Þjóðviljinn - 06.01.1989, Síða 14

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Síða 14
Mótmælafundur stúdenta - enda eru þrengslin mikil. vildu bara röð og reglu. Þá sagði þessi: „Þýskir stúdentar, eins og Þjóðverjar yfirleitt, vilja bara kyrrð og ró.“ (Hm-hm.) Sá þriðji talaði fyrir verkfallinu og viðurkenndi að kröfur stúd- enta væru enn ruglingslegar og ómarkvissar svona í upphafi verkfalls. Þetta ætti allt vonandi eftir að skýrast eftir því sem teygðist úr því og meiri harka hlypi í hlutina. I blöðum er fjallað um „stúd- entaóreiðuna“ og stjórnmála- menn láta fátt hafa eftir sér um hana. Enda er stúdentum það sjálfum vel ljóst að þeir eru í erf- iðri aðstöðu, verkfallsvopn þeirra er lítill og bitlaus kuti. Það er öllum sama um stúdenta sem ekki nenna að mæta í skóla - Grár og þungbúinn rann hann upp, fimmtándi des- ember 1988, hér í Slésvík- Holtsetalandi. Örlítiö kaldur og mjög rakur. Viö útidyrnar að norrænudeildinni búið að líma upp stóran renning af maskínupappír svo hver meðallæs maður komst ekki hjá því að lesa og skilja að stúdentar voru komnir í verk- fall. Prófessorar, dósentar og lektorar eigruðu hálfráðleys- Hvað er framundan Fjármálaráðherra á opnum fundi í Keflavík Alþýðubandalagið efnir til opins stjórnmálafundar í Iðnsveinafélagshúsinu í Keffavík sunnudaginn 8. jan- úarkl. 15. Á fundinum mun Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra hafa framsögu og svara fyrirspumum fundarmanna. Fundarstjóri: Oddbergur Eiríksson. AllirSuðurnesjamenn velkomnir. Alþýðubandalagið Móðir okkar Ósk Hallgrímsdóttir verður jarðsungin frá Bíldudalskirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjúkra- húsið á Patreksfirði. Fyrir hönd annarra vandamanna Börnin islega um gangana, vissu ekki alveg hvernig átti að bregðast við. Uppi deildar meiningar og skiptar skoðan- ir. Sumir vildu lýsa yfir ein- dregnum stuðningi við stú- denta meðan aðrir andmæltu og gengu burt til að kenna. Enn aðrir þögðu og hugsuðu sitt: Hvort var mikilvægara að þjóna ríkinu fram í það rauða eins og sannur „beamter" eða hætta stöðunni fyrir góð- an málstað? Dálítið kyndugt og dálítið al- varlegt. Augun hvörfluðu um veggi innanhúss og utan: alls staðar sama sagan. í öllum deildum verkfall, límmiðar, borðar og slagorð uppi um allt. Húsgögn höfðu verið dregin fram á ganga og fyrirlestrarsalir innsiglaðir. Undirritaður fékk leyfi verkfalls- varða til að fjarlægja 20 stóla frá herbergisdyrum sínum, að sjálf- sögðu með loforði um að kenna ekki. Meira að segja friðsælir guðfræðingar höfðu hengt stóran borðdúk út um gluggann á þriðju hæð, áritaðan: „Guðfræðideildin er líka í verkfalíi". Þetta virtist ætla að verða al- varlegra en alvarlegast heima. Á einu veggspjaldinu stóð: „Fyrir hálfum mánuði: Berlín, fyrir einni viku: Hamborg, í dag: Kiel“. Stúdentar um gervallt sambandslýðveldið virðast vera orðnir fullsaddir á eigin kjörum og ástandi háskólanna. Og hvaða kjör og ástand er átt við? Við krefjumst eftirtaldra breytinga: - að kennarastöðum verði fjölgað til samræmis við fjölda stúdenta. - að rannsökuð og kennd séu fræði sem skipta máli í nútíma- samféiagi: s.s. kvennafræði, fjöl- miðlafræði og alþýðusaga. - að latína verði ekki lengur skyldugrein innan ákveðinna greina. - að komið verði á kennarastöðu í viðskipta- og samfélagssögu. - að dr. Becker verði endur- ráðinn. Kröfurnar eru fleiri og marg- breytileiki þeirra meiri en ráða má af þeim sem hér birtast. Hér er hin margumtalaða grasrót komin á hreyfingu og heimtar vökvun. Að baki liggja fjölmarg- ar og oft óskyldar ástæður. Það er t.d. ekkert samhengi milli þess að stúdentar vilji afnema almenna latínukennslu og hins að endur- ráða dr. Becker. í þessu tilviki skilja að víðáttur. Þó blasir við að verkfallið er vel skipulagt og hef- ur komið kennurum, húsvörðum bókasafnsfræðingum og sjálfum stúdentum í opna skjöldu. Oft ber á góma fjársvelti og kröfur um meiri fjárframlög til einstakra deilda háskólans. En stúdentar vilja ekki láta um- ræðuna dvelja of mikið við slíkt fánýti sem peninga. Þeir minna aftur og aftur á að hér er um hug- myndafræðilega togstreitu að ræða. Sem aftur minnir á stúd- entaóeirðir fyrir réttum tveimur Þýskir stúdentar í verkfalli áratugum. Nema nú eru ekki stúdentaóeirðir heldur „stúdent- aóreiða“. Þegar rætt er við stúdenta kem- ur í ljós að það er engin eining um hvert skuli stefnt í verkfallinu. Allnokkrir eru á móti verkfalli. Einn sagði að það kæmi sér ekki við þótt vantaði kennara og húsn- æði í huggreinum. Þetta væri ekki hans vandamál, hann væri slopp- inn inn í tannlækningar. Annar sagðist vera á móti verkföllum yfirleitt. Mörlandinn spurði hann hvort Þjóðverjar a.m.k. fyrst um sinn. Af tæplega 20.000 nemendum við Kielarháskóla mættu um 2.000 á baráttufund rétt fyrir jól- in. Margt skeggjaðra úlpumanna skók þar hnefa. Jólagjöfin þeirra til sjálfra sín var sú að gefa ekkert eftir. Ráðamenn skyldu ekki halda að stúdentar væru með þessum aðgerðum bara að lengja jólafríið. Það yrði ekki mætt í skólann fyrr en þeim yrði ansað. Á meðan er dispúterað um það hvers konar háskóla menn vilja. Stúdentar mæta eldsnemma á morgnana og leggja undir sig fyrirlestrasali og halda þar fundi. Þeir hörðustu mæta með svefnpokann sinn og vakta húsa- kynnin til að fyrirbyggja hugsan- legan mótleik yfirvalda. Með öðrum orðum: allra in- dælasta verkfall. Kiel, á Þorláksmessu, Ingi Bogi Tillögur Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn verkamannafélags- ins Dagsbrúnar fyrir árið 1989 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 6. janúar 1989. öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Dags- brúnar fyrir kl. 17 þriðjudaginn 10. janúar 1989. Kjörstjórn Dagsbrúnar 14 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmanna- ráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1989. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrif- stofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi, mánudaginn 9. janúar 1989. Kjörstjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.