Þjóðviljinn - 06.01.1989, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Qupperneq 9
Forsœtisráðherra Meiri vaxta- iækkun Steingrímur Hermanns- son: Ekkert óeðlilegt þó vextir verði neikvœðir í einhvern tíma - Það verður að lækka vexti töluvert mikið enn og ég tel ekkert óeðlilegt við það að þeir verði nei- kvæðir um einhvern tíma meðan við erum að vinna okkur í gegn- um þessa efnahagserfiðleika. Við getum ekki haldið uppi 4-5% raunvöxtum á sparifé við þessar aðstæður, segir Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Hann lýsti því yfir í gær að aðal- atriðin í væntanlegum efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem undirbúnar yrðu í þinghléi fram til næstu mánaðamóta, væru uppstokkun og endurfjármögnun sjávarútvegsins. Til þess að ná fram viðunandi rekstrarstöðu fyrir fiskvinnsluna, verði að lengja lán til hennar, ná fram hagræðingu með fækkun fisk- vinnslufyrirtækja og fiskiskipa á næstu árum, tryggja aukið fjár- magn til sjávarútvegsins og lækka vexti enn frekar. - Seðlabankinn á að fá heimild til að lækka vexti umfram það sem gerist erlendis og það er eng- in goðgá þó vextir hér verði nei- kvæðir í einhvem skemmri tíma. Steingrímur sagðist einnig vera ennþá inni á því að leggja ætti niður lánskjaravísitöluna og Framsóknarflokkurinn væri ekki búinn að leggja til hliðar hug- myndir sínar um niðurfærslu. ■Jg- Fjárlög Afgangurinn 640 miljónir Tekjuafgangur fjárlaga 1989, er áætlaður 640 miljónir eftir meðferð í fjárveitinganefnd al- þingis, sagði Sighvatur Björg- vinsson nefndarformaður í fram- söguræðu sinni í gær. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með 1250 miljóna tekjuafgangi, en síðan hefur margt vatn mnnið til sjávar í rík- isfjármálum og þingvafstri. Þó sagði Sighvatur að fjárlagafmm- vörp hefðu sjaldan eða aldrei breyst jafnlítið í meðförum fjár- veitingamefndar. Útgjaldaauki frá nefndinni var aðeins 0,43 pró- sent. Fram kom í gær að hallinn á ríkissjóði 1988 er nálægt 6 milj- örðum en lokatala er enn ekki til reiðu. - m/ks Þjóðleikhúsið Auttsvið aðári? Það verður ekkert leiklð á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á næsta starfsári samkvæmt breytingartillögum fjárveiting- arnefndar við íjárlagafrumvarp- ið. Sighvatur Björgvinsson for- maður nefndarinnar sagði í fram- sögu á þingi í gær að gert væri ráð fyrir 75 miljón króna fjárveitingu til viðgerða á húsinu í fjárlögum, og væri sýnt að leikstarf á stóra sviðinu legðist af á meðan gert yrði við. Hann sagði einnig þörf að „fara í saumana“ á starfs- mannahaldi í leikhúsinu næsta starfsár. -m/ks FÖSTUDAGSFRÉTTIR Bankastióramál Landsbanka Valur stenst ekki lög Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor: EfValurerbankastjóristangastseta hans í öðrum störfum á við 13. gr. bankalaga. Efbankastjórarnireruaðeinstveirstangastþaðáviðll.gr. bankalaga. Óljósthvort Valur er ólöglegursem stjórnarformaður SÍS ogþvíhvortstjórnarfundur SÍS á mánudag er ólöglegur Ef ráðning Vals Arnþórssonar hefur ekki tekið gildi frá 1. janúar og Helgi Bergs er hættur sem bankastjóri þá eru banka- stjórar Landsbankans bara tveir og það stangast á við 11. grein bankalaganna, það er engin milli- leið til með það. En ég sé ekki annað, miðað við þessar upplýs- ingar en að Valur sé ráðinn sem bankastjóri frá 1. janúar og ég býst ekki við að það skipti neinum sköpum hvort hann hafí fengið erindisbréf eða ekki. En ég fæ ekki séð að þetta fáist staðist lög sé litið á 11. og 13. grein banka- laganna. Það er a.m.k. ofvaxið mínum skilningi, sagði Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor eftir að Nýja Helgarblaðið hafði borið undir hann viðtal við Pétur Sig- urðsson, bankaráðsformann Landsbankans sem birtist hér S blaðinu. 11. grein segir að banka- stjórar skuli vera þrír og 13. grein segir að bankastjórum sé óheimil- ilt að stjórn stofnunum eða fyrir- tækjum utan bankans eða taka þátt í öðrum atvinnurekstri. Jónatan sagði að lausnin á þessu máli hefði átt að vera sú að ráðningu Vals sem bankastjóra hefði átt að fresta og einhvern annan hefði átt að ráða tíma- bundið. Spumingar vakna nú um það hvemig málið snýr að SÍS, en stjórnarfundur þess verður næstkomandi mánudag þar sem Valur mun væntanlega sitja sem stjórnarformaður. Er Valur lög- legur sem stjómarformaður SIS og kaupfélagsstjóri KEA ef að (banka-)lög segja að slíkt sé ólög- legt? Á stjómarfundinum verða skipulagsmál SÍS á dagskrá og telja kunnugir að fundurinn gæti orðið átakafundur þar sem Guð- jón mun kljást við Val. Spurning- in um lögmæti stjómarformanns- ins og þ.a.l. lögmæti stjómar- fundarins er því brýn. Jónatan sagði að þetta gæti orðið sjálfstætt athugunarefni hjá sambandsmönnum og einhverjir vildu hugsanlega gera athuga- semdir út af því. „En ég vil ekki skera úr um hvort það gerir stjórnarfundinn ólögmætan, því jafnvel þó maður kunni að hafa brotið einhver lög á einum vett- vangi, þá gerir það ekki sjálfkrafa allt annað, sem hann gerir, ólög- legt. Þetta ákvæði bankalaganna beinist að bankanum en hefur reyndar þau áhrif að Valur má ekki vera annars staðar og það þýðir óbeint að hann er ólöglegur í öðrum atvinnurekstri. En slík ólögleg seta þarf ekki að leiða til neinna viðbragða samkvæmt lögum. En þetta mál er talsvert snúið mál,“ sagði Jónatan Þór- mundsson, lagaprófessor. phh Allt brann sem brunnið gat á Réttarhálsi, eins og sjá má. Lifir enn í glæðunum nærri sólarhring eftir að eldurinn kom upp. Mynd Jim Smart. Stórbruninn Reglugerðir þverbrotnar 100 miljónir á borgarsjóð. Hrólfur Jónsson: Slökkvi- liðið stóð sig að vonum - Það er alveg ljóst að reglu- gerðir um brunavarnir og reglu- gerðir um byggingar hafa verið þverbrotnar í þessu húsi, - því hefur verið breytt á milli þess sem við höfum skoða það, sagði Ás- mundur J. Jóhannesson starfs- maður eldvarnaeftirlits Reykja- víkur í gær við Þjóðvifjann. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í útvarpsfréttum í gærkvöldi að svo gæti farið að borgarsjóður yrði að taka á sig um 100 miljónir króna vegna brunans sem ábyrgðaraðili Húsatrygginga þar sem húsið var tryggt. Hrólfur Jónsson varaslökkvi- liðsstjóri er ekki sáttur við fjöl- miðlaumfjöllun um slökkvistarf- ið. Vissulega mætti gagnrýna ein- stakar ákvarðanir eins og ævin- lega, en mannskapur og útbúnað- ur hefðu staðist þessa eldraun. sg Landsbankinn Að vera eða wera ekki bankastjóri Pétur Sigurðsson bankaráðsformaður: Valur bæði bankastjóri og ekki bankastjóri Bankaráðsformaður Lands- bankans virðist líta svo á að Valur Arnþórsson sé bankastjóri Landsbankans um leið og Valur er ekki bankastjóri bankans. Hann segir ekki nema eðlilegt að yfirmaður fyrirtækja sem tapa hundruðum miljóna þurfi tíma til að taka til eftir sig. Nýtt Helgarblað Þjóðviljans spurði Pétur Sigurðsson í gær hvort nokkur vafi léki á hvort Valur Amþórsson hafi verið ráð- inn bankastjóri 1. janúar sl. „Nei, það er ekki vafi á að hann var ráðinn þá,“ sagði Pétur. „Hins vegar hafði hann alltaf fyrirvara um skil á sínum fyrri störfum sem ég persónulega tel afskaplega skiljanlegt, þegar það er haft í huga að hann er formað- ur í SÍS sem tapar fleiri hundruð miljónum á árinu og fram- kvæmdastjóri fyrirtækis sem tap- ar einnig umtalsvert. Ég get vel skilið að slíkur maður verði að gefa sér meiri tíma um áramót en aðrir. Hitt er annað mál að við ætlum að ræða þetta á bankaráðs- fundi og vonandi finnum við lausn á málinu sem að gerir bæði bankaeftirlit og bankamálaráð- herra ánægðan." Valur er sem sagt ráðinn frá 1. janúar og tekur laun frá þeim tfma? „Nei, það er alveg ófrágengið hvað starfssamning hans varðar. Hins vegar sýndi hann þá kurteisi að koma og kveðja Helga Bergs því Helgi var að láta af störfum. En hann tók fram að hann gæti ekki hafið störf sem ábyrgðar- maður fyrir bankann á þeim tíma. En í byrjun var ráðningin miðuð við 1. janúar, það stend ég við. En það hefur bara leitt af sér að það hefur ekki verið hægt. Eg er andskoti hræddur um þeir sem hafa haft hæst um þetta séu á einhvern hátt að reyna að skaða aðila innan SÍS, þannig að þetta er hálfdularfullt fyrir mér. En mig varðar ekkert um það annað en að ég vil tryggja stöðu bankans gagnvart þessum fyrir- tækjum og ég tel að ef að formað- ur og ábyrgðarmaður fær góðan tíma til að skila af sér við svona gífurlegt tap eins og hefur verið á þessum fyrirtækjum að þá sé það hjálp sem vel eigi að veita.“ En þessi svör cru enn nokkuð óljós varðandi það hvort Valur var ráðinn frá 1. janúar eða ekki? „Já, hann tók bara aldrei við skyldustörfum með góðu sam- þykki við bankastjóra og við mig. Nú þarf ég að sjálfsögðu að leita eftir því við bankaráðið hvort það standist.“ En Helgi Bergs er örugglega hættur? „Já, það eru bara tveir aðal- bankastjórar í bankanum í dag.“ En samkvæmt bankalögum eiga bankastjórar Landsbankans alltaf að vera þrír? „Já, en það eru auðvitað bara tveir að störfum þegar einn er í fríi.“ Þannig að í dag eru þrír aðal- bankastjórar ráðnir við Lands- bankann? „Það verður þama nokkurt millibil á að ráðning hans taki gildi. Hann var upphaflega ráð- inn frá fyrsta janúar, en hann gat ekki hafið störf strax en fékk leyfi til að ljúka sínum fyrri störfum með leyfi bankastjóra sem í öllum tilfellum ráða hvemig þeir skipta störfum sín á milli í fríum og með mínu leyfi einnig.“ Þannig að Valur er þá ekki bankastjóri, eða hvað? „Nei, hann verður það ekki fyrr en síðar í mánuðinum. Ef maðurinn tekur ekki til starfa í starfi, jafnvel þó hann hafi verið ráðinn til þess, þá er hann auðvit- að ekki starfsmaður. Það hefur enginn ráðningarsamningur enn verið gerður við Val Amþórsson og verður ekki gerður fyrr en síð- ar í mánuðinum,“ sagði Pétur að lokum. phh Föstudagur 6. janúar 1989 nýtt HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.