Þjóðviljinn - 06.01.1989, Side 23

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Side 23
Helgi Björnsson í hlutverki Róberts: Hefur ríka nærveru og það sindrar af honum á hljóðan og sannferðugan hátt. Mynd: Jim Smart Viltu verða svanur? Ríkisútvarp - hljóðvarp VIÐ ERUM EKKI LENGUR í GRIMMSÆVINTÝRUM eftir Melc- hior Schedler. Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikendur: Ámi Tryggvason, Arnar Jónsson, Edda Björgvinsdóttir og Oddný Árnardóttir. Upptaka: Hreinn Valdimarsson. Eru svanir prinsar í álögum? Eða bara venjulegir menn í álögum sem enn vilja fá smók eftir góða máltíð og enn eiga sér uppáhaldsrétt, kálfaragú? Af því fór sögum í ofannefndu leikriti sem var flutt liðinn þriðjudag. í því fór allt saman, góð og vel- útfærð hugmynd, afbragðsleikur og vönduð upptaka. Leiklistar- deildin hefur nú tilkynnt að breytingar verði á skipan leikrita í dagskránni og var þetta leikrit vikunnar fyrsta vers í þeim langa söng. Deildin slúttaði reyndar gamla árinu með mergjaðri út- gáfu af Eftirlitsmanni Gogols þar sem hópur leikara fór á kostum með Erling Gíslason í broddi fylkingar í hlutverki borgarstjór- ans. Nú er eiginlega of seint að hrósa Erlingi, Möggu Helgu, Baldvin og Gísla Rúnari fyrir Eft- irlitsmanninn. Hvað þá leikstjór- anum, Þorsteini Gunnarssyni. Raunar er líka of seint að hrósa Arnari og Árna Tryggva fyrir þennan skemmtilega svanasöng á þriðjudaginn. En það er ekki of seint að hvetja menn til að leggja við hlustirnar þegar útvarpsleik- rit eru annarsvegar. Héðan í frá verða leikrit vik- unnar á þriðjudagskvöldum og endurtekin á fimmtudagssíðdegi. Þá mun fyrsta laugardag hvers mánaðar verða flutt veigamikið útvarpsleikrit síðdegis og geta menn strax á morgun sest við tækin. Útvarpsleikrit hafa lengi verið stór og dýr póstur í dagskrá Ríkisútvarps og verða það von- andi áfram. Leggið við hlustir, lesendur góðir. Tvö síðustu verk- in á verkefnaskrá Leiklistardeild- ar vekja góðar vonir um fram- haldið. Styrktarfélagar hátt í þúsund Cavalleria Rusticana á verkefnaskrá íslensku óperunnar á nýbyrjuðu starfsári Cavalleria Rusticana eftir Mascagni og I Pagliacci eftir Le- oncavallo eru meðal verka sem íslenska óperan hyggst sýna á nýju starfsári, í samvinnu við norsku óperuna í Osló. Þessar óperur mörkuðu upp- haf raunsæisstefnu í ítölskum óp- erubókmenntum og hafa notið mikillar hylli um allan heim síðan þær voru sýndar fyrst skömmu fyrir síðustu aldamót. Þær hafa báðar verið sýndar áður hér á landi. íslenska óperan sýndi þrjú verk á síðasta starfsári; Don Gio- vanni eftir Mozart, Litla sótarann eftir Britten og Ævintýri Hoff- manns eftir Offenbach í sam- vinnu við Þjóðleikhúsið. í góðu samræmi við umsvifin á árinu fjölgaði styrktarfélögum veru- lega og eru þeir nú um 850 talsins. Formaður stjórnar óperunnar er nú Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur, og tók hann við embættinu af Garðari Cortes sem hafði gegnt því frá upphafi. Þorvaldur Gylfason, prófessor, er formaður stjórnar styrktarfé- lags óperunnar. Stjómir þessar tvær skipta þannig með sér verk- um að stjórn íslensku óperunnar annast rekstur fyrirtækisins, en að renna stoðum undir rekstur stjórn styrktarfélagsins er ætlað óperunnar til frambúðar. HS íslenska óperan færir upp Trúðana (I Pagiiacci) á þessu starfsári. Myndin er frá því snöggtum fyrrá öldinni og erafEnrico Caruso, ástsælasta tenórallra tíma, I aðalhlutverkinu, en óperan fjallar um miðaldra trúð sem kemst á snoðir um ótrygglyndi ungrar eiginkonu sinnar og myrðir hana í afbrýðisæði. Ólafur Haukur Símonarson Þróun sérfræöi- þekkingarinnar Af þeim fræðigreinum sem orðið hafa til á síðustu áratugum, er „sérfræðiþekkingarfræðin" eftilvill merkilegust. Sérfræði- þekkingarfræðin er skilgetið af- kvæmi hinnar látlausu þróunar á öllum sviðum í átt til aukinnar verkaskiptingar. Framtíðaratferlisþróunar- fræðingar þeir sem hafa atvinnu af því að hugsa fyrir okkur öll, segja „að allt stefni í átt til sí- aukinnar sérhæfingar", og margt ber því vitni að þjóðin sé í óða önn að búa sig undir hina óhjá- kvæmilegu framtíð í sérhæfingar- samfélagi. Jafnvel málgagn á borð við Þjóðviljann, sem hingað til hefur lifað í sælli trú á brjóst- vit, skáldlega hagfræði og fjöl- fræðinga, siglir nú hraðbyri innf nýjan tíma undir merkjum sér- fræðiþekkingar og sérhæfingar. Blaðið hefur tilaðmynda af mik- illi fyrirhyggju ráðið sérstakan draumfræðing tilað sinna draum- lífi alþýðustéttanna og birtir reglulega túlkanir þessa sérfræð- ings á draumum einstaklinga, hópa, stéttarfélaga og landssam- taka. Þá hefur Þjóðviljinn einnig riðið á vaðið með sérmenntaðan kynlífsfræðing, þann fyrsta hér á landi, og sýnir það að ennþá er að finna á blaðstjórninni leifar af marxískum skilningi á gagnvirkum tengslum yfir- og undirbyggingar. Nú geta forystu- menn launþegasamtakanna leitað til blaðsins með vandamál sín hvort sem um er að ræða kyn- lega fælni við hinn almenna fé- lagsmann, andlegt eða líkamlegt getuleysi, eða jafnvel bara óeðli- legt hvatalíf. Það er einnig áber- andi að skáldlega hagfræðin sem blaðið stundaði lengst af og hafði að grunnkennisetningu „að það væru til nógir peningar“, hefur vikið fyrir annarri tegund af hag- fræði, þeirri sem grunduð er á talnabunum Þjóðhagsstofnunar og leiðir yfirleitt til gagnstæðrar niðurstöðu: „Það eru ekki til neinir peningar". Nú er það bara gleðilegt þegar dálítið mosavaxið dagblað kastar ellibelgnum, finnur taktinn með nýjungum tímans, skynjar að dagblað er ekki lengur bara dag- blað, heldur „fjölmiðill“ á sama hátt og læknir er ekki lengur „bara læknir“, heldur sérfræðing- ur sem vinnur fullt starf á fjórum stöðum og fær þarafleiðandi að sjálfsögðu fjórfalt kaup. Fjöl- miðlar tefla nú fram sérfræðing- um á flestum sviðum, dagskra hljóðvarps og sjónvarps er vand- lega hólfuð niður þannig að hinir ýmsu sérfræðingar á sviði popp- rokks, þungamálms- og brota- járnsrokks, dægurmáladellu- fræða, líkamsræktarráðgjafar- fræða, matarlistargerðar- og of- átsfræða, fjármálastjómunar- fræða og sorgaratferlisfræða, troði ekki hverjir öðrum um tær eða villist inná svið hver annars. Sérhæfingin á ljósvakanaum er það langt komin að stofnaðar hafa verið sérstakar útvarps- stöðvar tilað leika músík fyrir heyrnarlausa og tóndaufa, og nýjar sjónvarpsstöðvar hafa tekið til starfa sem sjá bíófíklum og öðrum fíflum fyrir óendanlegu magni af sjónhnasli. Undirritaður hefur lesið gagn- merka skýrslu Framtíðarferlis- þróunarnefndar og komíst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt sé að rithöfundar þjóðarinnar að- lagi sig breyttum tíðaranda og taki upp starfsheitið „skáldsagna- gerðar- og leikritunar- sérfræðingur". Alþingismenn munu að öllum líkindum innan tíðar bera starfsheitið „alþingis- setu- og lagasetningarsérfræð- ingar“, og þykir mér það furðu hógvært með tilliti til starfsheita einsog „loftferðaeftirlitssér- fræðingur“, tásnyrtisérfræðing- ur“, „umferðarmálasérfræðing- ur“, „heilbrigðismálasérfræðing- ur“ eða „rithandarsýnishornasér- fræðingur", svo tekin séu dæmi af síðum dagblaða. Forstjórar skuldugustu fyrirtækja landsins munu innan skamms taka upp starfsheitið „tapreksturssérfræð- ingur“, oddvitar bænda hafa án efa augastað á „landeyðingarsér- fræðingur“. Er ekki að efa að þegar frammí sækir mun útflutn- ingur sérfræðiþekkingar þessara hópa verða þjóðinni drjúg tekju- Und, enda margsannað að á svið- um tapreksturs, offjárfestinga og landeyðingar skörum við framúr og höfum aflað okkur dýrk- eyptrar reynslu sem öðrum þjóð- um mun leika forvitni á að kynn- ast. Föstudagur 6. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.