Þjóðviljinn - 09.12.1988, Page 9
BSRB
Launin ekki of há heldurof lág
ÖgmundurJónasson:Halldór og Þórarinn geta kannski klipið afsínum launum.
Fólk sem hefur undir 60.000 getur það ekki
Það er ábyrgðarlaust tal að nú
þurfi að lækka launin til að
leysa cfnahagsvandann. Sá efna-
hagsvandi sem er alvarlegastur
hér á landi er efnahagur heimila
þeirra tugþúsunda launamanna
sem búa við lægstu launin, sagði
Ogmundur Jónasson formaður
BSRB á blaðamanna fundi sem
haldinn var í gær vegna þeirra
ummæla Halldórs Ásgrímssonar
sjávarútvegsráðherra og Þórar-.
inn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitenda-
sambands, að nú verði að láta
launafólk borga kreppureikning-
inn með launalækkunum.
- Það lýsir ótrúlegri
skammsýni þessara manna að
þeir láta sér til hugar koma að
hægt sé að lækka laun fólks í
landinu. Ég þekki ekki launakjör
Halldórs eða Þórarins, en hitt
þekki ég, að rúmlega 80% af
starfsmönnum ríkisins hafa innan
við 66.000 krónur á mánuði fyrir
dagvinnu. Það sjá það allir sem
vilja, að þau laun er ekki hægt að
lækka, sagði Ögmundur. Það
kom fram á fundinum að meðal-
Samtök launafólks
Barattufundur
á laugardag
Heildarsamtök launa-
fólks með sameiginlegan
fund í Háskólabíói: Verj-
um heimilin, með samn-
ingsrétti, gegn atvinnu-
leysi
Öll stærstu heildarsamtök
launafólks standa fyrir sameigin-
legum baráttufundi í Háskólabíói
kl. 15 á iaugardag. Yfirskrift
fundarins er: Verjum heimilin -
Með samningsrétti - Gegn
atvjnnuleysi.
Á fundinum flytja þeir Ás-
mundur Stefánsson forseti ASÍ
og Ögmundur Jónasson formað-
ur BSRB ávörp. Á dagskrá fund-
arins eru einnig kórsöngur og
upplestur en fundarstjóri verður
Svanhildur Kaaber formaður
Kennarasambands fslands.
Þau samtök sem standa að
fundinum eru; Alþýðusamband-
ið, Bandalag háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, Félag
bókagerðarmanna, Kennara-
samband fsland og Samband ís-
lenskra bankamanna.
Lúðrasveit verkalýðsins leikur
í anddyri Háskólabíós fyrir fund-
inn og barnagæsla verður á staðn-
um. Launafólk er hvatt til að
mæta á fundinn til að sýna í verki
þann hug sem býr að baki kröf-
unni um endurheimt samnings-
réttarins.
-«g-
laun ríkisstarfsmanna í BSRB eru
55 þúsund krónur á mánuði.
Flestir hafa laun á bilinu 44-55
þúsund eða 35% félagsmanna,
tæplega 18% hafa minna en
44.000 á mánuði fyrir fullt starf.
28% hefur á bilinu 55-66 þúsund
á mánuði og innan við 20% fé-
lagsmanna í BSRB sem starfa hjá
ríkinu hafa 66 þúsund eða meira í
laun á mánuði fyrir fullt starf.
Þessar tölur eru fengnar frá
launadeild fjármálaráðuneytisins
og eru ailar miðaðar við starfs-
menn í fullu starfi hjá ríkinu.
Miðað er við laun sem greidd
voru í mars til maí 1988 og þær
tölur síðan hækkaðar um 10%,
sem er meðaltal þeirra launa-
hækkana sem orðið hafa frá því í
maí.
- Það er úti hött að ætla að það
fólk sem lifir á þessum launum
beri einhverja ábyrgð á þeim
kreppureikningi sem nú liggur
fyrir. Á sama tíma og hugmyndir
eru uppi um að lækka laun þessa
fólks og tekinn er af því samn-
ingsréttur með lagaboði, er að sjá
að óráðsían og vaxtaokrið fái að
þrífast átölulaust í þjóðfélaginu,
sagði Ögmundur
- Stærsti efnahagsvandi þessar-
ar þjóðar er bágur hagur heimila
meginþorna launafólks. Það er
ekki bara hægt að hækka laun
þessa fólks heldur ber brýna
nauðsyn til þess að það verði
gert.
-sg
Reykjavík
Lögreglan á
brauðfótum
Jón Pétursson: Skorið niður á röngum stöðum
Bifreiðaflotinn í lamasessi,
fjarskiptakerfið rjúkandi rúst,
umferðardeildin að hverfa, lög-
reglunmenn vinnandi í sjálfboða-
vinnu. Þessi orð notaði Jón Pét-
ursson formaður Lögreglufélags
Reykjavíkur þegar hann var að
kynna skýrslu sem félagsmenn
hafa samið um ástand löggæslu-
mála í Reykjavík.
- Ég persónulega get sam-
þykkt niðurskurð á löggæslunni
og best væri að við þyrftum ekk-
ert á lögreglu að halda. En því
miður byrja hinir háu herrar í
ráðneytinu að skera niður á röng-
um stað. Þeir áttu auðvitað að
skera niður slysin, ölvun við akst-
ur, hnífstungur, árásir og fíkni-
efnaneyslu, þá gætum við sam-
Ástand löggæslumála í Reykjavík
hefur framkallað mikla reiði hjá lög-
regluþjónum. Mynd Jim Smart
glaðst að lifa í þjóðfélagi sem
ekki þarf á lögreglu að halda,
sagði Jón.
Það kemur fram í skýrslunni að
starfandi lögreglumenn í al-
mennri deild eru álíka margir nú
og þeir voru 1944. Þar af eru um
30% þeirra reynslulítilir eða
reynslulausir.
- Ég fullyrði að þegar lögregl-
an í Reykjavík tekur við þeim
löggæsluþætti sem bifreiðaeftirlit
ríkisins hefur haft með höndum,
þegar það verður lagt niður um
áramót, skapast algjör glundroði
í umhirðu og skoðun bifreiða.
Það er deginum ljósara að miðað
við þær aðstæður sem urnferð-
ardeild lögreglunnar býr við nú,
að útilokað er að bæta þessum
þætti löggæslunar á hennar herð-
ar, sagði Jón og bætti við að hann
varaði einnig sérstaklega við og
lýsti ábyrgð á hendur þeim sem
stuðla að samdrætti í störfum
fíkniefnalögreglunnar.
-sg
ASÍ
Vmnuveitendur úti að aka
Hagfrœðingur ASÍ: Kaupmáttur hefur rýrnað um 10-16% á milli ára og út hött að tala um að launa
kostnaður útflutningsatvinnuveganna sé ofhár. Vandinn liggur í fjármagnskostnaði fyrirtœkjanna
Okkur finnst þessi greining á
vandamálunum úti í hött hjá
Vinnuveitendasambandinu sem
og hjá ríkisstjórninni að iaunin
séu of há hjá útflutningatvinnu-
vegunum og þurfi að lækka eða
að stórfellt atvinnuleysi blasi við
ella. Kaupmáttur hefur rýrnað
um 10 - 16% frá síðasta ári, þó
mismunandi mikið eftir stéttum.
Aðalvandi útflutningsatvinnu-
vcganna liggur að okkar mati í of
miklum ijármagnskostnaði en
ekki of háum launum," sagði Ari
Skúlason hagfræðingur Alþýðu-
sambands íslands.
Spá hagdeildar VSÍ um horf-
urnar í efnahagslífinu á næsta ári
er vægast sagt afar dökk, og í
henni segir að nú standi þjóðin
frammi fyrir tveimur valkostum.
Annars vegar verulegri kjara-
skerðingu eða eða 5% atvinnu-
leysi. Það þýðir að um 6 þúsund
manns yrðu án atvinnu á næsta
ári. Þá hafa tveir ráðherrar Fram-
sóknarflokksins þeir Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
og Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagt að launin séu
of há og nauðsynlegt að lækka
þann kostnað hjá útflutningsa-
tvinnuvegunum.
Að sögn Ara Skúlasonar eru
margir á þeirri skoðun að með
þessu svartagallsrausi atvinnu-
rekenda og einstakra ráðherra sé
verið að undirbúa jarðveginn
þegar launþegahreyfingin endur-
heimtir samningsréttinn eftir 15.
febrúar nk. Það sé og hafi verið
ársviss viðburður þegar samning-
ar séu í nánd að bæði atvinnurek-
endur og ríkisvald hafi reynt að
telja fólki trú um að ekkert svig-
rúm sé til kauphækkana vegna
slæmrar stöðu atvinnuveganna.
Þessa dagana er verið að vinna
við að athuga efnahagsstöðuna
frá sjónarhóli Alþýðusambands-
ins og sagði Ari að þess yrði ekki
langt að bíða að niðurstöður
þeirrar úttektar yrðu birtar.
-grh
-Tvö tímabil.
m
Ármúla 3-108 Reykjavík - Sími91-680988