Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Blaðsíða 11
kirkja heims Stærsta kirkja heims rís nú á Fílabeinsströndinni. Kostnaður álitinnum 12 miljarðar. Einungis 15% þjóðarinnar kaþólskrar trúar Humphrey leggur línumar Stærsta kirkja heims rís nú með miklum hraðaá Fíla- beinsströndinni í Afríku. Um 15 hundruð manns vinna nótt sem nýtan dag, sjö daga í viku aðþvíaðljúka Vor Frúarkirkjunni í Yamoussoukrosvo hægt verði að vígja hana í septemberíár. 81 hektari af handblásnu lituðu gleri frá Frakklandi á að fara í glugga kirkjunnar og ítalskur marmari mun þekja um 300 hekt- ara súlnagöng þar sem 300.000 manns eiga að geta safnast sam- an. Og nú um jólin komu frönsku iðnaðarmennirnir um 300 tonna kúpul úr stáli og gleri fyrir ofan á kirkjubyggingunni. Ofan á kúpl- inum er gullhúðaður hnöttur og rúmlega 9 metra hár kross. Krossinn mun gnæfa um 163 metra yfir jörðu en til saman- burðar þá gnæfir krossinn á Péturskirkjunni í Róm rúma 150 metra yfir jörðu. t>á er kirkju- skipið átta metrum lengra en kirkjuskipið í Péturskirkjunni. „Hér byggjum við á þremur árum byggingu sem hefði tekið þrjár aldir að reisa,“ sagði blaða- fulltrúi stjórnar Fflabeinsstrand- arinnar í samtali við Herald Tri- bune. Gæluverkefni Á sama tíma eru fleiri ráða- menn í Afríku með miklar fram- kvæmdir á fullu. í Marokkó er Hassan II að byggja stærstu mosku í heimi og á framkvæmd- um við hana að ljúka í júlí en þá verður kóngurinn sextugur. Áætlaður kostnaður við hana er ellefu og hálfur miljarður króna. í Gabon hefur Omar Bongo, forseti, nýlokið við að láta leggja járnbrautarteina frá Libreville, höfuðborg landsins, til fæðingar- bæjar sín, Franceville. Áætlaður kostnaður er um 190 miljarðar króna. í Zaire hefur verið reistur flugvöllur í þorpinu Gbadolite, fæðingarþorpi Mobuto forseta svo hann geti lent þar á Concorde þotu sinni. Fæðingarbær Boigny, forseta Fflabeinsstrandarinnar, Yamo- ussoukro, fékk þó flugvöll fyrir rúmum áratug þar sem Concorde þotur geta lent. Þessi 15 þúsund manna bær er nú orðinn að hundrað þúsund manna höfuð- borg landsins, þar sem eru lúxus- hótel, átta akreina vegir, þrjár menntastofnanir á háskólastigi Upplýsingafulltrúi Fílabeinsstrandarinnar Antonie Cesareo og Pierre Cabrelli verkfræðingur fyrir framan kirkjuna með mynd af líkani af byggingunni einsog hún mun líta ú þegar hún er fullgerð. og stöðuvötn gerð af mönnum fyllt af krókódflum. Þá hefur ver- ið gerður almenningsgarður í borginni og í ár stendur til að flytja flugleiðis hundruð ffla, gír- affa, antflópur og nashyrninga frá Suður-Afríku og sleppa þeim lausum í garðinum. 12 miljarðar Kirkjan í Yamoussoukro minnir á Péturskirkjuna í Róm en franski verkfræðingurinn Pierre Cabrelli, sem hefur yfirumsjón með kirkjunni segir að stærsti munurinn á þessum tveimur kirkjum sé sá að í Péturskir- kjunni sé fjöldinn allur af styttum en bara örfáar í nýju kirkjunni. Hinsvegar séu 272 súlur í nýju kirkjunni en bara örfáar í Pétur- skirkjunni. Pá verður nýja kir- kjan með loftræstingu svo þær átta þúsund sálir sem geta hlýtt á messugjörð innandyra geti haft það notalegt. Kirkjubyggingin hefur verið töluvert umdeild enda á landið í miklum efnahagslegum kröggum um þessar mundir. Aðal útflutn- ingsgrein íbúanna er kakófram- leiðsla en verð á kakó hefur hrap- að um helming á undanförnum tveimur árum og erlendar skuldir þess nema nú um 500 miijörðum króna. Boigny forseti vísar þó öllum gagnrýnisröddum á bug. Hann lét reisa kirkjuna á eigin landi og segist bera kostnaðinn af henni sjálfur. „Hvernig gætu mínir sex miljarðar, sem kirkjan kostar, bjargað landinu úr þeirri efna- hagslegu kreppu sem það er í,“ sagði hann í viðtali sl. sumar. Hlutlausir aðilar álíta þó að kostnaðurinn við kirkjubygging- una verði um helmingi meiri en forsetinn lætur í veðri vaka, eða um 12 miljarðar króna. Boigny forseti hefur ákveðið að gefa Vatikaninu kirkjuna þeg- ar henni er lokið en ekki er búist við að páfi verði viðstaddur vígsl- una. Talsmaður páfa var spurður að því hvort Vatikanið myndi þiggja gjöfina en engin svör feng- ust við því. Einungis 15% þjóðar- innar er kaþólskrar trúar, um 5% lútherskrar og 20 prósent eru mú- hameðstrúar. Langstærsti hluti íbúanna er þó heiðinn. Gagnrýnisraddir vegna bygg- ingarinnar koma einkum erlendis frá og þær afgreiddi upplýsinga- ráðherra landsins sem kynþátta- fordóma nú í haust. -Sáf/stuðst við Herald Tribune Hinn óborganlegi Sör Humphrey úr sjónvarps- myndaflokknum Já ráðherra er þegar búinn að skrifa dag- bók sína fyrir árið 1989, og eins og vænta má flýtur þar með margt vísdómsorðið um stjórnmálamenn, ríkisapparöt og embættismannaveldi. Vegferð daganna á þessu til- tekna bókarformi er vörðuð læ- vísu háði eins og höfundarins er von og vísa, og til þess arna er betri miðill en móðurmál hans, enskan, trúlega ekki til. Sör Humphrey er menntaður maður, sjarmerandi og með pottþétta framkomu eins og við vitum af skjákynnum, en hann er einnig útsmoginn í vélabrögðum kerfis- ins og veit að toppembættismað- ur sem vill standa undir nafni verður að laga í hendi sér einfald- anir og barnaskap stjómmála- mannanna. Það em langtímasjónarmiðin sem Sör Humphrey tekur nótís af. Já, ráðherra! segir hann hress og glaður þegar því er að skipta, en fyrirmælunum framfylgir hann síðan eftir eigin höfði. Enda gengur hann út frá þeirrri reglu að stjórnmálamenn geri yfirleitt stuttan stans en embættismenn- irnir blífi, alltént meðan þeir láta það vera að missjá sig á sjóðum sem þeir em settir yfir. En það er kenning okkar góða Humphreys að hvomg þessara starfsstétta geti án hinnar verið, og því vilji stjómmálamennirnir fyrir sitt leyti margt til vinna að greiða götu fjandvina sinna - að minnsta kosti ef þá vantar almin- legan lóðs framyfir yfirvofandi kosningar eða framhjá einhverj- um skandalaskerjum. Eftirlætis- iðja Sör Humphreys er svo að bauna á stjórnmálamenn og af- hjúpa veikleika þeirra. í fyrir- liggjandi dagbók hefur hann því gert sínar athugasemdir við á- kveðna daga ársins, en lesandinn getur síðan annast aðrar innfærslur í krafti eigin ímynd- unarafls. „í augum stjómmálamanns er sannleikurinn ekki eitthvað sem gerst hefur; sannleikurinn er heppilegasta túlkunin á því sem hefur gerst og ekki er hægt að afsanna með tilvísun til opinberra gagna,“ segir á einum stað. Og á öðmm: „Góður embættismaður notar tungumálið á markvissan hátt, ekki til að afhjúpa sálarljór- ann og það sem inni fyrir býr, heldur þvert á móti sem gardínu sem hægt er að draga fyrir.“ Og sums staðar kemst höfund- urinn í hæðir í athugasemdum sínum, eins og til að mynda þess- ari hér: Hollusta tiltekins ráð- herra þýðir það að ótti hans við að missa vinnuna er yfirsterkari lönguninni til að sölsa undir sig forsætisráðherraembættið. Eins og vera ber gefur Sör Humphrey öllum þeim góð ráð sem af einhverjum ástæðum eiga erindi fram fyrir sjónvarpsmynd- avélarnar: Farðu aldrei í upptöku nema þér liggi eitthvað á hjarta, og komdu því svo frá þér hvers svo sem þú kannt að verða spurð- ur. Það er alltaf hægt að segja: „Þetta er ekki kjarni málsins,“ og spurðu síðan sjálfan þig þeirrar spumingar sem þú óskar að svara. Ef spurt er um eitthvað snúið og óþægilegt er gott ráð að gera veður út af einhverju tilteknu atr- iði í spumingunni, „að jafnaði"? til dæmis. Spyrjið á móti: Hvað er átt við með „að jafnaði?“ Og ef spyrillinn segir að tiltekið mál valdi fjölda fólks áhyggjum, spyrjið þá á móti: „Nefndu sex!“ Það er alveg pottþétt að hann man ekki eftir nema tveimur. Sjónvarpsháð á bókarformi: Sör Humphrey úr myndaflokknumjá ráðherra er búinn að skrifa dagbók fyrir nýbyrjað ár Bjöm að baki Kára. Eða þannig. Föstudagur 6. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.