Þjóðviljinn - 06.01.1989, Page 3

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Page 3
Gemingahátíðahöldin í nýlistasafninu um helgina: Lesmálsrusl. Mynd Jim Smart. Rykdjöflar á öllum hæðum Ryk, rusl, ritrusl og aðrir forgengilegir dómar á gerningahátíð INFERNO 5 í Nýlistasafninu um helgina Rykdjöflar er annað nafn á rykþyrli, og í þessum gemingi komum við mikið inn á ryk og msl og fleira forgengjlegt, sagði Ómar Stefánsson, einn meðlima INFERNO 5, í spjalli við blaðið í vikunni, en gemingaþjónusta hópsins stendur fyrir sinni um- fangsmestu sýningu til þessa núna um helgina í Nýlistasafninu og nefnist hún „Rykdjöflar.“ Nánar til tekið er meginefni sýningarinnar bókmenntir og orðahappdrætti auk ritmslsins. Að sögn Ómars fær upplýsinga- flæðið einnig sinn verðuga skerf á gemingahátíðinni, og hvemig hægt er að upplifa það á ljóðræn- an hátt. Ómar sagði að hið talaða orð kæmi til með að njóta sín betur á sýningu þeirra félaga en raunin hefði verið við svipuð tækifæri áður, en að hópnum standa myndlistarmenn og rithöfundar úr ýmsum áttum. Sem stendur em meðlimir INFERNO 5 þess- ir, og er titlatogið samkvæmt fréttatilkynningu: Þorri Jóhanns- son skáld o.fl., Ómar Stefánsson myndlistarmaður o.fl., Ejnar Melax tónlistarmaður o.fl., Ósk- ar Thorarenseri tónskáld o.fl., Eggert Ketilsson dansari og Helgi Skj. Friðjónsson myndlistarmað- ur og auglýsingateiknari. Hópurinn hefur staðið fyrir ýmiss konar uppákomum og al- hliða listsköpun undanfarin ár. Fyrst einbeittu menn sér að tón- listarsköpun en sneru sér fljót- lega að fleiri listgreinum, t.d. gemingum sem fela í sér flest listform. Sýning INFERNO 5 nú um helgina verður í Nýlistasafn- inu eins og áður segir, og má segja að hópurinn sé heimavanur þar, en að auki hefur hann sett upp sýningar og haldið hljóm- leika á Amarstapa á Snæfellsnesi og á Draghálsi svo einhverjir staðir utan Reykjavíkur séu nefndir til þessarar sögu. Þá hef- ur INFERNO 5 einnig gefið út sex kassettur með tónlist sinni og staðið á bakvið útgáfu Band- ormsins, alíslensks myndasögu- rits. Rykdjöflagerningurinn er til- einkaður þýska listamanninum Kurt Schwitters og vísindastörf- um hans. í byrjun sýninga kemur fram gestur hópsins með eigin gerninga: Árni Ingólfsson. Sýn- ingar hafa verið ákveðnar laugardags- og sunnudagskvöld og hefjast klukkan níu bæði kvöldin. HS Áttu að reykja, Þorvaldur? Handhafabrennivíns- kaupamálinu er síður en svo lokið, lögfræðingar eru að undirbúa málssókn gegn Magnúsi Thoroddsen og á þingi er búið að svara einni fyrirspurn, önnur er eftir, og enn alveg óljóst hvemig þeir Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, Þór Vilhjálmsson, Logi Einarsson og Magnús Torfason fara útúr málinu, en þeir hafa ekki þurft að skila nokkrum hlut ennþá og sitja allir enn í hægum sessi, öfugt við aumingja Magnús Thor- oddsen, sem gerði þó það eitt umfram hina fjóra að vera stórtækari og vera fljótfær og hortugur í fjölmiðlum. Samkvæmt traustum heim- ildum liggur meira í kjöllurum handhafanna fyrrverandi en brennivínsflöskur. Þeir not- færðu sór utanferðir forsetans einnig til að birgja sig upp af tóbaki á spottprís. Enn mun óljóst hvað handhafabirgðiraf tóbaki nema mörgum tonn- um, en það er víst alveg óhætt - ef maður hefur kosningarétt á Vestfjörðum -að biðja Þor- vald Garðar að lauma til sín einum Havanavindli. Eða í nefið?B Almanökunum rignir yfir frá fyrirtækjum og stofnunum þessa fyrstu daga ársins og eru af öllu tæi. Frumlegasta almanakið ennþá er frá Prentmyndaþjónustunni, með mynd af Jóhannesi Páli páfa með væna könnu öls, og áletruninni: 1989 - tveir góð- Jr sem koma.B A, Þ og Z í menntamálunum Svavar Gestsson mennta- | málaráðherra heimsótti Áma- safn um daginn og fór vel á með honum og fræði- mönnum, sem auðvitað vona að slíkar heimsóknir bæði efli skilning og losi bönd á fjár- veitingapyngju. Þessi heimsókn vakti upp gamla sögu í þessum samfó- lagsgeira. Einsog kunnugt er hafa menntamálaráðherrar verið afar margvíslegir, sumir litið á ráðuneytið sem hvíldar- hæli, aðrir fengið þar útrás fyrir sérvisku og ýmsar kenjar, enn aðrir orðið eftirá hálfgerð- ir dýrlingar meðal listamanna og skólafólks. En flestir hafa þeir fyllst miklum fítonskrafti fyrstu vikumar f embætti, og ófáir ætlað sér að fara með fríðu föruneyti um land sitt vítt og fagurt. Þeir á Þjóöminja- safni, Þjóðleikhúsi og Þjóö- skjalasafni telja þó að ráð- herrunum hafi fæstum ekki enst nenna eða starfsaldur til heimsóknanna, en hafi hins- vegar yfirleitt byrjað á stafróf- inu, - þessvegna séu Þjóð- stofnanimar svona aftarlega á merinni, að ekki sé minnst á Æskulýðsmálineba aumingja ömefnastofnunina. Ráð- herrarnir hafi tekið A og Á með glans en týnst einhvers- staðar í Bamaskólunum eða Byggöasöfnunum, og þeir fáu sem sluppu óskaddaðir þar f gegn hafi gefist upp í Fjöl- Ja.hver þrefaldur! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag! Láttu ekki þrefalt happ úr hendi sleppa! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 brautunum og Félagsheimil- unum. Þetta er athyglisverð kenning, - en þarna er sú undantekning að Sverrir Her- mannsson hagaði sér tiltölu- lega vel við Þjóðskjalasafnið, Þjóðarbókhlöðuna og Þjóðm- injasafnið? Jú, segja þeir stafrófskenningarmenn, - Sverrir byrjaði auðvitað á Zetu.l Föstudagur 6. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 Kynningarþjónustan/SÍA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.