Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 5
Ölduselsskóli Sjö kennarar hættirþað sem af er skólaárinu. 20-30 kennarar hœtta í vor efSjöfn situr áfram. Sjöfn heldur áfram að segja allt í himnalagi og talar um ofsóknir gegn sér. Áhyggjur foreldra fara vaxandi Sjöfn Sigurbjömsdóttir segir allt í sómanum í Ölduseli, en kannast við ofsóknir þriggja manna. r Astandið í Olduselsskóla i Breiðholti heldur áfram að versna og hafa sjö kennarar hætt störfum við skólann frá því í haust, nú síðast um áramótin hætti einn af reyndari kennurum skólans en hann átti sæti í kenn- araráði. Fulltrúar Foreldrafélags skólans fóru á fund menntamála- ráðherra, Svavars Gestssonar, á miðvikudag vegna þessa máls og hafa foreldrarnir vaxandi áhygj- ur af skólastarfinu vegna sam- skiptaörðuleika skólastjórans, Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, við kennaraUð skólans. Svavar Gestsson vildi ekki segja annað um málið en að það væri mjög viðkvæmt og hann vildi að það leystist sem fyrst og stað- festi að fulltrúar foreldra hefðu komið á hans fund. Starfsliði í menntamálaráðu- neytinu hefur verið falið að fara yfir allar hliðar málsins og að kanna allar ásakanir og kærur og réttmæti þeirra. Hefur mennta- málaráðherra kallað fulltrúa kennara á sinn fund 18. þessa mánaðar til að heyra rökstuðning þeirra í málinu. Foreldrafélagið hefur sent menntamálaráðuneytinu erindi. Lýsir Foreldrafélagið yfir áhyg- gjum sínum vegna þeirrar þreytu sem farið sé að gæta hjá kennur- um skólans og vegna þess að allt bendi til að fjöldi kennara muni yfirgefa skólann að vori. En Þjóðviljinn hefur fyrir því heim- ildir að um 20-30 kennarar af 50 ætli að yfirgefa Ölduselsskóla í vor hafi „Sjafnarmálið“ ekki fengið farsæla lausn. Óbætanlegt áffall í bréfi Foreldrafélagsins segir að á undanförnum árum hafi margir afburðakennarar ráðist til skólans, sem gegnt hafi störfum sínum af áhuga og dugnaði. Þetta hafi skilað sér í góðum námsár- angri nemenda og ánægju þeirra í skólanum. Segja foreldramir að það yrði skólanum óbætanlegt áfall ef fleiri kennarar hættu störfum vegna þessara mála. Auk þess segja foreldramir að fleiri uppsagnir myndu koma óorði á skólann og draga úr möguleikum þess að fá gott fólk til starfa í staðinn fyrir þá sem hættu. í full- trúaráði Foreldrafélagsins situr eitt foreldri frá hverjum bekk skólans. Óskar fulltrúaráðið þess að menntamálaráðuneytið taki málið til athugunar til að koma í veg fyrir frekari vandræði í skól- anum. Þá liggur fyrir í menntamála- ráðuneytinu kæra frá fulltrúum kennara í kennararáði vegna furðulegra og ólýðræðislegra vinnubragða Sjafnar við boð og hald fundar í kennararáði í nóv- embermánuði. Samkvæmt reglu- gerð eiga varamenn að taka sæti aðalmanna í þeirri röð sem þeir eru kjömir. Fyrsti varamaður mætti á umræddan fund í forföll- um aðalmanns. En þá var þriðji varamaður mættur á fundinn og hafði Sjöfn boðað hann til fund- arins. Benti fyrsti varamaður skólastjóra á reglugerðarákvæð- ið um að honum bæri að sitja fundinn í forföllum aðalmanns. Sjöfn sagðist ráða því hvaða vara- maður sæti fundi kennararáðs og vísaði fyrsta varamanni út af fundi. Þegar aðalmenn mættu til fundarins gerðu þeir athugasemd við skipan fundarins. Skólastjór- inn brást hinn versti við og mót- mælti því að einn aðalmanna skyldi hafa boðað fyrsta vara- mann á fundinn og spurði hvort aðalmönnum væri eitthvað illa við þriðja varamann. Sagði Sjöfn að fýrsti varamaður gæti ekki set- ið fundinn þar sem hann væri að kenna og fjarvera hans myndi skapa óróa í bekknum. Báðu fundarmenn þá um frestun fund- ar þar til fyrsti varamaður gæti mætt, en skólastjóri tók það ekki í mál. Yfirgáfu fundarmenn þá fundinn. En Sjöfn sendir eftir fyrsta varamanni og sækir einnig annan varamann og heldur fund án þess að skýra varamönnum frá því sem á undan var gengið. Pólitísk þakkargjörð Sjöfn hefur sagt að ákveðnir þrír kennarar ofsæki hana og haldi uppi ófrægingarherferð gegn henni. Þjóðviljinn hefur rætt við nokkra kennara í skólan- um og er það sláandi að enginn þeirra vill láta hafa neitt eftir sér af hræðslu við illskeytni skóla- stjórans, sem meðal annars hefur hellt sér yfir einstaka kennara í viðurvist annarra. Rétt er að rifja upp að Sjöfn gat ekki unnið með því kennararáði sem var við skólann þegar hún kom til starfa. Styr hafði staðið um stöðuveitinguna, sem var þakkargjörð fyrrverandi mennta- málaráðherra, Birgis ísleifs Gunnarssonar, til Sjafnar fyrir vel unnin störf í stjómarandstöðu Borgarstjómar 1978-1982, þó Sjöfn sæti þá í Borgarstjóm sem fulltrúi stjómarliða. Nýtt kennar- aráð var kosið af kennumm um haustið og segja kennarar að allt hafi verið reynt til að koma á já- kvæðum samskiptum við skóla- stjórann. í greinargerð sem fulltrúar í skólastjóm Ölduselsskóla sendu fræðslustjóranum í Reykjavík um miðjan desember, segir að skólastjómin hafi verið í molum frá því í haust og stefnuleysi skólastjórans hafi verið algert, og óskað er eftir því að skólayfirvöld grípi inn í málið með þeim hætti að dugi til þess að skólastarf verði eðlilegt í skólanum. í greinar- gerðinni em nefnd fjölmörg dæmi um algert áhugaleysi Sjafn- ar til að taka á daglegum málum í skólanum í samvinnu við kenn- ara. Kennarar fá engan stuðning til að taka á aga- og umgengnis- málum í skólanum. Þegar nokkr- ir nemendur vom dmkknir á diskóteki skólans sá skólastjór- inn enga ástæðu til að taka á mál- inu gagnvart nemendum né að hafa samband við foreldra nem- endanna. Allt í himna- lagi nema.. Sennilega má skýra þetta af- skiptaleysi skólastjórans með önnum hans við önnur störf. Kennaramir benda á að Sjöfn hafi með skólastjórastarfinu haft með höndum 30% hlutastarf í Fjölbrautarskólanum í Breið- holti og einnig kennt við ótil- greindan tölvuskóla. Sjöfn hefur sent Fræðslustjór- anum í Reykjavík Áslaugu Brynjólfsdóttur og formanni Fræðsluráðs, Ragnari Júlíussyni, 15 síðna greinargerð. Þar segir skólastjórinn samstarf kennara og starfsliðs Ölduselsskóla hafa í öllum meginatriðum verið gott. Á fjölmennum vinnustað gefi augaleið að upp kunni að koma mismunandi sjónarmið um fram- kvæmd einstakra þátta skóla- starfsins. Og segist hún telja skörun viðhorfa í þessum efnum eðlilega og skoðanaskipti séu af hinu góða, og að hún hafi lagt sig fram um að sætta slíkan skoðana- mun þannig að niðurstaðan gagn- ist skólastarfinu sem best. í greinargerðinni fordæmir skólastjórinn ítrekaðar atlögur að æru sinni og starfsheiðri sem þrír kennarar skólans hafi staðið fyrir, síðast með bréfi til fræðslu- ráðs undir merkjum umhyggju fyrir skólastarfi og nemendum skólans. Segir Sjöfn að um sé að ræða framhald á því andófi og þeirri ófrægingu sem sett hafi ver- ið í gang þegar hún var settur skólastjóri. Kærur og ávirðingar þremenninganna eigi ekki við nein rök að styðjast, og séu flest- ar settar fram gegn betri vitund þeirra. „Þá snýst ég til varnar“ Sjöfn segist hafa forðast að taka þátt í fjölmiðlastríði þessara manna, sem skaði skólastarfið, og harmar hún þátt einstakra for- eldra í aðförinni. En á fundi með kennurum skólans í haust þrætti Sjöfn fyrir allt það sem hún hafði sagt og haft var eftir henni í Þjóð- viljanum, um að allt væri í sóm- anum f Ölduselsskóla. Hún sagði Þjóðviljann hafa spunnið allt það upp sem eftir henni var haft og neitaði að haft yrði samband við blaðamann til að staðfesta “rang- færslur" hans. í lok greinargerðarinnar segir Sjöfn að verði ekki lát á ofsókn- um gegn henni, sé henni nauðug- ur sá kostur að snúast til varnar með öðrum hætti en hún hafi kos- ið til þessa. Það sé þess vegna einlæg von hennar að fræðsluráð finni ráð til þess að þessum ósköpum linni. Kennarar skólans hafa ekki farið fram á að þeir þremenning- ar sem Sjöfn segir ofsækja hana, víki úr þeim trúnaðarstöðum sem þeir gegna fyrir kennara. Ekkert bendir þess að um sé að ræða of- sóknir þriggja kennara gegn skólastjóranum, því fjölmargir kennarar skólans hafa á haustmánuðum sagt Þjóðviljan- um frá óánægju sinni með starfs- hætti Sjafnar. -hmp Allt skólastarf er í molum Föstudagur 6. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.