Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 10
LEIÐARI FYRR Athugasemd frá einstæðrí móður Þeir á fimmtudagspressu Alþýðublaðsins birtu um daginn könnun sem nemendur á Selfossi höfðu gert um aðstæður og bakgrunn fanga á Litla-Hrauni undir stjórn kennara síns, Þor- láks Helgasonar sem einmitt vann á Alþýðublaðinu þangaðtil í haust. Könnunin er á margan hátt fróðleg, - en þeim Alþýðublaðs- mönnum reyndist hált svellið og slógu niðurstöðunum uþþ undir fyrirsögninni „Flestir ólust upþ hjá einstæðri móður“. Sem gefur því undir fótinn - eða hvað? - að sá sem elst upp hjá móður sinni einni sé líklegri en aðrir til að lenda á Hrauninu. Einstæðar mæður hafa ekki verið mjög ánægðar með þessa uppsetningu blaðsins, og lái þeim hver sem vill. I Alþýðublaðinu í gær er birt kvörtun einnar þeirra í smágrein með heitinu „Athugasemd frá einstæðri rnóður". Hún segir við kollega okkar að sér finnist þessar trakteringar blaðsins í hæpnara lagi. Börn einstæðra foreldra sæti ósanngjarnri gagnrýni í þjóðfélaginu, og þessi fyrirsögn gefi í skyn að ein- stæðar mæður séu verri uþþalendur en aðrir. Þessari réttmætu umkvörtun svarar svo blaðamaðurinn með hálfgerðum hortugheitum: Það sé klárt að miklu hærra hlutfall fanga á Litla-Hrauni hafi alist upp hjá mæðrum sínum einstæð- um en hjá því fólki sem gengur og gerist í samfélaginu. Á því veki fyrirsögn greinarinnar athygli: „Þetta er ósköp einfaldlega niðurstaða sem lesendum er látið eftir að túlka.“ Þetta er ómerkilegt svar í viðkvæmu máli. Þegar litið er á tölurnar í könnuninni kemur í Ijós að vissulega teljast 14 af 38 hafa alist upp hjá einstæðri móður og aðeins 10 hjá báðum foreldrum. Heilir 7 nefna hinsvegar einstæðan föður, 8 fóstur- foreldra, 6 afa eða ömmu, 3 nefna ótiltekna vandalausa uppal- endur. Það þarf góðan vilja til að álykta af þessu að flestir fanganna hafi alist uþþ hjá einstæðri móður, og engin furða að þær séu reiðar. Eins mætti segja, og reyndar miklu heldur, að „flestir" hafi alist upp hjá öðrum en foreldrum. Og ef eitthvað er verulega öðruvísi um uppeldi fanganna á Hrauninu og svokallaðs venju- legs fólks er það sá mikli fjöldi fanganna sem aldir eru uþþ af feðrum sínum einum. Og með svipaðri tölfræðilegri ályktunargáfu og fram kemur í svari blaðamannsins mætti snúa þessari ágætu könnun Sel- fossnemanna á haus og draga af þá ályktun að langflestir fanganna á Litla-Hrauni, - 31 svar af 38 - hafi alist upp hjá foreldrum sínum, öðru hvoru eða báðum. Og yrði þá hin rök- lega útkoma sú að ef menn vilja forða börnum sínum frá þeim örlögum að leggjast í glæpi þá sé réttast að láta þau sem fyrst frá sér til annarra. Kjarni málsins er auðvitað að könnunin sýnir mjög vel að flestir afbrotamenn hafa alist upp við erfiðar fjölskylduaðstæð- ur, að glæpafangar nútímans eru fyrrverandi íslenskir utan- garðsunglingar og þaráður illaséð vandræðabörn. Og senni- lega var það ekki illmennska heldur leti hjá kollegum okkar við það erfiða verk að hugsa sem sneri þessum niðurstöðum upþí dylgjur um einstæða foreldra. En þessi „Athugasemd einstæðrar rnóður" í Alþýðublaðinu vekur til umhugsunar. Hún sýnir það til dæmis svart á hvítu hvað það er stutt í fordóma gagnvart þeim sem eru öðruvísi en í hinni tilbúnu meðalveröld, þeirri sem gengið er útfrá í sjónvarp- inu í sápuóperunum og auglýsingunum. Athugasemd einstæðu móðurinnar, orsök hennar og afdrif, ættu einnig að geta orðið fjölmiðlungum nokkur lærdómur um ábyrgð og vald. Það er til dæmis rangt hjá þeim hrokafulla blaðamanni sem móðurinni svaraði að fyrirsögn sé staðreynd sem lesendur túlka. Þvert á móti er fyrirsögnin ein af helstu túlkunaraðferðum blaðamannsins, - staðhæfing sem hann getur ekki hlauþið frá. í allri meðhöndlun blaðamannsins felst túlkun, líka þegar blaðamaðurinn vill alls ekki túlka, - og kannski þá helst. Og síðan vekur sífellda skelfingu sá einfaldi sannleikur úr könnuninni á Hrauninu að aðbúnaður í æsku hefur margt að segja um afdrifin seinna meir. Hér situr félagshyggjustjórn í erfiðum verkum og sjálfsagt að styðja hana til góðra verka sem menn mest mega. Þann þanka hljóta menn svo að skoða, hver fyrir sig og allir saman, sem mjög ber á í nýsamþykktri heilbrigðisstefnu Alþýðubandalags- ins og er orðaður nokkurnveginn þannig í nýlegu fréttabréfi frá ungum krötum: Er hugsanlegt að í ákafa sínum við að byggja upp æ fullkomnara velferðarkerfi hafi það fólk sem kennir sig við jafnaðarstefnuna gleymt að berjast gegn því skelfilega misrétti sem gerir velferðarkerfið nauðsynlegt? -m ’etta er sú sjón sem blasti við þeim, sem kom niður Bakarabrekkuna, - Bankastræti - árið 1875 og horfði vestur Austurstræti og yfir Vesturbæinn. Flest kemur nútímamanninum ókunnuglega fyrir sjónir í þessu umhverfi. Þó könnumst við náttúrlega við Stjórnarráðshúsið, sem sést að hluta til hér næst til hægri. Ekki kunnum við skil á dökkleita húsinu ofanvert við suðurenda þess en framundan því sýnist vera kartöflugarður. Hús Sigfúsar Eymundssonar handan lækjarins til vinstri og er suðurendi þess tveggja hæða. Gamla Glasgow gnæfir yfir Grjótaþorpið. Hægra megin við það sjást húsin við Hlíðarhúsastíg, nú Vesturgötu. Þá leyna þau sér ekki túnin í Vesturbænum: Geirstún ,Hlíðarhúsatún og Landakotstún. - Myndin er úr Ijósmyndasafni Sig- fúsar Eymundssonar, sem Almenna bókafélagið gaf út. OG NU Getur það verið að þetta sé sama umhverfið og á myndinni hér að ofan? Mælt er að Sveinn heitinn Ólafsson, alþingismaður í Firði, hafi einhverntíma sagt: „Lygi er lygi þótt hún sé Ijósmynd- uð.“ En það er nú svo með Ijósmyndavélina hans Jims Smart að hún lýgur ekki. - Ó-jú, þarna þekkjum við nú Stjórnarráðshúsið, enda þótt kominn sé á það myndarlegur kvistur. Og þarna er stytta af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherranum okkar, komin á Stjórnarráðsblettinn og Söluturn- inn hans Sveins frá Mælifellsá trónir fyrir miðju Austurstræti. Búið er að bæta hæð ofan á allt hús Sigfúsar Eymundssonar og Útvegsbankinn hefur tekið sér stöðu á miðri mynd. Má segja að aðrar breytingar á húsaskipan séu eftir því, einkum við norðanvert Austurstræti, svo maður minnist nú ekki á götuna sjálfa. I stað litlu, vinalegu timburhúsanna á mynd Sigfúsar, ber nú mest á margra hæða steinbyggingu, - og Glasgow á bak og burt. Túnin eru nú með öllu horfin undir byggingar utan Landakotstún, sem katólikkar hafa leitast við að halda utanum. -mhg Viljið þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vœnir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. — Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Pjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. - Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka, ásamt ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu. Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Möröur Arnason. Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður A. Friðþjófsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurOmars- son (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson FramkvæmdastjórLHallurPállJónsson. Skrlf8tofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.