Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 19
Föstudagur 2. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 myndir „Annála-hreyfingarinn- ar“ síðan út, og má segja að megnið af vísindaritum um sögu sé nú í anda hennar. Innan þessarar hreyfingar varð síðan minni bylting í kringum 1970, sem kölluð var „nýja sagn- fræðin“ og segja mætti að sé nýr kafli í sögu „Annála-hreyfingar- innar“. Hún var fólgin í því að tengja saman sagnfræði og mann- fræði og beita viðhorfum og að- ferðum mannfræðinga við sögu- rannsóknir. Þetta var mikilvægur áfangi og við það skapaðist sú „sögulega mannfræði“ sem ég nefndi áðan. Andspyrnan Það sem er annars mest áber- andi þessa stundina er þó „and- spyrna“, þ.e.a.s. andspyrna gegn „Annála-hreyfingunni“ og „nýju sagnfræðinni". Kemur hún fram í því sem ég kalla „afturhvarf“, en í því felst einkum að menn vilja hverfa aftur til þeirrar tegundar sagnfræði sem „Annála- hreyfingin" hafnaði á sínum tíma, til atburðasögu og stjórn- málasögu sem er fyrst og fremst frásögn. En svo vill til, að þessi „andspyrna“ er af nokkuð svip- uðum toga spunnin og viss sjálfs- gagnrýni sem hefur verið nokkuð áberandi hjá forsprökkum „nýju sagnfræðinnar" á þessum síðustu tímum. Sjálfsgagnrýni þessi er sprottin af þeirri tilfinningu að þótt stefna og viðhorf „Annála- hreyfingarinnar" og „nýju sagnf- ræðinnar" hafi verið nauðsynleg á sínum tíma, hafi þessi hreyfing í heild leitt atburðasögu og stjórnmálasögu of mikið hjá sér. Eins og áður erum við fylgjandi heildarsögu sem spannar öll fyrir- bæri þjóðfélagsins, en nú er orðin brýn nauðsyn að fella inn í hana stjórnmálasögu á nýjan leik. En það verður að vera stjórnmála- saga af öðru tagi en áður hefur tíðkast, sem fjallar einnig um hugarfar, táknmál stjórnmálanna og það sem menn ímynda sér. Eitt meistaraverk hefur þegar verið samið í þessum anda, en það er „Sunnudagurinn í Bouvin- es“ eftir Duby, sem segir frá orr- ustinni í Bouvines 27. júlí 1214, þegar Filipus Ágústus Fra- kklandskonungur átti í höggi við Ottó 4. keisara og bandamenn hans. Með því að fjalla um þenn- an bardaga frá sjónarmiði mannf- ræðinnar gefur Duby okkur alveg nýjan skilning á honum. íslendinga- sögurnar Það er í þessu samhengi sem ég hef mikinn áhuga á íslendinga- sögunum: þær eru skrifaðar um það bil þremur öldum eftir at- burðina sem þær segja frá, og í þeim hefur sagan orðið að endur- minningu og síðan aftur að sögu. Ég tel að íslendingasögurnar séu mikilvægar heimildir fyrir þá sem vinna í anda „nýju sagnfræðinn- ar“. En hægt er að líta á þessa „and- spyrnu“ gegn „Annála-hreyfing- unni“ og „nýju sagnfræðinni" í öðru samhengi. Byltingin í sagnf- ræðinni var gerð með því að teng- ja hana við aðrar fræðigreinar, en nú er svo komið að öll önnur fél- agsvísindi eru í mikilli kreppu. Tökum sem dæmi hagfræði: ráð- leysi flestra hagfræðinga gagnvart efnahagskreppu síðustu ára hefur leitt til mikillar kreppu í fræðigreininni sjálfri og afstöðu hennar til sagnfræðinnar. Kreppa félagsfræðinnar er enn þá djúp- stæðari: þessi vísindi hafa byggst á því að til væri eitthvað sem héti „þjóðfélag", en nú vitum við ekki lengur hvað „þjóðfélag" er eða hvort einhver raunveruleiki er á bak við þetta hugtak. Loks má nefna mannfræðina. Fram á síð- ustu ár fengust mannfræðingar einkum við að rannsaka „þjóðir sem hafa enga sögu“ eins og sagt var, og þeirra starf fór einkum fram innan ramma nýlendustefn- Hreinsunar- eldurinn ar kölluðu síðar „raunverulegan sósíalisma“ og hafði ég eftir það enga löngun til að ganga í kom- múnistaflokkinn. Fyrir þetta var ég tekinn harkalega til bæna af sumum vinum mínum, sem nú hafa skipað sér fremst í flokk í „baráttunni gegn kommúnisman- um“. En ég hafði þá tilfinningu að það sem ég sá ætti lítið skylt við hugmyndir Marx. En þrátt fyrir áhrif kommún- istaflokksins setti marxisminn samt sem áður lítil spor á franska sagnfræði. Helsta undantekning- in er saga stjórnarbyltingarinnar, en í Sorbonne hafa það um langt skeið verið marxistar sem um hana hafa fjallað. Hins vegar höfðu sagnfræðingar „Annála- hreyfingarinnar“, sem voru for- dómalausir, löngum góð sam- skipti við starfsbræður sína austan járntjalds, og sáu þeir að fyrir þá flesta var hinn opinberi marxismi eins og spennitreyja. Ég held að við höfum hjálpað þeim til að þróa þennan marx- isma sinn, einkum með hugmynd um „heildarsögu". í Frakklandi var þó lengi litið á mig sem marxískan sagnfræðing og voru það ekki síst kaþólskir menn sem gerðu það. En þótt það hafi verið mikilvægt fyrir mig að kynnast verkum Marx er ég ekki marxisti. Sem spámanni hef- ur Marx algerlega skjátlast, en hugntynd hans um framleiðslu- hætti er mjög gagnleg og einnig hugmyndin um stéttabaráttu, sem ég kalla fremur „þjóðfélags- átök“. Hins vegar hef ég alltaí verið andvígur þeirri kenningu hans, að efnahagskerfið sé „und- irstaðan" í þjóðfélaginu og menningarfyrirbærin „yfirbygg- ingin“, en sú kenning er eyði- leggjandi fyrir sagnfræðina. Eitt markmið mitt, þegar ég samdi verkið um „Menningu Vestur- landa á miðöldum" var að sýna að þessi kenning væri röng. Við finnum jafnan blöndu af efnis- legum veruleika og huglægum veruleika, og er hvort um sig í senn bæði „undirstaða" og „yfir- bygging“. Það er skylda sagn- fræðingsins að finna tengslin milli hinna ýmsu fyrirbæra." Undanfarin ár hefur þú farið inn á þá braut að rannsaka það sem menn „ímvnda sér“. Hvernig skilgreinir þú það? „Með þessu á ég við það sem menn gera sér ákveðna og sjón- ræna ímynd af, hvort sem það birtist í raunverulegri, málaðri mynd, lýsingu eða öðru. Dæmi um það er hreinsunareldurinn: í kenningum miðaldamanna um hann verður abstrakt hugmynd að ímynd, því að menn hugsa sér hreinsunareldinn sem ákveðinn stað, sem lfti út á ákveðinn hátt: það hefðu getað verið til póstkort af hreinsunareldinum, ef þau hefðu þá verið til á annað borð. ímyndir í draumum eru af svip- uðu tagi, og það þyrfti einnig að fjalla um þær í sagnfræðinni. Saga ímyndanna er hluti af hug- arfarssögunni og mun víðtækari en hugmyndasagan. Hún er sér- staklega mikilvæg á sviði stjórn- mála: ef valdhöfum tekst að festa sig í sessi er það vegna þess að þeir hafa skapað sterkar og já- kvæðar ímyndir og breitt þær út. Þannig byggðist franska konung- dæmið m.a. á ímyndinni af „skírn Clovis“: dúfa átti að hafa komið svífandi niður af himnum með flösku af heilagri olíu til að nota við athöfnina, og var auðvelt að fá menn til að sjá fyrir sér atburð- inn. Það var einnig þáttur í þess- ari trú að flaskan væri síðan geymd í dómkirkjunni í Reims, og var konungur lögmætur ef þessi olía hafði verið notuð til að smyrja hann við krýninguna. Þessi ímynd hafði mikil áhrif og er því ómissandi hluti af stjórn- málasögunni.“ e.m.j. unnar. En nú er sá rammi horfinn og þessar þjóðir hafa eignast sína sögu. Þess vegna hafa mannfræð- ingar orðið að breyta um viðfangsefni og snúa sér að því að rannsaka félagshópa á Vestur- löndum. Vegna þessarar kreppu hefur ritstjórn tímaritsins „Annálar“ ákveðið að halda upp á sextíu ára afmæli þess næsta ár með því að fá lesendur þess til að hugleiða að nýju afstöðu sagnfræðinnar til annarra greina hugvísinda." Marxisminn í þessu yfírliti hefur þú ekkert minnst á marxismann og áhrif hans á sagnfræði. Ýmsir álíta þó, að mestu umskiptin í frönsku menntalífí á síðustu árum hafí verið þau, þegar marxisminn, sem áður hafði verið ríkjandi stefna, varð snögglega að víkja úr sessi. Hefur þetta ekki valdið tal- sverðri kreppu? „Þessi kreppa hefur ekki verið mjög mikil, því áhrif marxisma á sagnfræði voru alltaf mjög tak- mörkuð í Frakklandi. Kreppan er miklu meiri f franskri heimspeki. En til að átta sig á stöðu marxism- ans í landinu er rétt að líta aftur til áranna 1945-50. Á þessum tíma voru stjórnmálaviðhorf áranna fyrir stríð úr sögunni og fjölmarg- ir ungir Frakkar bundu allar sínar vonir við þá menn og hreyfingar sem komnar voru upp úr ands- pyrnuhreyfingunni. En von- brigðin voru gífurleg. Kaþólski flokkurinn MRP var allsendis ófær um að setja fram nokkra samhangandi stefnu, sósíalista- flokkurinn var ótrúlega gamal- dags, og hægri menn voru ger- samlega ráðvilltir vegna sam- vinnu sinnar við Vichy-stjórnina og Þjóðverja á stríðsárunum. Eina aflið sem gat dregið ungt fólk að sér og gefið því nýja von var kommúnistaflokkurinn, sem hafði talið meðal félaga sinna marga menntamenn og píslar- votta andspyrnuhreyfingarinnar. Margir hinna bestu meðal kunn- ingja minna gengu þá í flokkinn. Én þannig var með mig, að vet- urinn 1947-48 dvaldist ég í Tékk- óslóvakíu, og var því í landinu þegar valdaránið var framið. Þetta gerðist allt á einum mán- uði. Reyndar var ekki mikið að sjá. Ég var á útifundinum mikla í Prag í febrúar 1948, sem komm- únistaflokkurinn efndi til, og hlustaði á ræðu Gottwalds í átján stiga frosti. Þetta var skelfilega kaldur vetur. Gegnum vini mína fylgdist ég síðan með framhald- inu: verkföll voru bönnuð, lög- reglan smeygði sér alls staðar inn, „galdraofsóknir“ hófust og þeir stúdentar sem vildu ekki ganga í flokkinn misstu styrki. Menn byrjuðu fljótt að flýja land, jafnvel þeir sem voru vinstri sinn- aðir. Ég sá sem sé það sem Frakk-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.