Þjóðviljinn - 06.01.1989, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Qupperneq 20
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Drekinn Einu sinni voru tveir hellar. í öðrum þeirra bjuggu tveir menn en ekki er sagt hvað í hinum hellinum var fyrr en seinna í sögunni. En snúum okkur nú að mönnunum í hellinum. Eitt sinn þegar annar þeirra var að safna eldiviði fór hann að hugsa um hvað gæti verið í hinum hellinum. Þeir höfðu aldrei reynt að komast inn í hinn hellinn af því að grjóti hafði verið hlaðið fyrir hellismunnann. Hvorugur þeirra vissi hvað var inni í hellinum eða hver hlóð steinvegginn. Þessa nótt skall á þrumuveðurog eldingar. Ein eld- ingin þaut beint í steinvegginn og allt í einu streymdi orka inn í hellinn. Mennirnir sem áttu hinn hellinn lágu andvaka í honum og sáu allt sem fram fór. Þeir urðu skelfingu lostnir þegar þeir sáu að innan í hellin- um var fyrirbæri sem þeir höfðu aldrei séð áður. Það var einskonar dreki sem spúði eldi um allan hellinn. Mennirnir fengu ofbirtu í augun svo að þeir sáu ekki að drekinn flaug í átt til stórs svarts skýs. Mennirnir gátu ekkert sofið þessa nótt. Næsta dag ákváðu þeir að skoða hellinn. Þegar þeir voru komnir inn sáu þeir að það var mun drungalegra en þeir höfðu hugsað sér. Það var kolniða myrkur. Þeir gátu ekkert séð nema skínandi döggina sem endurspeglaði daufa sólargeislana sem skinu utan við hellismunnann. Þeir gengu inní hellinn. Þeir gengu lengra og lengra. Hellirinn virtist aldrei ætla að taka enda en þegar þeir voru að gefa upp alla von sáu þeir litla Ijósglætu sem gægðist inn um lítið op. Mennirnir tróðu sér út um gatið. Þegar þeir voru komnir út voru þeir svo ör- magna að þeir áttuðu sig ekkert á því hvar þeir voru heldur lögðust í mjúkt grasið og steinsofnuðu. Þegar þeir vöknuðu sáu þeir að þeir voru langt uppi á háu fjalli. Þeir höfðu farið svona langt í hellinum sem þeir voru að skoða. Nú fóru þeir aftur heim til sín. Eftir öld eða svo var bóndi einn sem átti nokkra kálfa. Einn þeirra var mjög sérkennilegur. Hann var eiginlega rauðbrúnn og það var einmitt hann sem asnaðist til að fara inn í þennan helli. Allir vissu að einhver bjó þennan helli til fyrir langa löngu en eng- inn vissi hvar hann endaði. Kálfurinn asnaðist þar inn án þess að bóndinn sæi til. Eftir nokkra daga sáu tveir menn kálfinn koma upp um steinahrúgu. Þegar þeir veltu nokkrum steinum frá sáu þeir eins konar göng. Mennirnir tveir sáu strax að kálfurinn var grindhoraður en eitt vakti hjá þeim mikla athygli. Kálfurinn var með skínandi gull á klaufunum en var allur út ataður í ösku og hálf brunninn. Mennirnir tveir létu bóndann hafa kálfinn og bóndinn spurði hvar þeir hefðu fundið hann. Mennirnir sögðu honum allt af létta. Bóndinn varð mjög hissa af því að hann hafði grunað að kálfurinn hefði asnast inn í hellinn. Það 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. janúar 1989 reyndist vera rétt og nú héldu menn að það væri dreki inni í hellinum. Eftir nokkur ár fór að koma svo rosaleg fýla út úr hellinum að byggður var steinvegg- ur fyrir hellismunnann þannig að fýlan fór út hinum megin. Núna er þessi hellir ábyggilega hruninn en ef þið viljið leita að honum farið þá austur í Flóa á bæinn Kolsholt og þar ætti hellirinn að vera. Guðlaugur Jón Árnason 9 ára Mánuðir og merkisdagar I dag 6. janúar er þrettándi og síðasti dagur jóla. Síðasti jólasveinninn fer til fjalla og ýmislegt getur gerst hjá dýrum og mönnum ef trúa skal þjóðtrúnni og þjóð- sögunum. Nú er líka nýtt ár að hefjast og aftur koma mánuðirog merkisdagar. Orðið mánuður er komið frá mánanum sem er mánuð að snúast einn hring í kringum jörð- ina. Fyrsti mánuður ársins heitir eftir róm- verska guðinum Janus. Janus þessi á að hafa tvö andlit, annað andlitið horfir inn í fortíðina en hitt horfir inn í framtíðina. Fe- brúar heitir hins vegar eftir öðrum róm- veskum guði, Februus, sem var guð hrein- leikans. Marsmánuður heitir eftir samnefn- dum rómverskum guði líka. Mars var guð hermennsku, uppskeru og gróðurs. Svo er ekki úr vegi að minna á gamla íslenska mánuðinn sem tók við af Ýli 21. desember. Sá heitir Mörsugur og er þriðji mánuður vetrar samkvaemt fornu tímatali. Mör er fita dýranna og nafnið Mörsugur kemur senni- lega frá þvl að í þessum mánuði minnkaði oft fita dýranna þegar snjór og klaki huldi jörðina og tók fyrir beit.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.