Þjóðviljinn - 09.12.1988, Page 15

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Page 15
fyrir hverja vinnufúsa hönd og ekki spurt að því hvort hún var hvít eða svört. Tækifæri svartra til menningarlegrar útrásar hafði einkum verið djassinn og blús- inn, og nú tók hvort tveggja breytingum. Undir áhrifum stór- borgarinnar varð blúsinn raf- væddur og breyttist smám saman í ryþmablús, sem seinna varð grunnþáttur rokksins. Blús var hins vegar alltaf fremur einfalt form, og í gegnum stórsveitar- djassinn leituðu metnaðarfullir svartir tónlistarmenn á vit frekari tilrauna í litlum combóum. Á endalausum spunakvqldum í litl- um djassbúllum varð bíbopp- djassinn til á stríðsárunum og breiddist hægt út. Svertingjar sem spiluðu þenn- an djass eða sugu hann í sig komu sér upp sérstökum stíl í fram- komu og klæðaburði. Þeir sam- einuðu listamannstakta og götu- strákastæla ghettósins, og líktu oft eftir ítölskum spjátrungum í klæðaburði. Hipsters Hvítir unglingar sem voru í leit að valkosti við ameríska draum- inn hrifust af þessum frjálslegu, töffaralegu og skapandi svert- ingjum og reyndu að líkja eftir þeim. Það var afar sjaldgæft að þeir yrðu eins góðir tónlistar- menn, en þeir voru þeim mun dyggari aðdáendur og líktu eftir öílum stælum goðanna. Þó virðist sem menn hafi gert það á mis- munandi hátt. Hvít lágstéttar- ungmenni tóku mörg hver upp fatastíl svertingjanna, gengu kannski í hvítum jakkafötum í mikilúðlegum skyrtum og með barðastóra hatta og tvílitum stífpússuðum skóm. Fyrir milli- stéttarunglinginn var hins vegar engin uppreisn í því fólgin að klæða sig fínt, þótt það væri á spjátrungslegri hátt en foreldr- arnir. Millistéttarunglingarnir gengu frekar í hvunndagsfötum, gallabuxum, bolum og slitnum jökkum. Millistéttarunglingarnir höfn- uðu nánasta umhverfi sínu og menningararfi, en leituðu að já- kvæðum fyrirmyndum fyrir utan slétt og felld millistéttarhverfin. Þessar fyrirmyndir fundu þeir í svertingjunum, og í hugum hvítu millistéttarunglinganna skapað- ist goðsögnin um svarta mann- inn, sem var í nánu sambandi við frumeðli sitt, hafði óspilltar til- finningar, en var um Ieið óskap- lega svalur og jafn öruggur í fasi í myrkviðum stórborgarinnar og forfeður hans höfðu verið í myr- kviðum frumskógarins. Hvítu bóhemarnir ræktuðu þessa goð- sögn með sér af stakri kostgæfni, töldu sig fá staðfestingu á henni í hvert skipti sem þeir heyrðu svartan mann spila djass, og ef þeir hittu svartan mann var það efni í langar og miklar sögur, því að staðreyndin var sú að það var ekki mikill samgangur milli svartra og hvítra á þessum árum, enda dafna goðsögur best þar sem beina reynslu skortir. JSumir kölluðu svörtu djassar- ana hipsters, aðrir hvítu lágstétt- arunglingana sem líktu eftir þeim og enn aðrir hvítu millistéttar- unglingana sem líktu ekki eftir þeim í klæðaburði en dáðu þá þeim mun meira. Hér sem víðar í slangri er merking orða nokkuð á reiki og ekki til nein málnefnd sem gefur út viðurkennda skil- greiningu. Að vísu þjóna fjölmiðlar og fé- lagsfræði oft sem opinber mál- nefnd og gefa villigróðri lágstétt- armenningar og félagslegra frá- vika opinber nöfn, sem festast við hann og eiga um leið þátt í að afmarka honum bás. A þessum árum veitti félagsfræðin þó hipst- erunum litla athygli og var uppt- eknari af þeim hópum unglinga sem leiddust út í afbrot. Menn voru ekki mikið að velta fyrir sér því unga fólki sem hugsaði öðru vísi og hagaði sér öðru vísi á með- an það komst ekki í tæri við lögin. í hugarheimi þessa tíma voru ekki til félagsleg vandamál nema þau leiddu til afbrota. Á hema sem þá voru upp á sitt besta og hlutu smám saman nafnið bítnikkar. Segja má að frum- kvöðlar bítnikkanna hafi verið ungir menn sem horfðu álengdar á svarta og hvíta hipstera strax á árunum upp úr stríði, ogþessi að- dáun varð helsti kjarninn í sjálfs- ímynd þeirra og menningu. Þeir tóku líka upp ýmis áhugamál hipsteranna, til dæmis áhugann á svörtum bíhopp og frídjass, en greindu sig þó frá þeim að því leyti að bítnikkunum þótti fata- della hipsteranna heldur skver og lögðu sig sjálfir fram um að klæð- ast snjáðum og einföldum fötum. Bítnikkar skáru sig þó helst frá fyrirrennurum sínum hipsterum á þann hátt að þeir voru mennta- menn og ruddu lífsafstöðu hipste- ranna nýja braut inn á lendur heimspeki og mennta. Þeir fundu á margan hátt samhljóm með hugsun frönsku existensíalist- anna, en hún nægði þeim þó ekki, heldur leituðu þeir að andsvari við vestrænni skynsemishyggju í austrænni dulhyggju. Þessu blanda þeir saman við ást á villtu lífi og dýrkun goðsagnarinnar um heilaga villimanninn, hvort sem hann birtist í mynd svarta djass- istans, hins áhyggjulausa Mexík- ana eða hvíta afbrotaunglings. Þegar Kerouac var að skapa þessa blöndu lífsviðhorfa ásamt vinum sínum á árunum upp úr heimsstyrjöldinni, var þetta að- eins lítil hópur einstaklinga sem fundu samhljóm hver með öðr- um. Á flakki þeirra um Banda- ríkin fundu þeir fleiri samherja, og í þessum neðanjarðarhópum gengu sögur og hugmyndir á milli manna á næstu árum. Þegar þeir stigu síðan upp á yfirborð banda- rískrar menningar um miðjan 6. gilti þar sem víðar að væntingarn- ar voru stærri og kannski mik- ilvægari en það sem menn fundu þegar á staðinn var komið. Þegar hipsteramenningin blómstraði og bítnikkarnir voru að vaxa upp úr henni, hafði McCharthyisminn bannfært pól- itíska róttækni. Ungir og róttækir menntamenn í Bandaríkjunum gátu ekki samsamað sig með stéttarbaráttu öreiganna, en þeir fundu sér nýja hetju, hinn heilaga villimann, hvort sem það var Charlie Parker eða Neal Cassa- dy, og menn leituðu að valkosti við vestræna skynsemishyggju í austrænni dulhyggju. Aðeins ein- staka maður eins og Allen Gins- berg þorði að gefa andófi sínu pólitíska vídd. Ilok 6. áratugar- ins var versti fimbulvetur kalda stríðsins hins vegar liðinn hjá, og menn þorðu aftur að taka sér orð eins og félagslegt réttlæti í munn. Þá var endurvakin önnur gerð goðsagnarinnar um heilaga villi- manninn. Hún var persónugervið í Woody Guthrie, sveitamannin- um sem fauk út á þjóðvegina í rykstormum kreppunnar og gaf alþýðutónlist suðurríkjamanns- ins félagslegan boðskap. Á camp- usunum, kaffihúsum listamanna- hverfanna og í kofaskriflum á Norðurströnd reyndu millistétt- arunglingar á borð við Bob Dyl- an, Paul Simon og John Phillips að stæla Guthrie, en í næsta húsi voru aðrir perluskrýddir bítnikk- ar að kyrja möntrur, og um nótt- ina gat liðið sameinast yfir rauðvínskútum og baunaréttum að hylla frelsi andans, vímuna og draumsýnina um einfalt og fá- brotið líf. Þetta fólk var vitanlega ekki al- veg stofuhæft í fínmenningu þess tíma, en var þó kippt inn í forstof- una og fékk stundum að vera með Þeir Elías Mar, Dagur Sigurðarson, Steinar Sigurjónsson og Jökull Jakobsson fengu svipað hlutverk og bítnikkarnir bandarísku. Þeir voru einskonar raddir hrópandans í atómeyðimörkinni. áratuginn, fundu þeir fyrir vax- andi hóp samherja, sem fyrr en varði hafði myndað tiltölulega sjálfstætt samfélag inni í banda- ríska samfélaginu. Höfuðstöðv- arnar voru tvær: Greenwich Vil- lage í New York og Feneyja- strönd í Kaliforníu, en um 1960 fluttust þær til Norðurstrandar við San Francisco. Segja má að þessir þjóðflutningar hafi orðið undir svipuðum einkunnarorðum og hipparnir sungu áratug síðar: „I’m going where the weather su- its my clothes." Gerjun, samruni og nýsköpun Fjölgunin í liði millistéttarbó- hema átti að nokkru leyti rætur að rekja til fjölgunar meðal menntamanna og að nokkru leyti til þeirrar þjóðfélagsþróunar sem virtist vera að útrýma húmanískri mennt og sköpun og kallaði því á uppreisn, en sýndi um leið af sér vaxandi umburðarlyndi gagnvart þessari uppreisn. Menntunar- sprengjan sem kom til Evrópu upp úr 1960 var í fullum gangi í Bandaríkjunum og vaxandi hluti hvers árgangs fór í háskóla. Bókmennta- og listadeildir sumra háskóla voru gróðrarstía bítnikkmenningarinnar og í þess- um stúdentum togaðist á frama- girnin og bóhemían. Eins og gengur sneru sumir við blaðinu að loknum prófum, en aðrir droppuðu út og settust að í list- amannanýlendunum í San Fran- cisco, Norðurströnd og Greenw- ich Village, en fóru eins oft og þeir komust til Mexíkó eða enn sunnar, auk þess sem enginn var bítnikk með bítnikkum án þess að hafa farið til Evrópu. Þeir komu sjaldan með merkar sögur í farteskinu eftir slíkar ferðir uppátæki í fjölmiðlum. Þeir fengu eiginlega það hlutverk að vera hinir opinberu fulltrúar utangarðsmenningar, líkt og ungu reiðu mennirnir í Bretlandi, Klaus Rifbjerg og félagar í Dan- mörku og hinir villtari exinstensí- alistar í Frakklandi. Hér heima fengu menn eins og Elías Mar, Dagur Sigurðarson, Steinar Sig- urjónsson og Jökull Jakobsson svipað hlutverk á þessum tímum, eins konar raddir hrópandans í atómeyðimörkinni. Bítnikkarnir komu sér upp sæmilega samstæðri og sameigin- legri sjálfsímynd á þessum árum. Hún er skilgreind af samtíma- manni (Holmes) á þann hátt að bít væri „tómarúm, hugarástand sem hefur verið losað við allt hismi og hjóm þannig að það er móttækilegt fyrir öllu kringum sig.“ Félagsfræðingurinn Brake segir kjarnann í lífsviðhorfum bítnikanna hafa verið: 1. að draga úr öllum samskiptum við heim streitaranna eins og kostur er. 2. að höggva á öll bönd við hefðbundið fjölskyldulíf, samfé- lagið og framabrautina. 3. að telja grundvallarvandamál mannlífsins tilvistarlegs eðlis og bregðast við þeim sem slíkum. Bítnikkabylgjan reis einhvem tímann um 1955 og fór í nokkrum smá bylgjum yfir heim ungra hvítra Bandaríkjamanna af milli- stéttaruppruna fram yfir 1960. Náskyld henni var þjóðlagabylgj- an, þar sem pólitísk viðhorf voru þó háværari. Báðar þessar byl- gjur risu meðal ungra mennta- manna og þær snertu lítið þá rokkmenningu sem á sama tíma blómstraði meðal unglinga og og Föstudagur 9. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15 Jack Kerouac skrifaði biblíu hipsteranna, On the Road, sem nýkomin er út í íslenskri þýðingu Ólafs Gunnarssonar undir nafninu Á vegum úti. öllum nauðsynlegum eiginleikum goðsögunnar. Þessi maður var Neal Cassady sem tætti um á hraðskreiðum bílum á milli stór- borga og kvenna, bruddi spíd og talaði jafn hömiulaust og hann lifði. Eins og kunnugt er, er bók- in Á vegum úti tilraun til að koma lífsformi og talanda Cassadys til skila í bókmenntaformi. Hrynj- andi hennar er villt og hömlulaus, hún er í efni og stíl óður til hins villta lífs. Önnur merk heimild um hipsterana er kvikmyndin The Wild One, með Marlon Brando. Reyndar átti sú mynd að vera um mótorhjólatöffara í stíl við Hell’s Angels en handritshöfundur og leikstjóri komust ekki í tæri við þessar fyrirmyndir. Slíkir gæjar eru yfirleitt varir um sig gagnvart rithöfundaspírum, félagsfræðing- um, blaðamönnum og öðrum njósnurum frá „kerfinu“. Höf- undarnir brugðu því á það ráð að fella mótorhólatöffarana í form sem þeir þekktu, þ.e. hipstera frá lurffihúsum og börum stórborg- apina. Vítisenglar myndarinnar eru engin lágstéttarungmenni með takmarkaðan orðaforða en krafta í kögglum eins og þeir voru í raun og veru, heldur gæjar með mikinn stíl. Fas þeirra er eins og sniðið eftir svörtum götustrák- um, og er ekki síst gaman að sjá Lee Marvin eins og svartan róna í háttum. í myndinni er Lee Mar- vin foringi heldur subbulegrar klíku, en Brando veitir forystu annarri klíku sem hefur öllu meiri klassa. Þeim finnst smábæjarlífið „square“ og „cornball style“ og ákveða aldrei fyrirfram hvert þeir stefna, heldur fara þangað sem þeim dettur í hug í það og það skiptið. Þeir taka með stæl öll helstu ritúölin sem hvítir hipster- ar öpuðu upp eftir þeim svörtu um þær mundir. Þegar þeir eru í sveiflu, enda þeir hvert orð á -ó, - „give me a beer-oh, old daddy- oh!“ - og í einni senu þróast orða- skipti í þessum stíl upp í músík- alskt rapp í stíl bíbobb djassins. Þessi mynd býður upp á einstakt tækifæri til að berja augum fjöru- tíu ára gamla töffarastæla sem hafa skilið eftir sig djúp spor í stælum allra sannra töffara síðan. Aðeins einstaka maður eins og Allen Ginsberg þorði að gefa andófi sínu pólitíska vídd. Bítnikkarnir taka við Gleymum því ekki að biblía hipsteranna, Á vegum úti, var skrifuð á árunum 1948-1951 en fékkst ekki gefin út fyrr en 1957. í millitíðinni hafði margt breyst og sá hópur skálda sem Kerouac til- heyrði hafði fundið sér heitið bítkynslóð. Bókin átti ríkan þátt í að skapa sjálfsímynd þeirra bó- Hvíta goðsögnin fundin Þess vegna er heimildir um hipstera fyrst og fremst að finna í listrænum afurðum þessa tíma- bils og í einstaka blaðagreinum. „Á vegum úti“ er ein helsta heim- ildin, en í henni er jafnframt að finna nýsköpun og frávik frá heimsmynd hipsteranna. Kerou- ac tekur þó upp marga þætti í þessari heimsmynd, til dæmis að- dáun hennar á svörtum djassist- um. Hann skýtur inn sögum um raunveruleg kynni af raunveru- legum svertingjum, sem eru vita- skuld svalir kettir og óðir í bíbopp djass. Nýsköpun Kerouacs er ekki síst sú að hann víkkar á ýms- an hátt út þá goðsögu um„hei- laga villimanmnn,“ sem fólst í dýrkun svarta djassistans. Hann hefur mikið dálæti á Mexíkönum og rósemd þeirra, en merkasta nýsköpun hans er sú að hann fann hvítan mann sem var gæddur i Neal Cassady fann Kerouac mann gæddan öllum nauðsynlegum eigin- leikum goðsögunnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.