þessarar sögu hér er ekki síst fólgið í meðferð af- neitunarinnar. Með öðrum orð- um: af ferli aðalsöguhetjunnar, blaðakonunnar Irenu Beltrán, fáum við skilið margt sem ræður því að stétt og staða og umhverfi og sjálfsverndarþörf sameinast um að leyna því fyrir einstakl- ingnum sem er að gerast í landi hans. Irena er þegar sagan hefst trúlofuð Gustavo Moreno, lið- sforingjaíhernum. Hún er afefn- uðu fólki komin og móðir hennar er einlægur stuðningsmaður Hershöfðingjans. Hún hafði van- ist að taka aðeins eftir því sem var fallegt og skemmtilegt „afneita öllu því sem var óþægilegt og af- greiða það sem misskilning". Sagan rekur það svo með sannfærandi hætti, hvernig gæska og forvitni opna Irenu smugu út úr afneituninni - og greinir frá því um leið, að það þarf meira til. Það þarf áfall, yfirþyrmandi reynslu og vitneskju, til að kom- ast út úr sjálfsverndarhjúpnum í landi harðstjórnar. Þetta þema er svo rakið með tilbrigðum bæði í dæmi móður írenu, sem aldrei getur hætt að neita staðreyndum, og fyrrverandi unnusta hennar, liðsforingjans, sem snýst að lok- um til andófs og geldur fyrir með lífi sínu. En Gustavo þessi Mor- eno, er einskonar holdtekning þeirrar vonar skáldkonu frá Chile, að jafnvel í hernum sé ein- hvern þann heiðarleik að finna sem geti lagt þeim lið sem vinna gegn ofríki lyginnar. Að skrifa um stórmæli Tvær skáldsögur: um hina mestu niðurlægingu og um það hvernig yfirstíga má hið pólitíska hugleysi. Þær leiða hugann að þeirri athugasemd, sem Isabel Allende hefur sjálf látið falla um mismuninn á þeim öfgafulla veruleika sem sögur hennar nær- ast á og veruleika dálítið þreyttra evrópskra velferðarsamfélaga. Þar sem menn skrifa langar sögur um það sem gerðist ekki eftir rigningarskúrinn á fimmtudaginn var. Þótt við vitum vel að sjálfur efniviðurinn getur aldrei ráðið úrslitum um árangur rithöfundar, þá fer ekki hjá því að þegar frekar tíðindalítið er í bókmenntum á heimaslóðum, þá förum við jafnvel að öfunda þá sem standa augliti til auglitis við grimman lífsháskann. Svo lítil eru takmörk þess hve tíminn leikur á oss, hann tekur jafnvel sárustu þjáninguna frá oss.... Los que estabanayerconelparo Hoy están contra el Consumo Popuiar, 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.