Þjóðviljinn - 09.12.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Page 4
A BEININU Við verðum að þola dagsljósið Guðrún Helgadóttir: Hneyksli hvernig starfsskilyrði þingmanna hafa verið. Þinghúsbyggingin í biðstöðu. Bara stigsmunur á áfengiskaupum Magnúsar Thoroddsen og Þorvaldar Garðars. Stjórnin situr út kjörtímabilið ef hún lifir fram að jólum ^yndji, Það hefur borið mun meira á Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs Alþingis, en bar á forverum hennar. Hún er fyrsta konan til þess að gegna þessu embætti og auk þess hafa komið upp mál að undanförnu sem hafa beint kastljósum fjölmíðla að embœtti hennar. Guðrún er því á beininu núna Konur gegna öllum forseta- störfum á þingi en aðeins ein kona er ráðherra og formenn flokk- anna eru allt kariar, ef Kvenna- listinn er undanskilinn. Er litið á þessi forsetastörf sem áhrifalaus virðingarstörf af körlunum, sem enn virðast hafa töglin og hagld- irnar í flokkunum? „Ég heid að það geti varla ver- ið, vegna þess að ég hef haft ærið lítinn tíma til þess að kafna úr virðingu í þessum forsetastól. Gleymum ekki því að þetta felur m.a. í sér verkstjórn á stærðar fyrirtæki þar sem vinna á annað hundrað manns. Eitt hið fyrsta sem við gerðum var að leigja tvær hæðir í húsi hér við Austurvöll og flytja starfsemi fjárveitingar- nefndar þangað. Síðan ætlum við að nota það pláss sem losnar í Þórshamri, þarsem fjárveitingar- nefnd bjó við mjög þröngan kost, til þess að færa saman störfin í kringum nefndir þingsins. Við erum búin að ráða starfsmann nefnda, dr. Þorstein Magnússon, sem er nú þegar tekinn til starfa. Hann ásamt Þorvaldi Guð- mundssyni og Helga Bernóduss- yni munu mynda deild þar sem þingmenn geta fengið þjónustu við tilbúing mála og nefndir jafn- framt fengið aðstoð við störf sín. Við höfum auk þess ráðið mann til að annast húsakost og eignir þingsins. Gunnar Ingibergsson, sem áður starfaði hjá húsa- meistara ríkisins er komínn hing- að í fullt starf, enda þingið til húsa í átta húsum. Ég hef því haft í nógu að snúast síðan að ég tók við embætti forseta sameinaðs þings.“ Það hefur verið gagnrýnt að þingmenn hafi haft mjög tak- markað starfslið til þess að leita til. Annarsstaðar hefur hver þingmaður sinn sérstaka starfs- mann. Væri kannski ástæða til þess hér? „Satt að segja hefur það verið stór hneyksli að þingmenn hafa fengið afar takmarkaða aðstoð við sína vinnu og verið talið eftir hvað lítið sem úr því hefur verið bætt. í öðrum þjóðþingum hafa þingmenn yfirleitt aðgang að rit- ara en hér hafa menn orðið að eyða tíma sínum í söfnun gagna og handavinnu sem aðrir ættu að geta séð um.“ Forveri þinn, Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, sýndi nýja al- þingishúsinu, sem á að rísa hér í Kvosinni mikinn áhuga. Hvert er þitt álit á þeirri byggingu? „Ég held að það mál sé í mikilli biðstöðu. Þegar farið var að tala um þinghús hér á reitnum vissu menn ekki að við hliðina á því yrði ráðhús Reykjavíkurborgar. Þessar þröngu götur hér allt um kring taka auðvitað ekki við miklu meira en hér er nú þegar. Ég held því að það sé tómt mál að tala um áframhald á þinghús- byggingunni fyrr en séð verður hvernig svæðið í heild á að líta út. Auk þess er víst nóg við pening- ana að gera í augnablikinu.“ Telurðu koma til greina að AI- þingi verði staðsett annarsstaðar en hér í Kvosinni? „Ég get bara svarað fyrir mig sjálfa. Eg ætti mjög erfitt með að sætta mig við að fara úr þessu húsi. Einhvernveginn finnst mér Alþingi eigi að vera þar sem það er og starfsemin að miðast við umhverfið hér í kring. Til þess hefur þingið smámsaman verið að kaupa eignir hér á svæðinu." Starfshættir Alþingis hafa sætt töluverðri gagnrýni undanfarin ár. Það er gagnrýnt hversu seint mál koma fram og að allt er keyrt í gegn síðustu dagana fyrir þing- hlé og þinglok. Muntu beita þér fyrir breytingum á því? „Ég hef allavega gert heiðar- lega tilraun með því að leggja fram starfsáætlun þingsins fyrir veturinn. Þar geta menn séð hve- nær meginmál verða á dagskrá. A undanförnum árum hefur þetta verið þannig, ekki síst eftir að mikill fjöldi varaþingmanna kom inn á þing, einsog gerðist á síð- asta þingi, að stóru málin einsog utanríkismál og allskonar áætlan- ir, samgönguáætlun t.d., urðu hálfvegis útundan, fyrir mála- flóði frá fólki sem kom inn í hálf- an mánuð og fór svo út aftur. Þessvegna er ég með þessa til- raun núna. Hitt er svo annað mál hvort okkur tekst að halda þessa áætlun." Það hefur borið mun meira á þér í þessu starfi en bar á forvera þínum. Er það vegna þess að þú ert kona? „Það hef ég satt að segja ekki hugmynd um. Ég hef löngum haft þá kenningu að þegar stjórn- málamenn eru að kvarta yfir því að það sé aldrei minnst á þá í fréttum, sé það einfaldlega vegna þess að allt sem þeir eru að gera sé fullkomlega óáhugavert. Ég ætla að vona að þessi áhugi fjöl- miðla sé vegna þess að þeir hafi orðið varir við að ég er að gera eitthvað." Það hefur komið fram gagnrýni, m.a. frá Þorvaldi Garðari, á að upplýsingar um áfengiskaupin og Jóhann Ein- varðsson hafi lekið út. Telur þú að almenningur eigi rétt á að vita um þessa hluti eða ber mönnum í áhrifastöðum að þegja þessa hluti í hel? „Þessar upplýsingar fóru ekki út héðan af skrifstofunni. Það er alveg ljóst. Gleymum því ekki að fjölmiðlamenn eru hluti af starfs- liði þingsins, ef svo má segja. Þeir eru hér heilu dagana. f tilviki Jó- hanns Einvarðssonar vissu frétta- menn að það var von á þessum ákærum. Þeir hafa tök á að fylgj- ast með því hverjir eru á ferli hér á þinginu. Þegar okkur barst þetta erindi um Jóhann sátum við á fundi hér á laugardegi og héld- um að enginn vissi af fundinum. Þegar við komum af fundinum stóð fréttamaður fyrir utan. Ég held að hann hafi hreinlega lagt saman tvo og tvo vitandi að þess- ar ákærur voru á næsta leiti. Það er því afskaplega erfitt að hindra að fréttir komist út.“ En telurðu að slíkar fréttir eigi að komast út til almennings? „Auðvitað. Við höfum valist til mikilla ábyrgðarstarfa og við verðum að þoladagsljósið. Skatt- borgarana varðar um það hvernig farið er með almannafé. Það er oft rætt um skort á upplýsinga- skyldu stjórnvalda og menn hafa beðið um lög um það efni. Ég er sammála því að fólk á rétt á að vita hvernig fjármunum er for- valtað." Þorvaldur Garðar ásakaði þig um að hafa hallað réttu máli til þess að reyna að ófrægja hann. Hverju svararðu þeirri ásökun? „Ég held að hann hafi sagt eitthvað annað en hann raun- verulega meinti. Mig langar ekk- ert til þess að ófrægja hann. Við höfum alla tíð átt hið besta sam- starf en okkur greinir augljóslega á um gildandi reglur um þessi á- fengiskaup. Ég held að það fari ekkert á milli mála að forseti sameinaðs þings hefur ekki þessi réttindi, eða enginn einn hand- hafi forsetavalds. Þessi réttindi forseta sameinaðs þings og ráð- herra voru afnumin 1971 og fyrir því liggur ríkisstjórnarbókun. Handhafar forsetavalds eru ein- ungis allir þrír saman, forseti hæstaréttar, forseti sameinaðs þings og forsætisráðherra. T.d. getum við ekki undirritað lög nema öll þrjú. Þessvegna held ég að það sé líka óhugsandi að við komum fram fyrir hönd forseta lýðveldisins nema við séum öll þrjú. Fari svo ólíklega að það þurfi að veita áfengi tel ég per- sónulega eðlilegast að sú athöfn fari fram á Bessastöðum og að kostnaður við þá athöfn komi fram í reikningum búsins á Bessa- stöðum.“ Er eitthvað annað en stigsmun- ur á áfengiskaupum Magnúsar Thoroddsen annarsvegar og Þórs Vilhjálmssonar og Þorvaldar Garðars hinsvegar? „Nei.“ Er Þorvaldur Garðar þá hæfur til þess að sitja á Alþingi fyrst Magnús er ekki talinn hæfur til þess að gegna stöðu hæstaréttar- dómara?“ „Ég er ekki dómari í því máli. Það verða dómstólar að ákveða." Ef Magnús er ekki talinn hæfur til þess að gegna starfi hæstarétt- ardómara en Þorvaldur Garðar álitinn hæfur til þess að gegna störfum sem þingmaður, þarf þá rniklu hæfari menn í hæstarétt en á Alþingi? „Víðast hvar eru gerðar óvenju miklar kröfur til hæstaréttardóm- ara einsog við þekkjum frá mörg- um hæstaréttum, t.d. í Banda- ríkjunum. En ég vil ekkert um þetta dæma. Dómstólar hljóta að skera úr um það.“ Að lokum, Guðrún. Hefurðu trú á þessu stjórnarsamstarfi? „Já, já. Ég hef það. Ég held að þessi ríkisstjórn geti vel átt langa lífdaga ef viljinn til samstarfs er í lagi. Sannleikurinn er nú sá að ríkisstjórnir með nauman meiri- hluta eru oft mjög lífseigar. Menn eru einfaldlega tilneyddir til þess að taka tillit hver til ann- ars. Ef ríkisstjórnin situr til jóla þá situr hún held ég út kjörtíma- bilið.“ -Sáf 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.