Þjóðviljinn - 06.01.1989, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Qupperneq 2
Já þegar bjórinn kemur... Ég er alltaf aö rífast við alla um bjórinn. Ég hefi mátt þola það að allir mínir kunningjar hafa verið með einhverskonar seyrð tilhlökkunarglott á vörum nú í marga mánuði rétt eins og þeir ættu loksins von á alminnilegu kvennafari. Og allt út af því að fyrsta mars er bjórdagurinn mikli. Það var þá tilhlakkelsið, ég segi ekki annað. Ég mætti til dæmis í gær vini mínum Guðjóni sem var eitt sælubros eins og tungl í fyllingu tímans. Ég vissi náttúrlega að það hafði einhver bjórklukka slegið í hans síbernska hjarta en spurði samt fyrir kurt- eisissakir af hverju hann væri svona glaöur. Veistu það Skaði, sagði hann óðamála. Ég er búinn að tryggja mér sæti á bjórdaginn í nýju kránni við alþingishúsið. Jæja, sagði ég. Af hverju þar? Af því Skaði, að nú erum við loks menn með mönnum, (slendingar. Nú eignumst við krá í kjallara og kirkju á næsta leiti til að pissa upp við. Þetta kalla ég bjórmenningu. Og af því þú ert vinur minn Skaði, þá ætla ég að leyfa þér að setjast við mitt borð þennan gæfudag okkar allra. Nei takk, sagði ég. Ég ætla ekki að mæta á bjórkrá. Aldrei. Hvurslag ofstopi er þetta í þér Skaði, sagði Guðjón aldeilis hissa. Ert þú kannski orðinn einn af þessum skraufþurru meðferðarfasistum sem eru að setja allt skemmtanalíf á hausinn í þessum volaða bæ? Ónei, sagði ég. En ég er þjóðlegur íhaldsmaður og prinsíppmaður. Ég vil ekki að við íslendingar fórnum þessu eina sérkenni okkar sem eftir var, bjórleysinu. Þú meinar það Skaði, sagði Guðjón. Já en við verðum að vera frjálsir menn og hafa mannréttindi. Heldurðu það verði ekki munur að fara svona á krána sína á hverju kvöldi og sjá bunulækina gullbrúna steypast ofan í listræn glös og froðan með, þessi svalandi froða sem tengir kollu við vör og mann við mann og opnar eyru og auau fyrir samkennd heimsins og útrýmir þeim einmanaleika sem hrjáir Islands börn í bráð og lengd. Ég skal segja þér eitt Guðjón, ef þú ferð á krána á hverju kvöldi þá ertu ekki frjáls maður fyrir fimmaura heldur vambmikill og rasssíður bjórþræll meðan heimurinn stendur. Hvaða rugl og meinlæti eru þetta Skaði, sagði Guðjón. Það verður mitt frelsi og mannréttindi að koma svona inn léttur á brún og brá og fá mérbjórog snafs og drekka það til skiptis upp við barinn. Þetta ætla ég að drekka hratt og rösklega og vera einn og fara svo út, heim að sofa. Og þetta getur maður endurtekið á hverju kvöldi, hugsaðu þér. Jæja góði, þú ert strax farinn að drekka sóló í huganum. Hvar er nú samkenndin og niðurbrot firringarinnar og einsemdarinnar og allt þaö jukk, sem þú hefur lært af einhverjum kommum af því þig hefur alltaf brostið kjark til að standa einn og bjóða heiminum byrginn? Skaði minn. Hlustaðu á mig og vertu rólegur andartak. Maður verður að sýna kráarmenningunni sóma. Maður verður að anda að sér andrúmslofti hennar. En maður verður líka að gæta virðingar sinnar því það er bakhlið frelsisins að hinir og þessir delar koma á krárnar og kunna nógu vel á þær frjálsu og fyrirvaralausu samræður um hvað sem er sem eru aðal bjórlægs innblásturs. Maður verður því að geta haldið vissri fjarlægð innan bræðralagsins á kránum. Engar vífillengjur Guðjón, sagði ég. Segðu bara eins og er. Hvort ætlarðu að leysa þinn félagslega vanda með bjórdrykkju, með því að koma þér í félagsskap eða drekka þig útúr þörf fyrir félagsskap? Þú mátt ekki gleyma því Skaði, sagði Guðjón, að bjórmenningin á sér margan vettvang. Meðal annars heimilin. Þegar kemur bjór þá ætla ég alltaf að hafa bjór í ísskápnum. Á kvöldin fæ ég svo heimsókn þegar ég er kominn heim af kránni og þá opna ég ísskápinn með léttri og glaðlegri sveiflu og ég segi si sona eins og ekkert sé: Viltu einn bjór? Svo held ég á upptakara og opna tvær bjórflöskur og það kemur bjór út um stútinn, hugsaðu þér.... Vinur minn Guðjón lygndi aftur augum, og ég fann það hvernig framtíðin Ijúfa tók hann frá mér og sleit sundur samræðuna. Sama var mér. Satt að segja er hann Guðjón svo leiðinlegur að engum dettur í hug að koma í heimsókn til hans þó hann eigi fullt af bjór - og alls ekki fyrst allir aðrir geta átt hann líka. Þetta sagði ég náttúrlega ekki. En ég gekk við hlið Guðjóns sem hvarf æ lengra inn í bjórheiminn og tuldraði eitthvað samhengislaust fyrir munni sér með sætlegum og Ijúfum sönglanda: Þegar ég fæ mór málningu, og fer heim og fer í galla og næ í rúllur og pensla og lími meðfram listum og mála stofuna og er búinn með einn vegg og þarf að gera svona pásu til að skoða hvað ég hefi gjört og sjá það er harla gott, þá verður örugglega gott að fá sér bjór, já það er ég viss um... m 'Mrnm þúsund! \ Áttu ekki eitthvaö „ annað en I eintóm sérlyf? t 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. janúar 1989 Heimsstyrjöldinni er ekki lokiö Áreiðanlega er hægt að skil- greina hjónbandssælu á margan og mismunandi hátt en Bette Mi- dler lýsir henni á mjög svo frum- legan hátt.... „Þar sem Martin (maðurinn minn) er þýskur, klæði ég mig í rauð og hvít föt á hverju kvöldi og segi: Nú er ég Pólland. Komdu og gerðu innrás." Tíminn. Hin bærilega léttúð sögunnar Hins vegar vil ég nota tækifæri og leiðrétta það sem nýlega var haft eftir mér í blöðum að Snorri Sturluson hafi drukknað í sýru- keri á Bergþórshvoli. Þetta er vitaskuld ekki rétt, enda telja sumir sanni nær að það hafi verið Gissur jarl sem drukknaði í sýruk- eri í Reykholtskjallara. Morgunblaðið. Og best þeir sem voru í öðru húsi Þeir sem voru fjærst hljóm- sveitinni virtust skemmta sér best. Popparaviðtal i Morgunbiaðinu. Enda gaula þeir á ffrönsku þessir asnar En staðreyndin er sú að popp- fónlist Frakka er ekki hátt skrifuð utan heimalandsins. Allra síst á Bretlandi. Svo kannski eru þeir bara spældir. Greyin. Morgunblaðlð. Sigurhátíö sæl og blíð Þegar kemur bjór ætla ég alltaf að hafa bjór í ísskápnum. Á kvöldin fæ ég heimsókn og ég opna ísskápinn og segi - Viltu einn bjór? Svo held ég á upptak- ara og opna tvær bjórflöskur og það kemur svalandi froða út um stútinn... Pressan. Svo leysist lífsins galdur Ég ætla að fá mér bjór og snafs og drekka það til skiptis við bar- inn. Þegar kemur bjór. Ég ætla að drekka það hratt og vera einn og fara svo út, heim að sofa. Þetta mun ég gera á hverju kvöldi... Prossan. Þess vegna skiljum við... Lífið er ekki fullkomið fyrr en fundinn hefur verið lífsförunaut- ur. Morgunblaðlð. Svona er frekjan mikil í þessu pakki Okkur finnst að hljómsveitir verði að leggja eitthvað á sig til að ná til áheyrenda. Morgunblaðlð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.