Þjóðviljinn - 06.01.1989, Side 18

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Side 18
Framhald af síðu 17 hverju ári, mundi ég ekki mæla með að hér verði reist ný verk- smiðja. Hvað raforkuverðið varðar þá höfum við alveg nýjar upplýsingar frá Frakklandi þess efnis að þar verði byggt nýtt álver nálægt Dunkirk, sem verður það fyrsta í Mið -Evrópu í 15 ár. Raf- orkuverðið til þeirra verður 9 mills, en það er svipað verð og Grundartangi borgar. Það álver er reyndar í franskri eigu og raf- orkuverðið er sennilega niður- greitt af stjórnvöldum, en það er staðreynd að þeir borga 9 mills fyrir rafmagnið, en við borgum í dag 18,5 mills. Þannig að ef að álverksmiðja í miðri Evrópu fær rafmagnið á 9 mills og þarf ekki að greiða sama flutningskostnað og verksmiðja hér á landi að þá er augljóslega hagstæðara að byggja verksmiðju í Evrópu. Ég held að verðið sé aðalatriðið. Ef aðstæð- ur í Evrópu eru þetta betri sé ég ekki að erlend fyrirtæki ættu að Mérfinnst ég persónulega vera ábyrgur fyrir allri mengun frá verksmiöjunni hvort sem er í jarövegi, lofti eöa vatni hluti til útflutnings eiga að geta gengið. En úrvinnsluverksmiðjur á íslandi verða að treysta á er- lenda markaði þar sem íslenski markaðurinn er of lítill. Ef vinna ætti frekar úr því áli sem hér er framleitt, þyrfti að reisa sérstaka verksmiðju til að valsa álið og slík verksmiðja þarf að vera mið- svæðis á stórum markaði. Það gengi ekki á ísiandi.“ Nú er greinilegt að þið hafið lagt vinnu í að breyta ímynd verk- smiðjunnar. Eru þetta mest þínar eigin hugmyndir eða fenguð þið utanaðkomandi fyrirtæki til hjálpar? „Við höfum ekki notið utanað- komandi hjálpar, heldur hafa hugmyndimar fæðst hér innan fyrirtækisins og það er auðvelt fyrir mig að framkvæma þær þar sem ég er sannfærður um ágæti þeirra. Við tökum t.d. mjög já- kvætt á móti kvenfólki sem sækir hér um störf. Andrúmsloftið hérí verksmiðjunni er nokkuð of Nýtt álver í Frakklandi fær raforkuna á 9 mills. Ef aöstæöur í Evrópu eru þetta betri sé ég ekki aö erlend álfyrirtæki hafi áhuga á aö reisa álverhér hafa áhuga á að reisa hér álver. Á hinn bóginn er auðvitað ekki víst að öðmm en Frökkum verði boð- in svona kjör á rafmagni í Frakk- landi. Aðalatriðið er að íslendingar ákveði sig. Ég held að meirihluti landsmanna sé samþykkur nýju álveri sem og meirihluti Alþingis, en núverandi ríkisstjórn virðist Veröi hér verkf öll einu sinni á ári mundi ég ekki mæla meö aö ný álverksmiöja veröi byggö ekki hafa gert upp hug sinn.“ En verði ný verksmiðja byggð hér, eru þá einh verjar hugmyndir uppi um að leggja núverandi verksmiðju Isals niður? „Nei, ég held að við eigum framtíðina fyrir okkur." En verði ný verksmiðja byggð hinum megin við Reykjanes- brautina, má ekki búast við að allir reyndir starfsmenn frá ykk- ur vifji flytja yfir í nýja og hreina verksmiðju? „Ég á ekki von á því. Verk- smiðjan okkar verður orðin það hrein eftir þrjú ár að við þurfum ekki að óttast slíka samkeppni. Hins vegar eru öll þessi fyrirtæki óbundin af þeirri könnun sem nú fer fram. Að henni lokinni mun hvert fyrirtækjanna um sig á- kveða á hvern hátt eða hvort þau taka þátt í frekari áformum.“ Þegar álverið í Straumsvík var reist á sínum tíma, var talið því til tekna að í kringum það gæti byggst upp léttiðnaður ýmis- konar, sem byggði á afurðum verksmiðjunnar. Það hefur ekki orðið nema að mjög litlu leyti. Hvaða líkur telur þú vera á að slíkur iðnaður geti komist hér á legg? „Við höfum selt hér lítið magn af áli, t.d. 200 tonn á síðasta ári til Alpan og svo minna til annarra fyrirtækja. Eins hafa verið gerðir tilraunir með framleiðslu álbobb- inga. Þá höfum við hafið sam- vinnu við Iðntæknistofnun um þróunarverkefni, en þar verður ITÍ að hafa frumkvæði. Lítil verkstæði eða verksmiðjur sem bræða upp álið og steypa úr því „maskúlínt“ eða „karlamóralskt" og við viljum breyta því, þó það verði farið rólega af stað. En ég held að íslendingar séu mjög já- kvæðir gagnvart þessum breytingum sem við erum að koma á og það gerir þetta starf mitt mjög skemmtilegt,“ sagði dr. Christian Roth. Páll H. Hannesson Andrúmsloftiö í verksmiöjunni er nokkuö „maskúlínt". Því viljum viö breyta fijýf DANXKÓLM Innritun frá kl. 13 til 18 kennsla hefst 9. janúar HAFNARFJÖRÐUR WKennum í nýju húsnæði á Reykjavíkur- 'A i vegi 72, sími 52996. REYKJAVÍK Kennum í Ármúla 17a, sími 38830. Einnig kennslustaðir: Selfoss: Kennsla hefst 11. jan. Innritun nýrra nemenda sama dag kl. 15-17 í Inghól. Þorlákshöfn: Kennsla hefst 13. jan. Innritun nýrra nemenda 12. jan. kl. 13-20 í síma 98-33551. Stokksey ri/Ey rarbakki: Innritun í síma 98-33551 á kvöldin Njarðvík/Keflavík: Kennsla hefst 10. jan. Innritun í síma 92-11708 kl. 18-20 (Eygló). Barnadanskennsla Gömludansakennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Latin Takmarkaður fjöldi nemendaí hverjum tíma Allt lærðir danskennarar og með- limirí Dansráði íslands NYTT -J íslandsmeistarar kenna Rokk/Tjútt Greiðsluskilmálar: raðgreiðslur/VISA/EURO NYTT NÝTT Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi. Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa. Jafnréttis- ráðherra, - nei takk! Nú eru loks farin að leka út tíðindi af fundi Kvennalista- þingmanna með ráðherrun- um þremurfyrir jólin sem mun hafa verið sögulegur. Ástæða þagnarinnar er einhverskonar samkomulag á fundinum um að allir þegðu fyrst um sinn. Það kom hinsvegarfram í ára- mótagrein eins ráðherrans, Ólafs Ragnars Grímssonar, að þar hafnaði Kvennalistinn tilboði þríflokkanna um form- legar viðræður sem leitt gætu til stjórnarþátttöku Kvenna- listans, en ekki hefur komið fram ennþá nema í hvíslum milli þingmanna að á þessum fundi nefndu ráðherrarnir þrír möguleika á að Kvennalista- konur mótuðu tvö ný ráðu- neyti og fengju í sinn hlut um- hverfisráðherra og jafnréttis- ráðherra. Þetta fannst þeim Guðrúnu Agnarsdóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur ódýr trikk: jafnréttisráðherra? Nei takklB í bláum skugga? Viðbrögð við „einkaferð" þeirra Olafs Ragnars og Jóns Baldvins um landið hafa verið misjöfn innan flokk- anna. Sumir eru sárir vegna þess að þeir hafi ekki beðið um leyfi í flokksstjórnum og ráðum og aðrir A-flokkamenn eru yfirhöfuð á móti því að A- flokkamir séu að kássast hver uppá annan. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi f flokkunum gegn ferðalaginu -sem Alþýðu- blaðið vill að verði farið undir kjörorðinu „Á rauðu ljósi“— eru í Alþýðuflokknum Eiður Guðnason og í Alþýðu- bandalaginu Hjörleifur Gutt- ormsson, sem báðir þykja fremur alvörugefnir og hvor öðrum andvígir. í kringum þingið hefur þessvegna kom- ið upp sú hugmynd að þeir Eiður og Hjörleifur fari tveir saman í einskonar andferð um landið um leið og for- mennirnir, -og gæti kjörorð þeirrar ferðar sem best heitið það sama og Stuðmanna- iagið góða: ibláum skuggaM Dýr flutningur Margir hafa undrast hversu illa Ingólfur Guðbrandsson hefur farið út úr viðskiptum sínum við Ómar Kristjánsson í Þýsk-íslenska, _sem nú er bú- inn að gleypa Útsýn með húð og hári. Upphaflega gekk Ing- ólfur til samninga við Ómar og félaga hans þá Helga Magnússon endurskoðanda Hafskips með meiru og Magnús Gunnarsson framkvstj. SÍF og fyrrv. framkvst. VSÍ, þegar illa áraði og Samvinnuferðir-Landsýn voru farnir að sigla yfir Útsýn í ferðabransanum. Sagan segir að Ingólfur hafi alla tíð ætlað sér að eiga dágóðan hlut í fyrirtækinu til að tryggja sinn hag og ferðalög. Ein ástæðan fyrir því að hann missti allt út úr höndunum er sögð sú, að þegar ákveðið var að flytja höfuðstöðvar fyrir- tækisins í Mjóddina í nýtt húsnæði hafi fyrirtækið Þýsk- islenska séð um allflestar innréttingar. Vel hafi verið smurt á reikninginn og þegar engir aurar voru til að borga, hafi málið verið leyst með auknu hlutafé til Þýsk- íslenska, hvurs eigandi er Ómar nokkur Kristjánsson.B 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.